Morgunblaðið - 01.12.1995, Page 55

Morgunblaðið - 01.12.1995, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 55 skoðaði mannlífið en á hinn bóginn ástríðufullur grúskari sem háði glímu við merkingu orða í kyrrþey, fjarri heimsins glaumi. í hans augum voru ytri tákn lífs- gæða eftirsókn eftir vindi og það var honum fjarri skapi að sækjast eftir vegtyllum. En íslensk bók- menntasaga mun varðveita nafn hans. Tvö verk hafa verið gefin út sem Daníel þýddi: Sonnettur Shake- speares komu út 1989 með formála og eftirmála eftir Daníel sem varp- ar ljósi á innihald Sonnettanna. Þetta er í fyrsta sinn sem ljóðabálk- urinn hefur verið þýddur í heild sinni á íslensku. Fyrir einu ári komu svo út Andalúsíuljóð arabískra skálda. Það er ekki á allra færi að þýða fornan texta, auk þess bundið mál, og því mikilvægt að skáldleg andagift, hrynjandi og hljómfall komist til skila í þýðingunni. Þetta tókst Daníel snilldarvel. Ég læt hugann reika aftur til ársins 1969 síðsurnars þegar við hjónin dvöldum í Árgerði í nokkra daga. Náttúran skartaði sínu feg- ursta. Daníel taldi ekki eftir sér að aka þremur kvinnum í beijamó dag eftir dag. Þær voru, auk mín, Dýr- leif og Margrét, systir hennar (tengdamóðir mín). Aðaibláberin í Svarfaðardal eru stærri og blárri en annars staðar. Við þurftum því lítið að færa okkur úr stað, slík var beijamergðin. En einn dýrðardaginn skall á stormur með siydduhríð. Ég varð fljótlega gegndrepa og ísköld en ákvað að harka af mér. Ég taldi víst að brátt tækju þær systur að bera sig illa en sú varð ekki raunin og héldu þær áfram að tína eins og ekkert hefði í skorist. (Þingeyska seiglan.) Til alirar hamingju tóku þær eftir því um síðir að borgar- mærin var að krókna úr kulda. Þá dró Dýrleif upp talstöðina í snar- hasti, kallaði í lækninn og bað hann að koma í skyndi. Meðan við biðum í skjóli við skúrvegg héldu þær í mér lífinu með því að syngja og segja sögur. Allar hlógum við dátt. Og ekki leið á löngu þar til Daníel kom á „Bláma“ sínum og bjargaði okkur. Síðan heitt bað og tár út í kaffið samkvæmt læknisráði. Ein af mörgum minningum úr Árgerði sem yljar. Reiptogið við Elli kerlingu er um garð gengið. Daníel og Dýrleif hafa sameinast á ný á hinum eilífu beija- lendum. Við Gunnar (sem er fjarstaddur) vottum börnum Daníels og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Að leiðarlokum þökkum við vin- áttu öðlingshjóna, Dýrleifar og Daníels. Lillý Guðbjörnsdóttir. Meðan læknaskipti hafa verið tíð í flestum læknishéruðum landsins hafa Dalvíkingar og nágrannar þeirra átt því láni að fagna að að- eins fjórir læknar þjónuðu héraðinu frá 1908-1982. Daníel Á. Daníels- son var þar læknir frá 1944-1972 Nýkomin: Skinnefni Vatteruð spariefni Rósótt flúnel Stór tölusending Ný fatamerki Dragtaefni Samkvæmisefni Fínt flauel o.fl., o.fl. Qsvirka MÖRKINNI3 'y V.ý (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT) SÍMI 568 7477 BARNAHLJÓMLISTINA færð þú hjá okkur ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - Sími 5512136 3 dyra HYUNDAI ACCENT vw GOLF TOYOTA COROLLA NISSAN ALMERA Rúmtak vélar 1341 cc , 1391 cc 1331 cc 1400 cc Hestöfl 84 60 75 87 Lengd/Breidd cm 410/162 402/169 409/168 412/169 Farangursrými lítr. 380 370 309 340 Útvarp + segulb. Innifalib Innifalið Ekki innifalið Ekki innifalið Þyngd 960 1075 1050 1035 Verð : 1.019.000 1.197.000 1.134.000 1.248.000 HYUNDAIACCENT 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum, samlitum stuðurum og lituðu gleri. eða í 28 ár, og vann reyndar áfram í afleysingum og veikindaforföllum í mörg ár til. Daníel kemur til Dalvíkur frá Siglufirði. Hann bjó alla tíð í Ár- gerði rétt sunnan við Dalvík með konu sinni Dýrleifu Friðriksdóttur. Hann lét byggja gamla læknasetrið að nýju árin 1944-49, og er það með glæsilegustu húsum í héraðinu og þó víðar væri leitað. Daníel vann sín störf við aðstæð- ur sem okkur þættu í dag frum- stæðar, alla vega framandi. Hann fékkst við vandamál sem okkur væri nú ofviða að leysa úr hér i héraðinu: botnlangaskurðir í eter- svæfingu, erfiðar fæðingar, nára- kviðslitsaðgerð með sjúklinginn liggjandi á hurð sem hafði verið tekin af hjörum, o.s.frv. Hann fór oft langar og strangar ferðir um héraðið í ófærð, stundum á skíðum eða á hestbaki, og jafnvel ferðir þar sem fylgdarmaður og hestur voru leystir af í þrígang. Sterkir menn þessir gömlu héraðslæknar, engir sporgöngumenn þar. Á öllum læknisferli Daníels tók hann sér frí eina einustu viku, og var það á Siglufjarðarárunum. Reyndar kvaðst hánn hafa reynt að fá einnar viku frí við annað til- felli, en þá hefði Vilmundur land- læknir sagt við sig að ómögulegt væri að útvega afleysingarlækni því það væri læknislaust í fjórum hér- uðum, „og hvað hefur þú svo sem við frí að gera, þú mundir bara vera fullur í viku“. Já, honum fannst við læknamir í dag hafa það ansi náðugt með öll þessi tæki, heilsu- gæslustöð og fjölda aðstoðarfólks, og öll þessi frí. Eftir að hann lét af læknisstörf- um settist hann ekki í helgan stein heldur hélt áfram að þýða Sonnett- ur Shakespeares af miklum krafti og gaf þýðingar sínar út. Ekki er lengra en ár síðan að hann gaf út þýðingar sínar á ljóðum arabískra skálda, „Andalúsíuljóð". Bókmenntirnar voru hans ástríða. Hann hafði gaman af að tala um íjarlæg lönd og fjarlæga tíma og ferðaðist langt með hjálp bókmenntanna þótt hann færi aldr- ei langt frá Árgerði. Síðustu árin var honum Andalúsía máratímabils- ins sérstaklega hugleikin, gat hann þannig auðveldlega lýst landi þar sem hann hafði aldrei komið. Við sem störfum á Heilsugæslu- stöðinni höfðum töluverð samskipti við Daníel, hann hafði lúmskt gam- an af því að ögra okkur með sögum sínum úr „praxísnum", án þess þó að. hann væri að gorta, hann ein- faldlega lýsti atburðum eins og voru. Hann spurði jafnframt í þaula um það nýjasta í læknisfræðinni, og var vel með á nótunum, enda las hann læknablöðin ítarlega. Eftir að Dýrleif lést fyrir rúmu ári var sem drægi úr lífsþróttinum þó svo að hann hætti aldrei að njóta bókmenntanna. Daníel, við kveðjum þig nú og þökkum dygga þjónustu við læknis- héraðið. Megið þið Dýrleif hvíla saman í friði. Fyrir hönd starfsfólks Heilsu- gæslustöðvarinnar á Dalvík. Þórir V. Þórisson, yfirlæknir. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 Aukabúnaður á mynd, állelgur og vindskeið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.