Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 55 MINNINGAR BRYNDÍS LEIFSDÓTTIR + Bryndís Leifs- dóttir fæddist 29. janúar 1925 í Baldursheimi í Mý- vatnssveit og andaðist í Borgar- spítalanum í Reykjavík 7. desem- ber sl. Foreldrar Bryndísar voru hjónin Leifur Sig- urbjörnsson og Unnur Ragnheiður Valdimarsdóttir. Þau eignuðust sex börn og var Bryndís næstelst. Systkini hennar voru Kári, f. 28. maí 1922, búsettur að Brattahlíð á Tjörnesi og er hann sá eini sem lifir systur sína. Hin voru Sig- rún, f. 1. maí 1927, d. 29. okt. 1994, Haukur, f. 20. sept. 1928, d. 22. okt. 1994, Óskar, f. 8. mars 1939, d. 2. febr. 1986, og stúlka, tvíburi á móti Óskari, f. 8. mars 1939, d. sama dag. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. BRYNDÍS ólst upp hjá foreldrum sínum í Baldursheimi, í Reykjahverfi og á Tjör- nesi en þau voru bú- andi á þessum stöðum. Á unglingsaldri fór Bryndís til Akureyrar og vann þar við heimil- is- og framleiðsluStörf um tveggja ára skeið. Árið 1943 þann 1. desember eign- aðist hún son, Ragnar Leifs með Rawel McFadder, bandarískum her- manni, en þau slitu sambandi. Varð drengurinn eftir hjá móðurforeldr- um og ólst þar upp til 14 ára ald- urs, en þá lést amma hans. Til móður sinnar, sem þá var búsett í Reykjavík, fór Ragnar og dvaldi þar. Hann býr nú á Seltjarnarnesi, t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, GARÐAR GUÐJÓNSSON, Engimýri 2, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 15. desember. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eða endurhæfingardeild Krist- nesspítala. Freyja Eiriksdóttir, Viðar Garðarsson, Sonja Garðarsson, Asa B. Garðarsdóttir, Árni I. Garðarsson og fjölskyldur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, JÓN EGGERT SIGURGEIRSSON skipstjóri, Völusteinsstræti 14, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bol- ungarvík fimmtudaginn 21. desember kl. 11. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Jónína Kjartansdóttir, Víðir Jónsson, Jóna Arnórsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Jón Matthíasson, Guðmundur Þ. Jónsson, Vigdis Hjaltadóttir, Friðgerður B. Jónsdóttir, Svala Jónsdóttir, Birkir Hreinsson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN H. GUÐMUNDSSON fyrrverandi bóndi, Grímsstöðum, Reykholtsdal, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju miðvikudaginn 20. desem- ber kl. 14.00. Gréta Guðmundsdóttir, Andrés Kristinsson, Ásta Ragnarsdóttir, Kristín Munda Kristinsdóttir, Hörður Stefánsson, Guðmundur Kristinsson, Steinunn Garðarsdóttir, Sigurður Kristinsson, Ósk M. S. Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar og móðurbróðir, ODDGEIR GESTSSON, Hringbraut 70, Keflavík, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 14.00 Líney Gestsdóttir, Inga Gestsdóttir, Oddný Gestsdóttir, Jenný Gestsdóttir og Hafdís Karlsdóttir. er kvæntur Jóhönnu Felixdóttur og eiga þau tvö börn, Bryndísi og Fel- ix, og eru barnabörnin tvö. 1945, hinn 21. júní, eignaðist Bryndís annan son, Þröst Hreins, með sam- býlismanni sínum Elíasi Hannes- syni, en þau slitu sambúð á sama ári. Þröstur fór til föðurforeldra sinna aðeins þriggja mánaða gam- all vegna heilsubrests móður sinn- ar. Hann býr nú á Seltjarnarnesi, er kvæntur Guðbjörgu Friðþjófs- dóttur og eiga þau tvö börn á lífi, Lilju og Helga Leif og þijú barna- börn, en eitt barn misstu þau. I mörg ár var heilsa Bryndísar afar léleg og þurfti hún að gangast undir erfiðar bakaðgerðir. Hún var að eðlisfari mjög glaðlynd, skörp og harðdugleg. Hún vann að nokkru bug á veikindum sínum þótt ekki yrðj hún heil heilsu. Árið 1954 hóf Bryndís sambúð með Guðmanni Hannessyni vörubif- reiðastjóra og stóð sú sambúð allt þar til Guðmann lést 25. desember 1994. Heimili þeirra stóð lengst að Hlíðargerði 25 í Reykjavík eða til haustmánaða 1994 er þau fluttu að Droplaugarstöðum, en þá var heilsa beggja orðin mjög léleg. Þegar Bryndís kom á heimili Guðmanns voru þar tvö börn hans úr fyrri sambúð, Sigríður og Rún- ar. Reyndist Bryndís þeim og börn- um þeirra mjög vel svo og móður Guðmanns sem einnig var á heimil- inu um árabil. Bryndís var mjög heimakær og sinnti húsmóðurstörf- unum mjög vel enda bæði þrifin og dugleg. Áttu þau Guðmann fallegt heimili sem gott var á að koma og dvelja. Mikið yndi höfðu þau af að ferð- ast og gerðu þau það talsvert seinni ár rneðan heilsa leyfði. Fóru þau vítt um landið og einnig oft til út- landa. Bryndís varð fyrir miklum missi á si. ári þegar tvö systkini hennar létust með viku millibili, en mjög sterk systkinabönd voru þeirra á milli. Ennfremur kom þar í kjölfarið andlát Guðmanns. Þetta allt og hnignandi líkamleg heilsa fór nú að segja til sin. Fótamein hrjáðu hana og þar kom að taka varð annan fótinn sl. haust. Átti hún ekki afturkvæmt heim og lá síðustu vikurnar á sjúkrahúsi, oft mikið þjáð. Við viljum þakka Bryndísi öll góð samskipti fyrr og síðar og biðjum henni Guðs blessunar. Sonum henn- ar og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar. Mágkona og bróðurbörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, HULDA ASTRID BJ ARNADÓTTIR, verður jarðsett frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. des kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Kristján Óskarsson, Bjarni I. Kristjánsson, Örn Ó. Kristjánsson, Karen Andrésson, Bjarni Andrésson, Alda Bjarnadóttir. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, HALLDÓRS Þ. JÓNSSONAR, sýslumanns á Sauðárkróki, fer fram frá Sauðórkrókskirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 14.00. Aðalheiður B. Ormsdóttir, Hanna Björg Halldórsdóttir, Jón Ormur Halldórsson, ingibjörg Halldórsdóttir, Haildór Þ. Halldórsson. t Sonur minn og bróðir okkar, LOFTUR SVEINBJÖRNSSON, lést í Landspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 17. desember. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 22. desember kl. 14.00. Sveinbjörn Sigtryggsson, Kristinn Sveinbjörnsson, Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Olga Sveinbjörnsdóttir. t Ástkær bróðir minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SNORRI R. JÓNSSON frá Látrum í Aðalvík, Marbakkabraut 3, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 13.30. Fyrir hönd ástvina, Söivi Páll Jónsson, Laufey Guðmundsdóttir, María Snorradóttir, Þorsteinn Theódórsson, Ágústa Fanney Snorradóttir, Gunnar Snorrason, Ólfna I. Kristjánsdóttir, Páll Snorrason, Grete Snorrason, Gestur Snorrason, Marta Snorrason, Halldóra Jóna Snorradóttir, Guðlaugur Kr. Birgisson, Ragnar Snorrason, Jónína Sóley Snorradóttir, Sigurður Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. KENWOOD kemur sér vel! FERÐAGUFUSTRAUJÁRN kr. 2.990.- stgr. KENWOOD BRAUÐRIST, 2 SNEIÐA kr. 3.095.- stgr. KENWOOD MINI MATVINNSLUVÉL kr. 2.949.- stgr. KENWOOD MATVINNSLUVEL 400 W RÉTT VERÐ 8.795.- stgr. KENWOOD DJUPSTEIKINGARPOTTUR RÉTTVERÐ 6.939.- stgr. KENWOOD IhI ejlectric HEKLUHÚSINU • IAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVlK • SlMI 54V 5500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.