Morgunblaðið - 05.08.1995, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.08.1995, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 27 FRÉTTIR SIGRÚN Edda Björnsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson í hlutverkum sínum. Pjattrófa „SISI er móðir Alexanders. Hún er pjattrófa og skemmtileg mannlýsing af höfundarins hálfu,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir um hlutverk sitt í myndinni Einkalífi. Sísí er hárgreiðslumeistari að mennt og hefur ávallt hugsað mikið um útlitið. Hún varð fasta- gestur á sólbaðsstofunni Costa del Bóbó, þar sem hún kynntist sjálfum eigandanum Bóbó. Hún tók saman við hann eftir að hafa skilið við eiginmanninn Tómas. „Hún vill allt það jákvæða út úr lífinu og ákveður að snúa blaðinu við og hefja nýtt líf með nýjum manni,“ segir Sigrún Edda. HANNA María Karlsdóttir í hlutverki Hafdísar. V ímuefnaneytandi „HAFDÍS er móðir Margrétar, fráskilin og einmana. Eg vorkenni henni mjög mikið,“ segir Hanna María Karlsdóttir um hlutverk sitt í myndinni Einkalífi. „Hafdís hefur að vísu Margréti dóttur sína, en sú er orðin gjafvaxta unglingur þegar myndin gerist. Leið Hafdísar til að takast á við lífið er í gegnum vímuefni. Hún er illa leikin af pilluáti og drykkju og á það jafnvel til að gleyma hvað hún er að segja í miðri setn- ingu.“ Hafdís var gift Pétri sem er geðlæknir og fylgdi honum þegar hann fór til séríiáms í Bandaríkj- unum. Þar ættleiddu þau barn sem er Margrét. „Pétur ákvað að á meðan heimurinn væri fullur af foreldralausum börnum skyldu þau ekki eignast barn saman. Þetta er líklega stór þáttur í óhamingju Hafdísar og varð með- al annars til þess að hún fór út í lyfjaneyslu. Þau skildu þegar þau komu heim frá Bandaríkjunum. Það er dæmigert, því þegar hann er búinn með sérnámið þá kemst hann að því að konan passar ekki alveg inn í mynstrið," segir Hanna María. TINNA Gunnlaugsdóttir í hlutverki Rósu. Treystir á stofnanir „RÓSA er móðir Nóa og treystir stofnunum og kerfinu fyrir því að leysa vandamál heimilisins," segfir Tinna Gunnlaugsdóttir um hlutverk sitt í myndinni Einkalífi. Rósa hefur alist upp við alls- nægtir og er gift þægilegum og duglegum manni, Guðmundur að nafni. „Þegar kemur að vanda- málum unglingsins vill Guðmund- ur brjóta málið til mergjar. Rósa reynir hins vegar að milda fjöl- skylduerjur. Hún treystir drengn- um og sér í gegnum fingur sér þó að hann skrópi í skólanum eða gangi illa í námi,“ segir Tinna ennfremur. Til gamans má geta þess að sonur Tinnu, Ólafur Egils- son, fer með hlutverk Nóa í mynd- inni. Rit um skóga landsins Gullhetta í húsdýragarðinum FJOLSKYLDU- og húsdýra- garðurinn verður opinn um verslunarmannahelgina. Boð- ið er upp á bátaferðir á tjörn- inni og Hrói hrakfallabálkur kemur í heimsókn bæði laug- ardag og sunnudag. Á mánu- dag kemur Brúðubíllinn í heimsóknkl. 15. Kýrnar eru mjólkaðar í fjósinu kl. 17.30 og hægt er að fylgjast með þegar hei- malningum, selum, minkum, refum og hreindýrum er gef- ið. Sérstakir gestir í Húsdýra- garðinum um þessar mundir er stóðhryssan Gullhetta frá Kirkjubæ og merfolald henn- ar sem er undan folanum Trostan frá Kirkjubæ. Morgungöngur um hafnarsvæðið SKÓGUR og Skel er heiti á nýjum litprentuðum bæklingi um skóga á Islandi og verður, honum dreift ókeypis á öllum bensínstöðvum Skeljungs. í bæklingnum eru meðal annars birt kort yfir 49 skóga á landinu sem standa almenningi opnir, ieiðbeint er um ræktun nýrra skóga og tijá- lunda og myndir sýndar af helstu tijám í íslenskum skógum. Ennfrem- ur má finna litmyndir af ýmsum fugium, sem fyrir augu ber í skógum landsins, og litmyndir og upplýs- ingar um ýmsar algengar íslenskar jurtir. Útgáfa bæklingsins er einn liður í samstarfsverkefni með Skógrækt ríkisins sein nefnist Skógrækt með Skeljungi. Árið 1993 ákvað stjórn Skeljungs að veija ákveðinni upp- hæð af hveijum seldum bensíniítra til skógræktar. Á þriðja tug milljóna króna hafa runnið til skógræktar sem jafngildir því að gróðursett hafa verið 2.000 tré á dag. HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir stuttum morgun- göngum um hafnarsvæði Reykjavík- urhafnar í dag, sunnudag, og mánu- dag. Lagt verður af stað frá ankerinu í Hafnarhúsinu kl. 10 alla daga. í dag verður gengið inn að Sólfari. Á surinudag út í Reykjanes í Örfirisey og á mánudag suður í Austurvör í Skeijafirði. Val er um að ganga til baka eða taka SVR. Allir eru vei- komnir í ferð með Hafnargöngu- hópnum. Meg Ryan Kevin Kline Þegar kærastinn stingur af með franskri þokkadís í HINNI RÓMANTÍSKU PARÍS, NEITAR KATE AÐ GEFAST UPP OG ELTIR HANN UPPI. HÚN FÆR ÓVÆNTAN LIÐSAUKA í SMÁKRIMMANUM LUC OG SAMAN FARA ÞAU í BRJÁLÆÐISLEGA FYNDIÐ FERÐALAG ÞAR SEM FÖGUR OG ÓFÖGUR FYRIRHEIT VERÐA AÐ LITLU! Forsyningar um HELGINA SU^ÍNUDAGINN 5. ÁGÚST KL. 9 háskólabío HASKOLABIO Mánudaginn 6. ÁGÚST KL. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.