Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVEINBJORN ÞORARINN EINARSSON + Sveinbjörn Þór- arinn Einarsson var fæddur 19. júlí 1919 að Jaðri í Vest- mannaeyjum. Hann lést þann 8. desem- ber síðastliðinn í Landspítalanum í Reykjavík. Foreldr- ar Sveinbjamar Þór- arins voru þau Einar Þórðarson, f. 9.6. 1882 í Götu, d. 1927, sem var síðasti ábú- andinn á Eiðinu í Vestmannaeyj um og Guðrún Gísladóttir, f. 18.3. 1891 í Indr- iðakoti, d. 1927. Þegar foreldrar Sveinbjamar Þórarins dóu fór hann til hjónanna Gísla Jónsson- ar og Sigríðar Jónsdóttur, sem bjuggu í suðurbænum að Ysta- Skála undir Eyjafjöllum en þar ólst hann upp. Sveinbjöm Þórar- inn var elstur af þrem alsystkin- um, hin vom Þuríður, f. 1920 og Ingunn, dó ung. Sveinbjöm Þór- arinn átti einn hálfbróður sam- mæðra en hann hét Gísli Jóhann Hinrik, f. 1912. Sveinbjöm Þórar- inn átti átta hálfsystkini sam- feðra, þau vom: Asgeir, f. 1907, Óskar Hafsteinn, f. 1908, Nanna, f. 1910, Guðlaug Lovísa, f. 1911, Helga, f. 1912, Páll Vídalín, f. 1914, Svanhvít Kristín, f. 1916, og Kristinn Ingi, f. 1918. Sveinbjöm Þórarinn kvæntjst 3. júlí 1943 Kristínu Elíasdóttur, f. 23.12. 1918, frá Oddhóli á Rangárvöllum. Hún var dóttir Eliasar Steinssonar, f. 3.2. 1884, d. 16.1. 1957, bónda á Odd- hólifrá 1919 tíl 1944 og Sveinbjargar Bjaraadóttur, f. 18.10. 1897, d. 21.2. 1984, sem var ættuð frá Stokkseyri. Sveinbjöm Þórarinn og Kristín eignuðust þrjú böm, þau em: 1) Elías Sveinbjöra, f. 20.1. 1943, starfs- maður í áburðar- verksmiðju ríkisins, hann á 2 böm, Berg- lindi Höllu, f. 1967, og Guðmund Magnús, f. 1972, 2) Einar. f. 10.7. 1947, starfsmaður hjá SÍF kvæntur Önnu Þuríði Guðlaugsdóttur starfsmanni hjá Landsbanka Islands, þau eiga tvö böm, Önnu Katrínu, f. 1969, og Sveinbjöm Þórarin, f. 1978, 3) Kristín Steinunn, f. 7.10. 1950, húsmóðir, gift Kristjáni A. Bjamasyni, húsasmiði, þau eiga þijú böm, Guðrúnu Kristínu, f. 1973, Huldu Karlottu, f. 1976, og Steinar Karl, f. 1981. Bama- bamaböm Sveinbjamar Þórar- ins og Kristínar em orðin fjögur. Sveinbjöm Þórarinn starfaði lengst af sem bílsljóri í Reykja- vík, fyrst hjá Steindóri, síðan hjá BSR, en síðustu 15 starfsárin starfaði Sveinbjöm Þórarinn hjá Landsbanka Islands. Útför Sveinbjamar Þórarins verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ELSKULEGUR tengdafaðir minn hefur kvatt þennan heim og fengið bjartari samastað. Erfiðri sjúkralegu er lokið, þar sem þjáður maður sýndi hetjulund. Minningamar streyma fram og verma klökkan hug. Ég mun ætíð minnast tengdafoður míns með þakklæti fyrir þann hlýhug og það vinarþel sem hann ávallt sýndi mér, hann sem fór svo margs á mis í æsku. Andstreymi virðist gera suma verri en aðra betri. Mikið hefur mót- lætið verið sem Sveinbjöm mætti í æsku er hann missti báða foreldra sína sex ára gamall og systkinin tvís- tmðust víða um land. Minningin lifði með honum, um lítinn hnokka er sáran grét, er hann fór til vanda- lausra. Kannski var það þessi minn- ing, sem gerði hann að þeim manni, sem böm og fullorðnir löðuðust að vegna gæsku. Barnabömunum reyndist hann yndislegur afi. Alltaf var stutt í bros- ið, þegar langafabörnin komu í heim- sókn, þrátt fyrir að af honum væri dregið undir það síðasta. En kannski stendur lítill drengur við foreldra hlið, með bros á vör, og móðir þerrar tárin. Hver veit. Ég kveð elskulegan tengdaföður minn og votta tengdamóður minni, bömum hennar og bamabörnum samúð mína. Tengdasonur. í dag er til hinstu hvflu borinn elskulegur afí minn, Sveinbjörn Þór- arinn Einarsson, er lést á Landspítal- anum að kvöldi 8. desember, eftir Ljósker á leiði B S.HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 langvarandi og erfíð veikindi. Með fáeinum orðum langar mig að minn- ast hans og kveðja. Það virðist vera svo stutt síðan ég togaði í buxurnar á afa og bað hann að koma inn í rúm að lesa fyrir mig „Nýju fötin Keisar- ans“ og „Kisubókina" fyrir svefninn, ekki kom til greina að bjóða upp á annað lesefni og alltaf las afí sömu sögurnar fyrir mig aftur og aftur. Afí var mjög rólegur og blíður mað- ur að eðlisfari og gott að vera ná- Iægt honum. Það var því engin furða að barnabörnin löðuðust að honum og að á milli okkar skapaðist sér- stakt samband. Alltaf var afí tilbúinn að sinna okkur, alltaf gaf hann sér tíma. Ég upplifði þetta því aftur er dóttir mín, Agnes Lára, kom að heim- sækja langafa sinn og hafði ég mikla ánægju af að fylgjast með hvað það gladdi hann er þau hittust. Þó svo að liðinn sé langur tími síðan ég tog- aði síðast í buxumar á afa, eru allar þessar góðu stundir sem ég átti með honum, ljóslifandi í huga mér og þannig mun það alltaf vera. Þegar komið var til afa og ömmu Stínu var tekið á móti manni með opnu hjarta, maður umvafínn hlýju og blíðu sem einkenndi þau bæði. Hjá þeim var svo margt í föstum skorðum, hlutir sem maður gat geng- ið að vísum, og það eitt veitti manni öryggi og vellíðan. í barnshuga er það allt sem skiptir máli. Afí hafði lengi barist i veikindum sínum, en aldrei heyrði maður hann kvarta. Hann tók því sem að höndum bar með rólyndis- og jafnaðargeði á sinn sérstaka hátt. Síðustu tvö árin voru honum þó sérstaklega erfíð og voru margar ferðimar á spítalann. Allan þann tíma stóð amma Stína eins og klettur við hlið hans og studdi hann og hvatti í veikindunum, alveg eins og hún hafði alltaf gert í gegnum tíðina. Þó að maður viti þegar nær dreg- ur kveðjustund, er í raun aldrei hægt að undirbúa sig nægilega vel, það er alltaf jafnerfitt að kveðja. Ég var svo lánsöm að vera stödd hjá afa mínum þegar hann kvaddi og mun ég ætíð varðveita þá stund á sérstök- um stað í hjarta mínu. Ég lít svo á að kveðjustundin vari aðeins um stundarsakir og að við munum hitt- ast aftur, þá mun afí taka á móti okkur, okkur sem eftir sitjum, því trú mín er sú að einhver góður taki á móti afa mínum. Elsku besta amma mín, megi góð- ur Guð styrkja þig og vaka yfir þér. Takk fyrir allt sem þú og afí gáfuð mér. Blessuð sé minning afa míns, Sveinbjöms Þórarins Einarssonar. Anna Katrín. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, - fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði’ er frá. (V.Briem) Sár er hin hinsta kveðjustund. En gegnum hryggðina og söknuðinn skín gleði þegar við hugsum um all- ar góðu stundirnar sem við áttum með þér, elsku afi. Sú ást og sú hlýja sem þú veittir okkur, er nú okkar ljós í myrkri sorg- arinnar. Blessuð sé minning þín. Hulda, Steinar, Guðrún, Smári og Katrín Eir. Ef það ætti að líkja honum við veður, þá var hann eins og vorþeyr- inn, alltaf í stuði þegar eitthvað kall- aði á viðbrögð, skapgóður og snögg- ur að hugsa og hnýta upp rneð skemmtilegum tilsvörum. Hann Þóri var einstaklega elskulegur maður og jákvæður. Auðvitað rigndi einstöku sinnum í flekkinn, því fjarri var hann skaplaus, en slíkt fjaraði jafn hratt og það kom og fyrst og fremst var fas hans rammað inn með blíðum augnsvip hans og björtu brosi. Þóri skipaði aldrei, hann lagði til málanna á hlýjan og hæverskan hátt og fékk yfirleitt samskoar svörun, KRISTIN GUÐBRANDSDÓTTIR + Kristín Guð- brandsdóttir fæddist 25. janúar 1911 að Hóli í Hörðadal, Dala- sýslu. Hún andaðist í Reykjavík 8. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar vom Margrét Teitsdóttir frá Hóli í Hörðadal og Guð- brandur Gestsson frá Tungu í Hörðad- al. Kristín giftist Franz Jezorski, klæðskerameistara. Þau eignuðust tvo syni, Frans, húsasmíðameistara, og Guðbrand, gullsmið. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. ÞAÐ HÖGGVAST ætíð fleiri skörð í hóp frændfólks míns úr Dölunum, en þannig er þetta og verður ætíð. Alltaf mun ég minnast Kristínar frænku minnar - hennar Stínu á Hóli - sem eins allra bezta drengs, sem ég hefi kynnst, og þau kynni eru orðin löng, eða öll mín ævi. Milli foreldra minna og frændfólksins á Hóli var ætíð hin bezta vinátta og það hélzt alla tíð. Kristín var fædd 25. janúar 1911 að Hóli í Hörðadal, dóttir heiðurs- hjónanna Margrétar Teitsdóttur og Guðbrands Gestssonar, er þar sátu um áratugaskeið af mikilli rausn og frábærri gestrisni, sem fræg var um nágrannasýslur. Af stórum bama- hópi þeirra lifa Ása, saumakona hér í bæ, og Guðmundur bóndi á Hóli. Kristín ólst upp í glöðum hópi systkina, en þær systur, hún og Ása, þóttu snillingar í höndunum og fóru ung- ar „Suður“, eins og það var kallað fyrir vestan, til þess að læra að sauma. Þær þóttu frá- bærar í sinni iðn og urðu eftirsóttar á saumastofum hér á ár- unum kringum 1930. Árið 1932 kom hing- að til íslands ungur klæðskerameistari frá Þýzkalandi, sá hét Franz Jezorski. Það var litlu þjóðinni við nyrsta haf mikið happ að fá hingað snillinga í ýmsum greinum frá því landi og þeirri þjóð, sem hefur haft vand- virkni í mestum hávegum og þeirra handiðn hefur borið af um aldir, en þar á ég við Þjóðveija, sem höfðu þá fýrir fáum árum verið hrikalega leiknir af skammsýnum andstæðing- um, og það ruddi braut þeirri stefnu er hratt af stað síðari heimsstyijöld- inni. Franz var ekki hlynntur þeirri stefnu og því tók hann stefnuna norður í svalann. Til allrar hamingju felldu þau Kristín frænka og Franz hugi saman og leiddi það til hjónabands þeirra. Ég man alltaf þegar ég sá Franz fyrst hve hann var alúðlegur og þó að ég skildi ekki hvað hann sagði, fann ég hlýjuna úr hendinni, sem hann lagði á kollinn á mér. Þau Stína og Franz bjuggu fyrst slík var lagni hans. Hann var skemmtilega heimspekilega hugsandi þótt ekki væri hann að flíka slíku, sérstaklega í umferðarþunga hvers- dagslífsins, en ég minnist þess til dæmis sem unglingur heima í Eyjum á Þjóðhátíð, þegar við sátum eitt sinn uppi í brekku í Heijólfsdal og allir voru að dást að flugeldunum sem skotið var upp á miðnætti, þá var Þóri að velta því fyrir sér hvernig fýllinn í björgum Dalsins hefði það og hvað honum fyndist um alla þessa ljósadýrð og hamagang flugeldanna. Þóri var nefnilega húmoristi með af- brigðum og grínfullur í lífsins melódí allt fram til þess síðasta þótt erfíð veikindi settu stórt strik í reikning- inn. En þannig var Þóri, hann gerði svo oft meira en hann gat, ekki síst í hjálpsemi yið samferðamenn sína. I nær tvo áratugi var Þóri bifreiða- stjóri hjá Steindóri, lengi á rútuleið- inni suður með sjó, síðan var hann leigubílstjóri hjá BSR á annan ára- tug, en síðast vann hann hjá Lands- banka íslands í Reykjavík við birgða- vörslu. Barnungur missti hann móð- ur sína og föður með stuttu millibili, en frá 6 ára aldri ólst hann upp á Skála undir Eyjafjöllum. Eftirlifandi eiginkona Þóra, Kristín Elíasdóttir frá Oddhól á Rangárvöllum, var hon- um traustur og hvetjandi lífsföru- nautur, hann Ijóðrænn í takt við lífs- ins vanagang, hún glæsileg kona, snörp og ákveðin, dugnaðarforkur, og þekkt fyrir orðtak og skemmtilega beittar yfirlýsingar og innskot í mál- efni líðandi stundar eins og þeirra Oddhólssystkina hefur verið háttur. Böm þeirra Þóra og Stínu eru Svenni, Einar og Kittý og öll draga þau dám af foreldrum sínum. Þóri var söngelskur maður og hann laðaði fólk að sér með ljúf- mennsku sinni. Hann hafði svo gam- an af lífinu en gætti þess ávallt að gera ekki of miklar kröfur til þess, því ungur lærði hann að valt er ver- aldargengið. Það var gott að hitta hann, það er sárt að sakna hans og það mæðir á ástvinum hans sem góður Guð gefi styrk og traust. Lífs- hlaupið hans Þóra var ekki endalaus eltingaleikur við veraldarinnar gæði, hann naut þess að staldra við og njóta þess sem lífið gaf af sjálfu sér í óteljandi myndum og möguleikum fyrir gesti og gangandi. Þar naut sín í honum Þóra vorþeyrinn ljúfi. Arni Johnsen. hér í Reykjavík, en fluttu síðar aust- ur á Reyðarfjörð, en þar unnu þau að iðn sinni um árabil. En svo kom stríðið og hernámið og þá hrukku margir Hörðdælir við, því að Bretar tóku Þjóðveija og fluttu af landi brott, en sem betur fór létu þeir Franz i friði. Þau Kristín og Franz fluttu í bæ- inn árið 1944, en þá höfðu bætzt við tveir hressir strákar, þeir Franz og Guðbrandur. Það var örðugt að fá húsnæði hér f Reykjavík á þeim tím- um, en sem betur fór gátu foreldrar mínir veitt þeim húspláss, þó að þröngt væri og þær voru tvær saman í litlu eldhúsi, móðir mín og Stína. En þótt þröngt væri í litla húsinu var hjartarými beggja nóg og þær minntust æ með gleði þessara tíma, er þær voru saman í eldhúsinu og allt gekk eins og í sögu. Nú líður að jólum og mér eru eink- um minnisstæðir þeir tímar er þær voru að undirbúa jólin, hve þær voru samhentar í öllu, í þröngu eldhúsinu. Þar var bakað af kappi og það var oft hlegið dátt. Þessar minningar ylja'mér um hjartarætur. Eins og ég gat um áður eignuðust þau Stína og Franz tvo syni, en þeir eru Franz húsasmíðameistari, kvæntur Sesselju Berndsen, og Guð- brandur, gullsmíðameistari, kvæntur Barböru Haage. Bamabarna- og bamabarnabarnahópur hennar Stínu er orðinn þó nokkur. Nú þegar hún Kristín frænka er horfin til landa eilífðarinnar hrann- ast upp endurminningar og þær all- ar bjartar og fagrar, því að þar er gengin góð kona - góður drengur - eins og beztu mönnum okkar er títt lýst. Við hjónin, börn okkar og barna- börn, þökkum henni alla góðvildina og frændræknina fyrr og síðar. Veri minningin um Kristínu Guð- brandsdóttur í raun lofi betri. Halldór Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.