Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 9 Brunamálastjóri um endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar Óskaði sjálfur eftir Eldri borgar- ar á aðal- fundi Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra Eigum lítið er- indi í Alþjóða- Býður einhver betur' Ítalskir leðurskór með „Luftvolstersóla" Teg. 220. Svart og brúnt. St. 41-46. Herraskór, reimaðir Verð: Kr. 3.990,- Herra mokkasínur Verð: kr. 3.790,- væru margar stofnanir sem gætu staðið af sér sambærilega úttekt og Ríkisendurskoðun hefði gert á Brunamálastofnun án þess að fram kæmu alvarlegri athugasemdir en í því tilviki. Hann vildi hins vegar taka sérstaklega fram varðandi athugasemd Ríkisendurskoðunar um að reglur um einkennisfatnað hefðu ekki verið virtar, að þar væri um að ræða að starfsmaður sem verið hefði í hálfu starfi hefði hætt aldurs vegna og að mati Rík- isendurskoðunar fengið fatastyrk sinn greiddan of skömmu áður en hann hætti. Sagði Bergsteinn að þetta þýddi að í reglur yrði sett ákvæði um að ekki mætti greiða fatastyrk t.d. síðar en hálfu ári fyrir starfslok viðkomandi. JíloxöunlriaMíí - kjarni málsins! athugun á ósamræmi BERGSTEINN Gizurarson, bruna- málastjóri, segir að hann hafi sjálf- ur óskað eftir því við Ríkisendur- skoðun í september 1994 að farið yrði ofan í það ósamræmi sem væri milli reglugerðar um Bruna- varnaskóla og laga um brunavarn- ir og brunamál og þær reglur sem giltu um rekstur ríkisstofnana, en eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær óskaði félagsmála- ráðherra eftir því í janúar síðast- liðnum að Ríkisendurskoðun kann- aði ýmis atriði sem fram hefðu komið í bréfi stjórnar Brunamála- stofnunar til ráðherra 31. desem- ber síðastliðinn. „Reglugerðin um Brunavama- skólann var gefin út vorið 1994 af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáver- andi félagsmálaráðherra. Skóla- nefnd var skipuð fljótlega eftir það og undirbúningur námskeiðahalds hófst, en skólinn var svo settur af stað í nóvember. Þessu var öllu stjórnað af skólanefnd og formanni stjórnar Brunamálastofnunar án samráðs eða að leitað væri eftir samþykki mínu,“ sagði Bergsteinn. Mátti ekki hefja starfsemi í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Brunamálastofnun kemur fram að skólinn hafi verið settur þrátt fyrir að ekki væri fjárhagslegt svigrúm til reksturs á árinu 1994 og námskeið haldin í framhaldi af því. í skýrslunni er tekið fram að þó svo að sett séu lög og reglugerð- ir megi ekki hefja starfsemi fyrr en fjárheimild hefur fengist. í fjáraukalögum ársins 1994 hafi verið veitt einnar milljónar króna viðbótarheimild sem ætluð hafi verið til undirbúnings Brunamála- skóla, en ljóst sé að skólinn hafi ekki átt að hefja starfsemi á því ári. Við skoðun á kostnaði vegna skólans hafi hann reynst vera um 1.505 þús. kr. árið 1994, en af þeirri upphæð hafi um 1.122 þús. kr. ekki verið færðar fyrr en árið 1995. Þannig hafí kostnaður vegna Brunamálaskólans orðið mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir í fjáraukalögum. Bergsteinn segir að í kjölfar þessa hafi stjóm Brunamálastofn- unar um síðustu áramót farið til Rannveigar Guðmundsdóttur, þá- verandi félagsmálaráðherra, með ýmsar aðdróttanir í sinn garð, og ráðherra þá beðið Ríkisendurskoð- un að fara ofan í það mál. Segir Bergsteinn ljóst að formaður stjórnarinnar sé sérstakur skjól- stæðingur Rannveigar Guðmunds- dóttur. Upphlaup formanns kom á óvart „Allir reikningar vegna skólans voru greiddir hér á stofnuninni án þess að ég gerði neinar sérstakar athugasemdir eða reyndi að stöðva það þótt reglum samkvæmt ætti allur kostnaður sem stofnað var til að fá samþykki mitt áður en til hans væri stofnað. Á þessu ári hefur skólanefndin á sama hátt verið algjörlega sjálfráð um túlkun sína á þessum reglum og haldið áfram starfi skólans án þess að ég hafi nokkuð gripið þar inn í. Þess vegna kom upphlaup for- manns stjórnar stofnunarinnar á þingi Landssambands slökkviliðs- manna í lok mars mjög á óvart. Þar lýsti formaðurinn því yfir, strax í kjölfar þess að félagsmála- ráðherra hefði í ávarpi sínu lýst góðu starfi Brunamálaskóla, að brunamálastjóri hefði eyðilagt skólastarfið. Einu afskipti mín af því á þessu ári voru hins vegar þau að ég lét bóka á fundi stjórnar Brunamálastofnunar að skólinn ætti að vinna samkvæmt reglugerð og hann ætti að halda sig innan þeirrar fjárheimildar sem er í fyrsta skipti í fjárlögum á þessu ári. Þannig að endurteknar yfírlýs- ingar formanns stjórnar Bruna- málastofnunar á Landssambands- þinginu, í sjónvarpi og nú síðast í útvarpi um það að ég hafi komið í veg fyrir að reglugerð um mennt- un og réttindi slökkviliðsmanna hafi komist í framkvæmd eru ós- annar með öllu. Þetta er staðfest í skýrslu Ríkisendurskoðunar," sagði Bergsteinn. Hann sagðist efast um að það AÐALFUNDI Landssambands aldraðra lauk sl. fimmtudag en fundinn sóttu 94 fulltrúar félaga aldraðra víðs vegar að af lands- byggðinni. Fundurinn var haldinn í Risinu við Hverfisgötu og stóð í tvo daga. Ólafur Jónsson, formaður landssambandsins, segir að eink- um hafi borið á góma þróun kjara- mála aldraðra frá því síðasti fund- ur var haldinn fyrir tveimur árum og lokanir á deildum sjúkrahúsa í höfuðborginni og á iandsbyggð- inni. Ólafur segir að uppbygging samtaka aldraðra hafi verið rædd og félagsmál og einnig hafi lífeyr- ismál verið tekin til umfjöllunar að þessu sinni. Lífeyrissjóðir séu meira í umræðunni hjá almenn- ingi sem hafi jákvæðari afstöðu til þeirra en áður. Sagði hann jafnframt að ekki væri að búast við miklum breytingum á stjórn landsambandsins. hvalveiðiráðið HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra telur að lítið jákvætt hafi gerst á nýafstöðnum fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins, sem gæti haft áhrif á að ísland gengi aftur í ráðið. Hann hyggst þó kynna sér niðurstöður fundarins betur. „Verði tekið tillit til okkar sjón- armiða og Alþjóðahvalveiðiráðið verði alvörustofnun, þá verð ég fyrstur til að mæla með inngöngu íslands," segir Halldór. „Ef ráðið verður eingöngu friðunarstofnun og umræðan heldur áfram að snúast um ekki neitt, eigum við lítið erindi þangað." Aðspurður hvort gerlegt væri að hefja hvalveiðar að nýju, ef íslend- ingar stæðu áfram utan ráðsins, sagði Halldór að hann teldi íslend- inga vera í fullum rétti til þess, á grundvelli ákvarðana Norður Atl- antshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCo). OpiÐkl. 12-18.30 Laugard. kl. 10-16 SímiSSl1290. Sendum í póstkröfu. l’ORPII) BORGARKRINGLUNNI ítalskir leðurskór með ,Luftpolster-“ sóla Teg. 221. Litir: Svart og St. 41-46. Morgunblaðið/Golli AÐALFUND Landssambands aldraðra sátu 94 fulltrúar félaga aldraðra viða af landinu. Dagskra: ✓ Husið opnað kl. 19.00. ✓ Guðmundur Hallvarðsson, foimaöui sjómannadagsiáös, setui hóíiö. v Kynnu kvöldsins veiöui Egill Olaísson. ✓ Fjoldi glœsilepia skemmtiatiiöa: Diddú, Egill Olalsson, Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson, Reynir Jónasson, Símon Kuran og Bjarni Sveinbjörnsson. fW; Kvöldveröur | La^apaté meðsjávarréttasósu Ofl fcrsfýu saíati. L.anwavotm aijoti mco snernj svcppasosu, íýnjdcísteHjtum j'arðcpCum oggtjáðugrœnmeti. íKommis ípcmnukþíqi meci ficitri súkfidaðisósu. Gomlu brynin leika íyrir dansi til kl. 03.00 Verð kr. 4.500 á mann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.