Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áfram að rífast herrar mínir. Þið sparið okkur heilmikið með því að þurfa ekki að hafa nema myndir af viðmælendum. . . Kennarafélögin um fyrirhugaðan flutning grunnskólans Telja að tíminn sé að renna út STJÓRNIR Hins íslenska kennara- félags og Kennarasambands íslands hafa sent frá sér ályktanir þar sem því er lýst yfir að verði ýmis mál sem varða réttindi kennara ekki frá- gengin fyrir miðjan janúar á næsta ári sé sjálfgefið að fresta verði flutn- ingi grunnskólans frá ríki til sveitar- félaga, sem fram á að fara 1. ágúst 1996. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segist fagna því að kennarar setji sér það markmið að Ijúka þess- um málum fyrir miðjan janúar. Það komi síðan í hlut ríkisvaldsins að semja lagafrumvarp eða gera tillög- ur um lagabreytingar í ljósi niður- staðna þeirra nefnda sem eru að fjalla um þessi mál. „Ég á ekki von á öðru en að þetta gangi eftir,“ seg- ir hann. Mikil vinna eftir „Réttindanefnd skipuð fulltrúum kennarafélaganna, sveitarfélaga og ríkisins hefur eftir linnulaus fundar- höld lagt fram drög að skýrslu um yfirfærslu réttinda kennara og Menntamálaráð- herra segir undir- búníngsstarfið ganga vel skólastjórnenda í grunnskólum. Vinna við nauðsynlegar lagabreyt- ingar er hins vegar enn ekki hafin og umfjöllun um yfirfærslu kjara- samninga er skammt á veg komin. Miðað við þá staðreynd að tiilögur um lagabreytingar áttu að liggja fyrir um miðjan október er Ijóst að í nokkurt óefni er komið og mikil vinna eftir,“ segir í ályktun kennara- félaganna. Stjórnir kennarafélaganna benda m.a. á að fyrirvarar kennarafélag- anna fyrir flutningnum séu enn í fullu gildi. Samningsbundin og lög- bundin réttindi kennara og skóla- stjórnenda hafi ekki verið tryggð, sveitarfélögum ekki verið tryggðir tekjustofnar til að stana undir öllum rekstri grunnskóla. Gæta þarf fullrar varúðar Menntamálaráðherra segir að verkefnisstjórn og sérnefndir sem hafa fjallað um þessi mál hafi unnið ákafiega vel. „Það er Ijóst að starfið er komið á lokastig og réttinda- nefndin svokallaða er að ljúka sínum störfum, að því er ég tel. Þegar því er lokið höfum við betri yfirsýn yfir málið og þá kemur að því að ljúka fjárskiptum rnilli ríkisins og sveitar- félaganna. Ég hef lagt áherslu á að það sé nauðsynlegt að gera þetta allt í samkomulagi," sagði Björn. Hapn kvaðst þó aldrei hafa sett ákveðnar dagsetningar vegna þessa undirbúnings. „Ég hef talið mjög brýnt að gera þetta á þann hátt að fullrar varúðar væri gætt. Ég hef kallað grunnskólann fjöregg ís- lensku þjóðarinnar, og það er mjög vandasamt verk að flytja hann frá ríkinu til sveitarfélaga. Ég er ekki úrkula vonar um að okkur takist að gera það með þeim hætti sem lögin mæla fyrir um,“ sagði Björn Bjarna- son. Heilsdagsskóli áfram SAMKOMULAG hefur náðst um heilsdagsskólann milli borgaryfir- valda og skólastjóra grunnskóla í Reykjavík og verður rekstur skólans óbreyttur eftir áramót. Sigrún Magnúsdóttir, formaður skólamálaráðs, sagði að viðræður hefðu staðið yfir við skólastjóra að undanförnu og að samkomulag hefði náðst á fundi sem haldinn var í gærmorgun. Skólastjórar hafi verið búnir að ákveða að ef samningar tækjust ekki á fundinum yrði sent bréf til foreldra um að staða heils- dagsskólans væri óviss. Sagði hún að einn skólastjóri hefði samt sem áður sent út bréf þrátt fyrir að við- ræður stæðu yfir. „Þetta var ákveðin kjaradeila," sagði Sigrún. „Þeir eru. ríkisstarfs- menn skólastjórar en sinna ýmsu að auki fyrir sveitarfélögin." Eftir að umfang heilsdagsskólans varð jafn mikið og raun ber vitni hafi verið ákveðið að í hverjum skóla yrði umsjónarmaður með skólanum og umfangsmikii innheimta, sem skólastjórar sáu um, var færð yfir í banka. „Kannski hleypti það illu blóði í skólastjórana að I haust féngu þeir ekki greidd laun fyrir ágústmánuð, þar sem samkomulagið hafði runnið út og hafði ekki verið endurnýjað," sagði Sigrún. „Það kom þessum bolta af stað og þá var farið að semja. Mér skilst að þetta séu nokkum veg- inn óbreyttar mánaðargreiðslur eins og verið hefur í haust en síðan komi einhver ein greiðsla fyrir álagið sem er óneitanlega við skráningu á vor- og haustönn.“ Rektor IMorræna heilbrigðisháskólans Skóli í hæsta gæðaflokki Guðjón Magnússon GUÐJÓN Magnússon hefur verið ráðinn rektor við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg frá 1. janúar nk. Sögu skólans'má rekja til ársins 1956, þegar starf hans byijaði með styttri námskeiðum á norrænum grunni í félagslækningum, sem þá var tiltölulega ný grein. Þetta starf þróaðist í það, að árið 1978 var formlega stofnað til nám- skeiða sem gefa prófgráðu, meistarapróf í heilbrigðis- vísindum. Guðjón Magnús- son hefur lengi verið stundakennari við þennan skóla og gegndi starfi pró- fessors við hann í eitt ár. - Hvenær fórst þú að kenna við Norræna heil- brigðisháskólann ? Ég byijaði að kenna þar árið 1981 og hef verið þar stundakenn- ari allar götur síðan. Ég var sett- ur próféssor þar árið 1991 í eitt ár í samfélagslækningum. Árið 1987 tók starfsemi þessa skóla stórt skref fram á við. Þá fékk hann ný og rýmri húsakynni og starfsemi hans var endurskoðuð. Síðan hefur hann verið til húsa á skemmtilegum stað í Skeijagarð- inum við Gautaborg. Hlutverk þessa skóla er að vera leiðandi afl í heilbrigðisvísindum á Norðurlöndum. Meðalaldur nem- enda er 40 ár. Nemendahópurinn er merkilegur af þremur ástæðum. í fyrsta lagi er þetta norrænn skóli, menn hafa því mismunandi sjónarmið sem gefur mikla mögu- leika í kennslu, töluverður munur er á skipulagi heilbrigðismála milli Norðurlandanna. í annan stað er skólinn líka merkilegur fyrir það að nemendur hafa mikla reynslu. Þeir hafa lok- ið námi í sínum greinum; læknis- fræði, hjúkrun, félagsráðgjöf, fé- lagsfræði, verkfræði, lögfræði o.fl., en að auki er starfsreynsla. í þriðja lagi kemur fólk þarna til styttri tíma í einu, yfirleitt til eins eða tveggja mánaða nám- skeiða, og safnar þannig á nokkr- um árum því námi sem það síðan lýkur. Það þarf átta mánaða nám til þess að fá prófskírteini í heil- brigðisvísindum. Skrifa þarf rit- gerð og fá hana metna til þess að fá meistarapróf .Nú fer þeim fjölgandi sem stunda rannsóknir og ljúka dokt- orsprófi. í þéssum skóla koma sam- an bestu kennslukraftar sem völ er á hverju sinni og framúrskar- andi nemendur. Þetta er skóli í hæsta gæðaflokki. - Hvar standa Norður- lönd í heilbrigðismálum miðað við önnur lönd? Mjög framarlega. Þau hafa verið má segja ieiðandi afl í áratugi í þess- um efnum. Það gera fjárhagslegir yfirburðir þessara landa og tiltölu- lega jöfn skipting tekna milli þegnanna. Allir hafa haft jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. Þessi atriði eru talsverð sérkenni á Norðurlöndunum. Annars staðar er talað um „norrænu félagslegu fyrirmyndina“. Velferðarsamfélag Norðurland- anna er nánast goðsögn víða ann- ars staðar, sem menn þar sækjast eftir að fræðast um. Norðurlöndin hafa líka þá sérstöðu að vera þrátt fyrir allt afskaplega menningar- lega skyld, sem gerir miðlun milli landanna auðveldari. - Hverju munt þú beita þér fyrir sem rektor hins Norræna heil- ► Guðjón Magnússon er fæddur í Reykjavík árið 1944. Hann lauk læknaprófi frá HÍ 1971 og doktorsprófi í félagslækningum frá Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi 1980. Hann var að- stoðarlandlæknir í tíu ár en hefur sl. fimm ár gegnt starfi skrifstofustjóra í heilbrigðis- ráðuneytinu. Guðjón er kvænt- ur Sigrúnu Gísladóttur skóla- stjóra og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Þau eiga þrjá syni. brigðisháskóla? Skólinn stendur á vissan hátt á tímamótum núna. Ekki síst vegna þess að Norðurlöndin eru að opn- ast gagnvart öðrum hlutum Evr- ópu, þijú Norðurlönd af fimm eiga aðild að Evrópusambandinu. Þetta breytir ýmsu. Þessi þijú lönd sækja talsvert mikið á heilbrigðis- sviðinu í Evrópusamstarfið. Það er spurning hvernig skólinn aðlag- ar sig því. Hann er norrænn en hversu alþjóðlegur verður hann? Mörg skemmtileg verkefni virð- ast blasa við, svo sem að taka þátt í þróuninni í Austur-Evrópu. Þar gæti skólinn leikið töluvert stórt hlutverk í kennslu, fræðslu og við rannsóknir. Einnig má sjá fyrir sér að hægt væri að koma á í auknum mæli námskeiðum fyrir starfsmenn líknar- og mannúðar- félaga sem starfa í Austur-Evrópu og víðar. - Hvernig er fjárhagsgrundvöllur þessa skóla? Hann er mjög sérstakur. Skól- inn selur námskeiðsmánuði gegn- um Norðurlandaráð, þannig að einstök lönd kaupa ákveðinn fjölda mánaða. Við Islendingar kaupum milli ellefu og tuttugu námskeiðs- mánuði á ári sem síðan er ráðstafað eftir um- sóknum. Námskeiðin eru mjög vönduð enda er ekkert til sparað hvað kennslukrafta snertir. Markmið skólans er að vera „gæðalegur miðpunktur" ef svo má að orði komast. Ég mun stefna að því marki í mínu starfi þar. - Mun eiginkona þín segja starfi sínu lausu og fylgja þér til Svíþjóð- ar? Sigrún kona mín ætlar ekki að segja starfi sínu lausu. Hún fylgdi mér þegar ég fór út í sérnám en nú er erfiðara um vik. Hún er forseti bæjarstjórnar í Garðabæ og er á miðju kjörtímabili. Henni líka afar vel þau störf sem hún gegnir nú, bæði skólastjórnin og afskiptin af stjórnmálum. Hugs- anlega tekur hún leyfí um tíma síðar, en ekkert er þó afráðið í þeim efnum enn sem komið er. Leiðandi afl í heilbrigðis- vísindum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.