Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ1995 2. AÐSENDAR GREINAR Er virkilega allt í lagi, strákar? Nokkur orð um öryggismál sjómanna HVERT manns- barn á Islandi veit að sjómannsstarfið er hættulegt. En land- krabbar þurfa gott hugarflug til að sjá fyrir sér það marg- brotna úrval af hætt- um sem steðjar að sjó- mönnum í starfi. Það sannreyndi ég, þegar ég las yfir svör sjó- manna í könnun um viðhorf þeirra til ör- yggismála og björg- unarbúnaðar. Sjávar- útvegsstofnun H.í. gerði þessa könnun meðal íslenskra sjó- manna í haust, fyrir hóp fyrir- tækja sem nefna sig Öryggisnet og vinna að framleiðslu og þróun björgunarbúnaðar. Hér er ekki ráðrúm til að gera ítarlega grein fyrir könnuninni, en ég vil þó gera fáein atriði hennar að umræðu- efni, um leið og ég óska sjómönn- um til hamingju með Sjómanna- daginn. Hér er byggt á svörum togara- sjómanna, en heimtur úr öðrum útgerðarflokkum voru ekki nægar til að á þeim megi byggja. Eins og fram kemur á mynd 1, höfðu 40% svarenda lent í vinnuslysi og verið frá vinnu um lengri eða skemmri tíma af þeim sökum. 80% svarenda höfðu orðið vitni að vinnuslysi um borð. Ég á erfitt með að ímynda mér þann vinnustað í landi, sem keppt gæti um fyrsta sætið við sjómannsstörfin þarna. ímyndið ykkur eitt andartak að 80% bankastarfsmanna hefðu séð félaga sinn lenda í vinnuslysi í bankanum. Tökum nú nokkur dæmi um hvers konar slys er að ræða, dæmi sem sjó- mennimir sjálfir töldu upp, og minnumst Dr. Guðrún þess að hér eru ekki Pétursdóttir talin stórslysin, þegar menn falla fyrir borð eða skip farast: • Meiðsli á höndum eru mjög al- geng, menn skera sig, fingur- brotna, skera yfir taugar, meij- ast, kremjast og handarbrotna. • Höfuðmeiðsl, hálsbrot, kjálka- brot, menn fá blökk, snurpu- hring eða stein í höfuðið. • Bakmeiðsl, tognun, axlarbrot, til dæmis þegar menn festast í netaspili eða detta ofan í lest. • Menn verða fyrir gilskrók við hífingu, fara í togblökk þegar troll óklárast, verða fyrir slitn- um vír eða hrapa niður stiga í vitlausu veðri. Af nógu er að taka, því miður, en látum þetta nægja sem dæmi Með góðri samvinnu, segir Guðrún Péturs- dóttir, má bæta að- stæður á sjónum. um þær hættur sem sjómenn vinna við. Ég veit að þeir kannast við þetta - þetta er enginn nýr sann- leikur. En hvað segja menn um svona vinnustað? Hvað fínnst þeim um ástand öryggismála um borð? Áð- ur en við skoðum það, skulum við ímynda okkur eitt andartak hvað landkrabbar, t.d. kennarar eða verslunarmenn, segðu um svona útreið á vinnustað. Maður getur varla varist brosi við þá óraun- hæfu tilhugsun, - svo ijarri fer því að við á landi búum almennt við nokkuð þessu líkt. En hvað segja sjómennirnir? . Eins og fram kemur á mynd 2 töldu 93,5% svarenda ástand ör- yggismála viðunandi, gott eða mjög gott um borð í íslenskum skipum. Sárafáir töldu það slæmt eða mjög slæmt. Hveiju sætir þetta? Vinir mínir á sjónum segja: “Svona er þetta bara, sjómannsstarfið er hættu- legt, það liggur í hlutarins eðli.“ Auðvitað eru aðstæður allt aðrar á sjó en landi. Virðum þá stað- reynd að fullu, en látum ekki þar við sitja. Það er eins ljóst og júní- nóttin, að það er hægt að draga úr slysahættu á sjó. Á líflegum fundi um öryggismál sjómanna, sem haldinn var í Rannsóknarsetri H.I. í Eyjum í fyrra, vörpuðu sjó- menn fram þeirri hugmynd hvort bæta mætti öryggi á sjó með því að nota sama kerfi og iðnfyrir- tæki, sem hafa sérstaka öryggis- fulltrúa á vinnustöðum. Athuga- semdir sjómannanna sjálfra í könnuninni sýna nokkur augljós dæmi um atriði sem taka mætti á: Það er hægt að þjálfa menn betur til að vinna við þessar erfiðu aðstæður og bregðast við hættum; það er hægt að segja nýliðum betur til og gefa þeim tíma til að átta sig; það er hægt að breyta fyrirkomulagi vakta með tilliti til líffræðilegrar klukku líkapians; þróun og notkun á hentugum ör- yggisbúnaði myndi draga úr meiðslum - og þegar til lengri tíma er litið, er hægt að taka meira tillit til öryggis, þegar skip eru hönnuð. Það er nefnilega ekki allt í lagi, strákar, en með góðri samvinnu má bæta aðstæður ykkar á sjón- um, þjóðinni til hagsbóta, - ykkur og íjölskyldum ykkar til hagsbóta. Það gerum við hins vegar ekki með því að sætta okkur við hættur hafsins eins og þeim fái ekkert breytt. Höfundur er forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar H.í. Vinnuslys á sjó Mynd 1 50 45 40 35 30 25 20 -f 15 10 5 I Mat sjómanna í ástandi Mynd2 öryggismála um borð Slasast sjálfur Orðið vitni að slysi Mjög gott Gott Viðun- andi Slæmt Mjög slæmt • • Oryggið er allra mál! NÚ ERU 10 ár liðin frá stofnun Slysa- varnaskóla sjómanna og mikið hefur áunn- ist á þessum árum í öryggisfræðslu fyrir sjómenn. Margir sjó- menn eiga fræðslunni að þakka að þeir eru enn starfandi en því miður hafa allt of margir farist og slas- ast á sjó í gegnum tíð- inna. Óryggi fæst þó ekki einungis með fræðslu en hún er nauðsynleg til að fá betri þekkingu og jafnframt hugmyndir um úrbætur á vinnustað sem leiðir af sér auk- ið öryggi fyrir starfsemina og áhöfnina. Þótt fræðslan sé til stað- ar er ekki þar með sagt að allt sé í lagi með öryggismálin. Því miður verður að segjast að æfingar um borð í íslenskum skipum eru að stórum hluta í óviðunandi horfi. Allra mál Það eru ekki mörg ár síðan að áhugi vaknaði almennt á öryggis- málum en hér áður fyrr vöruðu menn sig á því að ræða of mikið um öryggismál um borð í sínu skipi því þá voru þeir einfaldlega álitnir sjóhræddir. Þetta viðhorf hefur breyst með tilkomu Slysa- vamaskóla sjómanna, en betur má ef duga skal því að á mörgum skipum eru æfingar ekki orðnar fastur liður í daglegum rekstri. Eflaust er rætt um æfíngar í mess- anum en ef skipstjórinn á ekki frumkvæðið þá gerist ekki neitt. Þetta er að sjálfsögðu með öllu óviðunandi því örygg- ið er allra mál. En liggur öll ábyrgðin eingöngu hjá skipstjóranum? Getur það verið að útgerðin eigi einhvern þátt í þeSsu áhugaleysi sem virðist vera á æfingum um borð í skipum? Mín skoðun er sú að svo sé. Yfirstjórn útgerðar verður að hafa sér- stakan áhuga á því hvernig skipstjórinn viðheldur neyðarvið- brögðum og búnaði skipsins því mikil verðmæti eru í húfi. Ef yfirstjórn- in hefur engan áhuga, hverjir aðr- ir eiga þá að hafa hann? Útgerðir eiga að gera kröfur á hendur skip- stjórum sínum og áhöfnum um að öryggismálin séu tekin föstum tökum. Samkvæmt Siglingalögum er ábyrgðin á öryggi skips og áhafnar á hendi skipstjórans en nauðsynlegt er að gera útgerðina samábyrga. Með því móti mun verða unnt að ná mun skjótari ár: angri í öryggismálum á sjó. í rekstri hvers útgerðarfýrirtækis eiga að vera áætlanir um öryggis- mál og stjórnun þeirra. Slíkar kröf- ur hefur Alþjóða siglingamála- stofnunin IMO sett fram varðandi kaupskip og vonandi verður sú krafa einnig gerð gagnvart físki- skipum í komandi framtíð. Æfingar Æfingar um borð eru ekki leik- ur, síður en svo. Hver tilgangur æfinga er vefst fyrir mörgum. Æði oft hef ég rætt við menn sem hafa verið á skipum þar sem haldnar eru skemmtanir sem menn kalla gjarnan æfingar. Æfingar um borð eiga að fara eftir ákveðnu skipulagi sem gert er fyrir hvert skip og sjómenn þekkja sem neyð- aráætlun. Hún er skipulag á við- brögðum skipveija ef óhapp hend- ir skipið og það eru einmitt þessi viðbrögð sem á að æfa. Hver maður á að framkvæma það sem honum ber samkvæmt neyðar- áætlun og að æfingunni lokinni er farið yfir hvern þátt æfingarinn- ar til að sjá hvort einhveijir ann- markar hafí verið á henni. Jafn- framt er nauðsyn á fræðslu til áhafnarinnar samhliða æfingum og með reglulegri þátttöku í nám- skeiðum öðlast menn þekkingu til að miðla til áhafnarinnar sem nauðsynleg er hveijum manni. Þegar hinni raunverulegu æfingu er lokið getur áhöfnin tekið til við að skemmta sér við að hoppa í sjóinn og finna öryggið sem felst í þeim búnaði sem skipin eru búin. Það er hveijum sjómanni nauð- syn að komast í snertingu við sjó- inn í flotbúningi en ekki má líta á þann þátt sem æfingu nema ef einungis ein skipun er á neyðar- áætlun skipsins í tilfellum þegar á að yfirgefa skip, sem sagt að allir hafi fyrirmælin „farið í flot- búninga og hoppið í sjóinn“. Það er mikið verk að skipuleggja ör- yggismálin um borð en sú skipu- lagning mun skila sér margfalt og það sama á við um æfingarnar. Nýjar kröfur Á síðasta ári var gerð breyting á lögskráningalögum sjómanna þar sem öryggisfræðsla er gerð Öryggisfræðsla er í stöðugri framþróun, segir Hilmar Snorra- son, bæði hér heima og erlendis. að kröfu til lögskráningar. Sjó- menn fengu aðlögunartíma til að sækja sér fræðslu og nú er komið að fyrsta áfanga aðlögunartímans því að um næstu áramót eiga allir skipstjórnamenn að hafa lokið ör- yggisfræðslunámskeiði. Síðari áfangi öryggisfræðslunnar er síð- an um áramótin 1996 - 97 og þá eiga allir sem sjó stunda að hafa lokið við námskeið. Verður Slysavarnaskóli sjó- manna þá óþarfur eftir þau ára- mót er eflaust spurning sem marg- ir munu velta fyrir sér. Síður en svo. Það er nú svo að minni manna er misgott og sú þekking sem ekki er á hveijum degi í notkun hjá okkur gleymist þegar fram líða stundir. Þetta á við um öryggis- fræðsluna og eitt er víst að tæki, tækni og þekking er stöðugt í framför og því getur það eina sanna og rétta í gær verið rangt í dag. Mikilvægur fróðleikur fæst á námskeiðum sem nýtist mjög vel við æfingar og skipulagningu öryggismála um borð. Endurmenntun Engin gildistími hefur verið á þeim skírteinum sem Slysavarna- skóli sjómanna hefur gefið út þannig að sjómönnum er mögulegt Hilmar Snorrason að framvísa allt að 10 ára gömlum skírteinum við lögskráningu. Það verður að segjast að það er ekki vitninsburður á þekkingu viðkom- andi í dag, tíu árum síðar. Réttast væri að viðurkenna ekki eldri skír- teini um öryggisfræðslu en 5 ára, þannig að með reglulegu millibili fengju sjómenn endurmenntun. Að sækja reglulega námskeið í eins miklivægu máli og öryggis- fræðslu, er augljóslega mikilvægt bæði útgerðinni og þjóðarbúinu því fræðsla eykur öryggi. Það á að vera krafa hvers sjómanns að hljóta endurmenntun reglulega og finna fyrir áhuga skipstjóra og útgerðar á þörf þeirra fyrir auk- inni þekkingu þeim til handa. Út- gerðir eiga einnig að gera háar kröfur til áhafna sinna með mark- vissri endurmenntun þeirra. Sjó- menn verða að hafa þá stefnu að ekki sé nóg að ráða sig til starfa á sjó og gera ekki kröfur til sjálfs síns. Framþróun Öryggisfræðsla er í stöðugri framþróun bæði hér heima og er- lendis. Slysavarnaskóli sjómanna fylgjist stöðugt með þróun þjálfun- ar í nágrannalöndum okkar og komið til móts við þarfir sjó- manna. Með fjölda námskeiðsteg- unda hefur verið brugðist við sér- þörfum áhafna þannig að þær geti fræðst um afmarkaða þætti öryggismála auk almennrar þekk- ingar sem fæst á almennum nám- skeiðum skólans. Með öflugu starfi Slysavarnaskóla sjómanna hafa margir sjómenn fengið fræðslu sem komið hefur í veg fyrir slys og bjargað lífi þeirra. Með fræðslu eykur þú eigið öryggi, öryggi fé- laga þinna og skipsins. Láttu þitt ekki eftir liggja. Höfundur er skipstjóri og skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.