Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 13
tjaldvagnar
Ferðafélaginn sem
bregst þér ekki!
Um helgina sýnum við allt úr-
valið af vögnum og ferðavöru
sem við höfum á boðstólum í
ár. Við kynnum nú Starcraft
fellihýsi og pallhús á íslandi en Starcraft er
þekkt í Bandaríkjunum fyrir framúrskarandi
gæði. Camp-let tjaldvagnar eru þrautreyndir
við íslenskar aðstæður og hafa verið traustir
ferðafélagar margra um áraraðir. Við bjóðum
bæði upp á Hobby og Knaus lúxushjólhýsi
frá Þýskalandi og frá Trio koma fortjöldin á
bíla eða hjólhýsi. Þá er ótalin allur viðlegu-
búnaðurinn og gas- og ferðavörurnar! Sjón
er sögu ríkari,- líttu við og sjáðu allt úrvalið.
Opið um helgar í sumar.
Cfey JÓNSSONHF
Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík, Sími 587 6644
Forseti íslands
á Seyðisfirði
Kaupstað-
arréttindi
í 100 ár
SEYÐFIRÐINGAR fagna um
næstu mánaðarmót því að 100 ár
eru liðin frá því að staðurinn fékk
kaupsaðarréttindi. Mikið verður um
að vera á Seyðisfirði og hefur undir-
búningur hátíðahaldanna staðið yfir
frá því sl. sumar. Gert er ráð fyrir
miklum fjölda gesta og þá ekki síst
brottfluttum Seyðfirðingum og ætt-
ingjum þeirra, Austfirðingum og
ferðamönnum sem leið eiga um
Austurland.
Segja má að hátíðahöldin hefjist
fimmtudaginn 29. júní, en þá verð-
ur opnaður fjöldi listsýninga. Þar
sýna m.a. Dieter Roth, Kristján
Guðmundsson, Sigurður Guð-
mundsson, Þorvaldur Þorsteinsson
o.fl. Frá Listasafni íslands verða
verk Kjarvals, Schevings, Nínu
Tryggvadóttur og Dunganons. Á
fimmtudagskvöldið verður sýning á
leikverki Leikfélags Seyðisfjarðar,
Aldarmótaelexír eftir systumar
Kristínu og Iðunni Steinsdætur.
Föstudaginn 30. júní hefst dag-
skráin kl. 15.00 með komu forseta
íslands, frú Vigdísar Finnbogadótt-
ur. Setningarhátíðin hefst síðan kl.
16.00 við nýja miðbæjartorgið. Þar
rnun forsetinn afhjúpa listaverkið
Útlínur og ýmis önnur atriði verða
á dagskránni. Um kvöldið verður
sérstök sýning á Aldamótaelexír,
þar sem forsetinn verður heiðurs-
gestur. Þá verða tveir dansleikir.
Hljómsveitin Jammhópurinn o.fl.
leikur fyrir unga fólkið í stóru sam-
komutjaldi, en hljómsveitin Eins-
dæmi verður í Herðubreið.
Laugardaginn 1. júlí verða stans-
laus hátíðahöld frá morgni til
kvölds. Siglingar og skipulagðar
gönguferðir fyrri hluta dags. Kl.
14.00 hefst skemmtidagskrá á Mið-
bæjartorgi og kl. 18.30 verður út-
igrill með Óskari Finns. Þar verður
söngur, glens og gaman. Kl. 20.30
eru áhugaverðir tónleikar sem bera
yfirskriftina „Þokkabót kemur
fagnandi". Að þeim loknum verða
dansleikir í samkomutjaldi með
hljómsveitinni Tweety, og í Herðu-
breið þar sem Hljómsveitin Eins-
dæmi leikur, og einnig munu marg-
ar af gömlu og góðu „Seyðisfjarðar-
hljómsveitunum" troða þar upp.
Sunnudaginn 1. júlí hefst dag-
skráin með hátíðarmessu í Seyðis-
fjarðarkirkju kl. 11.00. Sóknar-
prestur sr. Kristján Róbertsson,
organisti María Gaskell, kirkjukór
Seyðisfjarðar ásamt Snælandskóm-
um syngja. Skemmtidagskrá verður
kl. 14.00 á Miðbæjartorgi, leiksýn-
ing kl. 16.00 í Herðubreið. Afmælis-
hátíðinni lýkur svo með tónlistar-
dagskrá og opið hús verður í Herðu-
breið fram á nótt.
Sérstök leikja- og íþróttadagskrá
verður og gæsla verður fyrir böm
alla daga.
Á Seyðisfírði er góð aðstaða til
að taka á móti fjölda fólks. Tjald-
stæði í hjarta bæjarins hafa verið
stækkuð og öll aðstaða þar verður
til fyrirmyndar. Verslanir og þjón-
ustufyrirtæki verða opin langt fram
á kvöld og útimarkaður í göngugöt-
unni.
Birtir yfir á Seyðisfirði
Norröna kom
með sumarið
Seyðisfirði - Sumarþyrstir Seyð-
firðingar fengu loks raunverulegan
sumardag er birta tók af degi á
fimmtudag. Þá var kominn þægi-
legur lofthiti og lækir og fossar
vaknaðir til lífsins eins og vera ber
á þessum árstíma.
Klukkan sjö um morguninn
renndi farþegafeijan Norröna að
bryggju í Seyðisfírði. Alltaf er tekið
vel á móti Norröna á hveiju sumri
en nú var tekið sérstaklega vel á
móti skipinu. Þann 14. júní verða
liðin tuttugu ár frá því að ferðir
Smyril-Line milli íslands, Færeyja
og meginlandsins hófust. Fyrstu
átta árin var Smyrill í þessum flutn-
ingum en Norröna tók við hlutverk-
inu fyrir tólf árum.
í tilefni af þessum tímamótum
var skotið af kanónu Seyðisfíarðar-
kaupstaðar og hlýddu menn síðan
á Lúðrasveit Tónlistarskólans á
Seyðisfírði. Aðstandendur Norröna
buðu gestum til veglegrar veislu
um borð. Þar voru mættir margir
þeir sem unnið hafa að starfsemi
feijunnar þessa tvo áratugi.
í veislunni tók fíöldi manns til
máls og skipst var á mörgum góðum
gjöfum og fékk hitt afmælisbarnið,
Seyðisfjarðarkaupstaður, hundrað
ára, sinn skerf. Flestir þeir sem til
máls tóku lögðu mikla áherslu á
þá vináttu sem feijusiglingarnar
hafa styrkt milli Færeyinga og ís-
lendinga.
Frumstæðar aðstæður
í upphafi
Um borð var maður sem þekkir
fyrstu ferð Smyrils betur en flestir
aðrir. Það er Frederich Mechlen-
burg sem var skipstjóri á Smyrli
þegar hann hóf siglingar til ís-
lands. „Þá voru nú aðstæður frum-
stæðari en nú. Stelpurnar sem unnu
um borð voru heldur ekki eins van-
ar og vel þjálfaðar og þær sem nú
vinna hér á þessu skipi. Þetta voru
bara krakkar sem höfðu varla verið
að heiman fyrr. Nú er þetta orðið
mjög fullkomið og þekkingin á þess-
um málum orðin miklu meiri og
Norröna mun stærra og betur út-
búið skip.“
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
NORRÖNA siglir út Seyðisfjörð.
Þó Mechlenburg hafí að sjálf-
sögðu oft komið til íslands er þetta
í fyrsta skiptið sem eiginkona hans
kemur hingað. Hún skrapp í stutta
ferð um fjörðinn meðan skipið
dvaldi á Seyðisfírði og sagðist vera
frá sér numin af fegurðinni sem við
blasti.
Á þeim tuttugu árum sem Smyr-
il-Line hefur haldið uppi ferðum til
íslands hafa komið um 214.000
farþegar og 64.000 bflar. Að þessu
sinni komu um 400 farþegar með
skipinu.
MECHLENBURG-
hjónin í góðu yfirlæti
í veislunni um borð í
Norrönu.