Morgunblaðið - 01.12.1995, Síða 76
Jiem£d
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Spákaup-
mennska
hækkar
fóðurverð
Launanefnd ASI og VSI telur forsendur kjarasamninga halda
Morgunblaðið/Kristinn
FORMENN lands- og svæðasambanda ASÍ á fundi í gær áður en launanefnd ASÍ og VSÍ kom saman og gekk endanlega frá samkomulagi.
Jólauppbót hækkí í 20.000
nú og 24.000 á næsta ári
Meðallaunahækkun félaga í Alþýðu-
sambandi íslands nemur 1,1%
I^AUNANEFND Alþýðusambands
íslands og Vinnuveitendasam-
bandsins komst í gær að þeirri nið-
urstöðu að ekki væru marktæk frá-
vik frá forsendum kjarasamning-
anna, sem gerðir voru í febrúar síð-
astliðnum.
15.000 ASÍ-félagar
hækka ekki
Jafnframt ákvað nefndin að
leggja til breytingu á kjarasamning-
*" um á almennum markaði sem voru
gerðir á bilinu 21. febrúar tit 5.
apríl, þannig að jólauppbót sam-
kvæmt samningunum hækki úr
13.000 krónum í 20.000 nú í desem-
ber. Desemberuppbót næsta árs
hækki úr 15.000 krónum í 24.000.
Með þessu telur ASÍ að meðallaun
félagsmanna hækki um 1,1%.
í niðurstöðu launanefndarinnar
kemur hins vegar fram að þeir, sem
njóti nú þegar sérstakra greiðslna
í desember, sem séu hærri en
20.000, fái ekki hækkun. Þetta á
t.d. við um flest ASÍ-fólk sem starf-
ar hjá ríki og sveitarfélögum og
starfsmenn ýmissa stórfyrirtækja,
alls um 15.000 manns.
Desemberuppbót iðnnema er
jafnframt hækkuð í 13.000 krónur
á þessu ári og 15.000 á næsta ári.
í niðurstöðu launanefndarinnar
kemur fram að sú fullyrðing ASÍ
sé rétt að samningar þeirra hópa,
sem sömdu eftir að febrúarsamn-
ingamir höfðu verið gerðir, einkum
opinberra starfsmanna, hafi falið í
sér meiri hækkanir. Fram kemur
að þótt samningarnir skuldbindi
ekki vinnuveitendur til viðbragða
vegna þessa telji samtök þeirra
mikils virði að tryggja stöðugleika
á vinnumarkaði og vilji viðhalda
trausti og auðvelda undirbúning
næstu samninga.
800 milljóna hækkun
Vinnuveitendur hækkuðu tilboð
sitt í gær og telja að boð sitt um
hækkun desemberuppbótar þýði
800 milljóna króna hækkun iauna-
kostnaðar á samningstímabilinu.
Fram kemur í niðurstöðu launa-
nefndarinnar að yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar um aðgerðir vegna
kjaramála hafi greitt fyrir sam-
komulagi. Nefndin telur að í ljósi
fyrirheita um að verð grænmetis,
eggja, kjúklinga og svínakjöts
hækki ekki, megi vænta þess að
kaupmáttur aukist á næsta ári.
Tillagan um breytingu á kjara-
samningnum fer nú til umfjöllunar
í aðildarfélögum ASÍ. Hafí vinnu-
veitendum ekki borizt synjun á til-
lögunni fyrir 8. des., skoðast hún
samþykkt. Hækkun desemberupp-
bótarinnar gildir frá deginum í dag.
■ Niðurstaða/6/10/38/39
VERÐ á skepnufóðri hefur hækkað
um 7-8% í haust. Ástæðan er mikil
hækkun á innfluttu korni en einnig
hækkun á verði fiskimjöls. Gunnar
Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Fóðurblöndunnar hf., segir að þrátt
fyrir þessa hækkun sé fóðurverð
lægra en fýrir þremur árum.
Vegna minni uppskeru hefur
heimsmarkaðsverð á korni hækkað
mikið. Hækkunin er misjöfn milli
tegunda og hefur bygg, sem mikið
hefur verið notað hér, hækkað mik-
ið. Dæmi er um allt að tvöföldun í
verði.
Tímabundin sveifla
Gunnar Jóhannsson segir að Fóð-
urblandan hafi mætt verðbreyting-
um að hluta með því að beina við-
skiptum sínum meira til Bandaríkj-
anna í stað Evrópu og minnka hlut
byggsins í fóðurblöndum sínum.
Hann segir að verð á innlendum
fóðurblöndum hefði þurft að hækka
meira en um 7-8% vegna hækkunar
hráefnisverðs en Fóðurblandan
hefði ákveðið að bíða og sjá til hvort
þetta væri ekki tímabundin sveifla
sem jafnaðist út á næstu mánuðum.
Einokun
ÁTVR
afnumin
NÝ lög um innflutning og
heildsöludreifingu áfengis
taka gildi í dag, en með þeim
er 75 ára einokun ÁTVR á
þessu sviði afnumin. Jón Ás-
björnsson formaður Félags ís-
lenskra stórkaupmanna segir
daginn marka tímamót í sögu
íslenskrar verslunar.
Frá og með 1. desember
mega allir heildsalar sem hafa
til þess tilskilin leyfi flytja inn
og dreifa áfengi til veitinga-
húsa og þeirra verslana sem
hafa leyfi til smásölu, en það
eru eingöngu verslanir ÁTVR.
Jón kveðst þeirrar skoðun-
ar, að næsta skref í áfengis-
málum verði að heimila einka-
aðilum að reka smásöluverslun
með áfengi.
■ Frelsi í smásölunni/16
Stærstu félög innan VMSÍ
sögðu upp samningum
TUTTUGU og þijú félög innan Verkamanna-
sambands Islands sögðu upp samningum þrátt
fyrir að samkomulag tækist innan launanefndar
ÁSÍ og vinnuveitenda um framlengingu kjara-
samninga. Innan raða þessara félaga eru um
22.000 launþegar eða um þriðjungur félags-
manna ASÍ. Björn Grétar Sveinsson, formaður
VMSÍ, segir þetta sýna að megn óánægja sé
með þá þróun sem orðið hafi í launamálum síð-
an að febrúarsamningarnir voru gerðir.
Björn Grétar tók ekki þátt í afgreiðslu launa-
nefndar í gær. í yfirlýsingu sem hann lagði fram
í nefndinni segir að þær leiðréttingar sem launa-
nefndin hafi náð samkomulagi um séu víðsfjarri
því að duga til að jafna þann mun sem sé á
febrúarsamningunum og samningum þeirra sem
sömdu síðar. Ríkisstjórnin hafi haft forystu um
að bijóta á bak aftur þá jafnlaunastefnu, sem
mörkuð var í febrúar, sem hafi verið mikilvæg-
asta forsenda samninganna.
Öll stærstu Verkamannasambandsfélögin á
Samkomulagið víðs fjarri
því að jafna launamuninn,
segir formaður VMSI
Suðvesturlandi og Eining, stærsta verkalýðsfé-
Iagið á Norðurlandi, sögðu upp samningum.
Megn óánægja
Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar,
sagði að ríkisstjórnin væri búin að selja verka-
lýðshréyfingunni sama pakkann tvisvar, fyrst í
febrúar og aftur nú. Kristján Gunnarsson, for-
maður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur
tók undir þetta og sagði greinilegt að klofningur
væri milli forystu ASÍ og forystu VMSÍ. Jón
Kjartansson, formaður Vérkalýðsfélags Vest-
mannaeyja, sagði niðurstöðu launanefndar dap-
urlega. Stjórnvöld og atvinnurekendur hefðu
sýnt verkalýðshreyfingunni lítilsvirðingu.
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSÍ, sagðist vonast eftir að félögin endurskoð-
uðu afstöðu sína og drægju uppsagnirnar til
baka. Félögin hefðu tekið ákvarðanir sínar áður
en lokatilboð vinnuveitenda var lagt fram.
Benedikt Davíðsson, forseti ASI, viðurkenndi
að ágreiningurinn innan launanefndarinnar væri
visst áfall fyrir ASÍ. Það færi ekki á milli mála
að mikil óánægja væri innan ASÍ með þróun
launamála og hún yrði áfram til staðar þrátt
fyrir samkomulag launanefndar. Unnið yrði að
því á næstu mánuðum að sameina verkalýðs-
hreyfinguna um að beita því afli sem hún byggi
yfir til að skapa íslensku launafólki kjör og vinnu-
aðstæður í samræmi við það sem væri í þeim
löndum sem við vildum helst bera okkur saman
við._
Á fundi í stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks,
var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3 að segja
samningum ekki upp. Tveir sátu hjá. Starfs-
mannafélag ríkisstofnana samþykkti hins vegar
uppsögn samninga, eitt aðildarfélaga BSRB.