Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ RAÐ/AUGIYSÍNGAR A TVINNUAUGÍ YSINGAR m sölu HUSNÆÐIIBOÐI íþróttaþjálfari Ungmennafélag úti á landi óskar eftir íþrótta- þjálfara til að sjá um þjálfun fótbolta og frjálsra íþrótta, einnig umsjón með íþrótta- svæðinu. Um er að ræða fullt starf. Húsnæði á staðnum. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 20. júní, merktar: „íþróttir - 11156." Leikskólakennara vantar á leikskólann Lönguhóla og Óla prik í Hornafirði. Hornafjarðarbær útvegar húsnæði og greiðir flutningskostnað. Upplýsingar gefa leikskólastjóri Lönguhóla í síma 478 1315 og leikskólastjóri Óla priks í síma 478 2075 og félagsmálastjóri í síma 478 1500. Vélstjórar - vélvirkjar - framtíðarstarf Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða vél- stjóra eða vélvirkja á þjónustuverkstæði sitt. Um er að ræða framtíðarstarf fyrir hæfan mann. Nauðsynlegt er að viðkomandi ráði við allar almennar viðgerðir á vökvakerfum, vökvaskiptingum, rafkerfum vinnuvéla og hafi einhverja innsýn í rafeindabúnað. Viðkomandi verður að geta unnið sjálfstætt og sinnt þjónustuferðum um landið. Umsóknum, með upplýsingum um reynslu og fyrri störf, skal skila til afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 13. júní, merktum: „V - 15066". Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Leikhússtjóri Starf leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi 1996-2000 er hér með aug- lýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Nýr leikhússtjóri tekur formlega við stjórn hússins 1. september 1996 en miðað er við að hann hefji undirbúning næsta leikárs 1. janúar 1996. Umsóknir berist til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf umsækjenda. Leikhúsráð Leikfélags Reykjavíkur. HÚSNÆÐIÓSKAST íbúð í Kaupmannahöfn Óskum eftir að leigja hús eða rúmgóða íbúð í Kaupmannahöfn í þrjár til fjórar vikur frá lok júlí fram í miðjan september í sumar. Vinsamlegast hafið samband í síma 562 1138._______________________ ATVINNUHÚSNÆÐI Óskasttil leigu Fyrir matvælaiðnað óskast 300-350 fm hús- næði til leigu á stór-Reykjavíkursvæðinu. Tilboð óskast send afgreiðslu Mbl. fyrir 14. júní, merkt: „J - 15813". Flotkví Tilboð óskast í flotkví, tilbúna til notkunar og í mjög góðu standi. Upplýsingar í símum 456 8172 og 853 1058. Sjóminja- og smiðju- munasafn J. Hinrikssonar, Súðarvogi 4, Reykjavík, verður opið almenningi í dag milli kl. 11 og 17. Verið velkomin. Enginn aðgangseyrir. Sjónvarpið mun sýna heimildarmynd um safnið að kvöldi sjómannadags. Jósafat Hinriksson. Kirkjuorgel til sölu Tilboð óskast í orgel Kópavogskirkju, smíðað 1964 af bresku orgelsmiðjunni Alfred E. Davies and Son. Orgelið hefur 14 grunnraddir ásamt viðbótar- pípum (multiplexsystem) sem býður upp á 32 mismunandi raddmöguleika er skiptast á 2 nótnaborð (aðalverk/swellverk) og pedal. Miðað er við að orgejið afhendist kaupanda í júní 1996, gæti þó orðið fyrr, eftir nánara samkomulagi. Niðurtaka orgelsins og upp- setning þess á nýjum stað sé á kostnað kaupanda. Orgelið er til sýnis og prófunar eftir samkomulagi við Örn Falkner, organista Kópavogskirkju, sími 567 3295. Tilboð sendist, fyrir 1. ágúst 1995, formanni sóknarnefndar Kársnessóknar, Stefáni M. Gunnarssyni, Meðalbraut 20, 200 Kópavogi, sími 554-2287. Báðir gefa frekari upplýs- ingar. Kópavogskirkja. V 3 K1p u LA G Ríkisins Garðskagavegur Mat á umhverfisáhrifum -frumathugun Skipulag ríkisins kynnir fynrhugaða lagningu Garðskagavegar. í fyrri áfanga er um að ræða veg milli Reykjanesbrautar og núver- andi vegar til Garðs með tveimur hringtorg- um, við Rósaselsvötn og Mánagrund. Enn- fremur verða gerð undirgöng fyrir umferð hesta og gangandi. í seinni áfanga er um að ræða veg frá hringtorgi við Rósaselsvötn að Víknavegi til Sandgerðis. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 9. júní til 17. júlí 1995 á eftirtöldum stöðum: Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, kl. 8.00- 16.00 má.-fö., skrifstofum Gerðahrepps, Melbraut 3, Garði, kl. 8.30-12.30 má.-fi. og kl. 8.30-15.30 fö., bæjarskrifstofum Kefla- vfkur-Njarðvíkur-Hafna, Tjarnargötu 12, Keflavík, kl. 8.30-15.30 má.-fö. og bæjar- skrifstofum Sandgerðis, Tjarnargötu 4, Sandgerði, kl. 9.00-15.00 má.-fö. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Frestur til að skila athugasemdum við ofan- greinda framkvæmd rennur út þann 17. júlí 1995 og skal skila þeim skriflega til Skipu- lags ríkisins, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipuiagsstjóri ríkisins. Dvergabakki Til sölu 2ja herbergja íbúð á 1. hæð. Ekkert áhvílandi. Verð kr. 5.300.000. Þrúðvangi 18, Hellu, sími 487 5028. SVFR Veiðimenn Ákveðið hefur verið að halda veiðimót fyrir börn og unglinga í Elliðavatni á morgun, sunnudaginn 11. júní. Mótið hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 15.00 með verðlaunaafhendingu. Vegleg verðlaun verða veitt! Skráning þátttakenda er við brúna á mótum Helluvatns og Elliðavatns. Allir þátttakendur fá sérstaka viðurkenningu, auk þess sem þeim verður boðið upp á hressingu. Á vatnsbakkanum verður að finna leiðsögu- menn sem aðstoða munu veiðimenn, beina þeim á rétta staði og leiðbeina með heppi- legt agn. Aðgangur er ókeypis. Foreldrar, fjölmennið með börnin! Stangaveiðiféiag Reykjavíkur. SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR / Uppboð Uppboft munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfiröi, fimmtudaginn 15. júni 1995 kl. 13.00, á eftirfarandi eignum: Austurvegur 49, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Bergmann Ársælsson, ger.ðarbeiðendur Byggðastofnun og sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Framhaid uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Bjarkarhlíð 4, Egilsstööum, þingi. eig. Gísli Bjarnason, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyris- sjóður verslunarmanna og sýslumaöurinn á Seyðisfirði, 15. júní 1995 kl. 10.30. Lindarhóll, Tunguhreppi, þingl. eig. Páll Þórisson, geröarbeiöandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, 15. júní 1995 kl. 15.30. Lágafell 2, n.h., Fellabæ, þingl. eig. Sigurður Friðrik Lúðvíksson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar, 15. júní 1995 kl. 13.30. Miðás 19-21, Egilsstöðum, þingl. eig. Vökvavélar hf., gerðarbeiðend- ur Iðnlánasjóöur og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 15. júní 1995 kl. 10.00. Móberg, Hjaltastaöaþinghá, þingl. eig. Jarðasjóður ríkisins, gerðar- beiðandi Lifeyrissjóður Austurlands, 15. júní 1995 kl. 15.00. Selás 1, n.h., Egilsstöðum, þingl. eig. Guðrún Sigurðardóttir og Haukur Kjerúlf, gerðarbeiðendur Hafdal hf., Iðnlánasjóöur og Búnað- arbanki [slands, 15. júní 1995 kl. 14.00. Teigasel 2, Jökuldal, þingl. eig. Jón Friðrik Sigurðsson, gerðarbeið- endur Stofnlánadeild landbúnaðarins og sýslumaðurinn á Seyðis- firði, 15. júní 1995 kl. 16.30. Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Austurvegur 13, Seyðisfirði, þingl. eig. Snorri Emilsson og Laufey Böðvarsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands og Trygg- ingastofnun ríkisins, 16. júní 1995 kl. 17.00. Austurvegur 3, Seyöisfirði, þingl. eig. D. Gunnarsson hf., gerðarbeið- andi Ferðamálasjóður, 16. júní 1995 kl. 14.00. Brattahlíö 5, Seyöisfirði, þingl. eig. Stefán Jóhannsson, gerðarbeið- endur Sindra Stál hf. og sýslumaöurinn á Seyðisfirði, 16. júni 1995 kl. 15.30. Múlavegur 37, Seyöisfirði, þingl. eig. Hrafnhildur Gestsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Austurlands, 16. júní 1995 kl. 14.30. 9. júní 1995. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.