Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ I/IKII LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 25 VIIUJ LM MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hefur lungnabólga verið að ganga undanfarið og hver eru einkennin? Svar: Lungnabólga er tiltölulega algengur sjúkdómur en gengur yfirleitt ekki sem farsótt, þó að slíkt hafi þekkst fyrr á tímum. Hins vegar er þetta árstíðabundið m.a. vegna þess að lungnabólga kemur oft í kjölfar kvefs eða in- flúensu sem eru algengust að vetrinum og þá sérstaklega þegar vetur gengur í garð og aftur síðla vetrar. Eins og áður sagði kemur lungnabólga oft í kjölfar kvefs eða inflúensu en það þarf þó ekki að vera, hún er algengari í börnum og öldruðum en í fólki á miðjum aldri. Lungnabólga getur verið af ýmsum gerðum og fara sjúkdóms- einkennin mikið eftir því. Fylgir oft kvefi Lungnabólga getur verið tak- mörkuð við hluta annars lungans eða dreifð um bæði lungun út frá berkjunum, eins getur hún orsak- ast af nokkrum mismunandi tegundum baktería eða (sjaldnar) af veirum. Algengustu einkenni lungnabólgu eru sótthiti, hósti og mæði eða andnauð. Eins og við ýmsar aðrar sýkingar fá einnig margir frunsur. Þessi einkenni koma stundum á fáeinum klukkustundum en það getur líka tekið nokkra daga. I sumum tilvikum er sótthitinn mjög hár en líkamshitinn getur líka verið eðlilegur. Hóstinn er oft þurr í byrjun en síðan kemur upp- gangur sem venjulega er gul- grænn.eða jafnvel rauðbrúnn (blóð). Sumir sjúklingar fá tak í síðuna og aðrir verða stífir eða fá jafnvel ki'ampa. • Lesendur Morgunbluðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjartn og er tekið á móti spurningum á virkum dögum á milli klukkan 10 og 12 í símum 5691224 og 5691229 blettír HJÁ Vegagerðinni þekkja menn það vandamál sem jarðvegsröskun á álagablettum hefur í för með sér og reynslan hefur kennt mönnum þar á bæ að fara varlega í þeim efnum. Tvö nærtæk dæmi eru í ná- grenni höfuðborgarinnar, við Álf- hólsveg í Kópavogi og Vestur- landsveg í Grafarholti. í Kópavogi fundu menn þá lausn að þrengja akbrautina þannig að tvær akreinar renna saman í eina framhjá álfabyggðinni og hraða- hindrun'sett til að raska ekki um of ró íbúa klettanna. Þegar Vestur- landsvegur var lagður fyrir mörg- um árum gripu menn hins vegar til þess ráðs að flytja álfasteininn til, með jarðvegi og öllu saman og þess vandlega gætt að hann yrði fyrir sem minnstu hnjaski. Hann stendur nú afgirtur utan vegar, klofinn að vísu, og samkvæmt heimildum inn- an Vegagerðarinnar eru líkur til að flytja verði hann á ný, þegar Vesturlandsvegur verður breikk- aður. Davíðs ALKUNN er sú sérviska margra stangveiðimanna að klæðast sérstökum fatnaði og/eða höfuðbúnaði í þeirri trú að þá véiðist betur. Davíð Odds- son forsætisráðherra klæðist alltaf sömu peysunni við veiðarn- ar, en peysuna j)rjónaði kona hans, Ástríður, og gaf bónda sínum fyrir mörgum árum. Davíð kvaðst ekki beinlínis trúa því að hann veiddi betur í peys- unni. „En maður verður að hafa einhverjar tiktúrur og sérvisku i kringum veiðarnar og ég klæðist alltaf minni peysu og er ber- höfðaður,” sagði forsætisráð- heira. Fáðu þér miða fyrir kl. 20.2o í kvöld. -vertu viðbúinov vinningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.