Morgunblaðið - 01.12.1995, Side 32

Morgunblaðið - 01.12.1995, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta sýn- ing tveggja myndlist- armanna SÝNING tveggja ungra mynd- listarmanna, þeirra Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur og Söru Maríu Skúladóttur, verður opnuð í Galleríi Geysi, Aðal- stræti 2, laugardaginn 2. des- ember kl. 16. Þessi sýning er jafnframt þeirra fyrsta sýning. Ásdís Sif sýnir fjögur verk sem öll eru innsetningar unnar með blandaðri tækni. Með myndunum fylgir texti í ljóða- formi sem leiðir áhorfandann inn í ævintýraheim sem verkin síðan túlka. Sara María sýnir þrjú verk, rýmisverk sem unnin eru með blandaðri tækni. Verk þeirra beggja eru öll unnin á þessu ári og þær eru jafnframt báðar við nám á myndlistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Gallerí Geysir er opið alla virka daga milli 9 og 23 og um helgar milli 12 og 18. Sýn- ingin stendur til 7. janúar. Messíana sýn- ir í Stöðlakoti MESSÍANA Tómasdóttir leik- myndahöfundur opnar mynd- listarsýningu í Gallerí Stöðla- koti Iaugardaginn 2. desem- ber. I kynningu segir: „Verkin eru unnin með akríllitum á japanpappír og plexígler og mynda til samans innsetning- una „Til sjöunda regnbogans“, en sjöundi regnboginn, hvíti regnboginn, geymir í sér alla liti litrófsins. Samnefnt tón- verk, sem lýtur sömu lögmál- um forms og lita og hin verk- in, verður flutt af segulbandi á sýningartíma.” Sýningin stendurtil 16. des- ember og verður opin daglega frá kl. 14-18. Tundur- skeyta- flugsveitin í bíósal MÍR NÚ eru tvær kvikmyndir ósýndar í syrpu þeirri um at- burði úr síðari heimsstyrjöld- inni, sem sýnd hefur verið í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, und- anfarnar vikur. Á sunnudaginn verður sýnd kvikmyndin Tundurskeyta- flugsveitin, leikin mynd um lið- sveitir sovétmanna sem börð- ust gegn Þjóðveijum á norður- slóðum. Sýningin hefst kl. 16 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Sýningu Gerðar að ljúka SÝNINGU Gerðar Berndsen á vatnslitamyndum í Ráðhúsinu lýkur þriðjudaginn 5. desem- ber. Efniviður flestra mynd- anna er mannslíkaminn. Nær allar myndirnar eru unnar á þessu ári. Einnig er til sýnis og sölu ævintýrabókin Margt býr í sjónum sem Gerður samdi og myndskreytti, en hún er ný- komin út á vegum Pjölva. Sýningin er opin daglega frá kl. 12 til 18. Karlakór Reykjavíkur og Drengjakór Laugarneskirkju Syngja inn jólin AÐVENTU SÖNGUR Karlakórs Reykjavíkur verður í Hallgríms- kirkju laugardaginn 2. desember og sunnudaginn 3. desmber. Báða dagana hefjast tónleikarnir kl. 17.00. Ásamt Karlakór Reykjavík- ur kemur Drengjakór Laugarnes- kirkju fram á tónleikunum. Syngja kórarnir hvor fyrir sig og einnig saman. Með í nokkrum lögum leika Hörður Áskelsson á orgel Hall- grímskirkju, Martial Nardeau á flautu, Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Óm Pálsson á trompet og Daði Kolbeinsson á óbó. Á efnisskránni verða þekkt jóla- lög, madrigalar og andleg lög af ýmsu tagi, íslensk og erlend. með- al höfunda má nefna Mozart, Beet- hoven, Hjálmar H. Ragnars, Þor- kel Sigurbjörnsson, Pál ísólfsson og lettneska tónskáldið Andrejs Juijáns. Karlakór Reykjavíkur söng að- ventusöngva í Hallgrímskirkju fyr- ir tveimur árum og þurfti þá að endurtaka tónleika vegna mikillar aðsóknar. Kórinn er nú stærri en nokkru sinni fyrr, telur yfir 70 söngvara. Hörður Áskelsson organisti leikur með kórnum á org- el Hallgrímskirkju og það verður svo Friðrik S. Kristinsson, aðal- stjórnandi kóranna beggja, sem heldur um tónsprotann. Forsala aðgöngumiða er hjá kórfélögum og bókabúðum Ey- mundsson í Kringlunni og Austur- stræti. Hádegisleikhús á Leynibarnum í BYRJUN desember efnir Leikfé- lag Reykjavíkur til Hádegisleik- húss. Boðið verður upp á dagskrá hvern laugardag milli kl. 11.30- 13.30. í Hádegisleikhúsinu verður dagskrá af ýmsum toga, þar verð- ur boðið upp á leikin atriði, upp- lestur, leiklestra, tónlist og fleira. Hádegisleikhúsið verður starfrækt í nýjasta leikrými hússins, Leyni- barnum. í hádegisleikhúsinu gefst gestum kostur á að kaupa léttar veitingar gegn vægu verði. Að- gangur í Hádegisleikhúsið er hins vegar ókeypis. Fyrsta dagskráin verður laugar- daginn 2. desember nk. Þá verður boðið upp á dagskrá helgaða verk- um Einars Kárasonar. Margrét Ólafsdóttir leikona mun lesa kafla úr Djöflaeyjunni. Þá mun Tómas R. Einarsson fjalla um rithöfund- inn Einar Kárason frá sjónarhóli lesanda. Flutt verður atriði úr ís- lensku mafíunni sem frumsýnd verður 28. desember nk. á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikritið er leikgerð af tveimur bókum Ein- ars, Kvikasilfri og Heimskra manna ráðum. Leikgerð sömdu þeir Einar og Kjartan Ragnarsson sem jafnframt er leikstjóri ís- lensku mafíunnar eins og Djöfla- eyjunnar. Kjartan og Einar munu svo fjalla stuttlega um vinnu sína við leikgerðina. Tónlist verður fléttað inn í dagskrána. Óskar Einarsson mun sjá um undirleik og hljómsveitin Skárren ekkert mun flytja nokkur lög. Þetta fyrsta Hádegisleikhús verður opnað með því að Dixíband frá Lúðrasveitinni Svani leikur nokkur lög við inn- gang Borgarleikhússins. Leynibarinn, þar sem Hádegis- leikhúsið er til húsa er nýjasta leikrými Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Leynibarinn er þar sem áður var Veitingabúð í kjallara, en innréttingum hefur verið breytt þannig að hægt sé að nýta rýmið til leiklistar og flutn- ings dagskrár. HANDRIT eftir Verdi verður á uppboði hjá Sotheby’s Handrit eftir Verdi á uppboði hjá Sotheby’s HANDRIT eftir Verdi verður boðið upp hjá Sotheby’s í Lund- únum í dag. Handritið fannst nýlega og er úr óperunni Ot- hello, „Willow Song“ og „Ave maria“. Þetta er dýrmætasta handrit sem hefur verið boðið upp hjá Sotheby’s, áætlað mat- verð er 150.000-200.000 pund. Um er að ræða 19 bls. hand- rit sem felur í sér upprunalega útfærslu á „Willow Song“ og ólíka þeirri útfærslu af „Ave Maria“ sem nú þekkist. Þetta er með fegurstu verkum Verdis og er úr óperunni Othello sem er byggð á harmleik eftir Shakespeare. Othello var frum- flutt á La Scala í Mílano, 5. febrúar 1887. Það er ekki vitað hvort Arr- igo Boito, textahöfundur sem átti um árabil langt samstarf með Verdi, vissi um frumútgáfu tónskáldsins af „Willow Song“. Hérna er því um nýtt verk að ræða. Þetta er viðamesta handrit sem komið hefur á uppboð eftir Verdi. Fram til þessa hafa þau handrit sem hafa verið boðin upp eftir tónskáldið ekki verið lengri en fjórar síður. Sigríður Ingvarsdóttir hjá Sotheby’s sagði: „Þetta er viða- mesta handrit eftir Verdi sem hefur komið á uppboð. Og verð- ur eflaust mikilvæg heimild fyrir fræðimenn á sviði tónlist- ar.“ Á uppboðinu verður einnig bréf sem Mozart skrifaði föður sínum árið 1784. Áætlað mats- verð er 60.000-100.000 pund. Einnig verða boðin upp bréf frá tónskáldinu Richard Strauss sem hann skrifaði fjölskyldu sinni þegar hann var á ferða- lagi í Egyptalandi frá 1892- 1893. Áætlað matsverð er 30.000-40.000 pund. Þá verða boðin upp sex bréf frá 20. aldar rússneska tónskáldinu, Dimitri Shostakovich sem hann skrifaði nemanda sínum Kara Kaaray- ev. Áætlað matsverð er 20.000 pund. Á uppboðinu verða einnig bréf frá Antonio Stradivari sem er eflaust einn mesti fiðlusmið- ur sem hefur verið uppi. Bréfin eru skrifuð til óþekkts aðals- manns, þar sem Stradivari út- skýrir fyrir honum hvaða lag- færingar hafa verið verið gerð- ar á fiðlunni hans og afsakar þá töfina. Litróf efnisheimsins MYNDLIST Ásmundarsalur MÁLVERK Tumi Magnússon. Opið kl. 14-18 alla daga til 10. des. Aðgangur ókeypis EITT veigamesta hráefni list- sköpunar á myndlistarsviðinu hlýtur að vera liturinn. Litafræðin byggist á einföldum grunni, en það hefur löngum verið styrkur glöggra lista- manna að ná að laða fram sérstök litbrigði, hvort sem þau tengjast hlutveruleikanum eða abstrakt myndhugsun. Fjölbreytni litatóna er nánast ótæmandi, og möguleikar tækninnar tii að framkalla þá eru sífellt að aukast; eftir sem áður er það næmi hins mannlega auga lista- mannsins sem ræður mikilvægi lit- anna í málverkinu og skapar því líf. Tumi Magnússon hefur í mörg ár verið einn drýgsti listamaður okk- ar á sviði litafræðinnar. Lengst af voru verk hans tengd táknum hlut- veruleikans með skemmtilegum hætti, en síðustu misseri hafa þessi tengsl vikið og er nú aðeins að finna í tilvísunum í framandleg efni sem nefnd eru í titlum verkanna; í mál- verkunum sjálfum situr eftir sam- spil lita, sem á stundum hefur verið afar óvenjulegt — en hefur gengið upp. Þessi litvinnsla listamannsins hef- ur notið vaxandi athygli og nýlega hlaut hann m.a. sérstök verðlaun á tvíæringnum í Sao Paulo í Brasilíu, sem er ein þekktasta reglulega list- sýningin á alþjóðavettvangi. Er þessi viðurkenning ótvíræður vitnisburður um að list Tuma á fullt erindi á hið alþjóðlega svið, svo_ fleiri fái notið hennar með okkur íslendingum. Á þessari sýningu heldur Tumi áfram að kanna litbrigði furðulegra efna, en að þessu sinni hefur hann tekið upp nýja tækni til að koma olíulitunum til skila: í stað pensla notar hann „air-brush“ - eða loft- sprautu á íslensku. I stað heilla lit- flata sem blandast saman á mörkun- um eru málverkin nú þakin lausmót- uðum Iitadeplum, sem virka afar viðkvæmir, líkt og skófir, sem gætu skemmst við minnstu hræringu. Þessi tækni hefur verið þekkt lengi og er mikið notuð t.d. í auglýs- ingagerð, en myndlistarmenn hér á landi hafa (með fáeinum undantekn- ingum) lengst af verið feimnir við að nota hana; hér hentar hún afar vel við að koma fínlegu samspili lit- anna til skila, einkum í Ijósi þess hvaðan litirnir koma. Sem fyrr er uppruna þeirra lita sem Tumi er að fást við fremur að finna í hversdagslegum og auvirðu- legum efnum en í æðri gildum. Hér eru þessi upprunaefni flokkuð saman þannig að hver mynd — og það lita- spil sem þar fer fram — er í raun helguð ákveðnum þætti tilverunnar: veðrun og hrörnun (nr. 2 - ryð, kjöt- mygla, spanskgræna), fyllingum (nr. 4 - viðarfyllir, bílasparsl, amalg- am), eiturefnum (nr. 6 - flugnaeit- ur, joð, sæðisdrepandi krem) eða einföldum reyk (nr. 8 - sígarettu- reykur, kjötreykur, olíureykur). Svo undarlega sem þessar sam- setningar listamannsins virðast við fyrstu sýn ganga þær ágætlega upp í hveiju verki fyrir sig. Það er eng- inn svipur tilviljunar í flötunum, heldur er eins og það litróf efnis- heimsins sem þar er að finna passi einstaklega vel saman, og aðrar samsetningar kæmu ekki til greina, hversu undarlega sem það hljómar. Slík tilfinning er vitni þess að hér hefur verið vel vandað til verks, og mikilvægur undirbúningur liggur að baki þeim málverkum sem virðast þrátt fyrir allt svo einföld að allri gerð. Listunnendur eru hvattir til að láta þetta nýjasta þrep Tuma í þróun málverksins ekki fram hjá sér fara. Eiríkur Þorláksson Listamaður mánaðar- ins hjá Dægradvöl LISTA- og menningarfélagið Dægradvöl stendur fyrir myndlistarkynningu í Hauks- húsum á Álftanesi sunnudag- inn 3. desember frá kl. 15 til 18. Kynntur verður listamað- ur mánaðarins, Anna Ólafs- f dóttir Björnsson. Hún sýnir málverk, grafík og saumuð verk. Sýningin verður opin til föstudagsins 8. desember á hveijum degi milli kl. 15 og 18. Bétveir frestar heimferð FURÐULEIKHÚSIÐ verður með með aukasýningu á barnaleikritinu „Bétveir" sunnudaginn 3. desember kl. 15 í Tjarnarbíói.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.