Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Björk á uppleiö SMÁSKÍFA Bjarkar Guðmunds- dóttur, It’s Oh So Quiet, af breið- skífunni Post, er nú í fjórða sæti breska vinsældalistans og á uppleið. Ekkert íslenskt lag hefur náð svo hátt. It’s Oh So Quiet er þriðja smáskífan af breiðskífunni Post sem kom út í sumar. Lagið kom út fyrir mánuði og fór þá í níunda sæti listans. Því var þá spáð að það félli niður um nokkur sæti, en þegar Björk fékk MTV-verðlaunin sem söngkona ársins hækkaði það sig í áttunda sætið, síðan í sjötta sætið og nú í fjórða sætið. FRÉTTIR Stjórnendur Háskóla íslands lýsa áhyggjum vegna afgreiðslu fjárlaga Róttækar aðgerðir ef komast á hjá greiðsluþroti HÁSKÓLI íslands telur brýnt að fá 70 millj. kr. aukið framlag til að tryggja að kennsla geti orðið með viðunandi hætti. Bjöm Bjamason menntamálaráðherra sagði að þessi mál væm til athugunar við afgreiðslu íjárlaga á Alþingi. „Þetta erindi barst í dag og menn hljóta að skoða það. Fjárlaganefndin er með fjárlagafrumvarpið til meðferðar," sagði Bjöm. Stjórnendur Háskólans og Stúdentaráð hafa sent frá sér fréttatilkynningar vegna fjárhags- vanda Háskólans þar sem gagnrýnt er að ekki skuli vera gert ráð fyrir viðbótarfjárveitingum eins og óskað var eftir nú þegar fjárlagafrum- varpinu hefur verið vísað til þriðju umræðu. „Verði ekki komið til móts við óskir Háskól- ans um aukna fjárveitingu til kennslu við af- greiðslu fjárlaga, blasir við að Háskólinn verður að grípa til róttækra aðgerða til að komast hjá greiðsluþroti. Þær munu væntanlega fela í sér stöðvun allra nýmæla, niðurfellingu námskeiða og stöðvun nýráðninga og endurráðninga í þær stöður sem losna,“ segir í fréttatilkynningu frá HÍ. Fjárveiting á nemanda lækkaði um fjórðung á 8 árum Bent er á að vegna stöðugrar fjölgunar nem- enda vex árlegur kennslukostnaður um a.m.k. 20 millj. kr. Þrátt fyrir mikla hagræðingu er árlegur halli á kennslunni nú um 30 millj. kr. og yfirdráttarskuld Háskólans í bönkum nemur 20 millj. kr. í fréttatilkynningu Stúdentaráðs Háskóla ís- lands (SHÍ) segir að fjárveiting á hvem nem- anda í Háskólanum hafi lækkað um fjórðung á átta ámm. Stúdentaráð ætlar að vekja athygli þingmanna á vanda Háskólans með því að senda öllum þingmönnum í dag púsluspil, undir yfírlýs- ingunni „Háskólinn er í molum“. „Verður það síðan verkefni þingmanna að púsla skólanum saman og koma þá jafnframt í ljós fríður flokkur stúdenta og nokkrar vel vald- ar staðreyndir um stöðu skólans,” segir í frétta- tilkynningu SHÍ. Morgunblaðið/JúlfuB LÖGREGLA kom að Búnaðarbankanum innan nokkurra mínútna frá því að viðvörunarbúnaður og símhringing frá sjónarvotti gerðu vart um ránið en þá voru bankaræningjarnir á bak og burt. Aætlun Flugmála- stjómar samþykkt ALÞJÓÐAFLUGMÁLASTOFNUN hefur samþykkt viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir Alþjóðaflug- málastofnunina besta umsagnarað- ila um þetta mál. Viðurkenning hennar hreki fullyrðingar flugum- ferðarstjóra um að fyllsta öryggis verði ekki gætt í áætluninni. Áætlunin gerir ráð fyrir að færri flugumferðarstjórar verði við störf en áður. Meginmarkmið flugum- ferðarstjómarinnar er að tryggja öryggi með því að sjá til þess að nægilegur aðskilnaður sé á milli flugvéla og að stuðla að hag- kvæmni í flugi. Þorgeir segir að í engu verði slakað á örygginu með því að setja viðbúnaðaráætlunina í gang en hún muni koma niður á hagkvæmni í flugi. Karl Alvarsson, sem á sæti í samninganefnd flugumferðarstjóra, segir ótvírætt að slakað verði á öryggiskröfum með áætluninni. Áætlunin geri ekki ráð fyrir neinum frávikum og nefndi í því sambandi tilvik í fyrradag um flugvél sem flaug yfír hafíð í 33 þúsund feta hæð þar sem of kalt var til að hún gæti brennt eldsneytið. Vélin varð að lækka sig. „Svona tilvikum er ekki hægt að bjarga við þegar neyð- aráætlunin tekur við, því þá mega i vélar ekki færa sig neitt til, hvorki j upp né niður,“ sagði Karl. Ásgeir Pálsson, framkvæmda- stjóri Flugumferðarþjónustunnar, sagði að sá skilningur Karls væri réttur að í innanlandsflugi yrði að- eins flugupplýsingasvæði fyrir neð- an 24.500 feta hæð. í flugumferð- arstjórn ber flugumferðarstjórinn ábyrgð á aðskilnaði flugvéla og veitir beinar fyrirskipanir en í upp' j lýsingaþjónustu er flugvélum veitt- ) ar upplýsingar um aðra flugumferð j og flugstjórum gefnar ráðlegging-; j ar. „Auðvitað er stjórnað loftrými með mestu öryggi en að veita upP" lýsingaþjónustu er vel innan örygg' ismarka," sagði Ásgeir. Gagnrýni á Alþingi j á Neyðarlínuna hf. Rán við banka og bensín- stöðvar ■ 18. október 1995 reyndi rúm- lega þrítugur maður að stela pen- ingum úr Háaleitisútibúi Lands- bankans. Hann stökk yfír af- greiðsluborð og greip peninga úr skúffu eins gjaldkerans. Við- skiptavinir bankans stöðvuðu hann áður en hann komst út með feng sinn, sem voru nokkrir tugir þús- unda króna. ■ 27. febrúar 1995 rændu tveir menn tvo starfsmenn Skeljungs hf. þegar þeir voru að fara með helgarsölu af bensínstöðvum fyrir- tækisins á höfuðborgarsvæðinu í útibú íslandsbanka í Lækjargötu. Þeir höfðu á brott með sér yfir 5 milljónir króna. Mennimir hafa ekki fundist enn. ■ 25. apríl 1990 myrtu tveir menn starfsmann bensínstöðvar við Stóragerði og rændu um 300 þúsund krónum úr peningaskáp stöðvarinnar. Mennimir vom handteknir og annar dæmdur í 18 ára fangelsisvist en hinn í 20 ára fangelsi. ■ 30. janúar 1987 rændu þrír grímuklæddir menn hundruð þús- undum króna, dagssölu föstudags í Stórmarkaðinum í Kópavogi, þegar þeir réðust á verslunarstjór- ann við útibú Útvegsbankans á Smiðjuvegi. Þeir komust undan. ■ 17. febrúar 1984 réðst ungur maður vopnaður haglabyssu á tvo starfsmenn ÁTVR og stal af þeim dagssölu í Snorrabrautarútibúi ÁTVR, alls 1.840 þúsund krónum, eftir að hafa hleypt af úr hagla- byssunni að bíl starfsmannanna. Maðurinn og vitorðsmaður hans vom síðar handteknir og dæmdir til langrar fangelsisvistar. ■ 9. febrúar 1984 gekk ókunnur maður inn í útibú Iðnaðarbankans í Drafnarfelli og hrifsaði 364 þús- und krónur úr skúffu gjaldkera. Hann komst á brott og hefur ekki náðst. ALVARLEGAR athugasemdir komu fram á Alþingi um fram- kvæmd laga um samræmda neyðar- símsvömn en hlutafélagið Neyðar- línan hf. á að hefja rekstur neyðar- vaktstöðvar um áramótin. Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags, ræddi um Neyð- arlínuna hf. utan dagskrár á Al- þingi og sagði margt benda til að þar væri allt í miklu uppnámi. Að auki væri margt við framkvæmd málsins að athuga þar sem dóms- málaráðherra hefði farið með hana inn í óviðunandi farveg og því gæti engin sátt orðið um neyðarsímsvör- unina. Ögmundur sagði að upphaflega hafí verið gert ráð fyrir því að lög- regla og slökkvilið kæmu að fram- kvæmd þessa máls. Og allir vildu samræma þessa þjónustu en ekki ætti að einkavinavæða hana eins og virtist hafa verið gert. Hluthafar í Neyðarlínunni hf. eru Póstur og' sími, Reykjavíkurborg vegna slökkviliðsins, Slysavarnafé- lag íslands, Securitas hf., Sívaki hf. og Vari hf. Fram komu grun- semdir um hringamyndun einkafyr- irtækjanna sem eiga aðild að Neyð- arlínunni hf. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Alþýðuflokks, sagði að fullyrt hefði verið við sig að Securitas hafí keypt Vara og fyrir lægi að vaktstöð Vara hafí verið flutt til Securitas 1. október. Þá hefði Sívaki ekki sérstaka stjórnstöð en byði við- skiptavinum sínum að tengjast stjórnstöð Securitas. „Er verið að tryggja fákeppni og einokun á þess- um markaði með aðstoð ríkisvalds- ins?“ spurði Lúðvík. Fullt traust Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði að breið samstaða hefði á síðasta ári orðið um lagafrumvarp á Alþingi um framkvæmd sam- ræmdrar neyðarsímsvörunar en samkvæmt því hefði dómsmálaráð- herra verið heimilað að semja við opinbera aðila, sveitarfélög og einkaaðila um framkvæmdina. Val á rekstaraðilum hafi farið fram á grundvelli rekstrarútboðs Ríkis- kaupa og 2. október var gerður verksamningur við áðUmefnda að- ila. Þorsteinn sagðist bera fullt traust til allra þeirra aðila sein • þama ættu hlut að máli og engin ' gild rök hefðu komið fram um það ) gagnstæða. Hann sagði fulla sátt j hafa verið frá upphafi um þann grundvöll sem unnið hefði verið á og dómsmálaráðuneytið hefði unnið eftir forskrift laganna. Þá hefði Samkeppnisstofnun verið látin fylgjast með hveiju skrefi. Ólíkt upphaflegri tillögu Katrín Fjeldsted varaþingmaður i segir að hugmyndir um rekstur _ Neyðarlínunnar hf. séu ólíkar upþ; • haflegri tillögu sinni að samræmdri ( neyðarsímsvörun frá árinu 1986. „Mín hugmynd fólst í því að lög' regla og slökkvilið bæm ábyrgð á að veita neyðarþjónustu. Nú eru hins vegar fleiri aðilar, Slysavarna- félagið og einkaaðilar, komnir iþn í þjónustuna og verkefnin orðin fleiri. Ég er mótfailin því, enda tel ég að hagsmunir einkaaðila og opin' berra aðila geti stangast á. Lö£' regla og slökkvilið eru sama sinn- is,“ segir Katrín og ítrekar að sú afstaða sé mjög skiljanleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.