Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR M. SÓLMUNDARSON + Sigurður Magnús Sól- mundarson, hús- gagnasmiður, handavinnukenn- ari og myndlistar- maður, fæddist 1. október 1930 í Borgarnesi. Hann lést af slysförum 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sólmundur Sigurðsson, f. í Smiðjuhólsveggj- um í Alftanes- hreppi 1899, d. 1985, skrifstofu- maður hjá Kaupfélagi Borg- firðinga, og Steinunn Magnús- dóttir, f. í Fossi í Staðarsveit 1902, d. 1991. Þau byggðu ný- býlið Hlíðartungu í Ölfusi 1954 og bjuggu þar til ársins 1972 er þau fluttu til Reykjavíkur. Systkini Sigurðar eru fjögur. Þau eru: Kári, f. 4.4. 1926, bú- settur í Reykjavík, Þórdís, f. 19.9. 1927, búsett í Kópavogi, Elín, f. 28.8. 1929, búsett í Reylgavík og Magnús, f. 14.10. 1939, búsettur í Reykjavík. Sig- urður stundaði iðnnám í hús- gagnasmíði og lauk þar sveins- prófi 1952. Hann starfaði við húsgagnasmíði í Ólafsvík, hjá Trésmiðjunni Víði, í Kaupfélagi Arnesinga og víðar. Auk þess sem hann rak eigin trésmiðju og stundaði búskap í Akurgerði í Ólfusi á árunum 1960-1970. Hann var handavinnukennari í Hveragerði, á Stokkseyri og nú hin síðari ár í Þorlákshöfn. Sig- „EF LÍF okkar hefur meiningu þá hlýtur dauðinn einnig að hafa það,“ er sagt á einum stað. Þegar hringt var til mín og mér borin sú fregn að vinur minn og samstarfsmaður hann Sigurður Sól- mundarson væri látinn, farinn frá okkur hér á jörðu, þyrmdi yfír mig, mig setti hljóðan, ég vildi ekki trúa þessu. Mér kom þá til hugar þessi setning sem þessi hugleiðing mín byijar á. Þegar maður I fullu fjöri, staddur í sinni eigin paradís á jörðu að vinna sér og sínum í haginn fyrir komandi ár, fellur svo skyndi- lega frá, þá hlýtur dauðinn að hafa sinn tilgang. Allir þekktu Sigurð sem Sigga Sól, jafnt bömin sem hann var að kenna sem foreldrar þeirra og allir hans vinir. Við Siggi Sól kynntumst fyrst haustið 1982 þegar ég kom í urður var myndlist- armaður og hefur haldið fjölmargar einkasýningar á myndum gerðum úr náttúrulegum efnum og öðrum listmunum. Sigurð- ur kvæntist 16.12. 1956, eftirlifandi konu sinni Auði Guðbrandsdóttur, f. 1.6. 1932, fyrrum eiganda þvotta- hússins Hveralín. Auður er dóttir Guðbrandar Magnússonar frá Tröð í Kolbeinsstaðahreppi og konu hans Bjargeyjar Guð- mundsdóttur. Þau hófu búskap í Reykjavík en byggðu fljótlega nýbýli í Akurgerði í Ölfusi og bjuggu þar i 12 ár, hin seinni ár hafa þau verið búsett í Hveragerði. Sigurður og Auður eignuðust fimm börn. Þau eru Sólmundur, f. 2.6. 1956, í sam- búð með Margréti Ásgeirsdótt- ur, Anna Kristín, f. 5.8. 1957, gift Magnúsi Ögmundssýni, Guðbrandur, f. 14.7. 1960, kvæntur Sigríði Helgu Sveins- dóttur, Bryndís, f. 9.3. 1962, í sambúð með Kent Lauridsen, og Steinunn Margrét, f. 28.2. 1964, gift Andrési Ulfarssyni. Barnabörnin eru sextán. Börn Sigurðar og Auðar eru öll bú- sett í Hveragerði nema Anna Kristín sem býr á Selfossi. Útför Sigurðar verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. fyrra skiptið sem kennari til Hvera- gerðis. Við tengdumst sérstökum vináttuböndum strax við fyrstu kynni og þau bönd héldust og efld- ust til hinsta dags. Mér er ætíð sérlega minnisstætt þegar ég sá Sigga fyrst. Daginn eftir að ég kom til starfa var ákveð- ið að senda nemendur til fjalla eða nánar tiltekið, að skoða og tína steina í Hestfjalli í Borgarfírði. Ég mætti í rútuna ásamt öðrum kenn- ara og sá þar sitja þann þriðja. Ég man eftir því að mér fannst þessi maður dálítið sérstakur, hann virt- ist stundum svolítið utan við sig, eins og hann kæmi úr öðrum heimi. En eftir þessa ferð urðum við, þess- ir þrír sem í hana fórum, samrýnd- ir og nánir vinir þó svo að aldurs- munur væri töluverður. Ég gerðist nánast heimilismaður hjá honum t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LEOPOLDÍNA BJARNADÓTTIR, Þrastargötu 3, Reykjavfk, lést 8. júní. Sigríður Ella Magnúsdóttir, Simon Vaughan, Bjarni P. Magnússon, Steingerður Hilmarsdóttir, Hallgrímur Þ. Magnússon, Sigurlaug Jónsdóttir, Sigrún K. Magnúsdóttir, Tryggvi Felixson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur minn og bróðir, JÓHANNES HERMANNSSON, Hátúni 12, áðurtil heimilis Hjallatúni, Tálknafirði, lést miðvikudaginn 7. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Hermann Jóhannesson, Pálína Kr. Hermannsdóttir. MINNINGAR svo oft kom ég inn á heimili hans og Auðar konu hans og drakk þar í mig vináttu, hreinskilni, hlýhug og traust en af því átti Siggi svo mikið. Siggi Sól var persónuleiki sem allir tóku eftir. Hann var áberandi og það var alltaf eitthvað að gerast þar sem hann var. Það hafa verið sagðar margar skemmtilegar sögur af Sigga en bestar eru þær sem hann sagði sjálfur af sér og gat hann þá látið áheyrendur sína velt- ast um úr hlátri. Siggi gat aldrei stoppað, honum féll aldrei starf úr hendi en það sést best á öllu því sem hann hefur komið í verk. Siggi var einstaklega bóngóður maður sem aldrei gat sagt nei ef hann var beðinn um aðstoð og naut ég eins og svo margir aðrir góðs af því. Siggi var húsasmíðameistari að mennt en hann vann í mörg ár sem leiðbeinandi í smíðum og mynd- mennt og sem listamaður var hann vel þekktur enda verk hans sem unnin eru úr íslensku gijóti, viði og ýmsu fl. sérlega falleg og sér- stök. Árið eftir að ég gerðist skóla- stjóri í Þorlákshöfn réðst Siggi sem leiðbeinandi við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Hér hefur hann því unnið samfellt í sex ár. Siggi féll vel inn í starfsmannahóp skólans og var ætíð til reiðu ef vantaði mynd í verkefni nemenda eða í eitt- hvert blaðið. Sigga var margt til lista lagt og hér við skólann var hann ákaflega áhugasamur í hinu frjálsa félags- starfí. Hann sá t.d. um allt skáklíf skólans en Siggi var mjög virtur skákmaður og hafði náð ágætum árangri á móti mörgum mjög sterk- um skákmönnum. I allflestum upp- færslum skólans á leiksýningum hefur Siggi lagt hönd á plóginn hvað varðar leikmynd og eru það ófáar myndimar sem hafa litið dagsins ljós og vakið verðskuldaða aðdáun áhorfenda. Föstudagsmorguninn fyrir hvíta- sunnu, daginn áður en hann lést, kom hann til mín í skólann og sett- ist fyrir framan mig á skrifstofu minni. Þar áttum við gott samtal um liðinn vetur og framtíðina. Að þetta skuli hafa verið mitt síðasta samtal við minn góða vin Sigga Sól á ég erfitt með að sætta mig við. En Siggi trúði á framtíð eftir þetta líf og því verðum við að horfa fram á við, það hefði hann viljað. Við skulum minnast Sigga eins og hann var, muna gleðina sem hann stráði i kringum sig, muna hvað hann var sérstakur. Elsku Auður mín, við Ester og allir aðrir starfsmenn Grunnskólans í Þorlákshöfn sendum þér og fjöl- skyldu þinni, innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í söknuði ykkar og harmi. Halldór Sigurðsson, skólastjóri. Feijan hefur festar losað, farþegi er einn ura borð. Mér er ljúft af mætti veikum mæla fáein kvefjuorð. Þakkir fyrir hlýjan hug, handtak þitt og gleðibrag. Þakkir fyrir þúsund hlátra. Þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Með þessum orðum viljum við hjónin kveðja kæran vin, Sigurð M. Sólmundarson. Hann var einstakur listamaður eins og allir vita sem til þekkja. Hvatning hans var mér ómetan- leg þegar ég byijaði að fást við myndlist og við höfðum fyrirhugað að vera með í samsýningu í sumar á Laugarvatni og unnum saman að því. Siggi Sól hefur kvatt okkur en verk hans munu lifa. Við lesum ekki ensku oftar saman og gerum að gamni okkar en minningin lifir. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur - glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, hýra róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr.) Minningin um góðan dreng mun lifa um ókomin ár. Við vottum eig- inkonu, bömum og öðmm ættingj- um innilega samúð. Halldóra og Snorri Snorrason. Á laugardagskvöldið hringdi sím- inn óvenju seint, ég hugsaði hver hringir svona seint. Þetta var Sól- mundur að tilkynna mér að pabbi hans hefði látist í hörmulegu slysi fyrr um kvöldið þar sem hann var að dytta að sínum unaðsreit, sumar- bústaðnum. Það er dapurlegt að hugsa til þess að núna þegar þau Auður og Siggi voru búin að selja fyrirtækið og sáu fram á að geta farið að njóta lífsins að þetta þyrfti að gerast. Þegar ég minnist Sigga Sól, fyrr- verandi tengdaföður míns, kemur fyrst upp í hugann hvað hann var góður. Hann var fyrst og fremst eiginmaður, pabbi og afí, þar sló hans hjarta, fátt annað komst að. Synir mínir sjá nú á bak yndislegum afa sem vildi þeim alltaf svo vel. Undanfarna mánuði hefur Siggi Sól yngri búið hjá ömmu og afa í Dyn- skógum. Hann segist aldrei hafa haft það betra, þar er dekrað við hann og þau eru svo skemmtileg. Siggi yngri minntist á það við mig um daginn að það væri alveg merki- legt með hann afa að þó hann væri oft í öðrum heimi og annað að hugsa þá vissi hann nú alveg hvað var að gerast í kringum hann, fylgdist al- veg með öllu. Já, hann Siggi minn er sannarlega heppinn að hafa kynnst afa sínum svona náið undan- farið. Ég veit að það hjálpar honum mikið á þessari sorgarstundu að eiga þessar Ijúfu minningar. Siggi hafði unun af því að gleðja aðra og að koma fólki á óvart hann var einstaklega gjafmildur. Einu sinni datt honum í hug seint á Þor- láksmessukvöldi að gaman væri að smíða dótaflutningabíl handa Daða mínum í jólagjöf, hann þaut upp, útí bílskúr og var þar alla nóttina. Á jólunum var þessi rosa fíni bíll tilbúinn. Það var ekki að sjá á afa að hann hefði vakað alla nóttina hann taldi það ekki eftir sér, hann var að gleðja bamið. Svona var afí Siggi Sól alltaf að gefa af sér. Þeg- ar ég fór í sveitina til Sólmundar yngsta sonar míns og sagði honum að afí hefði slasast og dáið, þá sagði' hann kannski var betra fyrir afa að deyja fyrst hann slasaðist svona mikið því hann hefði ekki viljað vera í hjólastól eða einhveiju svo- leiðis hann var nefnilega alltaf hlaupandi, gekk eiginlega aldrei, hann hefði ekki viljað lifa heftur. Ábyggilega orð að sönnu. Nú þegar ég kveð fyrrverandi tengdaföður minn og þakka honum allt sem hann gerði fyrir mig og mína drengi, leitar hugurinn til elsku Auðar minnar „bestu ömmu í heimi“. Hún hefur ekki bara misst sinn lífsfömnaut heldur líka sinn besta vin. Auður mín og fyölskylda, ég veit að þið eigið hafsjó af góðum minningum sem ömgglega eiga eft- ir að ylja ykkur um ókomin ár. Megi góður guð styrkja alla sem eiga um sárt að binda. Hólmfríður Hilmisdóttir. Ótal minningar hafa hrannast upp í hugann frá því ég heyrði að Siggi Sól væri ekki lengur á lífi. Það er eins og síðustu tveir áratug- irnir hafi skyndilega þjappast sam- an og löngu liðnir atburðir verða ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Við kynntumst þegar við unnum saman í sumarbúðum þjóðkirkjunn- ar í Skálholti sumaríð 1977. Þar var Siggi staðarsmiðurinn og Auður ráðskonan. Það fyrsta sem batt okkur Sigga vinaböndum var ást okkar á skyri með ijóma. Dálæti okkar á þessum rétti var þvflíkt að sumum fannst nóg um. Þetta sumar var lagður gmnnurinn að dýrmætri vináttu og við áttum eftir að eiga margar góðar stundir saman, í „ljónagryfjunni" í Dynskógunum, á ferðalagi austur um land eða til Austur-Evrópu. Alltaf gerðist eitt- hvað minnisstætt, eitthvað sem gleymist ekki, og oftar en ekki var það Siggi sem átti fmmkvæðið eða hugmyndina. Siggi var skemmtilegur maður sem hafði lag á að krydda tilveruna með ýmsum uppátækjum. Eigin- leikar hans eins og einlægni, heiðar- leiki og tryggð koma strax upp í hugann, en fyrst og fremst var hann góður húmoristi, frumlegur, fijór og athafnasamur, bæði í hugs- un og verki. Hann fór gjarnan ótroðnar slóðir eins og sjá mátti í smíðum hans, kennslu og listsköp- un. Hann var þjóðlegur í list sinni og sótti efnivið í náttúm landsins, en mörg verka hans vom unnin úr muldu gijóti í ýmsum litum. Segja má að gijót og lím hafí verið olíulit- ir hans og pensill. Fyrsta listaverka- sýning hans í félagsheimili Ölfus- inga um páskana 1978 var ógleym- anleg fyrir okkur sem fylgdumst með aðdraganda hennar og upp- setningu. Og sýningamar urðu fleiri, oftast haldnar um páska, nú síðast á þessu ári í Þorlákshöfn. Það er erfit að fínna viðeigandi kveðjuorð, en Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þakka ber. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kæra Auður og börnin öll, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Góðar minningar munu auð- velda ykkur lífíð. Jón Friðrik. Nú þegar skákvinur minn og bróðir í andanum, Sigurður Sól- mundarson, er farinn frá, óvænt og langt um aldur fram, fínnst mér tilhlýðilegt að minnast hans nokkr- um orðum og þá þannig, sem ég trúi að honum hefði fallið vel. Hann var sá Hvergerðingur, sem ég kynntist gerst og því þykir mér nú skarð fyrir skildi. Enda þótt mörg ár séu liðin frá því við sátum síðast að tafli, em minningarnar ennþá skýrar og sterkar. Manntaflið leiddi okkur saman og í sérkennilegum heimi þess bundust þau bönd milli okkar, sem í raun rofnuðu aldrei, þótt samskiptunum á borðinu fækk- aði. í mörg ár var sest að tafli hve- nær sem færi gafst og alltaf með sama ódrepandi áhuganum. Auðvit- að var alltaf teflt til sigurs, en fyrst og síðast réð ánægjan og hin mann- legu samskipti: hugsanir skák- mannanna tvinnast saman og þeir kynnast hvor öðrum með dýpri og nánari hætti en almennt gerist. A skákborðinu komu eðliskostir Sig- urðar skýrt fram. Hann var skarpur í hugsun og stefndi markvisst að takmarki sínu, var úrræðagóður jafnt í vöm sem sókn, æðrulaus í ósigri en hógværðin sjálf í sigrinum. Framkoma hans einkenndist ætíð af fágaðri ljúfmennsku. Og þannig hygg ég að hann hafi verið í dag- lega lífínu. Hann hafði til brunns að bera smitandi lífsgleði og minn- ist ég margra gleðistunda með hon- um, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Sigurður var fjölgáfaður maður, verk hans báru vitni miklum hag- leik og listin var honum í blóð bor- in. Það er von mín, að einhver verði til þess að minnast hans sem þess listamanns sem hann var. Um hádegisbil laugardaginn 3. júní komu þau Sigurður og Auður við á hlaðinu í Laufskógum 19, húsinu sem Sigurður byggði fyrir tuttugu árum. Þau hjón voru á leið í sumarbústaðinn vestur á Mýrum. Að gamalli venju voru á stuttri stund höfð uppi gamanmál og við hlógum dátt, grunlaus um framtíð- ina. Síðar sama dag var Sigurður allur. Þegar ég frétti lát hans tveim dögum síðar, fannst mér sá annars bjarti dagur glata lit sínum. Fjölskyldu Sigurðar, Auði ekkju hans, börnum þeirra og barnaböm- um, vottum við hjónin samúð okkar af heilum hug. Þórhallur B. Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.