Morgunblaðið - 24.11.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 24.11.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUUAGUR 24. NÓVEMBER 1995 13 Rúmlega þrjátíu Islendingar að störfum í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu Aldrei verið fleiri við störf AÐ MINNSTA kosti 31 íslendingur er nú við störf í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu um lengri og skemmri tíma, og hafa þeir aldrei verið fleiri samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Islendingarnir eru við margvísleg störf og á vegum nokkurra aðila, eftir því sem næst verður komist. Þannig eru 26 íslendingar að störf- um fyrir Sameinuðu þjóðirnar þar, samkvæmt upplýsingum frá Stein- ari B. Björnssyni, framkvæmda- stjóra hjá friðargæsluliði SÞ, flestir sem bílstjórar fyrir undirverktaka SÞ og stjórnendur þungavinnu- tækja en einnig eru þar verkstjór- ar, rafvirkjar, símamenn, útvarps- virkjar o.fl. Á vegum Rauða krossins eru þrír sendifulltrúar að störfum í ríkj- um fyrrverandi Júgóslavíu og einn læknir starfar í heilsugæslusveit Norðmanna á vegum utanríkisráðu- neytisins, auk þess sem Ríkisút- varpið hefur á sínum snærum fréttaritara sem er á nokkurra mánaða ferðalagi um þetta svæði. íslendingarnir starfa víða eins og áður sagði, meðal annars í Sarajevo, Split, Zagreb, Pleso, Mostar og Topusko. Töluvert um fyrirspurnir Guðni Bragason, sendiráðunaut- ur hjá utanríkisráðuneytinu, segir töluvert um að fólk snúi sér til ráðu- neytisins með fyrirspurnir um hvort það geti haft milligöngu um að út- vega störf á þessu svæði. „Þrátt fyrir að þarna sé mikill ófriður virð- ist það ekki fæla fólk frá því að leita eftir störfum. Það eina sem við getum hins vegar gert í þessu sambandi er að benda fólki á um- sóknareyðublöð um störf hjá SÞ, sem það getur fyllt hér út og sent til starfsmannaskrifstofu SÞ í New York,“ segir Guðni. Hann kveðst telja að ekki hafi fyrr verið fleiri íslendingar við störf í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu. Guðni segir að ráðuneytið hafi í fyrra gert samning við norska varn- armálaráðuneytið um að íslending- ar kæmu til starfa í heilsugæslu- sveitir Norðmanna í Tuzla. Þá hafi tveir læknar og einn hjúkrunar- fræðingar farið þangað til starfa og dvalist í um hálft ár. „Síðan var ákveðið að halda þessu áfram og fyrir nokkrum vik- um fór læknir á okkar vegum ytra, FYRRUM JUGOSLAVIA eftir þjálfun í Noregi. Tveir hjúkr- unarfræðingar voru síðan sendir fyrir skömmu til þjálfunar í Nor- egi, en þeir eru komnir aftur til íslands og halda ekki út fyrr en á næsta ári,“ segir Guðni. Tillaga um einkavæðingu fríhafnarinnar HÖRÐ orðaskipti urðu milli Hall- dórs Blöndals samgönguráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar, þingmanns Alþýðuflokks í Reykja- vík, í fyrstu umræðu um þingsálykt- unartillögu um að gera einstakling- um og fyrirtækjum kleift að reka tollfrjálsar vérslanir fyrir ferða- menn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Alþingi á miðvikudag. Ályktunartillagan kveður einnig á um það að ,jafnframt dragi hið opinbera sig út úr rekstri toll- frjálsra verslana" í Leifsstöð. Guð- mundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavík og annar flytjenda tillögunnar, sagði „óeðlilegt" að ríkið „sinnti þessari starfsemi“. Margir voru sammála um að leyfa mætti fleirum verslun- arrekstur í flugstöðinni, en lagður var vari við að ríkið legði niður verslun þar. Guðmundur sagði að ekki þyrfti lagabreytingu til að heimila breyt- ingu af þessu tagi vegna þess að samkvæmt lögum væri „ríkisstjórn- inni heimilt að reka eða leyfa rekst- ur verslana með tollí'rjálsri vöru“ á flugvöllum hérlendis handa farþeg- um í utanlandsflugi. Guðmundur sagði að hagnaður fríverslunarinn- ar væri tæpir tveir milljarðar og þangað hefðu komið 840 þúsund ferðamenn á síðasta ári. Einkavæðing Kastrup Máli sínu til stuðnings benti Guð- mundur á að Kastrup flugvöllur í Danmörku hefði verið einkavæddur á tímum Persaflóastríðsins þegar óvissa og samdráttur ríkti í far- þegaflugi. Engu að síður hefði tek- ist vel til. Steingrímur J. Sigfússon þing- maður Alþýðubandalags í Norður- landi eystra svaraði því til að Kast- rup væri stór flugvöllur, sem sinnti flugumferð á stóru svæði, og því alls ekki sambærilegur við Leifsstöð. Steingrímur lagði til að frum- varpið yrði víkkað út og tæki til allsheijar endurskoðunar rekstrar Leifsstöðvar. „Tillaga marklaus" Fjárhagsvandi Leifsstöðvar flétt- aðist inn í umræðuna og kom þá til snarpra orðaskipta milli Halldórs Blöndals og Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Umræða um tillöguna breytti um stefnu þegar Jón Baldvin, fyrrum utanríkisráðherra, tók til máls og gagnrýndi flutningsmenn fyrir að „skora á fjármálaráðherra að gera breytingar á rekstri, sem hann hef- ur ekkert með að gera“. „Er þetta ekki alvörumál?" spurði Jón Bald- vin. „Hvað á þetta að þýða?“ Þingmaðurinn sagði að fjárhags- vandinn væri aðalvandi Leifsstöðv- ar og „út í hött að flytja tillögur um breytingar á rekstrarformi áður en fjárhagsvandi hefur verið leyst- ur“. Jón Baldvin sagði að í fjárhags- vanda flugstöðvarbyggingarinnar hefði strandað á Halldóri Blöndal samgönguráðherra. Hann hefði fimm sinnum lagt fram tillögur þegar hann var utanríkisráðherra og í hvert einasta skipti hefði sam- gönguráðherra beitt neitunarvaldi. Halldór svaraði því til að ekki hefði verið fallist á tillögur Jóns Baldvins vegna þess að þær hefðu ekki verið raunhæfar. Mál flug- stöðvarinnar hefðu verið á hans könnu þegar hann var utanríkisráð- herra. „Hann skildi við þessi mál í óreiðu þegar hann lét af embætti og getur því engum um kennt nema sjálfum sér,“ sagði Halldór um fyrr- verandi samráðherra sinn. Þakkarávarp Öllum œttingjum mínum og vinum, nœr ogjjœr, þakka ég símtöl, skeyti, blóm og aðrar góðar gjafir og heimsóknir á 70 ára afmœli mínu 12. nóvember síðastliÖinn. Sonum mínum og tengdadœtrum, barnabörn- um og barnabarnabörnum, sem öll hjálpuÖust aÖ við að gera daginn sem glœsilegastan, þakka ég af heilum hug. ÞjóÖdansafélagi Reykjavíkur þakka ég afnot og alla aöstööu á sal þeirra í Álfabakka 14a. GuÖ veri með ykkur öllum. Steinunn Sigurgeirsdóttir, Eyjabakka 6, Reykjavík. □yponix 1 V 1 9 \F 9 %ÓO% -9 cxecx E/FOnixB H^onixE 1 V 1 AFMÆLISTILBOÐINOVEMBER Drjúgur afsláttur, allt að 15% á stórum- og 30% á smærri tækjum. 9 9 36Ö9 5 5 E/FOnixE cf ASKO ÞVOTTAVÉLAR-ÞURRKARAR- UPPÞVOTTAVÉLAR KÆLISKAPAR-FRYSTISKAPAR-FRYSTIKISTUR NILFISK NÝ NILFISK FYRIR NÚTÍMAHEIMILI 5-10% $ifs)Mtur ÞÚ ÞARFT EKKI KASKO EF ÞÚ KAUPIR ASKO! - því Asko er trygging þín fyrir hámarks árangri og sannkallaðri maraþonendingu. Nú er lag að fá sér sænskt hágæðatæki frá Asko - með verulegum afslætti. ASKO þvottavélar frá 69.990,- ASKO tauþurrkarar frá 59.990,- ASKO uppþvottavélar frá 49.990,- f-15% AfslÁttvtr Dönsku GRAM kæliskáparnir eru rómaðir fyrir glæsileika, hagkvæmni, styrk og endingu. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Einnig 8 stærðir frystiskápa og 4 stærðir af frystikistum. Verðdæmi: GRAM KF-355E kæliskápur með 272 I. kæli og 62 I. frysti. HxBxD=174,2 x 59,5 x 60,1 cm. Áður kr. 79.990,- Nú aðeins 69.990,- 3ja ára ábyrgð OMENGUÐ GÆÐI 5-10% AfslÁttvir Allir vildu Lilju kveðið hafa, en það er aðeins ein Nilfisk! Þær eru nú reyndar þrjár, hver annari betri. En hvað veldur, að allir vilja eignast Nilfisk? Er það útlitið, krafturinn, tandurhreina útblástursloftið eða þessi magnaða ending? Kannski alit þetta og ennþá fleira. Nú bjóðum við nýja Nilfisk á tilboðsverði, frá kr. 19.990,- INNBYGGINGAROFNAR OG -HELLUR ORBYLGJUOFNAR MEÐ MEIRU BORÐOFNAR FYRIR SÆLKERA 10-15% AfslÁttur Margar gerðir og litir af ofnum til innbyggingar, með eða án blásturs, á verði frá 24.800,-. Helluborð með 2 eða 4 hellum, bæði „venjuleg" og keramik. Einnig gas-helluborð. Frístæðar eldavélar frá 39.900,- 10-15% AfslÁttur 7 gerðir: Val um ofna m/örbylgjum ein- göngu, örbylgjum og grillelementi eða örbylgjum, grilli og blæstri. Verðdæmi: 18 1. 800W örbylgjuofn 16.990,- 27 I. 900W örbylgjuofn 21.990,- 17 I. 800W örb. + grill 21.990,- 27 I. 850W örb. + grill + bl.38.900,- § O.ERRE LOFTRÆSTING EROKKARFAG! FqI 1—1 10-20% Afsláttur 15 gerðir og litir: Venjulegar, hálfinnbyggðar, m/útdregnum glerhjálmi, hálfháf- formaðar eða til innbyggingar í háf. Verð frá aðeins kr. 6.990,- Mikið úrval af loftræstiviftum fyrir hvers konar húsnæði, til heimilisnota eða í atvinnuhúsnæði. Gott loft skapar vellíðan og eykur afköst. Ef þú þarft að loftræsta, komdu þá til okkar. Já, við erum í afmælisskapi um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magnafsláttur, Euro- og Visa-raðgreiðslur til allt að 36 mán., án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING og við FJARLÆG|UM GAMLA TÆKIÐ þér að kostnaðarlausu - um ieið og við komum með það nýja - glæsilegt, notadrjúgt og , .... . sparneytið - og nú á afmælisverði. || HI Fj mánud.-tÖStúd. 9-1 8 Veikomin í Fonix IU laugardaga 10-16 - heitt á könnunm og is tyrir bormn. u u 10-15% AfslÁttur Þeir eru notadrjúgir litlu borðofnarnir frá DéLonghi. : Þú getur steikt, bakað og grillað að vild á styttri tíma og með mun minni orkunotkun en í stórum ofnum eða eldavélinni. 7 gerðir: 8 lítra, 13 lítra eða 28 lítra. Verð frá aðeins 9.990,- LITLU TÆKIN Á LÁGA VERÐINU 10-30% Afsláttur Ávaxtapressur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðarar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hnífabrýni, hrærivélar, hraðsuðukönnur, mat- vinnsluvélar, mínútugrill, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssugur, safapressur, straujárn - og ótal margt fleira. Sextug og síung.... /rOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.