Morgunblaðið - 01.12.1995, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.12.1995, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ JOIASTJARNA! JÓIASTJA RNAN ER KOMIN í BIÓMAVERSIANIR UM LANDAllT BÆJgtí&LIÍFlÐ MEÐ BIÓMUM! BL OMAMIÐS TÖÐIN s Islenskir garöyrkjubcendur um i r Jólastjarnan er viðkvæm fyrir kulda og dragsúg. Því er sérstök ástæða til að benda söluaðilum á að pakka henni vel inn fyrir viðskiptavini sína. íslensk jóiastjarna er ræktuð í mörgum stærðum og verðflokkum. Berið saman verð og gæði! Efnahagsr áðstafanir í Rússlandi Vextir ogtoll- ar á útflutn- ingi lækkaðir Stuðningsmenn Jeltsíns hefja baráttu fyrir endurkjöri hans Moskvu. Reuter. TILKYNNT var um vaxtalækkun í Rússlandi í gær og ennfremur var gengi rúblunnar leyft að falla nokkuð gagnvart dollara. Var þetta ákveðið eftir fund, sem Borís Jeltsín, forseti Rússlands, átti með helstu yfirmönn- um efnahagsmála í landinu en hann fór fram á Barvíkha-heilsuhælinu skammt fyrir utan Moskvu. Stuðn- ingsmenn Jeltsíns hófu í gær baráttu fyrir endurkjöri hans sem forseta á næsta ári. Ákvörðun stjórnar, sem er tilkynnt aðeins tveimur vikum fyrir kosning- ar, á að gagnast útflutningsiðnaðin- um sérstaklega en auk vaxtalækkun- arinnar voru lækkuð eða felld niður ýmis útflutningsgjöld. Þá kemur það útflutningsiðnaðinum einnig vel, að gengi rúblunnar gagnvart dollara fær að lækka nokkuð. Mikið aðhald í peningamálum og háir vextir hafa verið helsta vopn stjórnvalda í baráttunni við efna- hagsóreiðuna og í tilraunum þeirra til að þoka efnahagslífinu í átt til þess, sem er á Vesturlöndum. Háir raunvextir Kommúnistar og þjóðernissinnar segja hins vegar, að háir vextir séu að sliga fyrirtæki í landinu og marg- ir þeirra krefjast aukinna niður- greiðslna, verðlagshafta og verndar fyrir innlend fyrirtæki. Þingkosning- ar verða í Rússlandi 17. þessa mán- aðar og samkvæmt skoðanakönnun- um hafa þessir flokkar verulega meira fylgi en umbótasinnar. Svokallaðir endurfjármögnunar- vextir í Rússlandi eru 170% eða um 14% á mánuði og því næstum þrisvar sinnum hærri en verðbólgan, sem er um 4,5% á mánuði. Segja sumir hag- fræðingar, að þetta séu hæstu raun- vextir í heimi. Raunar er þessum vöxtum lítið beitt en þeir eru þó hafðir til viðmiðunar fyrir aðrar vaxtaákvarðanir. Blása í herlúðra fyrir Jeltsín Vladímír Komatsjatov, sérlegur fulltrúi Jeltsíns í Moskvu, og stuðn- ingsmenn forsetans í 25 héruðum Rússlands hrundu í gær af stað form- legri baráttu fyrir endurkjöri hans í forsetakosningunum í júní á næsta ári. Sagði Komatsjatov, að þótt Jelts- ín hefði ekki enn ákveðið að bjóða sig fram, þá tryðu þeir því og treystu, að hann gerði það. Komatsjatov gerði lítið úr heilsu- leysi Jeltsíns. „Það vafðist ekki fyrir Bandaríkjamönnum að kjósa Roose- velt þótt hann væri í hjólastól. Það, sem máli skiptir, er að velja góðan mann.“ Jeltsín hefur áður lýst yfír, að hann muni taka af skarið um forsetaframboð að loknum þingkosn- ingunum síðar í mánuðinum. Hin eiginlegu völd í Rússlandi fyigja for- setaembættinu og margir líta á þing- kosningarnar aðeins sem æfíngu fyr- ir forsetakjörið. Reuter YIGAL Amir, fyrir miðju, með lögreglumenn á báðar hendur. Banamaður Yitzhaks Rabins fyrir rétti „Þið trúið á frið, egtrúi Tel Aviv. Reuter. MORÐINGI YRzhaks Rabins, for- sætisráðherra ísraels, sagði í gær, að hann væri enginn ofstækismaður og hefði framið verknaðinn eftir vandlega íhugun og án þess að bera hann undir rabbía. Yigal Amir, banamaður Rabins, kom fyrir rétt í Tel Aviv í gær en að sögn lögreglunnar verður honum, Hagai Amir, bróður hans, og þriðja manninum, Dror Adani, líklega birt ein ákæra vegna morðsins á sunnu- dag. „Enginn ofstækismaður“ „Ég er enginn ofstækismaður. Það, sem ég gerði Rabin, gerði ég eftir vandlega íhugun og til að vekja fólk til vitundar um það, sem er að gerast," sagði Amir. Hefur hann águð“ áður sagst hafa myrt Rabin vegna þess, að hann hefði látið Palestínu- menn fá herteknu svæðin á Vestur- bakkanum. Amir neitaði því, að hann hefði leitað eftir blessun rabbía á morðinu en lögreglan í Israel hefur handtekið níu heittrúaða gyðinga vegna þess. Lögfræðingur Adanis segir, að skjól- stæðingur sinn sé saklaus af morð- inu, hann hafi að vísu farið fram á leyfi rabbía við því en fengið þvert nei. Áður en Yigal Amir var leiddur inn í réttarsalinn í gær ræddi hann við fréttamenn og sagði, að þeir og fleiri Israelar væru reiðubúnir að fórna allri þjóðinni fyrir frið. „Þið trúið á friðinn, ég trúi á guð,“ sagði hann. I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.