Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 52
MICROSOFT. einar j.
WINDOWS. SKÚLASONHF
TVÖFALDUR1. vinningur
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Verkfall 460 starfsmanna er hafið í álverinu eftir viðræðuslit í gærkvöldi
Litlar líkur á við-
ræðum næstu daga
VERKFALL um 460 starfsmanna
álversins í Straumsvík hófst á mið-
nætti en um kvöldmatarleytið í gær
slitnaði upp úr viðræðum deiluaðila.
Ljóst er að sáttasemjari mun ekki
reyna að boða til nýs viðræðufundar
fyrr en einhvem tíma í næstu viku.
Vinnuveitendur segjast hafa
boðið 9% hækkun
Vinnuveitendur lögðu fram tillögu
í fyrrinótt sem, að sögn Hannesar
G. SigurðssonarL aðstoðarfram-
kvæmdastjóra VSI, fól í sér 5,6%
hækkun launá á þessu ári, 3% til
viðbótar á næsta ári eða samtals
8,7% á samningstímanum, auk sér-
atriða, þannig að heildarkostnaðar-
hækkunin hafí numið um 9%. Tillag-
an fól einnig í sér 25 þús. kr. ein-
greiðslu ef samningar næðust áður
en boðuð vinnustöðvun hæfist.
Fulltrúar verkalýðsfélaganna
meta tilboðið á 8% og segja að ekk-
ert tillit hafi verið tekið til krafna
þeirra um breytingar á launaflokkum
og hlutdeild í hagræðingu.
Hannes sagði að í tilboðinu hefðu
falist mjög svipaðar hækkanir og
bankamenn sömdu um nýverið en um
2% mein hækkanir en í samningum
ASÍ/VSÍ í vetur. Bankamenn hafi
lagt fram hliðstæð rök og starfsmenn
ISAL um sérstakar launahækkanir
vegna hagræðingar og fækkunar
starfsmanna. „Við höfum hins vegar
hafnað því að framleiðsluaukning á
hvem mann sé einhver grundvöllur
kauphækkana, vegna þess að hún
stafar af gífurlegum fjárfestingum,"
sagði hann.
Hannes sagði að fulltrúar starfs-
manna hefðu kynnt hugmyndir um
nýtt launakerfí í gær, sem þeir hefðu
ekki sett fram áður. „Þeir eru ennþá
með miklar væntingar um meiri
launahækkanir en við emm tilbúnir
til að bjóða. Þetta tilboð okkar liggur
fyrir og við sjáum ekki tilgang í frek-
ari viðræðum að sinni,“ sagði Hannes.
Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna, sagði að viðsemj-
endur þeirra hefðu ekki ljáð máls á
að ræða launaflokkamál seinustu
daga og þegar starfsmenn hafí óskað
eftir að ræða fleiri atriði en fólust í
tilboðinu hafi því verið hafnað með
þeim orðum að þeir væm ekki tilbún-
ir að sitja undir íjárkúgunum af hálfu
starfsmanna. „Þegar þeir vom famir
að flokka eðlilegar viðræður verka-
lýðshreyfingar við atvinnurekendur
sem ijárkúgun var alveg ljóst að það
stóð ekki til að semja, þannig að
menn stóðu upp,“ sagði Gylfi.
Hann sagði það engum tilgangi
þjóna að ræðast frekar við næstu
daga. „Fyrst þeir vom ekki menn til
að standa við sínar meiningar frá
því í nótt og haga sér eins og siðað-
ir menn í viðræðum, þurfa þeir lengri
tíma til að vakna til vemleikans,“
sagði hann.
■ 318kerkæId/4
Morgunblaðið/Þorkell
14 dagar til stöðvunar
SIÐASTA vaktin heldur heim úr álverinu um miðnætti eftir að
verkfall skall á. Þá hófst 14 daga undirbúningur að stöðvun.
Morgunblaðið/Kristinn
Breytingar á GATT-frumvarpi
Lágmarksað-
gangi verði náð
Gefur frum-
upptökur
50 dægur-
lagaplatna
NORSKl tónlistarmaðurinn og
útgefandinn Arne Bendiksen
hefur ákveðið að færa íslending-
um að gjöf um fimmtíu frumupp-
tökur af íslenskri dægurtónlist
.frá árunum 1963-1980. Á hveiju
segulbandi er ein plata. Eru upp-
tökumar væntanlegar í næstu
viku, að sögn Bendiksens, en
Jónatan Garðarson hjá Spori
mun fá þær í hendur og sjá um
endurútgáfu á efninu. Segir
hann þetta ómetanlegt efni en
hann hefur Ieitað í mörg ár að
upptökum frá þessum tíma.
Undanfarin tólf ár hefur Bend-
iksen geymt segulbandasafnið
í innisundlaug á heimili sínu.
Bendiksen keypti segulböndin
fyrir rúmum tíu ámm af norsku
fyrirtæki sem pressaði hljóm-
plötur en það hugðist henda
miklu af gömlum upptökum.
Varð úr að Bendiksen keypti allt
RÍKISSÁTTASEMJARI lagði fram
formlega miðlunartillögu í kjaradeilu
sjómanna og útvegsmanna í gær-
kvöldi. Tillagan verður borin undir
atkvæði sjómanna nk. mánudag.
Verði hún samþykkt fara skipin á sjó
á þriðjudag. Miðlunartillagan tekur á
öllum atriðum nýs samnings sem
samkomulag var orðið um. Atriði sem
-deiluaðila greindi á um verður ekki
að fínna í samningnum.
Ástæðan fyrir því að samninga-
mönnum tókst ekki sjálfum að ljúka
gerð nýs samnings var sú að LÍÚ
krafðist breytinga á skiptaprósentu
þegar fækkað er í áhöfn skips. Sjó-
menn höfnuðu því og þá hafnaði LÍÚ
öllum kröfum sjómanna sem ekki
„'nafði þá náðst samkomulag um. Sam-
komulag varð síðan um að sáttasemj-
efnið sem átti að fara á haugana
og hefur hann gefið nokkra
safndiska út með tónlist af bönd-
unum.
Hluti segulbandanna reyndist
vera íslenskur og hafði Bendik-
sen hug á því að koma þeim til
íslands, fyndi hann einhvern sem
áhuga hefði á að gefa þau út.
Honum var bent á Jónatan og
er Bendiksen var á ferð hérlend-
ari legði fram miðlunartillögu og að
öllum ágreiningsmálum yrði ýtt út
af borðinu, þar með talinni kröfu LÍÚ
um breytingar á skiptaprósentu.
í gær náðist samkomulag um hafn-
arfrí, frí um jól og áramót og frí á
sjómannadag. Þá tókst að klára sér-
samninga um rækjuveiðar. Ekki tókst
að ná samkomulagi um humarveiðar
og veiðar í dragnót. Breytingar á olíu-
verðstengingu og breytingar á upp-
ins í síðustu viku hittust þeir.
Varð úr að Spor tekur við efninu
og gefur það út. Benediksen seg-
ir að hljómurinn á plötunum sé
fyrirtak og á myudinni
heldur hann á upptökum af
jólasálmum og söng systkin-
anna Ellýar og Vilhjálms Vil-
hjálmsbarna.
■ Böndin heim/11
sagnarákvæðum undirmanna urðu
sömuleiðis eftir. Ekki náðust heldur
samningar um kröfu sjómanna um
starfsaldursálag. Nýr kjarasamningur
sjómanna mun fela í sér sömu grunn-
kaupshækkanir og stærstur hluti ann-
arra launþega hefur samið um að
undanfömu, þ.e. 7% hækkun.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins liggur fyrir frumvarp í
sjávarútvegsráðuneytinu um störf
MEIRIHLUTI stjómarflokkanna í
efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis samþykkti í gærkvöldi
breytingartillögur við frumvarp
ríkisstjórnarinnar um framkvæmd
GATT-samningsins. Að sögn Vil-
hjálms Egilssonar, formanns
nefndarinnar, vill meirihlutinn
tryggja að sá lágmarksaðgangur
erlendra landbúnaðarvara sem
kveðið er á um í samningnum,
þ.e. 3-5% af innanlandsneyzlu,
verði fluttur inn á verði, sem
tryggi að vörumar verði seljanleg-
ar.
í breytingartillögum meirihluta
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks, sem Vilhjálmur segir
samdar í fullu samráði við Guð-
mund Bjarnason landbúnaðarráð-
herra, er lagt til að bætt verði við
20. grein frumvarpsins. Hún gerir
ráð fyrir því að landbúnaðarráð-
úrskurðamefndar, sem á að fjalla um
ágreining um fiskverð ef sjómenn og
útvegsmenn ná ekki samkomulagi um
það. Frumvarpið verður lagt fram á
Alþingi eftir helgi.
Samið á Vestfjörðum
Sjómenn og útvegsmenn á Vest-
fjörðum undirrituðu nýjan kjara-
samning í gærkvöldi. Helgi Ólafsson,
varaformaður ASV, sagðist vera
þokkalega ánægður með samninginn
og sagði að trúnaðarráð sjómannafé-
laganna myndu koma saman um
helgina til að taka afstöðu til þess
hvort samúðarverkfalli, sem átti að
hefjast á Vestflörðum eftir helgina,
yrði aflýst.
■ Breyting á samskiptum/4
herra sé heimilt að úthluta toll-
kvótum fyrir ákveðnar kjöt- og
mjólkurvörur, kartöflur og græn-
meti, og hann ákveði hvaða toll-
töxtum skuli beita.
Ráðherra getur
lækkað tollana
Nefndin leggur til að inn í greinina
bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
„Við úthlutun tollkvóta hefur
ráðherra hliðsjón af því hvort nægi-
legt framboð af viðkomandi vörum
á hæfilegu verði er til staðar og
hvort innflutningsmagn í tollkvót-
um IILA og IIIB [landbúnaðarvör-
ur, sem skylt er að flytja inn sam-
kvæmt GATT-samkomulaginu]
hafi náð þeim mörkum sem þar eru
sett.“
Samkvæmt þessu getur land-
búnaðarráðherra í reynd lækkað
tolla á þeim vörum, sem skylt er
að flytja inn, reynist verð á þeim
verða svo hátt, miðað við reglur
frumvarpsins um lágmarksaðgang,
að þær seljist ekki.
Væntingar
„Þessi breytingartillaga þýðir að
það er ásetningur landbúnaðarráð-
herra að reyna að ná lágmarksað-
ganginum í innflutningi," segir
Vilhjálmur Egilsson.
Aðspurður hvað átt væri við
með hæfilegu verði, segir hann:
„Menn hafa almennt séð haft
væntingar um að inn á markaðinn
myndu koma vörur á þessum lág-
marksaðgangi. Hins vegar hafa
ekki verið væntingar um að mikið
umfram það yrði flutt inn. Með
þessu er verið að reyna að ná fram
því, sem menn hafa vænzt í sam-
bandi við þennan samning."
Skip fara á sjó á þriðjudag verði sjómannasamningar samþykktir
Samkomulag um
miðlunartillögu