Morgunblaðið - 18.11.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 13
lögsögunnar. Fiskistofnar, sem
dregið hefur verið úr veiðum á,
eru að jafna sig, til dæmis við
Noreg og Namibíu. Þetta er hins
vegar undantekning, segir greinar-
höfundur. Hvorki sjómenn á minni
bátum né á verksmiðjuskipum sjái
sér hag í því að draga úr veiðum,
því ef þeir geri það komi aðrir og
veiði fiskinn. Sjósóknin aukist því
stöðugt og úthafsveiðiskip frá
Spáni, Kína, Rússlandi, Póllandi,
Japan, Suður-Kóreu, Taiwan og
fleiri hrekist af eigin miðum, þar
sem veiðar hafi dregist saman og
sigli um öll heimsins höf.
Eins og fyrr var sagt leitaði
blaðamaðurinn víða fanga og í
greininni kemur fram að hann fór
einn túr með togaranum Svalbaki,
sem var á karfaveiðum. Hann lýsir
skipinu sem tæknilega fullkominni
verksmiðju, en veiðarnar gangi illa.
Þegar loks verður vart veldur afl-
inn í netinu vonbrigðum, „aðeins
tvö tonn í neti sem getur halað
60 tonn“.
Island kemur aftur við sögu í
málsgrein, þar sem greinarhöfund-
ur nefnir að togarinn Rex hafi
verið tekinn við veiðar í breskri
lögsögu. Rex hafi verið í eigu ís-
lendinga, skráður á Kýpur og með
færeyskri áhöfn, en slíkur alþjóð-
legur bræðingur sé algengur þegar
reynt sé að komast undan því að
hlíta fiskveiðilögum.
Fiskifræði
ónákvæm visindi
Michael Parfit skrifar einnig um
fiskifræði, sem hann segir óná-
kvæm vísindi. Hann hefur eftir
túnfiskveiðimönnum í Bandaríkj-
unum að þeir sjái vöður af fiski
þar sem vísindamenn segi engan
fisk lengur. „Þessi óvissa er dæmi-
gerð fyrir það hve ómarkviss fiski-
fræðin er. Það er hægt að telja
þann fisk sem veiðist, en erfitt er
að telja fiskinn í sjónum,“ segir í
greininni.
Greinarhöfundur segir að enn
frekari takmarkanir við „frelsinu
á sjónum“ muni líta dagsins ljós,
en margir telji einu raunverulegu
lausnina felast í fækkun í fiskveiði-
flotanum. Án fækkunar sé stjórnun
fiskveiða því líkust að ætla að
grafa skurð með skörungi.
Þá er fjallað um kvóta við
strendur Alaska. Þar hafi verið
reynt að stytta fiskveiðitímabilið
til að koma í veg fyrir ofveiði, en
það hafi haft í för með sér að sum-
ar tegundir hafi verið veiddar af
ótölulegum fjölda skipa, sem öll
hafi ráðist til atlögu á mjög
skömmum tíma. Þess í stað hafi
verið gripið til þess ráðs að úthluta
kvóta, sem yfirleitt sé byggður á
fiskveiðireynslu. Þar rheð aukist
sókn á miðin ekki, því eina leiðin
til að ná í fiskveiðiheimild sé að
kaupa hana af næsta manni. Kost-
urinn sé einnig sá, að sá sem eigi
hundraðshluta af heimiluðum
kvóta sjái sér hag í að styrkja
stofninn, því hagur hans vænkist
eftir því sem heildarveiðin aukist.
Kvóti af þessu tagi veki hins
vegar margar spurningar, s.s.
hvernig eigi að deila honum á rétt-
látan hátt, hvemig eigi að koma í
veg fyrir að stórfyrirtæki kaupi
upp kvótann, hvernig eigi að koma
í veg fyrir að sjómenn kasti lítt
verðmætum fiski til að nýta kvót-
ann sem best og hvort réttlátt sé
að einstaklingar fái almennings-
eign til ráðstöfunar, án þess að
gjald komi fyrir.
Tímamótaviðburður
við Kanada
Kanadamenn stöðvuðu veiðar
spánska togarans Estai og færðu
hann til hafnar. „Þetta var í fyrsta
skipti sem ráðist var að skipi frá
öðru ríki utan 200 mílna efnahags-
lögsögunnar og það fært til hafn-
ar,“ segir greinarhöfundur og telur
að Estai-málið hafi markað tíma-
mót í sjávarútvegsmálum. Það hafi
enda dregið dilk á eftir sér, til
dæmis hvað varði afstöðu annarra
ríkja til yfírráða þeirra á alþjóðleg-
um hafsvæðum.
AKUREYRI
„ Af klettum
og steini“ í
Deiglunni
LJÓSMYNDASÝNING Ingu Sól-
veigar Friðjónsdóttur verður
opnuð í Deiglunni í dag.
Hún lauk BA-prófi frá San
Francisco Art Institute 1987 og
hefur síðan haldið einkasýningar
bæði hér á landi og erlendis,
m.a. í Rússlandi, Englandi og
Bandarikjunum.
Á sýningunni í Deiglunni sem
hlotið hefur titilinn „ Af klettum
og steini" er enn fjallað um
steina, en nú á gjörólíkan hátt.
----»■ ♦.»--
Messur
AKUREYRARPRESTAKALL:
Sunnudagaskóli á morgun kl. 11.00.
Öll börn velkomin. Munið kirkjubíl-
ana. Hátíðarmessa verður í Ákur-
eyrarkirkju á morgun í tilefni af 55
ára afmæli kirkjunnar. Séra Sigurð-
ur Guðmundsson vígslubiskup préd-
ikar. Óskar Pétursson syngur. Messa
á FSA kl. 10.30.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og
bænastund í dag, laugardag, kl.
13.00. Barnasamkoma kl. 11.00 á
morgun, foreldrar hvattir til að koma
með börnum sínum. Guðsþjónusta
kl. 14.00. Arnaldur Bárðarson guð-
fræðingur prédikar. Fundur æsku-
lýðsfélagsins kl. 18.00 sama dag.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Basar í
dag kl. 15.00. Laufabrauð og kökur
til sölu. Sunnudagaskóli kl. 13.30 á
morgun, almenn samkoma kl. 20.00.
Heimilasamband kl. 16.00 á mánu-
dag, krakkaklúbbur á miðvikudag
kl. 17.00, hjálparflokkur kl. 20.30 á
fimmtudag.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Vakn-
ingasamkoma kl. 20.30 í kvöld, John
og Dorothy Zpinden, biblíukennarar
frá Englandi tala. Safnaðarsam-
koma kl. 11.00 á morgun, vakninga-
samkoma kl. 15.30, Zpinden-hjónin
tala á báðum samkomunum. Biblíu-
lestur á miðvikudag kl. 20.30. Bæna-
samkoma kl. 20.30 á föstudag.
HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli á morgun, kl. 11.00, for-
eldrar hvattir til að mæta með börn-
um sínum. Guðsþjónusta kl. 14.00.
Fermingarbörn aðstoða. Vænst er
þá.tttöku fermingarbarna og foreldra
þeirra.
-----» » ♦----
Paul Weeden
í, jassveislu“
JASSTÓNLEIKAR verða haldnir á
Hótel KEA á sunnudagskvöld, 19.
nóvember og hefjast þeir kl. 21.00.
Þeir eru haldnir í tengslum við
heimsókn hins víðkunna jassgítar-
leikara Paul Weeden til landsins og
eru lokaatriði jassnámskeiðs ,jass-
smiðjunnar“ á Akureyri en hann
var þar aðalleiðbeinandi.
Auk Pauls Weeden koma fram á
tónleikunum, Björn Thoroddsen, er
gítarleikari, Árni Scheving, víbra-
fónleikari og úr hópi Akureyringa
þau Ragnheiður Ólafsdóttir, söng-
kona, Karl Olgeirsson á píanó, Árni
Ketill Friðriksson, trommuleikari
og bassaleikarinn Jón Rafnsson
ásamt jasshljómsveitum sem tekið
hafa þátt í námskeiðinu.
Sverrir Leósson vill kaupa Krossanes fyrir 160 milljónir
Bæjarstjóri segir til-
boðið berast of seint
JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á
Akureyri, segir að tilboð Sverris
Leóssonar útgerðarmanns í hluta-
bréf bæjarins í Krossanesi hafi bor-
ist of seint og ekki sé ástæða til
að taka málið upp að nýju. Sverrir
segist ekki trúa því að hans tilboð
sé út úr myndinni enda sé það 10
milljónum króna hærra en þeirra
sem hæst buðu, en hann lagði fram
tilboð sitt í verksmiðjuna á fimmtu-
dagskvöld. Þremur aðilum var gef-
inn kostur á að bjóða í verksmiðj-
una og rann fresturinn út á þriðju-
dag.
Þeir, sem sýnt höfðu áhuga á að
kaupa hlut bæjarins í loðnuverk-
smiðjunni, fengu að senda inn tilboð
og bárust þijú. Bæjarráð sam-
þykkti á fimmtudag að fela bæjar-
stjóra að ganga til samninga við
Þórarin Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóra Gúmmívinnslunnar
hf., sem bauð fyrir hönd hóps sem
samanstendur af starfsmönnum
verksmiðjunnar, stofnanafjárfest-
um, eigendum loðnuskipa og fleiri.
„Málið var í ákveðnum farvegi,
við gáfum þeim sem lýst höfðu
áhuga á verksmiðjunni kost á að
senda inn formleg tilboð og sá frest-
ur rann út á þriðjudag, því er tilboð
Sverris Leóssonar einfaldlega of
seint fram komið og að mínu mati
er ekki tilefni til að taka málið upp
aftur,“ sagði Jakob Björnsson, en
málið verður afgreitt á fundi bæjar-
stjórnar á þriðjudag.
Viðræður hefjast fljótlega
Jakob sagði að samningaviðræð-
ur um sölu á Krossanesi hæfust
fljótlega á grundvelli tilboðs Þórar-
ins og félaga, en það hefði uppfyllt
þau skilyrði sem sett voru fyrir
sölunni, þ.e. að ábyrgðum bæjarins
upp á um 300 milljónir króna yrði
aflétt, viðunandi verð fengist fyrir
hlutabréfin og að verksmiðjan yrði
áfram rekin í bænum. „Ég tel þetta
tilboð vel ásættanlegt og það var
tvímælalaust áhugaverðast af þeim
þremur sem bárust," sagði Jakob,
sem gerði sér vonir um að ef allt
gengið að óskum gæti bæjarstjórn
staðfest söluna á fundi sínum 5.
desember næstkomandi.
%
Vilja sjálfsagt fá sem
mest fyrir bréfin
Sverrir Leósson sagðist hafa lagt
fram alvörutilboð, en það hljóðar
upp á 160 milljónir króna. Eignar-
hluti Akureyrarbæjar í verksmiðj-
unni er 110 milljónir króna að nafn-
verði. „Ég trúi ekki öðru en að
bæjarfulltrúrar hugsi um það fyrst
og síðast að fá sem mest fyrir bréf-
in. Þessu máli er ekki lokið, það á
eftir að afgreiða það í bæjarstjórn
og ef bæjarfulltrúar telja mig ekki
traustsins verðan þá verða þeir að
s'egja mér það,“ sagði Sverrir, sem
taldi tilboð sitt hagstæðara en þau
sem bárust fyrr, en í því fælist
m.a. að létta af ábyrgðum bæjarins
á fyrirtækinu.
Gagnrýnir
vinnubrögðin
Hann gagnrýndi þau vinnubrögð
sem viðhöfð voru í málinu, að að-
eins þremur aðilum var gefinn kost-
ur á að bjóða í hlutabréfin fyrir
ákveðinn tíma. Eðlilegasti fram-
gangsmáti málsins hefði verið sá
að auglýsa bréfin til sölu á almenn-
um markaði og opna þau síðan í
viðurvist þeirra sem buðu. Það sé
venjan í svona málum og þannig
sætu allir við sama borð.
„Mér finnst bæjarstjóri ekki geta
horft fram hjá þessu tilboði okkar
og trúi ekki öðru en hann vilji ræða
það við mig,“ sagði Sverrir.
Jónasar minnst
JÓNASAR Hallgrímssonar var
minnst á afmælisdegi skáldsins
síðastliðið fiinmtudagskvöld
með kvöldvöku í Þelamerkur-
skóla. Hana sóttu um 100
manns.
Nemendur höfðu skreytt skól-
ann með myndefni úr ljóðum
Jónasar. Meðal þeirra sem komu
fram var Erla Rut Gunnarsdóttir
i 2. bekk í Þelamerkuskóla en
hún söng á kvöldvökunni.
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Tónleikar
til styrktar
Flateyr-
inguin
STÓRTÓNLEIKAR til
styrktar Flateyringum verða
haldnir í íþróttahöllinni á
Akureyri á morgun kl. 16.
Um 140 manns stíga á svið
og leggja málefninu lið.
Dagskráin hefst á hug-
vekju sr. Péturs Þórarinsson-
ar. Þá tgkur við Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands, vel
styrkt Qolda hljóðfæraleikara
sem koma víða að. Rannveig
Fríða Bragadóttir óperusöng-
kona syngur og Kór Tónlist-
arskólans á Akureyri.
Einnig koma fram Tryggvi
Hubner, Borgardætur, Ciga-
rettes, Tjarnarkvartettinn,
KK og Pálmi Gunnarsson.
Allir sem að tónleikunum
standa gefa vinnu sína og
ýmis fyrirtæki í bænum hafa
greitt kostnað sem óhjá-
kvæmilegur var, þannig að
hver einasta króna sem kem-
ur inn sem aðgangseyrir skil-
ar sér í söfnunina Samhugur
í verki.
Miðaverðið er 1.000 krónur
og 500 fyrir börn yngri en
12 ára. Þeir sem vinna að
undirbúningi búast við troð-
fullri höll.
NÝ BÓK UM INNHVERFA ÍHUGUN Transcendental Meditation
Vísindin um Veruna
og listin að lifa
eftir Maharishi Mahesh Yogi
■ Komin er út í íslenskri þýðingu hin | málefni og heilbrigði og þá sem stunda ■ Bókin er 320 blaðsíður og prentuð í
sígilda bók Maharishi Mahesh Yogi, Innhverfa íhugun, TM. Hún er grund- ! mjög takmörkuöu upplagi. Tekið er við
Science of Being and Art of Living. vallarrit um einfalda íhugunartækni pöntunum í símum: 562 8485 og
Bókin er fyrir áhugafólk um andleg Maharishi. Útgefandi, Ar-útgáfa. 555 4610, fax: 565 4831. Kvöld: 555 4611.