Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni l ^ j\ *** í Æ\ Smáfólk HERE'5 TME WORLP FAM0U5 5ER6EANT OF THE F0REI6N LE6I0N LEAPIN6 HI5TR00P5 ACR055 THE DESERT.. ASTHEYMARCH UNDER A MOONLIT SKY.THEf'5IN6 A5TIRRIN6 FI6HT S0N6.., ’ SOME ENCHANTEP EVENIN6" 15 NOT A 5TIRRIN6 FI6HT 50N6! Hér er hinn heimsfrægi liðþjálfi Þeir syngja fjörlegt baráttulag „Töfraþrungið kvöld“ er ekki Útlendingahersveitarinnar að er þeir marsera í tunglsljósinu___ baráttulag! leiða lið sitt yfír eyðimörkina... BREF TTL BLAÐSINS Kringlúnni 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 En hvað það var skrýtið Frá Karli Ormssyni: EIN mest lesna barnasaga á íslandi (kannski fyrir utan „Gagn og gam- an)“ heitirjþessu nafni. Hún er eft- ir Pál J. Ardal og er skemmtileg bamasaga. En hvers vegna er ég að skrifa þetta? Jú, nýlega sendi Fiski- stofa bát út á miðin að taka myndir af sjómönnum kasta fiski í hafið og þótti það mörgum skrýt- ið. Margir hafa skrifað greinar undanfama ára- tugi um hvemig fiski er hent, sjómenn hafa sagt frá því ótal sinnum og ýmsir hafa sagt að hent sé fiskafurðum í hundruða tonna tali. Það hlýtur að vera hent ógrynni af fiski á humar- og rækju- skipum. Sjómenn verða að fá að koma með þennan fisk að landi, t.d.d heilfrystan. Enginn hefur trú- að þessu fyrr en Fiskistofa festi það á myndband. Þekktur síldarskipstjóri kom í þjóðarsálina á rás tvö og sagði að engri síld væri hent dauðri nema í vitlausu veðri, öðmm skipum væri gefíð þetta, „í sumum tilfellum er það satt, já“. Daginn eftir sagði annar skipstjóri að þeir hefðu misst um 2-3 þúsund tonn af síld er nótin sprakk með dauðri síld í. Er nema von að fólk sé orðið áttavillt í þessu máli? Segja má, eins og litla telpan í áðurnefndri bók, að sumum fínnist þetta kannski lítið. En þó eru áreið- anlega miklu fleiri sem segja: „Enn hvað þetta er skrýtið." Tugir frystitogara koma úr veiði- túrum með ca. 250 tonn af beinlaus- um roðlausum flökum. Það gera ca. 8-900 tonn upp úr sjó. Hvað halda menn að verði af afganginum? Halda menn að hann gufí upp? Að sjálfsögðu er því öllu hent í sjóinn. Ég veit ekki hvort margir „land- krabbar" vita af því, að um borð í mörgum skipum eru stórar afkasta- miklar hakkavélar sem allt úrkast er sett í og er því síðan dælt á haf út. Margir vita þetta en enginn sér það, „sæll er sá sem trúir án þess að sjá“. Nú má enginn hugsa að ég haldi að það sé auðvelt að breyta þessu, en það verður einfaldlega að koma í veg fyrir þetta. Lífsafkoma þjóðar- ínnar er í veði. Það tekst aldrei að byggja upp fískistofnana með svona vinnubrögðum. Við höfum einfald- lega ekki undan, vegna þess að allt- af er tekið meira en byggist upp. Allir verða að leggjast á eitt að fínna aðferð sem kemur í veg fyrir þessa rányrkju. Það er vart hægt að ætlast til að sjómenn komi að landi með afla sem þeir fá sektir fyrir að veiða. Þannig verður að koma með lausn sem allir geta sætt sig við. Það er búið að fjárfesta allt of mikið í stórum skipum sem físka upp í landsteinum, svo nálgast bijálæði. í fylgiblaði Morgunblaðs- ins „Úr Verinu“ taldi ég 48 togara að veiðum á hryggningarstöðvum Vestmannaeyja daginn sem ég skrifaði síðustu grein mína um þetta mál. Það geta allir séð það, að ekki er hægt að slátra mjólkurkúnni ef hægt á að vera að reka „batteríið“ áfram. Það verða allir vitlausir ef maður segir sannleikann en ég vil leggja mitt af mörkum og ég er með til- lögu að lausn: Togaramir eru allt of margir, gefa ætti línu- og króka- veiðar fijálsar, banna netaveiðar um hryggningartímann og senda alla togara út fyrir 100-200 sjómíl- ur. Ef flotinn er hæfilega afkasta- mikill og engum fiskafurðum er hent þarf engan kvóta. KARL ORMSSON, áhugamaður um fiskveiðar, Kringlunni 87, Reykjavik. Athafnaskáldin og embættismennirnir Frá Einari Vilhjálmssyni: EIGANDI fískvinnslufyrirtækis hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna gruns um stórfelld innskattsvik á rúmlega tveimur áram. Hih' meintu skattsvik era talin nema hátt á annan tug millj- óna króna og ekki vitað um aðra starfsemi fyrirtækisins en viðskipt- in við ríkissjóð. Við þetta riijast upp hið fræga Vatnsberamál, þar sem innskatt- svik námu á þriðja tug milljóna. Verulegur hluti þessara skattsvika vora framin af tugthúslimi meðan hann sat inni vegna dóms. Hvergi hefur komið fram hvaða gæslumað- ur ríkisfjár átti þama hlut að máli. Er ekki eitthvað bogið við embætt- isfærslu, þar sem svona mistök eiga sér stað? Hefur fjármálaráðherra látið rannsaka starfshætti viðkom- andi embætta eða er mistakanna að leita hjá ráðuneytinu? Þarf Ríkis- endurskoðun ef til vil að athuga starfshætti fjármálaráðuneytisins og embætta, sem undir það heyra, með fyrrgreind svikamál í huga? Skattrannsóknarstjóri hefur stað- fest að flöldi mála af þessu tagi væra til meðferðar hjá skattyfír- völdum og næmu svikin í sumum tilvikum tugum milljóna. Það hlýtur að vera krafa skattgreiðenda að fjármálaráðherra upplýsi hveijir þarna eiga hlut að máli og skýri frá nöfnum viðkomandi athafna- skálda og embættismanna í fjöl- miðlum. EINAR VILHJÁLMSSON, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi,.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.