Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARÐAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hesta- flutningar yfír sundið TUTTUGU hross voru flutt á pramma út í Viðey sl. föstu- dag. Hestaleigan Laxnes sá um flutningana. Að sögn Garðars Hreinssonar, sem er starfs- maður hestaleigunnar, er þörfin fyrir slíka þjónustu í nágrenni Reykjavíkur orðin mjög mikil. Tilgangurinn með því að flylja hrossin út í eyjuna er sá að létta á starfsemi hestaleigunnar í Mosfellsdaln- um, en útleiga hefur aukist ár frá ári og hafa hestar verið leigðir árið um kring sl. þijú ár. Vonir standa til að ferða- langar og aðrir kunni að meta útreiðatúra í fögru umhverfi Viðeyjar. Hestarnir voru hinir rólegustu þegar þeir voru teymdir út úr flutningabílnum yflr á opinn pramma sem síðar var dreginn yfír sundið í blíð- skaparveðri. Gera verður samninga um öll fiskviðskipti utan fiskmarkaða ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að nýr lq'ara- samningur sjómanna og LÍÚ hafl í för með sér gríðarlega breytingu í samskiptum áhafnar skipa og útgerð- armanna. Gera verði formlega samn- inga um flskviðskipti. Forystumenn sjómanna eru ánægðir með þessa breytingu og segjast vona að hún komi í veg fyrir allt kvótabrask. „Það verða gríðarlegar breytingar með þessum kjarasamningi. Með hon- um er sú skylda í fyrsta sinn lögð á útvegsmenn að þeir þurfa að semja við sína sjómenn ef þeir taka flskinn til vinnslu í eigin fískvinnslu. Þessa samninga þarf að gera með formleg- um hætti og ef að ekki næst sam- komulag milli áhafnar og útgerðar er hægt að skjóta deilunni til sérstakr- ar úrskurðamefndar sem starfar sam- kvæmt umsömdum reglum. Við lögðum mikla áherslu á að byggja upp samskiptareglur um þessi mál, sem leiddu ekki til stöðugra átaka um skiptakjör og skiptaverð. Við teljum að þetta sé leið sem eigi Breyting á samskiptum sjómanna og útgerðar að getá verið gagnleg fyrir báða að- ila. Hún kallar á gjörbreytt vinnulag í samskiptum áhafnar og útgerðar," sagði Þórarinn. Áfangasigor segja sjómenn „Það er engin spuming í mínum huga, að við erum að ná vemlegum áfanga í verðmyndunarmálum þó að það sé fjarri því að vera sá áfangi sem ég ætlaði mér að ná. Við fórum krókaleið að settu marki. Það er kom- in viss viðurkenning á því að það þurfl að ná utan um kvótabraskið. Það var tiigangurinn með öllu þessu verðmyndunartali okkar. Ég tel að það hafí tekist," sagði Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómannasam- bandsins. Sævar sagði að einnig hefði sjó- mönnum tekist að ná verulegum ár- angri varðandi kröfur sjómanna um meiri hafnarfrí á frystitogurum og ísfískskipum. „Við fundum í þessum samningum ákveðnar brautir sem ég geri mér vonir um að leysi ákveðin deilumál, sérstaklega um flskverð og kvóta- brask. Það er áfangasigur. Það vant- ar hins vegar stefnumörkun í sam- bandi við fiskmarkaðina. Okkur tókst ekki að ná því í gegnum kjarasamn- inginn," sagði Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Farmanna- og físki- mannasambandsins. „Við erum búnir að deila um físk- verð mjög lengi og erum búnir að ná þar lendingu. Við vildum auðvitað hafa hana öðruvísi, en það var sátt um þetta. Við vitum ekki hvaða afleið- ingar þetta hefur nákvæmlega fyrir okkur fyrr en sjómenn og útgerðar- menn fara að vinna eftir þessu, en ég trúi því að þetta feli í sér veruleg- an ávinning fyrír okkur,“ sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins. Helgi sagðist vera ósáttur við að ekki skyldi takast að klára alla þætti deilunnar. Hann sagði ljóst að þau mál sem út af stæðu yrðu tekin upp í næstu kjarasamningaviðræðum. Krafa LÍÚ þýddi launalækkun Helgi sagði að útilokað hefði verið fyrir sjómenn að fallast á kröfu LÍÚ um breytingu á skiptaprósentu þegar fækkað er í áhöfn skipa. Hann sagði að þetta hefði þýtt launalækkun fyr- ir stóran hluta sjómanna. Þess vegna hefði niðurstaðan orðið miðlunartil- laga. Þórarinn sagði að það hefði verið algjör forsenda frá hendi LÍÚ fyrir áframhaldandi viðræðum, að breyt- ingar yrðu gerðar á skiptaprósentu. Óeðlilegt væri að heildarlauna- greiðslur til sjómanna ykjust við að fækkað væri í áhöfn skips vegna tæknibreytinga. Morgunblaðið/Sverrir Skattadagurinn 10. júní Ungir sjálfstæðismenn mótmæla háum sköttum UNGIR sjálfstæðismenn í Heim- dalli, afhentu í gær Friðrik Sophus- syni íjármálaráðherra og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra mótmælabréf þess efnis að skattar væru allt of háir og útgjöld hins opinbera allt of mikil. Mótmælin voru afhent í gær í tilefni þess að í dag eru liðin 43,8% ársins 1995. Það væri sama hlut- fall og útgjöld hins opinbera og ið- gjöld lífeyrissjóða af vergri lands- framleiðslu. Þannig álykta ungir sjálfstæðismenn að íslendingar vinni fyrir hið opinbera fram að 10. júní en fyrir sjálfan sig eftir það. Glúmur Jón Björnsson forsvars- maður Skattadagsins segir að ung- ir sjálfstæðismenn vænti þess að Skattadagurinn verði að árvissum atburði, eins og tíðkist m.a. í Bandaríkjunum. Þannig fái menn raunhæfan samanburð á skattbyrð- inni milli ára sem aftur veiti stjóm- mála- og sveitarstjórnarmönnum nokkurt aðhald. Fyrsta dag hvers árs sem menn vinna ekki fyrir hið opinbera hafa ungir sjálfstæðismenn kosið að kalla skattadag. Þannig hafa þeir reiknað út að Skattadagurinn hafi í fyrra verið 163. dagur ársins, 164. dagur ársins 1993, en 10. júní 1995 er 161. dagur ársins. Til sam- anburðar var 126. dagur ársins í ár skattadagur í Bandaríkjunum. Verkfall hófst á miðnætti í álverinu í Straumsvík 318 ker kæld niður á 14 dögum VERKFALL sem nær til um 460 fastra starfsmanna í álverinu í Straumsvík hófst á miðnætti. Allir starfsmennimir halda þó áfram störfum næstu tvær vikur því sam- kvæmt samningum tekur 14 daga að undirbúa álverið undir lokun og kæla kerin niður smátt og smátt til að komast hjá skemmdum. Byrjað er á að lækka álhæðina smám saman í kemnum en þau era samtals 320 í tveimur kerskálum og era 318 þeirra í rekstri í dag. Jafn- framt er dregið hægt úr straumi til keranna. „Við kappkostum að missa ker- reksturinn ekki úr jafnvægi til þess að valda ekki tjóni á keranum. Að 14 dögum liðnum verðum við að vera Ótti við skemmdir á kerum en hver fóðring kostar 5-6 millj. kr. við því búnir að taka því sem að höndum ber,“ segir Einar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri hjá ÍSAL. Hætta á miklu tjóni og kostn- aði vegna framleiðslutaps Framleiðsla áls heldur því áfram í álverinu allt þar til kerin era tæmd á meðan undirbúningur undir stöðv- un stendur yfír. Mikil hætta er á skemmdum á keranum þegar slökkt er á þeim vegna kólnunar. Fóðringin innan í hveiju keri er úr koli og myndast sprungur á hana við kólnunina. „Ef við eram óheppnir missum við ál og raflausn niður í botninn, sem bólgnar út og þá skemmist kerið tiltölulega fljótt," segir Einar. Talið er óumflýj- anlegt að þetta gerist í einhveijum mæli og er áætlað að kostnaður vegna þessa og að koma framleiðsl- unni í gang á ný, umfram venjulega endurnýjun kerfóðringa, geti orðið á bilinu 5-600 millj. kr. Þá er ótalið framleiðslutap og sá skaði sem ÍSAL telur sig verða fyrir við að bíða álits- hnekki á mörkuðum en að sögn Ein- ars getur það tjón orðið mjög mikið. Ef framleiðslan stöðvast alveg mun taka marga mánuði að gangsetja álverið aftur. „Reynsla okkar er sú að öll traflun á kerrekstrinum styttir endingu fóðr- ingarinnar en hver fóðring kostar 5-6 milljónir króna,“ segir Einar. Er heildarverðmæti fóðringa í öllum keranum á bilinu 1,5-2 milljarðar kr. Nokkur fjöldi verktaka er við störf í álverinu og er óvíst hvort þeir verða áfram við störf meðan á verkfallinu stendur. „Við höfum sagt þeim að við skiptum okkur ekki af þeim mál- um. Við leggjum ekki neina áherslu á að þeir haldi áfram við störf sem ekki eru nauðsynleg," sagði Einar. Kveikt í húsi á Höfn Allt ónýtt á verkstæði Höfn. Morgunblaðið. UNGUR maður hefur játað að hafa kveikt í húsi í Höfn á Homafírði í fyrrinótt. Maðurinn mun áður hafa gert gert sig sekan um svipuð brot. í húsinu eru Rafeindaverkstæði Jóhanns Ársælssonar og matvöru- verslunin Homabær. Slökkviliðið var kallað til um kl. 1.15 í fyrri- nótt. Vel gekk að slökkva en mikið tjón varð af eldi og reyk. Á verk- stæðinu, sem aðallega þjónustar skip og báta, er allt ónýtt. Eigand- inn var aðeins með skyldubruna- tryggingu. Mikið tjón varð í matvöruverslun- inni Homabæ, þar sem nýir eigend- ur tóku við fyrir u.þ.b. einni viku. Verslunin verður lokuð í nokkra daga því þar þarf að mála allt og henda öllu út. pp Morgunblaðið/Eva S. Ragnarsdóttir ELDUR logaði út um glugga hússins áður en slökkvilið kom á staðinn. Lárviðar- skáld Breta fjallar um Grámosann TED HUGHES, lárviðarskáld Breta, hélt erindi um Thor Vilhjálmsson og kynni sín af íslandi í London í vikunni, þegar ensk þýðing Bemards Scudder á skáldsögu Thors Vilhjálmssonar, Grámósinn glóir (Justice Undone), var kynnt, að viðstöddum höf- undinum og fjölda gesta. í erindi sínu sagði Hughes að rekja mætti rætur sagna- listar Thors í Grámosanum aftur til íslendingasagnanna og jafnvel íslenskra þjóð- sagna og því sé ekki hægt að lesa verkið sem hveija aðra evrópska nútímaskáld- sögu. íslendingar í tengslum við hið yfirnáttúrulega Hughes sagði ennfremur að hinn dæmigerði íslending- ur væri í miklum tengslum við landið sitt og hið yfirnátt- úrulega sem einkenndi bæði Islendingasögurnar og þjóð- sögurnar. „Þannig virðist sem allir á Islandi búi í heimi þar sem engin mörk eru á milli hins raunverulega og hins yfirskilvitlega," sagði Ted Hughes meðal annars. i I I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.