Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 21
Þarf ekki
að borga
leigu
INGVAR Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, þarf ekki að
borga húsaleigu á tveim stöðum,
bæði fyrir einkasetur sitt í út-
jaðri Stokkhólms og nýja for-
sætisráðherrabústaðinn í mið-
borginni. Skattanefnd þingsins
komst að þeirri niðurstöðu að
forsætisráðherra þurfi ekki að
greiða leigu fyrir ráðherrabú-
staðinn ef ráðherrann hefur
einnig einkabústað sem hann
eða hún þarf að greiða leigu
fyrir.
Ebola stöðvuð
ALÞJÓÐLEG nefnd á vegum
alþjóða heilbrigðismálastofnun-
arinnar hefur staðfest að tekist
hafi að stöðva Ebolafaraldurinn
sem kom upp í Zaire í apríl. Enn
hætta tala greindra tilfella, en
ástæðan er að enn eru að grein-
ast sjúklingar sem sýktust á
tímabilinu janúar til mars, en
eru fyrst að koma í ljós núna
eftir nákvæma rannsókn. Alls
hafa nú greinst 211 tilfelli og
164 hafa látist af völdum veir-
unnar.
Kaktus
blómstrar
SJALDGÆFUR kaktus í Bret-
landi blómstraði í gær í fyrsta
sinn í heila öld, eftir að loftkæl-
ing í glerhúsi í skrúðgarði Ox-
fordháskóla, með þeim afleið-
ingum að hiti hækkaði. Kaktus-
inn blómstraði síðast 1896
skömmu eftir að ferðalangar
færðu skrúðgarðinum hann að
gjöf-
Kosið í
Frakklandi
RÚMLEGA 40 milljónir kjós-
enda eru væntanlegir að kjör-
borðinu í Frakklandi á morgun.
Kosnir verða borgar- og bæjar-
stjórar og fulltrúar sem fara
skulu með völd í 36,664 borgum,
bæjum og kauptúnum Frakk-
lands. Samkvæmt stjórnarskrá
Frakklands er stjórnmálamönn-
um heimilt að gegna embættum
á vegum bæði ríkis og bæja.
Því er það, að 33 af 43 meðlim-
um ríkisstjórnar Alans Juppes
eru í framboði á morgun.
Ólæti í París
GRÍMUKLÆDDIR unglingar
létu ófriðlega í niðumíddu No-
isy-le-Grand hverfi í París
snemma í gærmorgun. Bílar
voru skemmdir og bensín-
sprengjur notaðar til að kveikja
í fimm skólahúsum. Þetta er
aðra nóttina í röð sem unglingar
eru með ólæti í hverfinu og
valda skemmdum. Saka þeir
lögreglu um að hafa viljandi
ekið á og valdið dauða ungs
Araba sem var á stolnu vél-
hjóli. Stjórnmálamenn deila um
hvort ólætin tengist bæjar og
sveitastjórnarkosningum sem
eru i Frakklandi í dag.
Ólögmætt
nafn á lestum
DÓMSTÓLL í París kvað í gær
upp þann úrskurð að frönsku
ríkisjámbrautunum væri óheim-
ilt að kalla þær lestar sem fara
gegnum Ermasundsgöngin Eur-
ostar. Nafnið væri of líkt skráð
vömmerki flutningafyrirtækis í
París sem heitir Eurostart.
Ríkisjámbrautimar hafa hálft
ár til að breyta nafni lestanna.
Forsætisráðherra Víetnam segir heimsókn sína til íslands árangursríka
Lögð drög að
frekara sam-
starfi landanna
VO VAN Kiet, forsætisráðherra
Víetnams, sagði á fréttamannafundi
sem hann hélt ásamt Davíð Odds-
syni, forsætisráðherra íslands, í
gær, að opinber heimsókn hans til
Islands hefði verið árangursrík.
Lögð hefðu verið drög að frekara
samstarfi þjóðanna á sviði efna-
hags- og menningarmála, einnig í
vísindum og tækni. „Tilgangur
heimsóknar minnar til íslands er að
halda áfram að styrkja vináttubönd
og samskipti þjóðanna."
Kiet sagði að viðhorf Víetnama
og íslendinga í þeim málaflokkum
sem auka á samstarf í væru mjög
svipuð. „Til að bytja með hefur ver-
ið ákveðið að ganga til samstarfs í
sjávarútvegi, það er að segja, við
veiðar, vinnsiu og markaðssetningu.
Efnt verður til viðræðna þar sem
unnið verður að og endanlega geng-
ið frá rammasamningi um samstarf
milli landanna tveggja. Síðar verður
væntanlega skrifað undir samning
sem auðveldar og hvetur til fjárfest-
inga, auk þess sem haga þarf málum
þannig að ekki komi til tvísköttun-
ar.“
Sagði forsætisráðherrann að með
þessu móti myndi skapast lagalegur
grundvöllur fyrir nánar skilgreint
samstarf á hinum ýmsu sviðum í
náinni framtíð.
Um væntanlega för íslenskrar
sendinefndar til Víetnams á næstu
vikum sagði Kiet að honum hefði í
fyrrakvöld gefíst tækifæri til að
ræða við bankastjóra Seðlabanka
íslands, sem muni fara fyrir sendi-
nefndinni. „Ég er sannfærður um
að í þeirri heimsókn verður búið svo
um hnútana að unnt verði að stað-
festa það sem okkur hefur samist
um í heimsókn minni nú.“
Davíð Oddsson sagðist þakklátur
hinum víetnamska starfsbróður sín-
um fyrir að þekkjast boð um að
koma til íslands. Tók Davíð undir
þau orð Kiets að heimsóknin hefði
verið árangursrík. Ákveðið hefði
verið að fela viðkomandi ráðuneyt-
um að gera mögulega samvinnu
fyrirtækja í löndunum.
Þakklátur
Kiet sagði að lokum að hann
væri þakklátur fyrir að hafa verið
boðið til íslands. Þótt um væri að
ræða hans fyrstu heimsókn til lands-
ins og hún væri þar að auki stutt
hefðu íslendingar sýnt sér og sendi-
nefnd sinni einstaka gestrisni og
hlýhug, það kynni hann að meta.
Morgunblaðið/RAX
VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, tók á móti Vo Van Kiet,
forsætisráðherra Víetnams, og konu hans, Phan Luong Cam, á
Bessastöðum í gær.
Morgunblaðið/Golli
VO Van Kiet þótti Almannagjá tilkomumikil. Hann fékk lánaða
myndavél hjá aðstoðarmanni sínum til þess að festa gjána á filmu,
þegar erlendu gestimir heimsóttu Þingvelli í gær.
PLEASE WAtT HERE
UNT1L THE COUNTER
IN ERONT OF YOU
ISFREE
Allt flug
SAS lá niðri
ALLT innanlands- og millilanda-
flug SAS-félagsins lá niðri í gær
vegna sólarhrings vinnustöðvunar
flugmanna. Lögðust rúmiega 800
ferðir niður og raskaði það ferða-
lagi um 56.000 farþega. Á Ar-
landa-flugvellinum í gær reyndu
starfsmenn SAS að koma farþeg-
um félagsins með flugvélum ann-
arra flugvélaga.
Samið um Svartahafsflota
Sochi. Reuter.
RÚSSAR og Úkraínumenn undirrit-
uðu í gær samning sem bindur endi
á langvarandi deilur ríkjanna um
framtíð Svartahafsflotans. Er vonast
til þess að þetta verði til þess að
bæta samskipti landanna, sem oft
hafa verið stirð.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti og
Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu,
undirrituðu samkomulagið í lok fund-
ar sem þeir áttu í Sochi. Kom sam-
komulagið á óvart en allt fram á síð-
ustu stundu var óljóst hvort að það
næðist.
Jeltsín sagði við undirritunina að
stundin væri söguleg og Kútsjma
bætti því við að þrátt fyrir að ekki
væru öll ágreiningsatriði þjóðanna
leyst, hefði samkomulag náðst.
Deilt hefur verið um skiptingu
Svartahafsflota sovéska hersins frá
hruni Sovétríkjanna árið 1991. Hvað
eftir annað hefur svo virst sem sam-
komulag hafi náðst en það hefur
ekki reynst á rökum reist.
Eitt helsta ágreiningsatriði ríkj-
anna var hvort að flotar beggja ríkj-
anna ættu að hafa afnot af flotastöð-
inni í Sevastopol á Krímskaga. Rúss-
ar hafa viljað ráða stöðinni einir en
í gær samþykktu þeir að veita úkra-
ínska flotanum aðgang.
Reuter
cis-9,10-octadecenoamide
Nýuppgötvað efna-
samband svæfir
Washington. Reuter.
ÞÓTT nafnið hljómi ekki einsog
vögguvísa gæti nýuppgötvað efna-
samband sem kallast cis-9,10-
octadecenoamide svæft mann á
skammri stundu.
„Svefn er ein stórkostlegasta
ráðgáta taugavísindanna," sagði
taugasérfræðingurinn Steven
Henriksen. „Svefn er með því ein-
faldasta sem heilinn gerir, og er
okkur enn óskiljanlegt."
Fyrstu rannsóknir lofa góðu
Henriksen og fimm starfsbræð-
ur hans við Scripps vísindastofn-
unina í La Jolla í Kaliforníu
greindu frá uppgötvun sinni í
tímaritinu Science sem kom út á
fimmtudag. Þótt væntanlega sé
langt þangað til efnasambandið
verður prófað sem ráð við svefn-
leysi eru niðurstöður fyrstu rann-
sókna á köttum og rottum „afar
athyglisverðar," sagði Henriksen.
Rúmlega 40 milljón manns í
Bandaríkjunum einum eiga í vand-
ræðum með svefn. Segir Henrik-
sen að mjög erfitt sé að lækna
svefnleysi.
Efnasambandið tilheyrir hópi
nýlega uppgötvaðra efnasam-
banda í heilanum, og eru flest
þeirra vísindamönnum ráðgáta.
Henriksen og félagar rannsökuðu
magn cis-9,10 í heila- og mænu-
vökva í rottum sem þjáðust nokk-
uð af svefnleysi. Síðan sprautuðu
þeir efnasambandinu í ketti og
rottur, sem féll vær og eðlilegur
blundur á brá eftir 10-15 mínút-
ur, jafnvel þótt aðgerðin hefði far-
ið fram um miðjan dag eftir að
dýrin höfðu sofíð alla nóttina áður.
Ólíkt svefnlyfjum
„Þarna var ekki um að ræða
svæfíngu með lyfjum," sagði Hen-
riksen. Dýrin fóru gegnum eðlileg
svefnstig og vöknuðu hress og
endurnærð, en ekki ringluð og
utangarna. „Svefnferillinn var
eðlilegur, ólíkt því sem gerist þeg-
ar svæft er með dæmigerðum
svefnlyfjum,“ sagði Henriksen.
Rannsóknin var nýstárleg að
því leyti að við hana unnu tauga-
sérfræðingar og efnafræðingar
saman. Þeir síðamefndu sinna yf-
irleitt ekki rannsóknum á svefni.
Henriksen var ánægður með þetta
þverfaglega samstarf, en að einu
leyti óhress með efnafræðingana.
„Þeir voru ófáanlegir til að gefa
[efnasambandinu] nafn sem væri
gegnsærra. Þeir vildu kalla það
cis-9,10-octadecenoamide. En
svona eru nú efnafræðingar inn-
, réttaðir."
W/S4S
M ANCU)
VÁNTA HAH TILLS
DETARDINTUR