Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 ERLEINIT MORGUNBLAÐIÐ Reynt að efla sam- stöðuna OSKAR Lafontaine, nýkjörinn leiðtogi flokks þýskra jafnað- armanna (SPD), og fráfarandi formaður, Rudolf Scharping, reyndu í gær að efla samstöðu í flokknum. Var samþykkt óljós málamiðlun þeirra um viðkvæmt deiluefni; framlag Þjóðvetja til friðargæslu í Bos- níu. Stjóm Helmuts Kolils kanslara hyggst bjóða að Tomado-flugvélar og 4.000 manna herlið verði notað við gæsluna. SPD mun sennilega ekki reyna að fella tillöguna á þingi, þrátt fyrir fordæmingu á notkun flugvélanna. Stjómmálaskýrendur í Þýskalandi em margir á því að SPD hafi þurft á nýjum leiðtoga að halda en efast um að friðar- og vinstrisinninn Lafontaine muni endurreisa flokkinn. Ný könnun, eftir að ieiðtogaskiptin urðu kunn, bendir þó til að flokkurinn hafí aukið fylgið úr 28% í 34%. Hægriblaðið Frankfurter AUgemeine Zeitung efaðist um að Þýskaland yrði trúverðugt í vestrænni samvinnu undir forystu Lafontaines vegna þess að skoðanir leiðtogans féllu ekki vel að vestrænum gildum og hagsmunum. Níu fórust en ékki 50 TALSMAÐUR Nigeria Airwa- ys sagði í gær að níu manns hefðu farist er Boeing-vél fé- lagsins hrapaði á mánudag, ekki 50 eins og áður var talið. Mistök hefðu valdið því að hærri talan komst á kreik. Hann sagði að hinir látnu hefðu allir verið Nígeríumenn, ekki væri enn hægt að segja neitt um orsök slyssins. Hús Winnie Mandela und- ir hamarinn? EINN af stærstu bönkum í Suður-Afríku bjó sig undir það á fímmtudag að krefjast eign- amáms í einbýlishúsi Winnie Mandela, eiginkonu Nelsons Mandela forseta en þau em skilin að borði og sæng. Húsið er ríkmannlegt, það var byggt að mestu fyrir söfnunarfé and- stæðinga aðskilnaðarstefn- unnar um allan heim og er í einum dýrasta hluta Soweto, úthverfís Jóhannesarborgar. Frú Mandela skuldar bankan- um sem svarar rúmlega 10 milljónum króna og hefur að sögn talsmanna hans ekki svarað bréfum hans eða til- raunum til samninga. Flótta- mannavandi í Litháen LITHÁAR eiga við vaxandi erfíðleika að etja vegna straums flóttafólks frá ýmsum löndum er vill komast til Norð- urlandanna. Á fímmtudag var 48 manns, Afgönum og Pakistönum, vísað á brott en þeir höfðu komið inn í landið frá Rússlandi. Alls voru um 2.000 ólöglegir innflytjendur handteknir í fyrra. Samningar um frið í Bosníu • « Sleppa stríðs- glæpamenn? BANDARÍKJASTJÓRN viðurkenndi í síðustu viku, að hún hefði ekki látið af hendi við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag allar sannanir, sem hún hefði fyrir fíölda- morðum Bosníu-Serba á múslimum. Telja sumir, að ástæðan sé sú, að henni sé umhugaðra um að koma á friði en leiða meinta stríðsglæpa- menn fyrir rétt. Kom þetta fram í bandaríska dagblaðinu Christian Science Monitor. Bandaríska leyniþjónustan hefur haft undir höndum í tvo mánuði myndir af sex hugsanlegum fjölda- gröfum við bæinn Srebrenica í Bosn- íu án þess þó að láta þær af hendi við stríðsglæpadómstólinn. Segja sumir, að það sýni, að Bandaríkja- stjóm styðji ekki dómstólinn að ná samningum um frið í Bosníu. Grafímar teknar upp? Sumir embættismenn í banda- ríska utanríkisráðuneytinu kenna um tregðu innan leyniþjónustunnar, CIA, en aðrir segja, að verði mynd- imar birtar sé hætta á, að Serbar eigi eitthvað við grafimar. Er það raunar haft eftir heimildum innan CIA, að Serbar séu þegar famir að taka upp eina gröfína. Bandaríkjastjórn hefur nú heitið að hafa fullt samstarf við stríðs- glæpadómstólinn en gagnrýnendur hennar benda á, að í ágústbyijun hafi hún gert mikið úr myndum, sem sýna grimmdarverk Serba við Nova Kasaba, en ekki minnst á Srebrenica í september og október þegar Ric- hard Holbrooke var að koma friðar- samningum af stað. Embættismenn hjá SÞ segja, að myndbirtingin í ágúst hafi verið til að dreifa athyglinni frá innrás Króa- tíuhers í Krajina en þaðan voru hraktir 180.000 Serbar og 60% allra húsa þeirra brennd. Tilboð Milosevic Dómstóllinn krefst þess, að í hugsanlegum samningum um frið verði kveði á um handtöku allra, sem hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi, þar á meðal Ratko Mladic, yfír- manns hers Bosníu-Serba, og Rado- van Karadzic, forseta þeirra. Banda- ríkjastjórn hvetur til, að þessir menn verði sviptir völdum en margir ótt- ast, að hún muni fallast á, að þeir fái hæli í Serbíu. Slobodan Milosevic, forseti Serb- íu, sem fer með umboð fyrir Bosníu- Serba í friðarviðræðunum í Dayton, hefur lagt fram boð um, að þeir Mladic og Karadzic láti af völdum en neitar að afhenda þá stríðsglæpa- dómstólnum. Verði á það fallist ótt- ast margir, að þá verði til lítils að reyna að koma lögum yfir aðra stríðsglæpamenn í Júgóslavíu fyrr- verandi. Reuter Atkvæðaveiðum lokið BARÁTTU Lech Walesa, forseta Póllands, og mótframbjóðanda hans, Aleksanders Kwasniewskis, vegna forsetakosninganna á morgun lauk á hádegi í gær. Lít- ill munur hefur verið á fylgl fram- bjóðendanna, en Walesa var með nauma forystu í tveimur af þrem- ur síðustu skoðanakönnununum. Walesa var sigurviss og kvaðst búast við að fá 53-60% atkvæð- anna en fréttaskýrendur sögðu alls ekki öruggt að hann bæri sig- ur úr býtum. Kwasniewski varð 41 árs í gær og myndin var tekin þegar hann hélt upp á afmælið ásamt stuðn- ingsmönnum. Gífurleg ringulreið ríkir í kjölfar uppreisnar meira en þúsund fanga i Aþenu Reuter Eru með allt fang- elsið á valdi sínu MEIRA en þúsund fangar í fang- elsi í Aþenu hafa gert uppreisn og náð öllum byggingum þess á sitt vald nema aðalskrifstofunni. Upp- reisnin hófst á sjúkrahúsi fangelsis- ins á þriðjudag og fangamir dreifðu lyijum sem þeir fundu þar. Slðan hafa a.m.k. þrír fangar látið lífið eftir að hafa tekið of stóra skammta af lyfjunum. Einn til viðbótar fannst látinn í-gær eftir að fangar höfðu hengt hann og brennt lfk hans. Lögreglan segist hafa séð 10-15 fanga liggjandi á fangelsislóðinni en ekki var vitað hvort þeir voru látnir eða meðvitundarlausir af völdum lyfjaneyslu. Fangarnir hafa gengið berserks- gang í fangelsinu, brotið og braml- að og kveikt í húsgögnum. Alger ringulreið var í fangelsinu, barist var með hnífum og að minnsta kosti 36 fangar höfðu særst. Fangelsið var hannað fyrir 400 fanga en í því eru nú rúmlega 1.500 fangar. Á myndinni eru fangar við glugga aðalskrifstofunnar áður en lögreglan náði henni í gær. Segir kosningaúrslitin í Alsír sigur lýðræðisins Algeirsborg, Paris. Reuter. LIAMINE Zeroual, leiðtogi Alsírs og fyrrverandi hershöfðingi, bar sigurorð af þremur mótfram- þjóðendum sínum í forsetakosningunum á fimmtudag. „Kosningarnar voru sigur fyrir full- veldi þjóðarinnar og hið sanna lýðræði I landinu og áminning til óvina Alsírs heima fyrir og erlend- is,“ sagði hann eftir að úrslitin voru kunngerð. Zeroual fékk 61,34% atkvæðanna og helsti andstæðingur hans, Mahfoud Na'hnah, frambjóð- andi múslimskra heittrúarmanna, fékk rúm 25%. Said Saadi, sem leggst gegn stofnun íslamsks ríkis, fékk 9,29% atkvæða og íslamski mennta- maðurinn Noureddine Boukrouh 3,78%. Ben Mensour innanríkisráðherra tilkynnti þessi úrslit og sagði að kjörsóknin hefði verið rúm 75%. Helsti stjórnarandstöðuflokkurinn sagði hins vegar að kjörsóknin hefði í mesta lagi verið 37%. Talsmaður Nahnahs sagði að úrslitin hefðu verið fólsuð. Um 90 eftirlitsmenn á vegum Araba- bandalagsins og Einingarsamtaka Afríku og sex á vegum Sameinuðu þjóðanna sögðust ánægðir Stjórnarandstaðan segir úrslitin fölsuð með framkvæmd kosninganna. Þeir tjáðu sig þó ekki um kjörsóknina. MikiII öryggisviðbúnaðar var við kjörstaði þar sem óttast var að íslamskir stjórnarandstæðingar fremdu hermdarverk til að hindra kosningamar. Alsírsk stjórnvöld vona að kosningarnar verði til þess að binda enda á borgarastríðið, sem hefur kostað um 50.000 manns lífið frá árinu 1992, þegar herforingjastjómin aflýsti þingkosningum til að koma í veg fyrir að íslamska frelsisfylking- in (FIS) ynni sigur og gæti stofnað Islamskt ríki. Sagði sig úr hernum Talsmaður FIS, sem hafði hvatt Alsírbúa til að mæta ekki á kjörstað, sagði kosningarnar marklausar. Hann sagði að alsírski herinn yrði að fallast á tillögu FIS og fleiri stjórnarandstöðuflokka um hvernig binda ætti enda á stríðið og efna til kosninga. Herinn hafnaði tillögunni. - Andstæðingar sigurvegara kosninganna litu á hann sem fulltrúa gömlu valdastéttar- innar, sem hefur stjórnað land- inu með fulltingi hersins í 30 ár. Á þessum tlma hefur ríkið safnað gífurlegum skuldum þrátt fyrir olíulindir og fátækt aukist. Zeroual kvaðst hins vegar vera óháður hernum og gömlu valdhöfunum. Hann lagði áherslu á að binda þyrfti enda á átökin við herskáa múslima og skera upp herör gegn fátæktinni, atvinnuleys- inu og húsnæðiseklunni sem hafa stuðlað að vin- sældum íslamskra heittrúarmanna meðal lands- manna. Hann kvaðst ætla að koma á sáttum og beita sér fyrir lýðræði I landinu. Liamine Zeroual
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.