Morgunblaðið - 24.11.1995, Page 56

Morgunblaðið - 24.11.1995, Page 56
JlewU£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Siglfirðingur og Há- gangur II í Smugunni Isbimir á vappi í kringxim skipin Akureyri. Morgunblaðið „ÞAÐ kom einn hér alveg upp að skipshlið og hafði hún með sér,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, skip- stjóri á Siglfirðingi SI 150 sem nú er í Smugunni. Isbirnir hafa sést við skipin. Jón Ólafur sagði að mikill ís hefði verið á svæðinu, en hann hefði færst hratt suður undan norðvestanáttinni sem ríkt hefði þar. Hann sagði að skipverjar hefðu séð töluvert af ísbjörnum og það sama gilti um skipveija á Hágangi II. „Þeir koma að skipun- um, sennilega bara af forvitni," sagði Jón Ólafur. Siglfirðingur sem í gær hafði verið í fjóra daga í Smugunni var tæpa viku á leiðinni, en mikil bræla var þegar þeir sigldu þangað. „Það var ágætisveður fyrsta daginn hér en síðan hefur verið leiðindaveður og maður getur ekkert verið að. Við fengum eitthvað smávegis fyrsta daginn, en nú er ekkert að hafa,“ sagði skipstjórinn og bætti við að menn hefðu það ágætt um borð, „það eina sem vantar er fisk- ur, þá verða menn ánægðir.“ Sléttanesið er á leið í Smuguna og bætist þá í hóp íslensku skip- anna tveggja sem þar eru nú. • Flugiimfer ðarþj ónust- an gæti flust úr landi Tekjur af flugnmfer ðarþj ónustunni 800 milljónir króna HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra upplýsti í gær að hann tæki uppsagnir flugumferðarstjóra til greina og störfín yrðu auglýst inn- anlands og erlendis strax um helg- ina. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir ekki útilokað að flugumferð- arþjónustan flytjist úr landi til ann- arra aðila, a.m.k. tímabundið, komi sú staða upp að ekki fáist flugum- ferðarstjórar til starfa. 82 flugumferðarstjórar hafa sagt upp störfum frá og með næstu ára- mótum en samkvæmt lögum er heimilt að framlengja uppsagnar- frestinn um þijá mánuði. Flugum- ferðarstjórar fóru yfir stöðuna í samningamálunum á félagsfundi í gærkvöldi. Karl Alvarsson, varafor- maður samninganefndarinnar, sagði að fundurinn hefði lýst yfir stuðningi við störf stjórnar og samninganefndar og harmað að samninganefnd ríkisins skyldi ekki vilja ræða tilboð flugumferðar- stjóra. Hann sagði að ákvörðun samgönguráðherra hefði ekki verið sérstaklega rædd enda byggjust menn auðvitað við því þegar þeir segðu upp að uppsögn þeirra væri tekin gild. Meðaltalslaunin 320 þús. kr. Samgönguráðherra leggur málið fyrir ríkisstjórn í dag. Hann hefur falið flugumferðarþjónustunni að leggja fram fyrir mánaðamót tillög- ur um hvernig staðið verði að flug- þjónustunni yfir flugumsjónarsvæði Islendinga á Atlantshafi í byijun næsta árs. Halldór sagði að kröfur þær sem flugumferðarstjórar hefðu sett fram í viðræðum við samninga- nefnd ríkisins væru metnar til 26-30% hækkunar á launakostnaði ríkisins vegna þessarar þjónustu á næsta ári og kröfur sem þeir hafi sett fram til aldamóta leiði af sér 82% hækkun á launakostnaði ríkis- ins. Samninganefnd ríkisins bauð flugumferðarstjó'rum tæplega 8% hækkun og í tilboðinu var einnig falin hagræðing á vinnutíma. Með- altalsmánaðarlaun flugumferðar- stjóra eru 320 þúsund kr. á mánuði. „Við getum að sjálfsögðu ekki samþykkt kröfur af þessu tagi. Ég sé því ekki betur en að þessi deila sé komin á alvarlegt stig,“ sagði Halldór. Alþjóðaflugþjónustan, sem er deild innan Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar, greiðir 95% launa 38 flugumferðarstjóra hérlendis, og hafa íslensk flugmálayfirvöld upp- lýst hana um gang mála. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði að Al- þjóðaflugmálastofnunin myndi ekki líða að flug leggðist af á flugum- sjónarsvæði íslendinga. Hugsanlegt væri að flugumferðarþjónustan flyttist úr landi til annarra aðila, a.m.k. tímabundið, komi sú staða upp að hér fáist ekki flugumferðar- stjórar til starfa. Tekjur þær sem verða til við þá þjónustu sem Flug- málastjórn, Póstur og sími og Veð- urstofan láta i té í tengslum við flugumferð hér við land eru u.þ.b. 800 milljónir kr. á ári. Umfangs- mikil skoðun á TF-SIF TF SIF, björgunarþyrla Land- helgisgæslunnar, hefur verið tek- in í yfirgripsmikla skoðun í flug- skýíi gæslunnar. Um er að ræða svonefnda tíu ára skoðun. Að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hefur þyrlunni verið lagt í tvo mánuði og verður skoðunin fram- kvæmd á þeim tíma. Hafsteinn sagði að eftir að Landhelgisgæsl- an eignaðist TF-LÍF væri unnt að láta skoðunina fara fram í einu i stað þess að yfirfara þyrluna smátt og smátt og sagði hann að það sparaði umtalsverðar fjár- hæðir. Hafsteinn sagði að hjá Landhelgisgæslunni störfuðu mjög góðir flugvirkjar sem önn- uðust skoðunina. Tíu ár eru liðin síðan SIF var tekin í notkun og á hún um 4400 flugtíma að baki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Yinnuhópur um samskiptareglur á vinnumarkaði skilar áfangaskýrslu Allir aðilar á vinnumark- aði semji á sama tíma VINNUHÓPUR um samskiptaregl- ur á vinnumarkaði leggur til að sá tími sem ætlaður er til viðræðna um gerð nýrra kjarasamninga sé afmarkaður. Keppikeflið ætti að vera að nýr kjarasamningur liggi fyrir þegar gildistíma eldri kjara- samnings lýkur. Til að ná þessum markmiðum sé æskilegt að gerð sé sérstök skrifleg viðræðuáætlun með tímasetningum um viðræður og hún nái til allra aðila á vinnumarkaði, hvort sem um sé að ræða almenna launamarkaðinn eða opinbera starfsmenn og hvort sem um er að ræða aðila sem eiga aðild að ein- hverjum heildarsamtökum eða ekki. Fram kemur að markmið fyrr- greindrar viðræðuáætlunar sé „að skapa samfelldan ramma um allar kjaraviðræður, hvort heldur þar komi að samtök á opinberum mark- aði eða einkamarkaði, innan eða utan heildarsamtaka. Einnig að setja því tímamörk hvenær stefnt er að lokum kjarasamninga hveiju sinni svo að samningaviðræður ein- stakra hópa dragist ekki langt fram eftir því samningstímabili sem í hönd fer. Viðræðuáætlun hlýtur því að vera formleg og staðfest og gef- in út með þeim hætti að hún taki til allra samningsaðila sem vilja endurnýja kjarasamning hveiju sinni og eiga rétt á að beita vinnu- stöðvunum til að knýja gagnaðila til samninga." V erkfallsrétturinn ekki takmarkaður Fram kemur að vinnuhópurinn telji ekki eðlilegt að takmarka verk- fallsrétt en eðlilegt sé að skilyrði fyrir beitingu hans séu ákveðnar reglur um málsmeðferð. Telur hóp- urinn að sterk rök þurfi ef lögbinda ætti efnisleg takmörk við rétti stétt- 'arfélags til að fylgja eftir lögmætum kröfum í vinnudeilum. í vinnuhópn- um áttu sæti: Benedikt Davíðsson og Bryndís Hlöðversdóttir fyrir hönd Alþýðusambands Islands, Ogmund- ur Jónasson, fyrir hönd Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Birgir Guðjónsson fyrir hönd fjármála- ráðuneytisins, Árni Benediktsson fyrir hönd Vinnumálasambandsins og Þórarinn V. Þórarinsson fyrir hönd Vinnuveitendasambands Ís- lands. Gylfi Kristinsson, deildar- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, var formaður. ■ Tími til samningaviðræðna/10 Ovænt úrslit í körfunni ÓVÆNT úrslit urðu í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik í gærkvöldi. íslandsmeistarar Njarðvíkur urðu að játa sig sigraða er þeir mættu Haukum, Keflvík- ingar töpuðu fyrir KR, Valur sló Skallagrím út og Skaga- menn lögðu ÍR-inga. Á Akur- eyri vann Þór lið. Snæfells, Selfoss lagði Leikni og Breiðablik vann b-lið Njarð- víkinga. Síðasti leikurinn í 16 liða úr- slitum fer fram í kvöld en þá mæstast bikarmeistarar Grindavíkur og Tindastóll. ■ Haukar héldu /C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.