Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Blóm
fyrir þig
Skýrsla um sorphreinsun og eyðingu á Norðurlandi eystra
Fáeinir stórir urðunarstaðir
hagkvæmasti kosturinn
HAGKVÆMASTI kosturinn við
sorphirðu á Norðurlandi eystra er
að hafa fáeina stóra urðunarstaði,
eða alls fjóra, í nágrenni Akur-
eyrar, Húsavíkur, Kópaskers og
Þórshafnar, en ódýrara er að urða
úrgang en brenna.
Þetta kemur m.a. fram í skýrslu
um sorphreinsun og sorpeyðingu á
Norðurlandi eystra sem unnin var
af Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen fyrir Eyþing - Samband
sveitarfélaga í Eyjafirði og Þin-
geyjarsýslum, Samband íslenskra
sveitarfélaga og umhverfisráðu-
neytið. Fundir verða haldnir á
Húsavík og Akureyri í næstu viku
þar sem rætt verður um þessi mál
og niðurstöður kynntar.
Kannanir á nokkrum stöðum í
kjördæminu benda til að hver íbúi
fleygi frá sér 350-650 kílógrömm-
um af sorpi á ári og nemur
kostnaður við meðferð úrgangsins
að meðaltali um 2.900 krónum á
íbúa. í kjölfar aukinna krafna um
mengunarvamir má búast við að
kostnaðurinn hækki verulega og
verði á bilinu 4.400 til 8.000 krón-
ur á íbúa eftir því hvaða leið verð-
ur valin. Lagt er til í skýrslunni
að starfræktir verði gámastaðir í
einhverri mynd í öllu þéttbýli á
svæðinu eða 12 stöðum, að dreif-
býlisstaðir gámavæðist og að hætt
verði að urða úrgang á fjölda
smárra öskuhauga og opinna
brennslustaða, en úrgangur fluttur
á færri og betur hannaða urðunar-
staði.
Endlurnýting
Endumýting á úrgangi er tölu-
verð í kjördæminu og kemur fram
í skýrslunni að Eyjafjarðarsvæðið
sé að mörgu leyti í fararbroddi hér
á landi hvað ýmsa þætti sorphirðu-
mála varðar. Fiskúrgangur er nýtt-
ur, rækjuskel einnig að verulegu
leyti, mikið hefur verið endurnýtt
af pappír og plasti á síðustu
misserum og þá er söfnun brota-
málma að komast í viðunandi horf.
í skýrslunni er bent á það sem
betur má fara, m.a. er lagt til að
allur garðaúrgangur verði endur-
nýttur til jarðgerðar, málmar
flokkaðir og endumýttir og að
nýting á pappa og plasti verði auk-
in.
BLÓM fyrir þig, blómabúðin á
Akureyri, heitir ný blóma- og
gjafavöruverslun sem opnuð
hefur verið í Hafnarstæti 88 á
Akureyri. Það eru hjónin Guð-
björg Inga Jósefsdóttir og Sig-
mundur Einarsson sem eiga og
reka verslunina. Áhersla
verður lögð á afskorin blóm í
versluninni, en þar verður einn-
ig á boðstólum fjölbreytt úrval
gjafavöru fyrir alla aldurshópa.
Verslunin verður opin daglega
frákl. 10.00 til 21.00.
Húsið við Hafnarstræti 88 er
95 ára gamalt, byggt aldamóta-
árið og fyrirhugað er að ráðast
í umfangsmiklar endurbætur á
því sem byijað verður á í sumar.
Fundur um stofnun
kirkjugarðasambands
UNDIRBUNINGSFUNDUR _að
stofnun kirkjugarðasambands á ís-
landi verður haldinn á Hótel KEA
í dag, laugardaginn 10. júní, kl.
10.30.
Tilgangur með stofnun lands-
sambands er að vinna markvissar
að ýmsum samræmingarmálum og
eins fengi sambandið aðild að nor-
rænu samstarfsráði í þessum mála-
flokki og kæmist þar með í tengsl
við þá þróun sem á sér stað í heimin-
um á þessu sviði. Breiða samstöðu
þurfi einnig til að leiðrétta niður-
skurð á tekjustofnum kirkjugarða
ef halda eigi görðunum sómasam-
lega við auk þess sem varðveita
þurfí menningarsögulegar minjar
sem þar er að fínna. Þá verði einn-
ig með slíkum samtökum auðveld-
ara að miðla þekkingu og reynslu
milji manna innan greinarinnar.
Á fundinum verða haldin nokkur
erindi, m.a. um sjóðamál og yfírlit
um kirkjugarða, sögu og þróun lík-
brennslu á íslandi, minnkandi tekj-
ur kirkjugarða og afleiðingar þess
og um rökstuðning fyrir stofnun
samtaka áhugafólks um málefni
kirkjugarða.
Leikfélags-
fólk kveður
leikárið
LEIKÁR Leikfélags Akureyrar
sem nú er að ljúka hefur verið
kraftmikið og hyggjast Ieikfé-
lagsmenn kveðja það og áhorf-
endur sína með fjölskrúðugri
skemmtun í Samkomuhúsinu á
morgun, sunnudaginn 11. júní
kl. 17.00.
„í kaupstað verður farið og
kýrnar leystar út,“ er yfirskrift
dagskrárinnar. Fyrri hluta henn-
ar hefur Þráinn Karlsson leikari
tekið saman úr Ijóðum og söguk-
öflum þar sem sumarkomunni er
kveðinn óður. Flytjendur ásamt
Þráni eru leikararnir Rósa
Guðný Þórsdóttir, Sigurþór Al-
bert Heimisson, Sunna Borg og
Viðar Eggertsson leikhússtjóri.
Karl O. Olgeirsson er við píanóið.
Eftir hlé kemur fram í fyrsta
Morgunblaðið/Rúnar Þór
LEIKHÚSKÓRINN á æfingu, en hann kemur fram í dagskrá
sem leikfélagsfólk efnir til í lok vel heppnaðs leikárs.
sinn Leikhúskór LA, en hann var
stofnaður fyrr á þessu ári og er
stjórnandi hans Roar Kvam. Kór-
inn skipar hátt í tvo tugi söngv-
ara sem hafa æft stíft að undan-
förnu. Þeir flytja syrpu úr fræg-
um Broadway-söngleikjum en
inn í lögin er ofin saga og upp-
bygging söngleikjanna í stuttu
máli og annast Aðalsteinn Berg-
dal leikari kynningar. Þriggja
manna hljómsveit leikur undir.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
Nonnaferð tii Grænlands
17.-24. ágúst
Beint þotuflug milli Keflavíkur og Narsarsuaq á sv-Grænlandi.
Söguslóðir norrænna manna skoðaðar ásamt byggðum og bæjum Grænlendinga, þ.ám.
Narsaq (vinabæ Akureyrar) og Juleaneháb (Qaqortoq).
Þetta er góð ferð fyrir þá, sem vilja gefa sér tíma til þess að kynna sér
sögustaði, landið og hagi manna.
Siglt er á milli staða á Grænlandi og boðið upp á léttar gönguferðir
í stórbrotinni náttúru. Gist verður allar nætur á hótelum eða í gistihúsum.
Leiðsögumaður verður Ingþór Bjarnason, sálfræðingur.
Nánari upplýsingar gefur:
FERÐASKRIFSTOFAN
NONNITRAVEL
Brekkugötu 5, Akureyri, sími 461 1841, fax 461 1843.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
GUÐBJÖRG Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Einarsson í verslun
sinni, Blóm fyrir þig.
Hlýindin norðanlands
Mikill vöxtur í ám
en enginn skaði
MIKILL vöxtur var í ám og lækjum
í hlýindunum norðanlands í gærdag
en í Eyjafírði hafði hvergi flætt
yfír vegi þannig að skaði hlytist af.
Jón Haukur Sigurbjömsson,
rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á
Akureyri, var á ferð í Skíðadal síð-
degis, en þá var Svarfaðardalsáin
orðin mikil að vöxtum. Vegurinn
fór í sundur við bæinn Sökku í
Svarfaðardal í fyrrakvöld en strax
var hafist handa við viðgerðir.
„Menn eru hér víða um dalinn að
hreinsa frá og reyna að koma vatn-
inu í farveg og það hefur allt slopp-
ið blessunarlega fram til þessa,“
sagði Jón.
Starfsmenn Vegagerðarinnar og
menn á hennar vegum voru að
störfum víða í gær, mestur var við-
búnaðurinn í Eyjafjarðarsveit,
Fnjóskadal, Ólafsfírði og Svarfað-
ardal. „Þetta lítur ekki illa út núna,
en það getur allt gerst. Aðalárnar
eru í vexti fram eftir kvöldi, það
fer ekki að draga úr þessu fyrr en
undir miðnætti þegar svona mikil
hlýindi eru,“ sagði Jón.
Hjá lögreglunni í Ólafsfírði feng-
ust þær upplýsingar að vatn væri
farið að flæða yfír veginn við Ós-
inn, en engin hætta væri á ferðum.
Messur
AKUREYRAR- og Glerárpresta-
kall: Messað verður í Akureyrar-
kirkju á morgun, sunnudaginn 10.
júní kl. 11.00. Sameiginleg sjó-
mannamessa fyrir Akureyrar- og
Glerársóknir. Sjómenn aðstoða við
athöfnina. Víðir Benediktsson stýri-
maður prédikar.
Hjálpræðisherinn: Almenn sam-
koma á sjómannadaginn kl. 20.00.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan: Samkoma í
umsjá ungs fólks, ræðumaður Jeff
Whalen kl. 20.30 í kvöld. Safnaðar-
samkoma kl. 11.00 á morgun,
sunnudag og sama daga kl. 20.00
er vakningarsamkoma, ræðumaður
Jeff Whalen. Aukaaðalfundur safn-
aðarins verður haldinn mánudags-
kvöldið 12. júní kl. 18.00 og eru
allir meðlimir safnaðarins hvattir
til að mæta.
Sumarlistaskólinn á Akureyrí
18. júní til 2. júlí
fyrir 10 til 17 ára.
Leiklist - myndlist - ritlist - dans
Veggmyndamálun í Hrísey og ferðalag
í kringum Tröllaskagann.
Aðalkennarar:
Súsanna Svavarsdóttir, rithöfundur.
Ingvar Þorvaldsson, listmálari.
Örn Ingi, fjöllistamaður.
Nokkur pláss eru laus - upplýsingar í síma 462 2644.
Með sumarkveðju, Örn Ingi.