Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGBJÖRT ÁSGRÍMSDÓTTIR + Dagbjört fædd- ist að Vatni í Haganesvík 8. mars 1906. Hún lést á heimiii dóttur sinnar í Reykjavík 31. mars sl. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 21. desember 1861, d. 4. apríl 1952, og Asgrímur Sigurðs- son, smiður og bóndi í Dæli í Fljót- um, f. 8. desember 1856, d. 23. júní 1936. Sigurlaug og Ásgrímur áttu 13 börn og var Dagbjört yngst þeirra og eitt af 9 systkinum sem náðu fullorðins- aldri. Dagbjört tók kennara- próf frá Kennaraskólanum í Reykjavík vorið 1933 og var kennari við unglingaskólana á Dalvík 1933-1934 og í Svarfað- ardal 1934-1935 og 1938- 1939. Síðan forfallakennari í Svarfaðardal árum saman. Eiginmaður hennar var Stefán Björnsson, búfræðingur, f. 9. júlí 1908, d. 7. júní 1991. For- eldrar Stefáns voru Björn R. Árnason bóndi og fræðimaður og kona hans Anna Stefanía Stefáns- dóttir. Dagbjört og Stefán hófu búskap á Grund í Svarfað- ardal vorið 1933 og bjuggu þar til 1960 að þau fluttu til Dalvíkur og bjuggu þar á Skíðabraut 7 (Lambhaga) til dauðadags. Þau eignuðust sex börn: dóttir, f. 1935, dó vikugömul, Þor- steinn Svörfuður, f. 1937, læknir í Reykjavík, Jóhannes, f. 1940, fiskverkandi á Dalvík, Anna Sigurlaug, f. 1947, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík, Björn Runólfur, f. 1948, verkfræðing- ur i Reykjavík, og Sigurlaug, f. 1952, skrifstofumaður á Dal- vík. Fóstursonur þeirra var Ásgrímur Pálsson, f. 1930, bróðursonur Dagbjartar. Hann er nú látinn. Dagbjört og Stef- án eignuðustu þrettán barna- börn og barnabarnabömin þeirra eru átta. Dagbjört verð- ur jarðsungin frá Dalvíkur- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. í DAG verður jarðsungin frá Dal- víkurkirkju föðursystir mín, Dag- björt Ásgrímsdóttir, fyrrv. hús- freyja á Grund í Svarfaðardal, til heimilis á Skíðabraut 7 á Dalvík. Dagbjört var yngst af þrettán bömum foreldra sinna, þeirra Sig- urlaugar Sigurðardóttur og Ás- gríms Sigurðssonar frá Dæli í Fljótum. Þau eru nú öll látin. Með Dagbjörtu er fallin frá gagnmerk og gáfuð kona, sem sýndi með lífi sínu og starfi það besta, sem bjó í aldamótakynslóð- inni íslensku. Göfuglyndi og hjálp- semi voru henni í blóði borin. Hún hafði ánægju af því að gera öðrum gott, án þess að slíkt væri í hámæl- um haft. Dagbjört var fremur lágvaxin kona og fríð sýnum. Heiðríkja og góðvild skein úr svip hennar, en hógværð og reisn yfir allri hennar framgöngu. Gott var að eiga hana að vini. Dagbjört hóf búskap á Grund með heitmanni sínum, Stefáni Bjömssyni frá Atlastöðum í Svarf- aðardal vorið 1933. En sama vor hafði hún lokið prófi frá Kennara- skólanum í Reykjavík. Þeim varð sex bama auðið. Hið elsta lést nokkurra daga gamalt. Þau fimm, er upp komust, era allt hið mæt- asta fólk, sem bera með sér svip- mót þess heimilis, þar sem þau ólust upp. Þau era öll foreldram sínum til verðugs sóma. Auk bama sinna ólu þau Dagbjört og Stefán upp bróður minn, Ásgrím, frá fimm ára aldri. Hann er nú látinn. Ás- grímur leit ávallt á Grand sem heimili sitt. Þar átti hann gott at- ' hvarf og þangað var hann ætíð velkominn. Ég veitt einnig, að þau hjón bæði bára hag og heill Ás- gríms fyrir bijósti eins og hann væri þeirra eigin sonur. Fyrir það era nú fluttar innilegar þakkir. Sá, sem þessar línur ritar, var í sveit, eins og kallað var, hjá Dag- björtu og Stefáni á Grand fyrsta sumarið, sem þau bjuggu þar. Á Grund var þá torfbær, sem hrundi að hluta í jarðskjálftunum ári síð- ar. Þótt ungur væri, er ég dvaldi hjá Grandarhjónum þetta sumar, á ég margar ógleymanlegar og hug- ljúfar minningar frá vera minni þar, sem við Dagbjört rifjuðum stundum upp, báðum, að ég hygg, til nokkurrar ánægju og gleði. Dagbjört og Stefán bjuggu góðu búi á Grand í 27 ár. En 1960 brugðu þau búi og fluttu í Lamb- haga, síðar Skíðabraut 7 á Dalvík. Með fyrirhyggju og ráðdeild, sem þeim hjónum var báðum í blóð borin, hygg ég að þeim hafi bún- ast all vel. Þau vora bæði virkir þátttakendur í félags- og menning- armálum sveitar sinnar og létu hvarvetna gott af sér leiða. Dag- björt var um tíma kennari í Svarf- aðardal og við unglingaskólann á Dalvík. Heyrt hefi ég gamla nem- endur hennar lýsa þVí hversu gott lag hún hafði á því að gera þeim auðvelt að nema það sem til var ætlast. Stefán lést í júní 1991. Eftir það hygg ég að Dagbjört hafi verið reiðubúin í sína hinstu ferð, enda talið að sínu hlutverki væri að mestu lokið. Fyrir nokkram áram samdi Dag- björt skrá um afkomendur foreldra sinna. Hún fylgdist ávallt vel með systkinabömum sínum og fjöl- skyldum þeirra. Var sjaldan komið að tómum kofanum hjá henni, ef leita þurfti upplýsinga um einhvern úr þessum fjölmenna frændgarði. Áð leiðarlokum kveð ég frænku mína með djúpri virðingu og flyt þakkir fyrir einstaka vinsemd og alúð við mig og fjölskyldu mína alla tíð, fyrir allar handunnu gjaf- irnar, sem við höfum fengið frá Dagbjörtu, en ekki síst þau hollráð MINNIIMGAR og heilræði, sem hún hefir flutt okkur í mörgum samræðum á liðn- um áram. Dagbjört átti því láni að fagna að halda góðri heilsu mestan hluta ævi sinnar. Hún veiktist í byijun þessa árs og var flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Dagbjört hélt fullri reisn sinni allt til loka, þótt ég sé þess fullviss að hún gerði sér ljósa grein fýrir því, að brátt væri henn- ar jarðvistartími á enda. Nú er slokknað á lampanum. Dagbjört Ásgrímsdóttir hefir lokið sínu dagsverki. En eftir situr minn- ingin um mæta og ljúfa konu, sem ávallt vildi hafa góð áhrif á um- hverfi sitt og samferðafólk. Blessuð sé minning hennar. Ég flyt börnum hennar og nán- ustu skyldmönnum innilegar sam- úðarkveðjur frá fjölskyldu minni. Drottinn veri þeim líknsamur. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf svo stutt og stopult er Það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Megi ljósið eilífa lýsa frænku minni á ókunnum leiðum. Indriði Pálsson. Einu sinni, þegar malbik Dalvík- urbæjar endaði við Skíðabraut 7 og amma og afi bjuggu enn á efri hæð Lambhaga; þegar ég var lítil telpa, þá var ég eins og svo oft, í heimsókn á Dalvík með mömmu minni. Mamma þurfti að skreppa út og ætlaði að skilja mig eftir hjá ömmu sem var að baka snúða. Ég var alls ekkert hrifin af að fá ekki að fara með og grét hástöfum til að árétta mál mitt. En mamma fór og amma tók mig í fangið til að hugga mig. Hún söng við mig og ruggaði mér þar sem hún sat með mig í eldhúsinu, en þegar ég var, þrátt fyrir það, afskaplega sorgbit- in, sagði hún: „Ekki gráta Dag- björt mín. Þá verð ég svo hrygg að ég fer bara að gráta líka!“ Og ég, sem hélt að fullorðnir grétu aldrei, varð svo hissa að ég varð að taka mig á, því síst af öllu vildi ég græta ömmu mína. Og þegar ég hafði jafnað mig og snúðarnir vora bakaðir, hjálpuðumst við nöfnurnar að við að setja bleikan glassúr á þá. Nú þegar amma mín er dáin, er þetta ein af mínum kærastu minningum um þessa stórkostlegu konu sem kenndi mér fjölmarga söngva og spil og ég er stolt af að heita í höfuðið á. Dagbjört Jónsdóttir. Nú er hún frænka mín öll, 89 ára gömul. Viku fyrir andlát henn- ar sátum við og sungum „Nú and- ar hinn blíði blær“ og kunni hún bæði lag og texta, en ég söng fyrst „Nú andar hinn ljúfi blær“, sem hún leiðrétti að bragði. Hún hafði gaman af að syngja og hafði mjög háa rödd, sem ég hreifst af strax sem bam. Hún söng oft með föður mínum, þegar hún kom í heimsókn til okkar á Akureyri úr Svarfaðard- alnum. Hún og faðir minn voru yngst í stórum systkinahópi, sem nú er allur horfinn með henni. Dagbjört var ættfróð og hafði viðað að sér miklum fróðleik á því sviði. Hún tók saman niðjatal for- eldra sinna ásamt fleiru sem hún fékkst við að skrifa á seinni árum m.a. bernskuminningar um föður minn sem hún gaf okkur systkin- um. Þetta eru falleg og vel unnin skrif eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Fyrsta bréfið sem ég fékk á ævinni var frá Dagbjörtu frænku. Ég var aðeins 8 ára gömul og Dagbjört hafði stungið því inn í bréf til móður minnar. í þessu bréfi segir hún mér frá hvernig hún bjó til leikfang handa fýrsta bami sínu, en það vora tvinnakefli, sem hún hafði litað og þrætt upp á band. Þessi lituðu tvinnakefli voru fyrir mér aðeins forsmekkurinn að því sem ég síðar sá af hæfileikum Dagbjartar, því öll verk léku í höndum hennar. í haust sem leið kom hún suður og sótti glerlista- námskeið eitt kvöld. Á þessu eina kvöldi lauk hún við hlut með mik- illi prýði, sem vakti bæði athygli og aðdáun, þar sem hún var lang- elst þátttakenda. Dagbjört var ekki einungis mik- il og góð handverkskona, heldur líka mikil andans manneslq'a. Hún las mikið og fylgdist vel með öllum þjóðfélagsmálum og það var hægt að ræða við hana um hvað sem var. Hún vildi að maður vandaði málfar sitt og hafði gott lag á að leiðbeina og fræða okkur um lífið, sem ég og fleiri búum að. Hún var sannarlega ættrækin frænka, því henni tókst að halda sambandi við flestöll systkinabörn sín. Dagbjört heimsótti okkur alltaf þegar hún var stödd í Reykjavík og aftur heimsóttum við hana á Dalvík á norðurleiðum okkar. Dagbjört var falleg, Ijós yfirlit- um og sviphrein, létt í lund og ung í anda. Hún ræktaði allt og alla í kringum sig og uppskar ást og virðingu í staðinn. Ég og systkini mín viljum þakka Dagbjörtu föðursygtur samfylgd- ina. Fjölskyldu hennar og afkom- endum sendum við okkar bestu kveðjur. Nú andar hinn blíði blær um minningu Dagbjartar Ásgríms- dóttur. Jensey Stefánsdóttir. Þau vora orðin æði mörg æviár- in hennar Dagbjartar ömmu minnar, en kveðjustundin kom þó fyrr en ég og líklega flest af fólk- inu hennar hugði. Sorgin er sár og tárin mörg, en þó er hugurinn fullur af fallegum myndum. Mynd- um af fallegri og hjartahlýrri konu sem var ákveðin og bráðgreind. Sem barn naut ég fyrst og fremst hlýjunnar en með áranum óx virð- ing og stolt fyrir sjálfstæði henn- ar, fyrir henni sem sjálfstæðri konu. Það var gott að vera barn og dvelja hjá ömmu og afa á Dal- vík. í Lambhaga, húsinu þeirra, vora ótal margir spennandi hlutir. I stofunni var rokkur og í eldhús- inu var skúffa full af leggjum og völum. Amma átti ógrynni fallegra steina og eitt sinn gaf hún mér fjóra litla steina sem glitruðu eins og gull. Glópagull kallaði hún þá, en í mínum barnslegu augum voru þeir heill fjársjóður sem ég varð- veitti eins og sjáaldur augna minna. Háaloftið var afskaplega spennandi og þar gat ég lengi dundað mér við að gramsa í göml- um hirslum og alltaf fann ég eitt- hvað sem gladdi, eins og sérvéttu- safnið hennar mömmu eða dúkkul- ísurnar. Amma og afi höfðu alltaf tíma fyrir okkur krakkana og oftar en ekki var spilað á spil langt fram á kvöld. í Lambhaga var fjársjóður bóka og amma var dugleg að ýta undir lestraráhugann og benda mér á hinar og þessar skemmtileg- ar bækur. Stundum sagði hún mér frá lífsbaráttunni áður fyrr, þegar hún var að alast upp í Fljótunum og bærinn þeirra brann og seinna þegar hún var að passa börn á Siglufirði. Stundum sagði hún mér frá árunum þegar hún var fátæk ung stúlka við nám í Kennaraskó- lanum, ein í Reykjavík og í vist hjá efnaðra fólki til að eiga í sig og á. Þá átti hún eitt par af nælon- sokkum og setti upp hanska áður en hún klæddist þeim. Einu sinni sagði hún mér og brosti í kamp- inn, að eftir að hún og afi byijuðu búskap á Grund hefði verið um það talað í Svarfaðardalnum hversu vond hún væri við karlmennina á bænum. Ástæðan var sú að hún neitaði að draga af þeim stígvélin að vinnudegi afloknum. Amma var kjarkmikil kona, hún hafði kjark til að afla sér menntun- ar og bjóða hefðbundnum gildum síns tíma birginn. Þennan kjark gaf hún börnunum sínum og barnabömunum í vöggugjöf og blés þeim í bijóst við hvert tæki- færi. Það var kjarkur og hugrekki sem einkenndi líf hennar og skoð- anir og gerði hana að þeirri sterku konu sem hún var. Hún bar höfuð- ið hátt, en bar virðingu fyrir öllum mönnum og lífínu sem guð gaf henni. Af ömmu lærði ég margt um lífið. I minningunni er ótal margt sem hún sagði eða gerði sem oft hefur orðið mér til umhugsunar og ég veit að mun halda áfram að verða það. Eitt af því sem mér er sérstaklega minnisstætt gerðist þegar ég var líklega átta ára og dvaldi hjá ömmu og afa hluta úr sumri. Það var slagveður þennan dag og líklega voram við að spila kasínu. Amma kom auga á tvo útlendinga, par, sem hímdi úti í rigningunni fyrir utan hótelið og beið eftir rútu. Ósköp hlýtur þeim að vera kalt sagði hún og sendi mig með það sama að sækja þau. Hún bauð þeim uppá kaffi og ís- lenskt bakkelsi og öll samskipti fóru fram með handapati. Ég gleymi aldrei þakklæti mannsins þegar hann kvaddi ömmu og tók hönd hennar í báðar sínar. Ég hef oft hugsað til þessa fólks og mig granar að það gleymi aldrei ömmu minni. Síðasta heimsóknin mín til þín í Lambhagann nú í janúar, elsku amma, er mér ofarlega í huga. Ég hef þá tilfínningu að í þér hafi bærst granur um að kveð- justundin væri nálægari en okkur hin bar í gran. Við skoðuðum myndir og ræddum svo margt um lífið og tilveruna. Þú sagðist vera sátt við lífið, þú hefðir verið hepp- in. Ég er sammála því, nú þegar vegur þinn í þessum heimi er á enda runninn. Þú getur verið sátt, en það erum við, fólkið þitt, sem eram heppin. Við erum heppin að hafa átt þig að. Ég er heppin að eiga konu eins og þig að fyrirmynd og stolt af því að tilheyra fólkinu þínu. Leggðu aftur augun þín amma og hvíl í friði. Þú gafst okk- ur fjársjóð sem við geymum ævi- langt, en deilum með öðrum, í þín- um anda. Halldóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.