Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VÍSNAÞÁTTUR Hefði það ekki betra í himnaríki Farið er um víðan völl í vísnaþættinum að þessu sinni. Pétur Blöndal er umsjónar- maður þáttarins. „MÉR DATT aldrei í hug að það gengi svona vel,“ segir Þórður Hall- dórsson frá Dagverðará, en hann hélt nýlega sýningu á verkum sínum í Menningarstofnun Bandaríkjanna. „Það var eins og allir vildu allt fyr- ir mig gera.“ Sýningin var opnuð 25. nóvember síðastliðinn á níræðisafmæli Þórðar, en hann er fæddur árið 1905. „Margir komu á sýninguna vegna þess að þá langaði til að líta gamal- mennið augum, en fundu svo ekk- ert gamalmenni," segir hann. Hann er einn af fáum sem geta státað af því að hafa leikið á Elli kerlingu: „Ég kann ráð við þessu öllu. Eg get hoppað eins og fífl, er hvergi stirður og ekki einu sinni farinn að fá gigt ennþá.“ Hann segist ekki vera skjálfhentur fyrir fímm aura: „Ég fór á sjó fyrir nokkru og skaut fímmtán svart- fugla án þess að eitt einasta skot geigaði. Það er ekki nokkur skapað- ur hlutur að hjá mér og ég vildi ekki hafa það betra í himnaríki." Á sýningu sinni bregður Þórður á það nýmæli að gera vísur við hvert málverk og kennir ýmissa grasa. Þórður segist fá kraft úr jöklinum og við málverkið „Nýárs- nótt á jöklinum" er vlsan: Þar glitrar jökullinn himinhátt, þar hafaldan brosir við steina, þar Lóndrangar eiga sinn mikla mátt og minningar fomar geyma. Við myndina Faldafjúk yrkir hann: ísalandi eyðist bær öldur sandi bifa kaldur andi, grund ei grær gerist vandi að lifa. Að lokum er rétt að taka vísu við málverk af fæðingarstað og bemskuslóðum listamannsins eða Bjamarfossi í Staðarsveit: —s Þótt skrautið sé fágað og hallimar hækki má hamingju iífsins þar kasta á glæ, þó skuggamir lengist og ljósbrotin smækki var langbest hjá mömmu í fátækum bæ. Válynd veður á Vopnafirði HALDINN var bókaupplestur á Vopnafírði í byijun desember. Þar komu fram nokkrir rithöfundar sem gefa út bækur fyrir jólin. Við sama tækifæri köstuðu Ólína Þorvarðardóttir ög Hákon Aðalsteinsson fram vísum, en ljóðabók eftir Hákon kom út síðastliðinn föstudag. Ólína segir að flugið hafi gengið illa til Vopnafjarðar og áhöld hafí verið um það í mestu hryðjunum hvort flugvélin gæti lent. Allt hafi þó farið vel að lokum og Aðalheiður og Sigríður Dóra, sem stóðu fyrir uppákomunni, hafí tekið glaðbeittar á móti henni á flugvellinum: Þeir segja að veður válynd hér veiki styrkleik tauga, en sólin ljómar sýnist mér hér sæl úr hveiju auga. Sigríður Dóra hefur ekki fengið orð á sig fyrir að vera hlédræg kona eða feimin. Það kom þvi Hákoni í opna skjöldu þegar hún byijaði dagskrána á því að segja að hún myndi draga sig í hlé og hann ætti að sjá um kynningu milli þátta: Ótrúlegur atburður undrar fljóð og drengi, Sigga Dóra situr kjur og segir ekkert, - lengi. Að sögn Ólínu reyndi Hákon að sjá um að allt færi siðsamlega fram og menn væru ekki að kitla aðrar taugar en hláturtaugarnar. „Honum gekk nokkuð sæmilega að halda rithöfundunum í skefjum," segir hún: Líður dátt um Ijóðagátt, leikum mátti una, harla átti Hákon bágt að hemja náttúruna. Á meðal þeirra rithöfunda sem komu fram var Gunnar Gunnars- son, sem kynnti bók sína „Undir fjalaketti". Hákoni varð vísa á munni: Gunnars rós i pllnum reit grær á viskubletti, dregur öll sín andlegheit undan Qalaketti. Að síðustu kom Ólína með hnitmiðaða mannlýsingu á Hákoni: Elginn veður ætíð kátt, andann seður glaður, Hákon kveður harla dátt, hann er séður maður. Bók Hákonar ber heitið Oddrún og er nefnd eftir ættarfylgju hans. Hún fyrirfór sér út af forföður hans og sór þess eið að fylgja ættinni í níu ættliði. „Ég skírði bókina eftir henni, svona til að hressa upp á hana, vegna þess að mér fínnst heldur vera farið að draga af henni,“ segir hann. Margar fallegar vísur eru í bókinni, meðal annars þessar, sem eru kveðja á fímmtugsafmæli: Morgunblaðið/Kristinn „ÞAR glitrar jökullinn himinhátt," segir í vísu Þórðar Halldórssonar við málverkið „Nýársnótt á jöklinum". Morgunblaðið/Silli HAGYRÐINGARNIR Hjálmar Freysteinsson og Friðrik Steingrímsson á góðri stundu á Húsavík. KATRÍN Eymundsdóttir, stjórnandi tískusýningar og kvenfélagskona með meiru, ávarpar gesti. Áfram líður ævin ströng alltaf vantar tíma, hér er unnin hörð og löng hálfrar aldar glíma. Þó að hér sé brotið blað bætist nú við árin, eríitt mun að standa í stað og stöðva gráu hárin. Þó að lýsist brún og brá er best að vera glaður, því von er til þú verðir þá virðulegur maður. Vísnatrúðar á Húsavík Heldur lengra er síðan hagyrðingastefna var haldin á Húsavík. Þá leiddu saman hesta sína Friðrik Steingrímsson, Hjálmar Freysteinsson, Ósk Þorkelsdóttir og Björn Þórleifsson, en Pétur Pétursson sá um fundarstjóm. Vettvangurinn var fjölsótt samkoma kvenfélagsins á Húsavík. Hjálmar Freysteinsson er Norðlendingum að góðu kunnur sem hagyrðingur og ekki fer á milli mála hvert hann á að sækja það: Mannkosti tíundað mína ég gæti marga og hvergi ýkt, en þingeysk hógværð og lítillæti leyfir mér ekki slíkt. Hann yrkir um Björn Þórleifsson: Bjöm með skáldum betri telst í bragfræðinni slyngur, svo maður gæti haldið helst hann væri Þingeyingur. Ekki það að Björn sé ekki fullfær um að lýsa sjálfum sér: Vestur á fjörðum var mín rót, virtist i æsku prúður, en nú er mér sagt á mannamót að mæta sem vísnatrúður. Þá er komið að Friðrik: Friðrik heiti, fáum kær, fleyti mér á stuðlabárum, og ég fæddist fyrir nær íjörutíu og tveimur árum. Hann kynnir síðan Ósk til leiks: Ósk er lífsins alda há. Ósk er fylling vona. Ósk er það, sem allir þrá. Ósk er sómakona. Mörgum eru eflaust ennþá ofarlega í minni þær deilur sem risu í Mývatnssveit í lok sumars. Þá hafði sveitarstjórnin ákveðið að flytja allt skólahald sveitarinnar í nýjan skóla við Reykjahlíð, en Suðursveitungar mótmæltu því vegna langs aksturs í skólann fyrir hluta barnanna. Á endanum varð úr að skólasel verður rekið í vetur í Skútustaðaskóla, en Ósk velti því fyrir sér hvort allar deilur væru koðnaðar niður: Sitja allir sem á nálum? Sjóða upp úr máiin heit? Hvað er títt af kærumálum? Er komin sátt í Mývatnssveit? Friðrik var skjótur til svara: Ég fréttimar fátækar nefni, þig fýsir að vita hvert stefni. Það er engin sátt, þó menn segi hér fátt, heldur skortur á ágreiningsefni. Skemmst er frá því að segja að glatt var á hjalla þetta kvöld á Húsavík og greinilegt að áheyrendur kunnu vel að meta það sem hagyrðingarnir höfðu fram að færa. Osk hafði þó gert sér vonir um að sveitungar hennar hefðu meira til málanna að leggja: Því ég trúa þarf í kvöld að Þingeyingar liggi í valnum. Þögnin rikir þúsundföld, það er enginn botn úr salnum. Hagyrðingamir léku á als oddi, köstuðu fram fjölmörgum vísum og fylgdi þeim oftast meira gaman en alvara eða eins og Björn kveður: Ég mun greinast greindartregur, gaspra um allt, sem mér er kært, en að vera alvarlegur engan veginn get ég lært. Lokaorðið á Hjálmar: Ég hef lögmál aðeins eitt í öllu vísnastriti og það er að yrkja ekki neitt af alvöm né viti. GLER OG KERAMIK EFTIR ÞEKKT LISTAFÓLK FJÖLBREYTT ÚRVAL Hringur Jóhanneson Ertu í vandræðum með gjöf til elskunnar þinnar? Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist ART GALLERY RAUÐARÁRSTÍG SÍMI 551 0400 OPIÐ A KVOLDIN TIL JOLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.