Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikill samdráttur varð í vöminnflutningi landsmanna í októbermánuði Vöruskiptin í árjafn hagstæð og á síðasta ári LANDSMENN fluttu út vörur fyrir 94.4 milljarða króna fyrstu tíu mán- uði ársins, en inn fyrir 79,9 milljarða fob. Um 14,5 milljarða afgangur varð því á vöruviðskiptunum við út- lönd sem er sama niðurstaða og varð á þessu tímabili í fyrra, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Mikil umskipti til hins betra hafa því orðið í október á þróun vöru- skiptajafnaðarins sem vegur að fullu upp á móti þeirri óhagstæðu þróun sem varð fyrstu níu mánuðina. Þann- ig voru í októbermánuði fluttar út vörur fyrir 8,8 milljarða og inn fyrir 7,2 milljarða fob og voru vöruskiptin því hagstæð um 1,6 milljarða. Vöru- skiptin voru hins vegar óhagstæð um 1,9 milljarða í október í fyrra. Á þessu eru nokkrar sértækar skýringar og vegur þungt að nú í október voru engin skip flutt inn meðan sá innflutningur nam tæplega 1,7 milljörðum í sama mánuði fyrra. Sömuleiðis var aðeins flutt inn olía fyrir um 240 milljónir nú en tæpa 1.4 milljarða í fyrra. Að frátalinni sérstakri fjárfestingarvöru dróst al- mennur innflutningur þó einnig mik- ið saman eða um tæplega 18%. Fyrstu tíu mánuðina var verð- mæti vöruinnflutnings um 5% meira en á sama tíma í fyrra. Þar af jókst innflutningur á mat- og'drykkjar- vöru um 8%, fólksbílainnflutningur jókst um 28%, innflutningur annarr- ar neysluvöru var 2% meiri og inn- flutningur annarrar vöru jókst um 9%. Verðmæti vöruútflutnings var á heildina litið 4% meira fyrstu tíu mánuðina á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Þegar litið er á ein- staka liði vöruútflutnings kemur í ljós að verðmæti sjávarafurða dregst saman um 2% meðan verðmæti áls eykst um 14% en verðmæti kísiijárns var rúmlega fjórðungi meira. Vísbending um betri viðskiptajöfnuð Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir ekki rétt að draga of miklar ályktanir af tölum fyrir október vegna þeirra miklu breytinga sem verða á innflutningi skipa og olíu. „Hins vegar er talna- efnið bæði fyrir fyrstu þijá ársfjórð- ungana og þetta efni vísbendingar um það að viðskiptajöfnuðurinn kunni að verða nokkru betri en^við gerðum ráð fyrir í þjóðhagsáætiun. Það er mjög óvarlegt að draga þær ályktanir að viðskiptajöfnuðurinn kunni að verða hagstæðari en í fyrra.“ \IAQI IOICIDT VVnUwWlr I' VIÐ ÚTLÖND Verðmæti vöruút- og innflutnin< jan.- okt. 1994 og 1995 (fob virði í milljónum króna) 1994 jan.-okt. 1995 jan.-okt. breyting á föstu gengi’ Útflutningur alls (fob) 90.861,8 94.393,4 4,0 Sjávarafurðir 70.887,7 69.425,1 -2,0 AÍ 8.760,9 9.970,5 13,9 : Kísiljárn 1.919,5 2.454,4 28,0 Skip og flugvélar 993,9 2.350,4 1 Annað 8.299,8 10.193,0 22,9 Innflutningur alls (fob) 76.326,3 79.905,9 4,8 Sérstakar fjárfestingarvörur 3.758,6 2,127,0 . Skip 3.610,8 1.351,6 Flugvélar 105,3 728,5 Landsvirkjun 42,5 46,9 Titstóriðju 4.535,6 5.391,3 19,0 íslenska álfélagið 4.032,7 4.799,8 19,1 l'slenska járnblendifélagið 502,9 591,5 17,7 Almennur innflutninqur ' 68 032,1 72.387,6 6,5 Olía 6.061,7 5.645,4 -6,8 Matvörur og drykkjarvörur 7.594,9 8.190.1 7,9 Fólksbílar 2.882,8 3.691,8 28,2 Aðrar neysluvörur 16.158,3 16.411,0 1,7 Annað 35.334,4 38.449,3 8,9 VöruskÍDtajöfnuður 14.535.5 14.487,5 Án viðskipta íslenska álfélagsins 9.807,3 9.316,8 , Án viðskipta íslenska álfélagsins, * íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 11.155,4 7.230,5 * Miðað er við meðalgengi á vöaiviðskiptavog; á þann mællwarða var meðalverð erlends gjaldeyria óbreytt í januar-október 1995 frá sama thia árið áður. Hémild: HÁGSTOFA ÍSLANDS Landsbréf stofna pen- ingamark- aðssjóð LANDSBRÉF hf. hafa sett á stofn svokallaðan peningamarkaðssjóð sem fengið hefur heitið Peninga- bréf. Hér er um að ræða skamm- tímasjóð sem fjárfestir einungis í traustustu tegundum verðbréfa á markaðnum, einkum skammtíma- bréfum ríkissjóðs og bankastofn- ana. Meðalbinditími eigna sjóðsins er mjög stuttur þannig að sjóður- inn er ekki næmur fyrir vaxta- breytingum og stöðugleiki næst í ávöxtun, að því er segir í frétt. Peningabréf eru laus til útborg- unar án kostnaðar þegar 10 dagar eru liðnir frá kaupum. Hægt er að leysa út bréfin hvenær sem er eftir þann tíma með einu símtali. Peningabréf henta t.d. fyrir- tækjum, sveitarfélögum, trygg- ingafélögum og einstaklingum sem vilja festa fé til skamms tíma. Landsbréf benda á að erlendis hafi slíkir sjóðir verið vinsælasti farvegurinn fyrir sparnað sem ekki hefur verið hægt að binda beint í ákveðnum skammtímaverð- bréfum. Hér á landi hafi hins vegar ekki verið til hentug form á verðbréfa- markaði fyrir aðila sem hafa viljað festa fé á öruggan hátt í skamman tíma, þ.e. 10-45 daga. Bankavíxl- ar fáist skemmst til 45 daga en 90 daga ríkisvíxlar fáist í útboðum Lánasýslu ríkisins. Nýjung í umbúðaprentun hjá Plastos PLASTOS hf. býður nú upp á nýjung í umbúða- prentun hér á landi, svonefnda Iameringu eða prentun á milli laga. Samkvæmt því sem fram kemur í fréttatiikynningu frá fyrirtækinu er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á þennan möguleika hér á landi. Með prentun á milli laga verður áferð umbúð- anna dýpri og glansmeiri en umbúðir sem prentað- ar eru með hefðbundnum hætti, að því er segir í fréttatilkynningunni. Þessi áferð er sögð auka gæðaímynd matvöru og sælgætis. Vélin, sem notuð verður til þessarar framleiðslu, er væntanleg til landsins í næsta mánuði, en í tilefni þessarar nýj- ungar mun Plastos halda sýningu á lofttæmipökk- unarvélum laugardaginn 25. nóvember í húsakynn- um sínum að Krókhálsi 6. Sýningin er fyrst og fremst ætluð fagfólki og framleiðendum matvöru og stendur hún frá kl. 10-16. RANNÍS / Rannsóknarráð Islands auglýsir styrki úr eftirfarandi sjóðum með umsóknarfrest til 15. janúar 1996: * Vísindasjóður hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknlr. * Tæknisjóður hefur það hlutverk að styðja nýsköpun í íslensku atvinnulífi með því efla tækniþekkingu, rannsóknir og þróunarstarf. Umsækjendur geta verið; v * Vísindamenn og sérfræðingar. * Háskóiastofnanir og aðrar vísinda- og rannsóknastofnanir. * Fyrirtæki, einstaklingar og samtök er hyggjast vinna að rannsóknum og nýsköpun. Veittir eru þrenns konar styrkir úr ofangreindum sjóðum sem hér segir: (1) „Verkefnastyrkir“ til fræðilegra og hagnýtra verkefna. Miðað er við að upphæð styrkia geti numið allt að 5.000 þúskr. (2) „Forverkefna- og kynningarstyrkir“ (umsóknarfrestur er opinn) * til undirbúnings til stærri rannsókna- og þróunarverkefna, allt að 600 þús kr. * til að fylgja eftir og koma framfæri niðurstöðum verkefna sem lokið er * styrkir til undirbúnings umsókna í 4. Rammaáætlun . Evrópusambandsins, allt að 300 þús kr. (3) „Starfsstyrkir“ Veittar verða tvær tegundir starfsstyrkja: * Rannsóknastöðustyrkir" eru veittir úr Vísindasjóði tii t tíma- bundinna starfa vísindamanna, er nýlega hafa lokið doktorsprófi eða hlotið samsvarandj menntun við viðurkennda háskóla. Styrkir eru veittir til allt að 3ja ára til starfa við innlenda stofnun og nema launum sérfræðings. * „Tæknimenn í fyrirtæki“ er heiti styrkja sem veittir eru úr Tæknisjóði til fyrirtækja í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða tæknimenntað fólk til starfa. Styrkir eru veittir til allt að 3ja ára og nema hálfum launakostnaði sérfræðings. Matsforsendur Vísindasjóður: Mat á umsóknum til Vfsindasjóðs skal fyrst og fremst byg- gja á eftirfarandi: * Vísindalcgu gildi viðfangscfnisins. Hæfni umsækjenda til að leysa verkefniO samkvæmt mati á menntun þeirra, reynslu og árangri. * Raunhæfri verk- og kostnaðaráætlun. * AöstöOu unisækjenda til aö ná settu niurki. Að auki leggur Rannsóknarráð fslands áherslu á að verkefni stuðli að aukinni santvirkni og leiöi þannig til etlingar vísindastarfsemi á viökomandi sviði hcr á landi. Ennfremur njóta þau verkefni forgangs að öðru jöfnu, sem beinast að viðfangsefnum þar sem líklegt er aö Islendingar getið náö góðum árangri. Tæknisjóður; Mat á umsóknum til Tæknisjóös skal fyrst og fremsl bygg- ja á eftirfarandi: * Vísindalegu eða tæknilegu nýnæmi. * Hagnýtu gildi viðfangscfnisins fyrir íslenskt atvinnu- líf. * Hæfni umsækjenda til aö leysa verkefniö samkvæmt- mati á mcnntun þeirra, rcynslu og árangri. * Raunhæfri verk- og kosnaöaráætlun. * Aöstööu uinsækjenda til aö ná settu marki. Eyðublöö og leiðbeiningar (einnig á tölvudisklingi) verða tilbúin 27. nóv. nk. og skal sækja til Rannsóknarráös íslands, Laugavcgi 13, sími 562 1320, fax 5529814. Reglugerð um virðisaukaskatt breytt í samræmi við álit Samkeppnisráðs Braut í hága við samkeppnislög FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur breytt ákvæðum reglugerðar nr. 248/1990 í samræmi við álit sem Samkeppnisráð sendi nýlega frá sér. 1 áliti Samkeppnisráðs voru ákvæði 5.tl. 12.gr. reglugerðarinn- ar talin stangast á við samkeppnis- lög þar sem þau mismunuðu mönn- um á grundvelli menntunar. Samkvæmt fyrrnefndu ákvæði gátu opinberar stofnanir fengið virðisaukaskatt af aðkeyptri sér- fræðiþjónustu endurgreiddan, ef viðkomandi sérfræðingur hafði há- skólapróf eða sambærilegt lang- skólanám að baki. Á grundvelii þessa ákvæðis synjaði Ríkisskatt- sjóri Hafnarfjarðarbæ um endur- greiðslu á virðisaukaskatti af þjón- ustu sem bærinn hafði keypt af Rafni Guðmundssyni þar sem hann uppfyllti ekki áðurnefnd ski- lyðri. Rafn hafði hins vegar að baki um 20 ára reynslu í hugbúnaðar- gerð, og sætti sig ekki við þessi málalok. Hann taldi að með þessari synjun væri verið að draga úr sam- keppnishæfni hans á þessu sviði. Eftir að hafa árangurslaust leitað BARNAHLJÓMLISTINA færð þú hjá okkur ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 -S. 551 2136 eftir leiðréttingu sendi hann erindi sitt til Samkeppnisráðs. Samkeppnisráð skilaði áliti um málið þann 26. október síðastliðinn. í álitinu kemur fram að ráðið telji l þessi ákvæði skaða samkeppnis- stöðu sérfræðinga sem almennt þjóni viðskiptalífinu en hafi ekki háskólamenntun eða sambærilega menntun. Þar segir ennfremur: „Það er mat "Samkeppnisráðs að orðalag og túlkun skattayfirvalda á ákvæði 5.tl. 12.gr. reglugerðar um virðisaukaskatt hindri og takmarki frelsi í atvinnurekstri og aðgang nýrra keppinauta að markaðnum og stríði gegn markmiði sam- keppnislaga um að efla virka sam- keppni í viðskiptum." Breyting sú sem ijármálaráðu- I neytið hefur nú gert felur í sér að heimilt verður að endurgreiða opin- berum stofnunum virðisaukaskatt vegna þjónustu sérfræðinga sem hafa að baki háskólanám eða sam- bærilegt langskólanám, eða starfa á sama sviði og þeir aðilar sem hafa lokið þessu námi og bjóða upp : á sambærilega þjónustu. í fréttatil- I kynningu frá ráðuneytinu segir að með þessari breytingu sé tryggt að sérfræðingum verði ekki mismunað á grundvelii menntunar og fratn- vegis verði það sérfræðiþjónustan sem slík sem ráði við túlkun ákvæð- isins. píiOTgimliIteliiíi -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.