Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 29* JÓN ÓLAFSSON + Jón • Ólafsson, fyrrum próf- astur í Holti í Onundarfirði, fæddist í Fjósat- ungu í Fnjóskadal 22. maí 1902. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur Sigurðsson og Guðný Árna- dóttir. Árið 1936 kvænt- ist Jón Elísabetu Einarsdóttur, f. 22.nóv. 1906, d. 9. mars 1985. Hún var dóttir Einars Jóhann- essonar og Ragnhildar Bjarna- dóttur, sem búsett voru í Álfad- al á Ingjaldssandi, síðar Flat- eyri. Börn Jóns og Elísabetar eru: 1) Ragnhildur Jóna, f. 25. okt. 1937, húsm, mMaki Skúli Sigurðsson, bóndi Dýrafirði. 2) Ingibjörg Sigríður, f. 31. des. 1938, starfar á söluskrifstofu Flugleiða í Reykjavík, maki Sævar Gunnlaugsson húsasmið- ur, Hafnarfirði, látinn. 3) Guðný Margrét, f. 6. apríl 1941, d. 25. maí 1942. 4) Guðrún, f. 21. maí 1943, kennari við Flens- borgarskóla Hafnarfirði. 5) Friðrik Páll, f. 22. nóv 1946, háls- nef og eyrnalæknir Reykjavík, maki Ragnheiður Guðmundsdóttir verslunarm. 6) Einhildur, f. 31. maí 1949, verslunarm., maki Heiðar Sig- urðsson framkvæmdastjóri, ísafirði. Barnabörn átti Jón 15 talsins og átta barnabarnabörn. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1924 og Gand. theol frá Háskóla ís- lands 1928. Hann var heimilis- MEDFÁEINUM orðum langar mig til þess að minnast afa míns, afa Jóns, eins og ég kallaði hann alltaf. Það er sárt að missa ástvin.sem hefur verið hluti míns daglega lífs frá því ég man eftir mér. Fyrstu viðbrögðin, er ég frétti af láti afa, voru mikil sorg og á eftir fylgdi tóm sem mun ekki verða fyllt upp í en við sem fengum að kynnast honum og eiga með honum góðar stundir eigum dýrmætar minningar sem enginn fær frá okkur tekið. Slíkar minningar hafa nú hrannast. upp í huga mér síðustu daga. Ég minnist hans eins og hann var þegar hann kom til okkar í mat á sunnudögum, á aðfangadag og jólum, ég minnist hans eins og hann var þegar hann bjó á Suðurgötunni og ég og mamma litum inn til hans með eitt og annað. Afi var skapstór en aldrei minn- ist ég þess að hann hafí sýnt mér annað en blíðu. Ég gæti aldrei fylli- lega tjáð allar þær tilfínningar sem búa mér í bijósti með orðunum ein- um en ég vel biðja góðan Guð um styrk handa hans nánustu og öðrum sem honum unnu og einnig vil ég þakka starfsfólki á 3. hæð Sólvangs fyrir ástúðlega umönnun síðustu árin. Afí er nú loksins kominn aftur heim í Holt og hvílir nú þar í eilífum friði við hlið ömmu Elísabetar. og dóttur þeirra. Sigurlaug Hjaltadóttir. Það bar við á Flatey síðsumars 1929. Þegar ég kom heim úr sveit- inni var uppi fótur og fít hjá jafn- öldrunum. Nýr prestur var kominn til sögunnar, ungur prestur í stað þess gamla. Einhver hafði séð hann á gangi, forvitni og eftirvænting ríkti í hópnum. Það var haft fyrir satt að hann ætti að kenna okkur næsta vetur. Þetta eru mín fyrstu deili á séra Jóni Ólafssyni. En kynni okkar áttu eftir að verða mikil og vara lengi. Séra Jón kenndi mér tvo fyrstu kennari í Reykjavík 1925-1928 og stundakennari við MR 1928-1929. Jón var vígður í emb- ætti að Holti í Ön- undarfirði 1929 og sat þar til ársins 1963 og rak þar einnig búskap. Hann var prófastur V-fsafjarðarsýslu 1941-1963. Hann stundaði unglinga- kennslu á Flateyri og í Holti 1931- 1945. Jón fluttist til ísafjarðar 1963 og starfaði í Útvegsbanka íslands til 1969. Síðustu tvö árin dvaldist hann á bjúkiunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Jón gegndi ýmsum trúnaðar- störfum: Var í stjórn prestafé- lags Vestfjarða 1941-46 og 1954-57, formaður 1944-46; í yfirkjörstjóm V-ísafjarðarsýslu 1935- 1959. Hann var fulltrúi á fyrstu kirkjuþingum, í stjóm Kaupfélags Onfírðinga 1935- 1950 og 1951-1963, formaður 1936- 1950 og 1951-1962. Hann sat í hreppsnefnd 1934-1958, oddviti 1948-1958. Han^ átti sæti í skattanefnd í 22 ár, var formaður framkvæmdanefndar VestQ. IOGT 1938-1940, gegndi starfi símstöðvarstjóra og bréf- hirðingarmanns 1930-1963. Hann var formaður og gjaldkeri sjúkrasamlags Önfírðinga 1945- 1963, sat í trygginganefnd V- ísafjarðarsýslu 1946-1950 og var meðútgefandi tímaritsins Straumar 1-4 Rvík 1927-1930. Útför Jóns fer fram frá Holti í Önundarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. veturna í barnaskóla. Man ég víst marga kennslustundina og fyrstu skrefín á menntabrautinni. Hann kom mér síðan í kristinna manna tölu svo sem lög gerðu ráð fyrir. En ekki var þar við látið sitja. Hann kenndi mér undir skóla áður en í menntaskóla var haldið. Allt þetta gerði séra Jón með miklum ágætum því að hann var kennari góður og merkur uppalandi. Þannig var skjótt stofnað til ná- inna kynna með okkur presti. En vegir okkar áttu eftir að liggja enn nánar saman þegar hann gekk að eiga móðursystur mína Elísabetu Einarsdóttur, sem mér var einkar kær frá frumbemsku. Séra Jón var einhleypur maður þegar hann tók að búa á hinum forna kirkjustað og höfuðbóli Holti í Önundarfirði. Þar var hann með hefbðundinn sveitabúskap með reisn og myndarskap meðan hann gegndi prestþjónustu. Þetta gat hann fyrir atbeina foreldra sinna, Guðnýjar og Ólafs, sem brugðu búi í Fnjóskadal og fluttu til hans vest- ur. Voru þau hans stoð og stytta við búreksturinn og raunar líka eft- ir að hann festi ráð sitt nokkrum árum eftir að hann tók vígslu. Sjálf- ur gekk prestur ekki til búverka og eiginkonan önnum kafin innan- húss á stóru og gestkvæmu heimili. Séra Jón rækti embætti sitt af kostgæfni og stakri reglusemi. Hann var trúaður maður og tók köllun sína alvarlega. Á skólaámn- um hafði hann aðhyllst nýguðfræð- ina sem þá var að ryðja sér til rúms hélendis. Hann var fróður vel, víð- lesinn og sannmenntaður maður. Predikanir hans báru þessa jafnan vott. Þær gátu verið áhrifaríkar og líka tilfinningaríkar. En kennimaðurinn lét til sín taka ekki einungis andlega velferð sókn- arbama sinna heldur og veraldlega. Það kvað að honum í margskonar félagsmálum: Hann lét til sín taka framfaramál sveitarinnar í ýmsum efnum. Samvinnumaður var hann mikill og í stjórn og formaður kaup- MIIMIMINGAR félags Önfírðinga um árabil. Samt var þetta ekki á kostnað prestverk- anna sem vom ærin. Hann þjónaði þrem sóknum. Auk kirkjunnar í Holti var kirkjan á Kirkjubóli í Valþjófsdal og sú þriðja kom á Flat- eyri á fyrstu prestskaparámm hans. En svo gat hent aukaþjónusta í Staðarprestakalli í Súgandafirði og í Núpsprestakalli í Dýrafírði. Þá var hann um skeið kirkjuþingsmaður og í stjóm og formaður Prestafé- lags VestQarða. Og prófastur var hann í Vestur-ísafjarðarsýslupróf- astsdæmi á þriðja áratug eða þar til hann lét af embætti 1963. Séra Jón sagði af sér embætti nokkrum árum áður en aldur krafði. Flutti hann þá til ísafjarðar og starfaði í Útvegsbanka íslands. Hann sagði mér þá í kímni að sig fýsti að þjóna Mammon nokkur ár eftir að vera búinn svo lengi að þjóna Guði. Og víst hafði hann helg- að líf sitt kirkjunni og hennar mál- um. En hann hefði vafalaust getað verið nýtur maður á hvaða vett- vangi sem hann hefði valið sér. Slík- ur maður var séra Jón. Hér er kvaddur merkur maður og eftirminnilegur persónuleiki. Hann var hversdaglega mildur frið- semdarmaður, jafnvel stundum hlé- drægur. En undir bjó einbeittur vilji og jafnvel harður gat hann verið í hom að taka. Hann var skapstór, örgeðja og tilfínninganæmur. Hann var hreinn og beinn og sagði mein- ingu sína hver sem í hlut átti. í við- ræðum við hann var aldrei komið að tómum kofanum. Og honum gat verið lagið að blanda geði svo að saman færi alvara og nokkur kímni. Þegar ísafjarðardvölinni lauk fluttu þau hjón til Hafnarfjarðar. Eftir að konan andaðist nokkmm árum síðar horfði séra Jón til heim- komunnar. Honum fannst hann vera búinn að lifa lífinu. Og það hafði hann vissulega gert. í ham- ingjusömu hjónabandi eignaðist hann sex mannvænleg börn. Eitt dó í bemsku en hin lifa föður sinn. Þeim og íjölskyldum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. í örfáum fátæklegum orðum vil ég með þökk í huga minnast Jóns Ólafssonar, séra Jóns í Holti, eins og hann var gjarnan nefndur af sveitungum sínum í Önundarfirði og fleimm og við Holt kenndi hann sig ætíð sjálfur. Fyrstu kynni mín af séra Jóni og fjölskyldu hans urðu vorið 1950 þeg- ar ég, sjö ára gamall, kom í Holt til sumardvalar. Oft hef ég hugsað til baka og velt því fyrir mér hvað olli því að þau hjón og hin stóra fjöl- skylda í Holti voru reiðubúin að bæta í heimilið sjö ára drengstaula sem vart gat þá talist liðléttingur. í heimili voru þá auk Jóns og Elísabet- ar konu hans, sem bar af miklum dugnaði hitann og þungann af dag- legu heimilishaldi á stóm heimili, fímm börn þeirra á aldrinum frá öðm ári að fermingu, aldraðir for- eldrar Jóns, vinnukona og vinnumað- ur. Ekki veit ég til þess að borgun hafi komið fyrir þessa sumarvist né þær fjórar sem á eftir fylgdu. Frá fyrsta degi var mér tekið af alúð og umhyggju og þeirri hlýju sem einkum var einkenni séra Jóns. „Elsku besti drengurinn minn,“ vom gjaman hans ávarpsorð og faðmur- inn stóð opinn. Prestsetrið Holt var miðstöð í sveit á þessum tíma. Þar var símstöð og pósthús sveitarinnar og prestur var oddviti Mosvallahrepps. Þar var því gestkvæmt og heimili þeirra hjóna staður menningar og fróðleiks og umræðu um margvísleg þjóðleg mál- efni, um kirkju og stjómmál. Þar kom margt merkilegt og þekkt fólk í hér- aði sem og þjóðkunnugt. Vistin fimm sumur í Holti var mér þroskandi og afar mikils virði og hafði tvímæla- laust mjög mótandi og góð áhrif á barnssálina. Ætlast var til þess að við bömin sem aldur höfðum til, ynn- um að bústörfum þegar þess þurfti við, en nægur tími var þess utan til margs konar þroskandi leikja og við- fangsefna. Fljótlega fór ég að finna mig sem eitt af systkinunum enda í engu öðruvísi breytt við mig en þau. Mér þótti því vænt um að heyra fyr- ir skömmu frá einu þeirra að viðhorf þeirra til mín hefðu verið hin sömu. Það er gangur lífsins að heilsa og kveðja og svo varð um dvölina í ÞURIÐUR T. BJARNARSON + Þuríður Tóm- asdóttir Bjarn- arson fæddist í Reykjavík 1. des- ember 1901. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vil- helmína Soffía Sveinsdóttir, f. 13.4. 1870, d. 3.5. 1939, og Tómas Jónsson skipstjóri, f. 16.3. 1872, d. 8.4. 1956, en þau bjuggu allan sinn búskap í vesturbænum í Reykjavík. Systkini hennar voru: Louisa, f. 21.9. 1895, d. 16.10. 1973, Oddur Júlíus, f. 14.7. 1897, d. 12.10. 1991, Sveinn, f. 12.8. 1898, d. 23.7. 1960, Vilhelmína Soffía, f. 21.9. 1908, d. 13.11. 1987. Eftirlif- andi er Jóna Guðbjörg, f. 14.8. 1904. Hinn 30. október 1926 giftist Þuríður Camillusi Wich ELSKU amma, loksins fékstu far- miðann til afa. Nú þarftu ekki að kveðja hann á hveiju kvöldi eins óg þú gerðir og óska honum góða nótt yfír Fossvoginn. Þú varst lengi búin að bíða eftir fá að hitta hann aftur. Svo og mömmu, Þóri og litla Bróa. Þessi síðasta ferð þín hefur alveg örugglega verið að þínu skapi, stór og mikil móttökunefnd hefur tekið á móti þér. Þú verður hrókur alls fagnaðar eins og í lifanda lífi. Að fara að rifja upp endurminning- ar okkar á blað yrði of mikið, en alltaf kemur eitthvað upp sem mað- Bjarnarson málara- meistara, f. 24.9. 1905, d. 12.9. 1976, og eignuðust þau fimm börn: 1) Þórir Jóhannes, f. 2.2. 1927, d. 15.3. 1993. Eftirlifandi eigin- kona hans er Guð- ríður Hermanns- dóttir. 2) Jarþrúð- ur, f. 2.4. 1928, d. 1.2. 1978. Eigin- maður hennar var Óli Ragnar Georgs- son. 3) Rafn, f. 10.9. 1928. Eiginkona hans var Magnfríður Perla Gústafsdóttir. 4) Benedikt Bjarni, f. 7.1. 1936. Eiginkona hans er Matta Friðriksdóttir. 5) Tómas Halldór, f. 31.3.1938, d. 2.2.1941. Alls eru afkomend- ur Þuríðar og Camillusar orðn- ir 67. Auk fimm barna eru 19 barnabörn, 40 barnabarnabörn og Jirjú barnabarnabarnabörn. Utför Þuríðar fór fram frá Dómkirkjunni 7. júní. ur verður bara að minnast á. T.d. að þegar afí lifði þá hringduð þið alltaf út til mín á föstudagskvöld- um, eftir sjónvarp. Þú varst ógur- legur ferðagarpur og hræddist hvergi. Þegar þú varst 80 ára komst þú til Svíþjóðar til mín í heimsókn, sem þú hafðir gert oft áður en í þetta skipti ætlaðir þú að fara ein til Þýskalands og heimsækja Mary Lou frænku okkar. Þú fórst með lest alla þessa leið og á landamær- um Danmarks og Þýskalands vildir þú fá stimpil í passann þinn og toll- þjónustumaðurinn kyssti á puttann Holti og sambandið við fjölskyldu séra Jóns. Næstu ár var tengslum haldið með bréfaskriftum og þrátt fyrir að heimsálfur skildu, en ungl- ingsárin átti ég í Bandaríkjunum. . Ég heimsótti fjölskylduna haustið 1959 í Holt, stuttu áður en Jón lagði af prestskap og flutti til Ísaíjarðar og enn stóð hann í bæjardyrum og breiddi út faðminn með ávarpsorð- unum: „Vertu velkominn elsku hjart- ans drengurinn minn.“ Þannig stendur hann mér fyrir hugskots- sjónum, hlýr, kærleiksríkur og vand- aður maður. Ég þakka þau kynni og allt sem þau hjón reyndust mér og færi systkinunum frá Holti og fjölskyldum þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur. Arnaldur M. Bjarnason. Elsku afi, nú ertu farinn í Holt til ömmu um Jónsmessuna eins og þú hafðir alltaf óskað þér. Þegar við hugsum til baka um þau ár sem við fengum að njóta með þér þá koma fyrst í hug minningar frá Suðurgötunni í Hafnarfirði. Heimili þitt munum við alltaf sem notalegan stað og dvöldum við oft löngum stundum í bókaherberginu. Við sjáum þig fyrir okkur sitjandi í stóln- um þínum við bóklestur og öðru hveiju að fá þér tóbak úr pontunni þinni. Við byijuðdm snemma að fara út í búð fyrir þig.til að kaupa randal- ín með mjólkinni handa okkur eða lifrarpylsu í soðið. Þú passaðir alltaf að borga hveija krónu til baka því ekki vildir þú fara skuldugur í gröf- ina. Um helgar fengum við stundum að gista og vöknuðum þá upp við vinaleg slög í gömlu klukkunni. Okkar sterkasta minning er kyrrðin og friðsældin í kringum þig. Elsku afí, með þessum línum vilj- um við kveðja þig í síðasta sinn. Líkt og rótfóst angan er ímynd þín í hjarta mér. Minning þína þar ég geymi, þinni mynd úr huga mér aldrei gleymi, öðru gleymi - ekki þér. (Arthur Symons.) Guð geymi þig. Anna Elísabet og Harpa. sinn og þrýsti í passann þinn, þetta fannst þér sá fallegasti stimpill í öllum passanum þínum. Þó að ég væri. dótturdóttir þín, vorum við meiri sem mæðgur og vinkonur. Samt innst inni, þó ég væri á hraðri ferð uppí þau 50, var ég alltaf litla barnið þitt. Þú kvaddir mig alltaf með þessum orðum. „Passaðu eld- inn“ og „Keyrðu nú varlega" Við brölluðum mikið saman. Elsku amma, við viljum þakka þér fýrir allt sem þú hefur verið fyrir okkur. Villa, Ragnar Edward, Per Anders Rafn, Cam- illa Þuríður ásamt fjöl- skyldu, Mattías Örn og Arnar Örvar. Hún amma Þura er látin eftir langt lífshlaup, 93 ára gömul. Hún var Reykavíkingur í húð og hár, Vesturbæingur af hinni svokölluðu aldamótakynslóð. í ömmu leyndist heimsborgari og hún fór víða um lönd og álfur á sínum yngri árum. Það jók henni víðsýni og nutum við þess í heimsóknum, okkar til ömmu og afa á Nýbýlaveginn. Yfír ömmu var ákveðin reisn sem einkennir gjarna fólk af hennar kynslóð, hún var ævinlega vel til höfð og hafði ánægju af mannamótum. Við systkinin úr Miðtúninu þökk- um ömmu allar góðu móttökumar og ánægjulegu heimsóknirnar. Minning hennar lifir í nöfnum barnabama og barnabarnabarna. Svo er því farið: Sá er eftir lifír deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Sonarbörnin úr Miðtúninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.