Morgunblaðið - 24.11.1995, Page 36

Morgunblaðið - 24.11.1995, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VILHELMINA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR d. 1979. Hinn 17. desember 1921 gift- ist Vilhelmína Jóni Jónssyni húsasmíðameistara, f. 24. ágúst 1896. Foreldrar hans voru Jón Arnason frá Sjöundaá á Rauð- asandi og Olína Benónýsdóttir frá Breiðuvík í Rauðasands- hreppi. Vilhelmína og Jón eign- uðust fimm börn: 1) Sigríður, f. 15. maí 1922. Hún giftist Jóni Daníelssyni, f. 1920, d. 1947. Dóttir þeirra er Sigrún Jóna, búsett í Danmörku. Síðar giftist hún Guðjóni Pálssyni, f. 3. des- ember 1925. Börn þeirra eru: Stefán Þórður, f. 1955, Ása Hildur, f. 1957, Vilhjálmur Jón, f. 1959, og Páll, f. 1962. 2) Guðmund- ur Kristján, f. 17. febrúar 1924, d. 1986. Eftirlifandi maki hans er Ingi- björg Jóna Jóns- dóttir, f. 14. apríl 1923. Börn þeirra eru Vildís, f. 1954, Jón Ingi, f. 1957, og Guðrún Elísabet, f. 1964. 3) Ólína Jó- hanna, f. 1926. Hún dó á fyrsta aldurs- ári. 4) Ólafur Jó- hann, f. 9. október 1928. Hann kvæntist Ingibjörgu Þórðardóttur, en þau slitu sam- vistum 1985. Börn þeirra eru Þóra, f. 1947, Gylfi, f. 1955, Vala, f. 1962, Kristján, f. 1964, og Jón ívar, f. 1970. 5) Hanna, f. 6. júní 1931, d. 3. september 1995, maki Guðbjartur Har- aldsson, f. 5. september 1930. Börn þeirra eru: Vilhjálmur Jón, f. 1948, Haraldur, f. 1949, Jóhann Grétar, f. 1951, Jóhann- es Þór, f. 1953, Hafsteinn, f. 1956, Þorfinnur Þráinn, f. 1959, og Hanna Björt, f. 1961. Jarðarför Vilhelmínu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. + Vilhelmína Sig- ríður Kristjáns- dóttir var fædd á Þinghóli í Mjóafirði 22. júní 1900. Hún lést í Landspítalan- um 15. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristján Ólafsson V frá Lónshúsum í Garði og Guðrún Magnúsdóttir frá Akranesi. Systir hennar var Mar- grét Kristjánsdótt- ir, f. 24. ágúst 1897, MIG LANGAR til að minnast ömmu minnar, Vilhelmínu Kristjánsdóttur, vegna þess að mér fannst hún að mörgu leyti óvenjuleg og merk kona. Þó að hún eins og flestar konur á hennar aldri helgaði líf sitt að mestu fjölskyldu sinni og heimili var hún óvenjuleg að því leyti hve ung hún var í anda fram á síðustu æviár, framfarasinnuð, glögg- skyggn á menn og málefni og fylgd- ist vel með þjóðmálum og fréttum almennt. Ennfremur var hún óvenju sjálfstæð og sjálfbjarga og bjó ein sl. 25 ár þar til þremur vikum fyrir andlátið. Vilhelmína var ættuð af Suður- landi. Móðurforeldrar hennar voru búsettir á Akranesi. Guðrún Magn- úsdóttir móðir hennar flutti að heiman 18 ára eftir dauða móður sinnar. Föðurforeldrar hennar bjuggu í Lónshúsum í Garði. Faðir henriar, Kristján Ólafsson, var sjó- maður eins og faðir hans og Sigurð- ur yngri bróðir hans. Þeir fluttu báðir til Mjóafjarðar, sem þá var byggð í vexti með góða atvinnu- möguleika og var Kristján formaður á báti, sem hann átti hlut í. Þeir fórust báðir á sjó með árs millibili 1911 og 1912. Eftir lát föður síns fluttist Vil- helmína ásamt móður sinni og syst- ur til Reykjavíkur, þar sem þær bjuggu við heldur kröpp kjör. Eftir það fylgdust Guðrún og Vilhelmína að mestu að, þar til Guðrún flutti á Elliheimilið Grund 1933, þar sem hún lést 1937. Vilhelmínu gekk vel í skóla og stóð hugur hennar til frekara náms eftir barnaskóla. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í einn vetur en varð að hætta námi vegna fjár- skorts á öðru ári. Hún fór snemma að vinna fyrir sér við húshjálp, fisk- vinnslu og störf á veitingahúsum. Þótti hún dugleg til allra verka. Sjálf kvaðst hún hafa þótt full orð- hvöss og jafnvel frek ef henni fannst hún órétti beitt eða á hlut hennar gengið. Seinna kvaðst hún Faðir okkar, + DANÍELÁ. DANÍELSSON fyrrv. héraðslæknir á Dalvík, er látinn. Bjarni Daníelsson, Friðrik Danfelsson, Guðný Daníelsdóttir, Hörður Daníelsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, LEIFUR TÓMASSON, Vestursíðu 38, Akureyri, andaftist ( Fjórftungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Erla Elísdóttir, Tómas Leifsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Þóra Leifsdóttir, Sigurður Vigfússon, Ottó Leifsson, Margrét Hallgrimsdóttir, Guðrún Bjarney Leifsdóttir, Sigurjón Magnússon, Nanna Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson og barnabörn, Tómas Steingrimsson, Ragna Petersen, Erik Petersen. hafa lært að temja skap sitt betur. Á Álafossi kynntist hún Jóni Jónssyni byggingameistara, sem vann þar við smíðar. Giftust þau og hófu búskap í Reykjavík 1921 með næstum tvær hendur tómar. Jón gerðist fljótlega allumsvifamik- ill og byggði um sextíu hús næstu tíu árin, flest í Vesturbænum. Græddist þeim fljótt fé og héldu stórt heimili með miklum myndar- brag á Bárugötu 34. Þau eignuðust fimm börn og eru þijú þeirra látin. Eftir lifa Sigríður, f. 1922 og Ólafur Jóhann f. 1928. Barnabörn Vilhelmínu eru nú 20 að tölu, barnabarnabörn 43 og barnabarnabarnabörn fimm. Þegar hér var komið sögu var 1 ítið byggt í Reykjavík og húsasmíð- ar nær óarðbærar vegna sam- keppni. Tók Jón þá til þess ráðs að flytja ísaðan fisk til Englands með leiguskipi en afli var tregur og gekk stundum illa að fylla skip- ið og endaði þessi tilraun með því að þau misstu allar sínar eigur og fluttu blásnauð til Flateyrar við Önundarfjörð 1933 og bjuggu þar í áratug. Hljóta þetta að hafa verið erfiðir tímar en aldrei mun Vilhelmína hafa kvartað eða álasað eiginmanni sínum fyrir hvernig komið var. Húsnæðislaus voru þau en fengu inni í skólahúsinu til bráðabirgða ásamt nema Jóns, aðstoðarmanni og tveimur þjónustustúlkum. Húsi var komið upp á þremur vikum og hófst Jón fljótlega handa við bygg- ingar á staðnum og keypti gamalt timburhús rétt við bryggjusporðinn Að sögn kunnugra höfðu þau ekki búið þar lengi þar til heimili þeirra var orðið nokkurs konar miðstöð og gistihús á Flateyri. Bátaformenn á staðnum slettu gjarnan soðningu í vaskinn og settust til borðs og ræddu aflabrögð, atvinnumál og landsins gagn og nauðsynjar. Sí- fellt jukust umsvif Jóns og hann tók að sér verkefni á flestum Vestfjörð- um. Allir þekktu Jón á öllum Ijörð- unum og Villu konuna hans. Aldrei kom svo farþegaskip að ekki kæmu fleiri eða færri gestir í land til að leita frétta og ræða málin og ekki síður þótt Jón væri fjarstaddur sem oft var tilfellið. Vilhelmína gerði sér far um að aðlagast kringumstæðum, siðum og venjum á staðnum. „Borgarbarnið“ tók að stunda garðrækt með mynd- arskap, lærði að spinna á rokk, prjónaði sokka og peysur og brá sér á vefnaðarnámskeið. Hún söng í kór, var í stjórn kven- félagsins og var einn af stofnendum Slysavarnafélagins. Hún átti einnig hugmyndina að því að nýta kæli- vatnið af frystivélunum á staðnum til að hita upp sundlaug, hugmynd sem Jón greip náttúrlega á lofti og byggði á eigin kostnað því ekki þótti þeim gott að sjómenn væru ósyndir. Að sögn naut Vilhelmína yfirleitt virðingar þeirra sem hún kynntist og aldrei blandaði hún sér í deilur út af eiginmanni sínum sem oft var umdeildur eins og títt er um at- hafnamenn og frumkvöðla. Alltaf ræddi Jón um allar sínar fram- kvæmdir við konu sína. Ekki voru þau alltaf sammála en ekki svo að það spillti samstöðu þeirra. Vel hélst Vilhelmínu á þjónustu- fólki. Varla réðst til hennar stúlka svo að hún ílendist ekki í mörg ár og samvistirnar leiddu yfirleitt til ævilangrar vináttu. Eftir tíu ára dvöl á Flateyri fluttu þau hjónin aftur til Reykjavíkur, að nokkru leyti vegna erfiðleika í sölu á frystum fiski og vegna menntunarmöguleika barnanna, sem þegar voru farin að sækja skóla til Reykjavíkur. Hóf þá Jón rekstur fiskimjöls- verksmiðja. Upp úr 1955 fór sjón Jóns mjög hrakandi og síðasta verk- efnið, sem hann tók að sér var bygging Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Hann fór tvívegis til augnaðgerða til Þýskalands en sjón- inni hrakaði sífellt svo hann varð meir og meir háður eiginkonu sinni með flestar athafnir daglegs lífs. Vilhelmína tók því með æðruleysi og þolinmæði. Hún var alltaf boðin og búin til að veita börnum sínum og barnabörnum alla þá aðstoð sem hún gat. Ættingjar hennar og eigin- mannsins nutu einnig aðstoðar hennar í ríkum mæli ef þörf var á og má segja að hún hafi alltaf ver- ið meira gefandi en þiggjandi fram til síðustu stundar. Hún bjó ein í 25 ár. Unga fólkið í fjölskyldunni heimsótti hana gjaman og ræddi sín mál við hana og það var algengt að barnabörnin kynntu tilvonandi maka sína fyrir ömmu sinni áður en þeir voru kynntir fyrir foreldrunum svona eins og til að fá blessun gömlu konunnar. Fósturson ól Vilhelmína upp, Vil- hjálm Jón Guðbjartsson, dótturson sinn, og hefur hann reynst henni sem besti sonur og verið henni ásamt eiginkonu sinni og börnum mikil stoð. Þetta kann að þykja ósköp venju- leg saga og lífsferill en þó held ég að föðuramma mín og afi hafi verið dæmigerð fyrir þá kynslóð sem lagði grundvöllinn að íslensku nú- tímaþjóðfélagi, dugmikil, fram- kvæmdasöm, bjartsýn á framtíðina og umfram allt heiðarleg og raun- góð. Sjálfur upplifði ég ömmu mína sem kærleiksríka og lífsreynda konu sem margt mátti læra af og kveð hana því með þakklæti og virð- ingu. , , Kristján I. Olafsson. Amma mín var tignarleg, ákveð- in, vel gefin og stolt kona sem allir báru virðingu fyrir. Sjálf hefði hún sagt mér að spara stóru orðin enda jarðbundin og lítt gefin fyrir pijál og óþarfa upphefð. Það var- einmitt þessi innri auður sem hún bjó yfir ásamt yndislegri kímnigáfu sem gerði hana að þeirri einstöku per- sónu sem hún var. Ég var frumburður föður míns, ömmudrengsins hennar sem hún ól upp, sem gerði það að verkum að við amma Villa tengdumst óijúf- anlegum böndum og ég naut um- hyggju hennar frá þeim degi er ég leit dagsins ljós. Fyrsta ár ævi minnar passaði amma mig á daginn meðan mamma var í skólanum. Amma minntist oft þess árs og tal- aði alltaf um hversu gott og rólegt bam ég hefði verið. Mamma reyndi •stundum að benda okkur á að ástæðan fyrir því var sú að ég vakti allar nætur og hefði hreint ekkert verið vær. Amma lét þetta nú eins og vind um eyru þjóta, enda gædd þeim ágæta hæfileika að heyra að- eins það sem hún heyra vildi, og sagði alltaf ákveðið: „Það er eins og ég segi, hún Dröfn var einstak- lega gott barn.“ Þegar ég varð eldri fékk ég stund- um að eyða deginum hjá ömmu. Hún setti þá upp hattinn sinn og við gengum hönd í hönd niður Vest- urgötuna og spásseruðum um bæ- inn. Amma fór aldrei í bæinn án þess að fara á kaffihús. Seinna meir þegar fæturnir hennar voru farnir að gefa sig óku foreldrar mínir henni í verslanir þegar hana vantaði nýjar hannyrðir eða kjól. Þá sátum við systkinin ofurprúð í aftur- sætinu því það var jafnt öruggt og að sólin sest að þegar erindunum væru iokið færum við á kaffihús. Amma hafði kynnst „kaffihúsa- menningunni“ þegar hún sem ung stúlka vann á Hótel íslandi og á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Sem barn eyddi ég oft löngum stundum hjá ömmu við söng og sauma. Þá sungum við allan liðlang- an daginn lög sem amma kenndi mér og þess á milli reyndi hún að kenna mér lystina að sauma og hekla. Ekki tókst nú samt sú tilætl- un. Sjálf saumaði amma ótal mynd- ir, heklaði dúka og pijónaði, allt þar til fyrir nokkrum árum þegar sjónin fór að gefa sig. En amma gat lesið undir hið síðasta, hún las þá helst dönsk blöð, skáldsögur og dagblöðin. Hún fylgdist ávallt vel með fréttum hvort sem um var að ræða atburði í þjóðfélaginu eða inn- an ættarinnar og lá aldrei á skoðun- um sínum. Hún gerði þær kröfur að viðmælendur hennar væru einnig með skoðun og þekkingu á mönnum og málefnum en átti nú sjálf yfir- leitt vinninginn í þeim efnum. Frá því að ég man eftir mér höf- um við fjölskyldan farið til ömmu Villu á hveiju einasta föstudags- kvöldi. Við borðuðum þar saman kvöldverð og eyddum með henni kvöldinu. Það var líka hefð hjá ömmu, þar til fyrir nokkrum árum, að baka pönnukökur á sunnudags- morgnum. Þá létum við okkur ekki vanta og hittum þar iðulega fyrir fleiri ættingja. Þá var glatt á hjalla í litla eldhúsinu á Vesturgötunni. Þótt ég flytti að heiman fyrir fjór- um árum, stofnaði eigin fjölskyldu og flytti til útlanda var amma alltaf jafnríkur þáttur af tilveru minni. Amma innsiglaði alla stóra viðburði í lífi mínu því þótt hún gæti ekki verið viðstödd þá, þar sem hún komst ekkert út undanfarin ár, var engri athöfn lokið nema með við- komu á Vesturgötunni. Þar á meðal útskriftinni minni, brúðkaupi okkar Elfars og skírn Óskar dóttur okkar. Amma var sérstaklega hrifin þegar við komum til hennar uppáklædd eftir giftingarathöfnina. Ekki var hún síður hrifin af litlu langa- langömmustelpunni sinni og var sú hrifning endurgoldin. Amma missti Jón manninn sinn + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINIR JÓNSSON, Klapparstfg 6, Njarðvík, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja að kvöldi 21. nóvember. Guðrún Jörgensdóttir, Jón Ágúst Einisson, Aud Rensmoen, Sigurbjörg Einisdóttir, Ingibjörg Sigrún Einisdóttir, Gylfi Ólafsson, María Einisdóttir, Tyrfingur Tyrfingsson, Ásta Einisdóttir, Steingrimur H. Steingrfmsson og barnabörn. + Ástkær móðir okky, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR, Álfaskeiði 80, Hafnarfirði, andaðist 22. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Þór Sigurjón Ólafsson, Guðrún Johansen, Jóhannes Ólafsson, Þuríður B. Sigurðardóttir, Gunnar Ólafsson, Erla B. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.