Morgunblaðið - 05.08.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 05.08.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 13 VIÐSKIPTI 6 yi iilfttki veiðhlétaÍHiHjÍ 1 OU*l ó«j IUUÖ Upphæðir í milljónum króna Hagnaður 1994 Samtals Hagnaður1995, spá Auðlindar Sjávarútvegur Þomióður rammi Haraldur Böðvarsson SR-Mjöl Síldarvinnslan Útgerðarf. Akureyringa Skagstrendingur Grandi Vinnslustöðin 126,5 103,0 135,9 119,0 155,0 -82,0 154,0 172,3 883,7 890 Samgöngufyrirtæki Flugleiðir EIMSKIP 623,6 557,3 1.180,8 1.350 Fjármálafyrirtæki Sameinaðir verktakar Sjóvá-Almennar íslandsbanki 108,9 258,6 184,5 552,0 560 Olíudreifingarfyrirtæki Olíufélagið Skeljungur OLÍS 240,0 124.9 101.9 466,8 420 Iðnaðarfyrirtæki Hampiðjan Lyfjaverslun l’slands Sæplast Marel Jarðboranir Ármannsfell 90,3 53,2 10,1 14,8 11,1 2,9 182,4 2^»» Þjónustufyrirtæki SÍF l'sl. útvarpsfélagið Tollvörugeymslan ísl. sjávarafurðir 164,1 181,0 9,8 89,3 KEA 16,2 460,3 490 Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. Spáir auknum hagn- aði stórfyrirtækja HLUTABRÉFASJÓÐURINN Auðlind hf., sem Kaupþing hf. starfræk- ir, spáir áframhaldandi góðri afkomu hlutafélaga sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands og að hann myndi traustan grunn undir þær hækkanir sem orðið hafa á hlutabréfaverði á þessu ári. Samkvæmt spánni mun heildarhagnaður fyrirtækjanna aukast um 6% eða í tæp- lega 4 milljarða króna. Hrávara Málmar á uppleið en hveiti lækkar London. Reuter. VERÐ á málmum á heimsmarkaði hefur haldið áfram að hækka vegna bjartsýni á bættan hag í Bandaríkjunum og uggs um að til verkfalls kunni að koma í áliðnaði í Kanada. Félag 3.170 starfsmanna Alcan- álfélagsins í Quebec samþykkti heimild til verkfallsboðunar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða til þess að leggja áherzlu á laun- akröfur. Verkfallsheimildin leiddi til hækkunar á álverði í London og tonnið seldist á 1.945 dollara í gærmorgun, sem var 37 döllara hækkun síðan á miðvikudag. Verð á kopar hafði hækkað um 17 dollara í 2.977 dollara eða um rúmlega 3% á tveimur dögum. Birgðir í heiminum halda áfram að minnka og ýmsir spá því að verðið komist í 3.200-3.300 dollara síðar á þessu ári eða í ársbytjun 1996. „Toppurinn er framundan og menn ættu að vera við því búnir,“ sagði sérfræðingur í London. Birgðir á Vesturlöndum eru innan við ein milljón lesta, sem endast í fimm vikur. Frámreiknað verð á hveiti í Chicago hefur haldið áfram að lækka síðan það seldist á hæsta verði í 20 ár fyrir skömmu. Bent er á að vetur nálgist í Evrópu og uppskera hafi verið betri en búizt hafi verið við í norðurríkjum Bandaríkjanna. En heimsbirgðir eru með minnsta móti og útflutn- ingur mikill. Staða gulls hefur styrkzt og það seldist á 383,95 dollara únsan i gærmorgun. Verð á hráolíu hefur lítið breytzt og var 16,15 tunnan í gærmorgun. Á meðfylgjandi töflu, sem birtist í fréttabréfí Auðlindar, sést áætlað- ur hagnaður í hverri atvinnugrein. Forráðamenn félagsins töldu eðli- legt að hafa þann háttinn á, fremur en að birta afkomuspá fyrir einstök félög. Búist er við að mest hlutfallsleg aukning verði í iðnaði og er vísað til þess að útflutningur á iðnaðar- vörum fyrstu mánuði ársins hafi aukist verulega frá fyrra ári. Þau uppgjör sem þegar hafa verið birt staðfesta batnandi afkomu iðnfyrir- tækja, að mati forráðamanna sjóðs- ins. Gert er ráð fyrir að hagnaður aukist einnig nokkuð í öllum öðrum greinum, að olíufélögunum undan- skildum. SlVræð- ur fram- kvæmd- asljóra „STARFSEMI Sambands ís- lenskra viðskiptabanka [SÍV] er orðin það viðamikil, að við munum ráða framkvæmdastjóra í fullt starf með haustinu,“ sagði Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðar- bankans og formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka í samtali við Morgunblaðið. „Við stöndum í töluverðum samskiptum við viðskiptabanka bæði á Norðurlöndum og í Evr- ópu, sem hafa vaxið jafnt og þétt,“ sagði Stefán ennfremur. Hann sagðist ekki geta veitt nánari upp- lýsingar um málið að svo stöddu, en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur Finnur Svein- björnsson, skrifstofustjóri í við- skiptaráðuneytinu, verið ráðinn í þetta starf. Sambandið hefur til þessa haft framkvæmdastjóra í hlutastarfí, og hefur Ólafur Örn Ingólfsson, forstöðumaður í Landsbankanum, gegnt starfinu. Á vöxtunarkrafa h úsbréfa lækkar ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa er nú í fyrsta sinn í tvö ár lægri en ávöxtunarkrafa iengstu spariskír- teina ríkissjóðs. Nokkur verðbréfa- fyrirtæki bjóðast nú til að kaupa húsbréf með ávöxtunarkröfu 5,87% en fyrir aðeins þremur vikum var hún um 6,04%. Hagkvæmasta kaupt- ilboð í spariskírteini var í gær með ávöxtunarkröfunni 5,88%. Góð eftirspurn er nú eftir húsbréf- um en lítil eftir spariskírteinum að sögn Óttars Guðjónssonar, hagfræð- ings Landsbréfa. „Stærri fjárfestar virðast nú frek- ar vilja húsbréf en spariskírteini vegna þess að þeir telja húsbréfa- markaðinn stöðugri en markaðinn fyrir spariskírteini. Orsökin er sú að Seðlabankinn lækkaði mjög tilboð sín í spariskírteini fyrir kosningar í vor og er ósennilegt að þau hækki að ráði á meðan_ bankinn býður ekki betur,“ segir Óttar. Skuldabréfaútboði Eimskips lokið 300 milljóna króna lokuðu skulda- bréfaútboði Eimskips Jauk í vik- unni. Skandia hf. og íslandsbanki önnuðust útboðið og gekk sala bréf- anna vel. Utboðið felur í sér töluverða nýj- ung þar sem Eimskip og íslands- banki gera með sér fyrsta lána- skiptasamning sem sögur fara af á íslenskum fjármagnsmarkaði. Skandia seldi skuldabréfin, sem bera 6,1% vexti, á innlendum mark- aði en íslandsbanki tók á sama tíma erlent lán á millibankamarkaði. Eimskip gat valið í hvaða myntum lánið var tekið og urðu þýsk mörk og dollar fyrir valinu. í framhaldinu gerði Eimskip síðan lánaskipta- samning við Islandsbanka þannig að lánakjörin eru miðuð við ákveðið álag ofan á millibankavexti (libor) sem forráðamenn Eimskips töldu hagstætt. Kjör íslandsbanka munu hins vegar miðast við kjör Eimskips í innlendu skuldabréfaútgáfunni. Á hveijum gjalddaga skuldabréfanna munu aðilar gera upp áfallinn geng- is- og vaxtamun milli gjalddaga. Með lánaskiptasamningnum deila samningsaðilar með sér því hag- ræði sem hlýst af lántöku bankans erlendis. Eins og áður sagði lauk sölu bréf- anna í vikunni. Árni Oddur Þórðar- son, forstöðumaður hjá Skandia, segir að salan hafi gengið vel og bréfin hafi öll verið keypt af lífeyris- sjóðum og öðrum stofnanafjárfest- um. Sótt hefur verið um skráningu islensku bréfanna á Verðbréfaþingi íslands og verður Skandia við- skiptavaki þeirra. Er falinn fjársjódur á heimilinu? Á mörgum heimilum má finna ,Jalinn fjársjóð(i; útgjaldaliði sem má lœkka. Þetta veitir svigrúm til að lœkka skuldir, byrja reglulegan sparnað og vera á grœnni grein í Búnaðarbankanum. gtxrnni MEÐ SPARIÁSKRIFT BUNAÐARBANKINN - Tmustur banki HEIMILISLÍNAN - Einfaldar fiármálin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.