Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR NOKKUÐ hefur verið fjallað um tannlækning- ar skólabama í fjölmiðl- um að undanfömu, um þá breytingu sem varð á aðsókn til tannlækna þegar gjaldtaka hófst fyrir tánnlækningar skólabama 1992. Og í Morgunblaðinu 5. des- ember og aftur 8. des- ember var frásögn móð- ur sem hélt í góðri trú að sonur hennar væri í öruggu eftirliti hjá skól- atannlækni, en í ljós kom við heimsókn hjá einka- tannlækni vegna bráðat- annpínu að margar tennur voru skemmdar. Hún var að vonum óánægð og krafð- ist bóta. Það er ljóst að í þessu tiiviki urðu samskiptamistök sem væntan- lega hafa verið bætt þegar þetta greinarkom kemur fyrir almennings- sjónir. Vandamál af þessu tagi verða best leyst milliliðalaust. Fleira kemur fram í nefndri um- fjöllun sem gefur tilefni til að gerð sé grein fyrir starfsemi og skipulagi Skólatannlækninga Reykjavíkur og þeim breytingum sem þar hafa orðið á síðustu árum. Hjá Skólatannlækningum Reykja- víkur vinna nú 23 tannlæknar, flestir í hálfu starfi en vinna síðan hálfan dag á eigin stofu sem einkatannlækn- ar. Skólatannlæknamir vinna á stofum sem staðsettar eru í skólunum. Ein stofan er staðsett í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur og þar er þjónað nokkr- um skólum sem ekki hafa tannlækn- ingastofu innan sinna veggja. Skólatannlæknamir fá greitt sam- kvæmt launalið taxta almennra tann- lækna sem eru um 35% af fullum taxta. Það opinbera (sem nú er ríkið) greiðir alian rekstrarkostnað. Skólatannlæknar fá ein- göngu greitt fyrir unnin verk eins og einkatann- læknar og fá því ekkert greitt í sumarleyfum, jólaleyfum, páskaleyf- um eða veikindum. Skólatannlæknar hafa gert verktaka- samning við Heilsu- vemdarstöð Reykjavík- ur um að annast tann- lækningar á skólabörn- um á tannlækningastof- um í skólum í Reykjavík. Skólatannlæknar bera hver og einn ábyrgð á sínum verkum eins og aðrir tannlæknar. Frjálst er að velja milli þjónustu skólatannlæknis og einkat- annlæknis. Einnig er fijálst að velja milli skólatannlækna. Frá 1922 voru skólatannlækningar í Reykjavík greiddar að fullu úr borg- arsjóði. En árið 1974 fóru almanna- tryggingar að greiða hluta kostnaðar vegna tannlækninga vissra hópa, þar á meðal grunnskólanema, en sveitar- félög greiddu það sem á vantaði í 100% fyrir þann aldurshóp. Árið 1991, þegar gildi tóku lög um breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfé- laga, tók ríkið við heilsugæslunni og þar með skólatannlækningum og ári síðar var farið að krefjast greiðslu forráðamanna á hluta kostnaðar vegna tannlækninga skólabama. Við það raskaðist það skipuiag sem kom- ið var hjá Skólatannlækningum Reykjavíkur. Ekki var lengur hægt að kalla böm inn til tanneftirlits nema eftir skriflegri ósk forráðamanna. Fyrir nokkrum áratugum voru tannskemmdir skólabama verulegt Skólatannlæknar, segir Stefán Yngvi Finnbogason, bera hver og einn ábyrgð á sínum verkum. vandamál hér. Tannlæknar voru fáir og tannvemdarstarfsemi í lágmarki. Þeir fáu skólatannlæknar sem þá störfuðu, unnu mest við að lina tannp- ínu og draga úr tennur. Þá vom gervi- gómar algengir hjá ungu fólki. En tannlæknum fjölgaði og þar kom að allar holur vom fylltar. Þá loksins gátu tannlæknar farið að vinna skipulega að tannvemd. Ný og öflug efni til tannvemdar komu á markaðinn, flúorlökk og skomfyllur, og tannskemmdum fækkaði ört. Árið 1984 vom að jafnaði 7 fullorð- instennur skemmdar eða viðgerðar hjá hvequ 12 ára barni. Tíu ámm seinna eða 1994 vom þær aðeins tvær. Nú em um 70% allra grann- skólanema með færri en 5 fyliingar í sínum tönnum og 27% þeirra með allar tennur heilar og óviðgerðar. Aðalstarf skólatannlækna er nú tanneftirlit og tannvemd. Ennþá er þó lítill hópur með slæmar tennur, fleiri en 15 skemmda eða fyllta fleti. Þetta er hinn svokallaði áhættuhópur sem er hættara en öðram við tann- skemmdum. Fyrir nokkmm ámm var, á vegum Skólatannlækninganna og heilsu- gæslunnar, í samvinnu við Tann- læknadeild Háskóla íslands, unnið að þróun á aðferð til að finna þessa áhættueinstaklinga við fjögurra ára skoðun á bamadeildum heilsugæslu- stöðva, eða áður en tennur þeirra fæm að skemmast, með það fyrir augum að beita snemma fyrirbyggj- andi aðgerðum. Starfið var komið nokkuð áleiðis og lofaði góðu, en skipulagsbreytingin, sem áður er nefnd, kom í veg fyrir framhald þeirr- ar starfsemi. í starfsreglum skólatannlækna, sem giltu fyrir skipulagsbreytingu, segir: „Allir nemendur gmpnskólanna skulu skoðaðir af skólatannlækni minnst einu sinni á ári. Mæti bam ekki til tannskoðunar eða tannvið- gerða þegar því ber, skal með aðstoð skólahjúkmnarfræðings og/eða kenn- ara, leita orsakanna og ráða þar bót á.“ Eftir skipulagsbreytingu gátu þess- ar starfsreglur ekki gilt lengur og viss hópur bama lenti utanveltu. Heilsugæsla í skólum hefur verið lögbundin hér á landi síðan snemma á öldinni. Læknir skoðar vissa aldurs- hópa, mæld er hæð og þyngd, sjón og heym prófuð. Gert er berklapróf og bólusett gegn mænusótt og rauð- um hundum. Áherslur hafa breyst þar með ámnum án þess að dregið hafí verið úr þjónustu. Lögð er aukin áhersla á að sinna bömum sem em í áhættuhópi vegna líkamlegra, and- legra og félagslegra vandamála, eins og segir í starfsreglum frá Landlækn- isembættinu. Engum dettur.í hug að innheimt verði gjald fyrir heilsuvemd í skólum. Skólatannlækningar em hluti af heilsuvemd í skólum. Þeirra hlutverk er eftirlit með tannheilsu og tann- þroska bamanna, fyrirbyggjandi að- gerðir og ekki Síst að fínna áhættuein- staklinga sem þurfa á aukinni tann- gæslu að halda. Gjaldtaka í skólatannlækningum mglar það skipulag sem komið var á, dregur úr þjónustunni og stjakar til hliðar þeim bömum sem ef til vill þurfa mest á þjónustunni að halda. Verkefni skólatannlækna hafa breyst gegnum árin. Nú líða mánuðir og jafnvel ár þannig að engin tönn er dregin úr, tannfylling er minni- hluti verkefnanna, en tannvemdarað- gerðir em aðalstarfið. Og það fór ekki hjá því að verkefnum fækkaði hjá skólatannlækningum og hjá þeim einkatannlæknum sem byggt höfðu sína starfsemi á tannviðgerðum skóla- bama. Skólatannlæknum var fækkað og einkatannlæknar reyndu að halda sínu. Einn og einn þótti fara yfir sið- leg mörk við að afla sér viðskipta eins og gengur í harðri lífsbaráttu. Fyrir misskilning og þröngsýni fannst sumum einkatannlæknum að Skólat- annlækningar Reykjavíkur væri helsti samkeppnisaðilinn. Þeir sáu fram á minnkandi tekjur vegna tannviðgerða skólabarna sem auðvitað var vegna bættrar tannheilsu þessa aldurshóps. Nú em augu tannlækna að opnast fyrir því að það sæmir ekki stéttinni að togast á um skólabömin og fagleg- ur metnaður takmarkast ekki við að flúrorlakka heilar tennur. Samstaða hefir náðst með Tann- læknafélagi íslands og Skólatann- lækningum Reykjavíkur um stefnu í tannlækningum skólabama þar sem haft verður að markmiði að ná til allra skólabarna og öll skólaböm fái þá tannlæknisþjónustu sem þeim ber. Skólatannlækningar Reykjavíkur hafæ þá aðstöðu að geta kallað inn þau böm sem einkatannlæknir nær ekki til. Rekstur Skólatannlækninga Reykjavíkur er hagkvæmur og hag- stæður því opinbera. Einkatannlæknir getur boðið upp á þjónustu utan skólatíma. Einka- tannlæknir annast gjarnan alla fyöl- skylduna. Öllum er fijálst að velja sér tann- lækni, skólatannlækni eða einkatann- lækni. Öllum er ftjálst að skipta um tannlækni, skólatannlækni sem einka- tannlækni. Allir tannlæknar bera fulla ábyrgð á sínum verkum, skólatann- læknar sem einkatannlæknar. Flestir skólatannlæknar em líka einkatann- læknar og allir eru þeir féiagar í Tannlæknafélagi íslands. Höfundur er yfirskólatannlæknir. Skólatannlækningar eru hluti af heilsuvemd Stefán Yngvi Finnbogason EG HEFI tekið eftir því, að mjög mörgum kunnum tilvitnunum hefír verið breytt í nýrri þýðingu Nýja-testa- mentisins frá árinu 1981, og það iðulega svo, að þær þekkjast naumast aftur. Svo virð- ist, sem prestastétt landsins ætli að láta þessa nýju þýðingu af- skiptalausa, þ.e. þeir ætli að þegja um að þessi biblíuþýðing er ónothæf vegna lágkúrulegs orð- afars og beinlínis falsana á aldagömlum texta á Nýja-testamentinu, sem haldist hefír að mestu óbreyttur í nær 500 ár. Þýðing Odds -Gottskálkssonar 1540 var fyrsta bók- in, sem prentuð var á íslenzku, og er talin hafa bjargað íslenzkri tungu frá glötun. Þessi þýðing ætti að vera helgur dómur kennimönnum, mál- fræðingum og allri þjóðinni. Þetta varð til þess, að eg keypti nýlega hina nýju þýðingu, sem hefir orðið mér til sárrar skapraunar, og eg skal ekki skorast undan því að láta van- þóknun mína í ljósi. Kirkjan ætti sem allra fyrst að innkalla þessa nýju „þýðingu" og gefa út þá gömlu á gullaldarmálinu að nýju. Þessi nýja þýðing er Nýja-testamenti hinna van- .-crúuðu, ekki þeirra sem trúa. Hið dulúðarfulla upphaf Jóhann- esarguðspjalls, sem jafnframt er guð- spjall jóladags, er í minni Biblíu frá 1974 alls 22 línur, en á því hafa ver- ið gerðar 32 breytingar. Sem dæmi má taka upphafsorðin: „I upphafí var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði. ‘Allir hlutir em gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. í því var’ líf, og lífið var ljós mannanna; og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefír ekki tekið á móti því.“ Nýja þýð- • ingin frá 1981 er svona: „í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.“ Allir geta skynjað og skilið lágkúmna og rangfærslumar í þessari nýju þýðingu, þegar þeir hafa tign eldri textans til hliðsjónar. En svona er um flest í þessari nýju út- gáfu. Flestir kennimenn nota enn gamla textann. Þó kemur það iðulega fyrir að sumir nota nýju „þýðinguna" um þekkta ritningarstaði, og þá þekkjast þeir ekki fyrir lágkúranni, og hafa oft misst gildi sitt. Hver er þessi Hann, sem var í upphafí hjá Guði og allir hlutir urðu fyrir samkvæmt nýju þýðingunni? Eg hefí heyrt mætan kennimann segja að átt sé við Krist. Ef svo væri, myndi upphaf Jóhann- esarguðspjalls hljóða þannig: „í upp- hafí var Kristur, og Kristur var hjá Guði og Kristur var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði og allir hiutir vora gerðir fyrir Hann.“ Við vitum vel að þetta var ekki svona, og þess vegna er nýja þýðingin ekki aðeins röng þýðing, heldur bein fölsun. Hlutverk Krists var þessa heims. Hann kom í heiminn til að bera sannleikanum • • Að mati Onundar Ásgeirssonar stendur ný þýðing Nýja testa- mentisins langt að baki eldrí þýðingn. vitni, því að náðin og sannleikurinn kom í heiminn fyrir hann. Hann var ekki aðeins JHVH, sonur Guðs, hanr. var einnig JHSVH, sonur Guðs til frelsunar manna hér á jörð. „Orðið“ í upphafí Jóhannesarguð- spjalls er þýðing á gríska orðinu LOGOS. Þetta hefír fram til þessa verið talið merkja fmmkraft sköp- unarverks Guðs eða hið framkvæm- andi afl sköpunarverksins. Þetta er það afl, sem kirkjan hefír nefnt heil- agan anda, í sambandi við sköpunar- verk Guðs. Sama hugsun kemur fram í upphafí GENESIS: „í upphafí skap- aði Guð himin og jörð, en jörðin var auð og tóm og myrkur grúfði yfír djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötn- unum.“ Þar er það einnig heilagur andi Guðs, sem framkvæmir sköpun- arverkið. Nú sýnist mér sem nýju þýðendumir skilji ekki lengur hlut- verk heilags anda, eða telja sig ekki þurfa ekki á því að halda. Samt var fyrsti biskupsstóll íslands, Skálholts- kirkja, vígð heilögum anda frá upp- hafí. Kristur kom í heiminn til þess að orð ritninganna skyldu rætast. Pyt- hagoras hafði, 600 ámm fyrir komu - Krists, skilgreint hið skapandi afl og hið framkvæmandi afl sköpunar- verksins, með þríhymingnum 3, 4, og 5, sem við hann er jafnan kennd- ur. Faðirinn, talan 3 eða eldur- inn/andinn/karleðlið, er hið skapandi afl, Móðirin, eða Heilagur andi, er talan 4 eða vatnið/jörðin/kveneðlið, eru hið framkvæmandi afl, en saman mynda þau nýtt sköpunarverk: Son- inn. Þetta er hin foma trúarhugmynd að baki þrenningunni, bæði í Fom- Egyptalandi, Indlandi og víðar. Þetta er það, sem verið er að fela með föls- un upphafs Jóhannesarguðspjalls. Þetta getur þó ekki breytt þeirri stað- reynd sköpunarverksins, að það bygg- ist á karleðli, talan 3 og kveneðli, talan 4, sem saman verða að koma til að mynda sköpunina. Engin mann- leg fölsun getur brejdt þeirri stað- reynd sköpunarverksins. Verið ekki vantrúaðir, heldur trú- aðir, segir Páll postuli. Trú verður ekki kennd af öðmm, menn verða að tileinka sér hana sjálfír, hver fyrir sig. Dapurlegt er því að upplifa það trúleysi, sem fram kemur í nýju þýð- ingunni. Hér skulu aðeins nefnd nokk- ur dæmi: Markús 5-23': Dóttir Jairus- ar. „Kom og legg hendur yfir hana, að hún verði heil og haldi lífí.“ Nýja þýðingin: „að hún læknist og lifí“. Þetta er afneitun á mætti Heilags anda. Markús 5-34: Jesús segir við konuna, sem trúði því að hún yrði heil fengi hún snert klæði hans: „Trú þín hefír gert þig heila.“ Nýja þýðing- in: „Trú þín hefír bjárgað þér.“ Þessi þýðing er út í hött. Menn frelsast fyrir trú, og menn verða heilir fyrir trú. Að bjargast eða læknast er ann- ars eðlis, og tilheyrir hinni jarðlegu framkvæmd. Sama villan er í þýðin- unni af Bartimeusi blinda, Mk. 10-52. Má svo lengi telja, þótt ekki verði það gert hér. Þess er ekki látið getið, hveijir stóðu fyrir þessari nýju „þýðingu" á Nýja-testamentinu. En tómlæti mál- fræðinga og kennimanna þjóðkirkj- unnar um þessi spjöll á biblíunni er ekki afsakanlegt. Kirkjan ætti að hafa forgöngu um varðveizlu hins fagra orðbragðs Nýja- testamentis Odds (meða breytingum fram til út- gáfunnar 1974), sem liðnar kynslóðir hafa haft að homsteini trúar sinnar. Þetta verður bezt gert með því að gefa það aftur út óbreytt, og viðhalda því til frambúðar. Nýja „þýðing“ hinna vantrúuðu eða trúlausu mun síðan gleymast í tímans rás. Að endingu er rétt að nefna hina nýju trúvillu, sem nefnd er „kvenna- guðfræði". Hún felst í þeim útúrsnún- ingi á biblíunni, að konum sé gert lægra undir höfði en körlum, sem er rangt. Þessi trúvilla felst einkum í því, að „Faðirvorinu" er snúið upp í „Móðirvorið“ til að bæta úr misskildu misrétti við konur. í annan stað er því haldið fram, að Heilagur andi bibl- íunnar sé karlkyns (og þannig talið niðurlægjandi fyrir konur), af því að málfræði íslenzkunnar er þannig hátt- að. Fmmmynd trúarbragðanna er talin ættuð frá karlguðnum Osiris og drottningu hans Isis, en saman eign- uðust þau soninn Horus. Þetta er endurspeglun af raunvemleika mannsins. Enginn hefír séð Guð, stendur skrifað í biblíunni. Kaþólska kirkjan hefír ávallt viðurkennt kven- hlið trúarinnar með tilbeiðslu Maríu Guðsmóður. Væri ekki einfaldara að sameina kirkjumar, og þannig við- urkenna hina upphaflegu kristni, en að búa til einhver ný trúarbrögð úr einhveju óskiljanlegu íslenzku bijóst- viti, sem enginn getur tekið mark á? Meðan ekkert er að gert, liggur ís- lenzka þjóðkirkjan undir ámæli fyrir að kveða ekki niður þessa nýju villu- trú. Áður var fólk brennt fyrir að boða villutrú eða afskræma kenningu biblíunnar. íslenzkir kennimenn vinna eiða að því að prédika hina einu sönnu kenningu. Hvert stefnir? Það verður að viðhalda hreinleik kenningarinnar, annars missir hún kraft sinn og eðli. Höfundur er fyrrverandi forsijóri. Ónothæf biblíuþýðing Önundur Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.