Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 37 AÐSEIMDAR GREINAR Þegar ég hitti þingmennina ÞAÐ er með semingi, að menn gangast við því opinberlega, að þeir veiti forstöðu stjómeiningu á hinni skaðlegu eyðsluhít, Landspít- ala. Ýmislegt verða menn þó að láta yfir sig ganga, þegar reynt er að bæta ímynd þessarar voluðu stofnunar. Til að sýna viðleitni bauð ég nokkrum þingmönnum að skoða eina af öldrunardeildum sjúkra- hússins. „Já, þetta er rétt hjá þér. Þess- ari deild má alls ekki loka. Þá koma kjósendur og kvarta við okk- ur þingmenn, sem höfum ekkert til saka unnið.“ „Það þykir mér gott að heyra,“ sagði ég, „en hvers vegna má loka bráðadeildum, svo að sjúklingar verða að liggja á göngum, bað- herbergjum, í skápum og setustof- um?“ „Jú, sjáðu til. Það fólk, sem kann að verða skyndilega veikt á næsta fjárhagsári, er núna frískt. Það er ekki orðið þrýstihópur." „En vitið þið ekki, að meðallegu- tími á bráðadeildum er nú 5 dag- ar. Er hægt að stytta hann frek- ar?“ Virðulegur maður í fjárlaga- nefnd sagði: „Við höfum ákveðið að hlusta ekki á röksemdir vel skipulagðra og sannfærandi aðila, sem tala máli sjúklinga. Þegar við höfum komist að niðurstöðu, látum við ekki trufla okkur með stað- reyndum." Við heyrðum rödd Theódórs þjóðhagsstjóra í útvarpinu: „Á samdráttartímum er nauð- synlegt að draga saman útgjöld til sjúkrahúsa. Enn meiri ástæða er til slíks í góðæri. Nýtt álver hlýtur að leiða til færri mjaðmaraðgerða." Landsbyggðarþingmaðurinn sagði: „Fyrst þriðjungssjúkrahús- inu á Vopnafirði tókst að halda sig innan fjárlaga, er augljóst að hætta verður einhverri starfsemi á Landspítala." Eg reyndi að malda í móinn. „En Landspítalinn þarf árlega að taka upp nýja starfsemi, sem kostar fé. Eigum við að hætta glasafrjóvgun- um, notkun nýrnasteinbrjóts eða útvíkkunum á kransæðum? Eða eigum við að hætta að mennta læknanema og hjúkrunarnema og að veita unglæknum framhalds- menntun?“ „Þetta er bara Reykjavíkur- mont. Og talandi um háskóla- menntun, því geta menn ekki hætt að kenna matvælafræði við Há- skóla íslands? Það eru engin rök, að hún hafi verið kennd 20 ár við skólann. Við getum byggt þetta betur upp á Kópaskeri.“ Enn kvað við útvarpið. Ingiberg- ur ráðherra: „Það er mesti misskilningur, að verið sé að rústa heilbrigðiskerfið. Við ætlum að efla geðverndarstarf á Akureyri og spítulunum í Reykja- vík verður greitt sérstaklega, ef* þeim lukkast vel að segja upp starfsfólki.“ Ég ákvað að leita til dagblað- anna. Þar höfðu nýlega birst leið- arar um sparnað í heilbrigðiskerf- inu. Ritstjóri ábyrga blaðsins sagði: „Nýlega var skýrt frá því, að ís- lendingar séu óþarflega oft lagðir á sjúkrahús.“ „En ritstjóri, veist þú ekki, að nú eru þriðjungi færri sjúkrarúm fyrir bráðveika sjúklinga á ly- flækningadeildum í_Reykjavík en var fyrir 25 árum? Á sama tíma hefur fólki fjölgað stórlega hér, einkum rosknu fólki, sem oftast þarf á innlögn að halda? Og hvað á að gera við sjúklinga með krans- æðastíflu, magablæðingu og lungnabólgu, ef ekki er rúm á sjúkrahúsum?" „Er víst, að þeir séu alltaf svo veikir? Eru sjúkrarúm í Reykjavík ekki illa nýtt?“ „Það afsönnuðum við Símon Steingrímsson verkfræðingur í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkr- um árum.“ „Ég er ekki viss um að neinn hafi lesið þann langhund." Ritstjóri óháða blaðsins sagði: „Það á að hætta rándýrum tísku- aðgerðum, sem veita takmarkaðan bata og taka upp heilbrigða lifnað- arhætti." „Áttu við hjartaaðgerðir eða kannski aðgerðir á liðum?“ „Nei, ég á við tískuaðgerðir." Áttu þá við aðgerðir með kvið- sjá, sem stytta legutíma um helm- ing?“ „Nei, ég á við tískuaðgerðir!" „Áttu þá við glasafijóvganir eða t.d. útvíkkun á kransæðum? Eða segalos við kransæðastíflu eða lyfjameðferð við sársjúkdómi í maga?“ „Nei!“ „Hvað leggur þú þá til?“ „Brýnast er að leggja innflutn- ingsgjald á sykur og hvítt hveiti til að draga úr sjúkdómum." „Hvaða sjúkdómum?“ „Þeir hljóta nú að vera einhverj- ir.“ Þórður Harðarson prófessor, yfirlæknir lyflækningadeild- ar Landspítala. Getur Tómstundaskólinn útskrifað lækna?? EINHVERJUM kann að þykja þetta hin furðulegasta spuming. Þeir sem þekkja til Tómstundaskólans vita að skólinn einbeitir sér að námskeiðum fyrir börn og fullorðna. Nefna má tungumála- nám, frístundanám, ýmis list- og menning- amámskeið ásamt starfstengdu námi. En eflaust gerir enginn ráð fyrir því að Tómstunda- skólinn geti útskrifað lækna eða lögfræð- inga!! Það er líka alveg rétt. Tómstundaskólinn útskrifar ekki lækna, lögfræðinga eða aðrar háskólamenntaðar stéttir. Spurning- in vaknaði við yfirlestur á frumvarpi til laga um framhaldsskóla sem ligg- ur fyrir því Alþingi er nú situr. Hún er fyrst og fremst sett fram til að vekja athygli á stefnu eða stefnu- leysi stjórnvalda í málefnum fullorð- insfræðslu hér á landi. Eitt sinn sagði norskur kunningi minn við mig að það væri æskilegt að engin lög giltu um fullorðins- fræðslú. Stjórnvöld litu ætíð á fræðslu fyrir almenning sem hluta af skólakerfi. Af þeim sökum gætu þau unnið mikið hermdarverk á námi einstaklinga utan skólakerfis með því að reyna að múlbinda það innan skólakerfis með tilheyrandi lögum og reglugerðafargani. Á undanförn- um misserum hefur mér oft verið hugsað til’ þessara orða. Arið 1992 voru sett hér tvenn lög um fræðslumál, þ.e. lögin um starfs- menntun í atvinnulífinu og lög um fullorðinsfræðslu. Fyrrnefndu lögin hafa haft mikil áhrif á starfsmennt- un í atvinnulífinu og fengið þúsund blóm til að blómstra. En löggjöfin um fullorðinsfræðslu reyndist ekki sú stoð sem höfundar hennar ætluðu í upphafi. Nú hefur það gerst að sett hefur verið inn í frumvarp til laga um framhaldsskóla heimildarákvæði þar sem skólarnir geta stofnað, „í sam- vinnu við sveitarfélög, faggreinafélög, stéttar- félög, atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- og áhugahópa", fullorðins- fræðslumiðstöð. Sam- starfsaðilar skulu gera með sér samning um starfsemina." Um leið er gert ráð fyrir að sér- stök lög um fullorðins- fræðslu falli niður. Svo virðist sem höfundar framhaldsskólafrum- varpsins telji að þar með séu mál fullorðins- fræðslunnar í landinu leyst. Ég tel að ekkert sé íjær sanni. Það er jafnfráleitt að framhaldsskólarnir eigi að leysa málefni fullorðinsfræðslunnar og að Tómstundaskólinn útskrifi lækna eða lögfræðinga!! Þeim sem starfað hafa við fræðslu fullorðinna í námsflokkum, kvöld- skólum og ýmsu tómstunda- og frí- - stundanámi utan skólakerfís er ljóst að hún lýtur ýmsum öðrum lögmál- um en kennsla í skólakerfínu. Þátt- takendur í fullorðinsfræðslu eru komnir af fúsum og fijálsum vilja í námið. Sjaldnast eru haldin próf eða metinn árangur með prófum. Mæt- ing er fijáls og þátttakendur greiða þetta nám sjálfir að öllu leyti eða að hluta. Þar hafa ýmis stéttarfélög og fagfélög komið til liðs við þátttak- endur og greiða hiuta kostnaðar vegna námsins. I skólakerfínu miðast hraði og vinnuaðferðir við prófkröfur í skyndiprófum, haust- og vorprófum. í fullorðinsfræðslunni er hver maður sinn herra, hann lýtur sínum eigin aga og aga hópsins. Það er annað andrúmsloft sem ríkir vegna ólíkra aðstæðna og annarra krafna. Hér gildir gamla reglan um alla fyrir einn og einn fyrir alla. í sumum nágrannalöndum okkar eru jafnvel enn skarpari skil milli fullorðinsfræðslu og menntakerfís. Þar er víða byggt á gömlum venjum í alþýðufræðslu eins og t.d. í Sví- þjóð, þar sem löng hefð er fyrir les- hringjum um allt milli himins og jarðar. Einnig er algengt að leiðbein- endur í fullorðinsfræðslu séu ekki endilega skólakennarar, stundum áhugamenn og sérfræðingar á sínu sviði, stundum sérmenntaðir leið- beinendur 'í fullorðinsfræðslu. Ég vona að enginn skilji orð mín svo að ég telji fræðslu fyrir fullorðna eitthvað merkilegri en aðra fræðslu. Hún lýtur bara öðrum lögmálum. Framhaldsskólinn gerir margt vel. Mér sýnist hann reyndar hafa alveg nóg með sitt. Hann á að einbeita sér Niðurstaða mín er sú að 35. grein laganna um framhaldsskóla sé ekki til bóta, segir Þráinn Hallgrímsson, sem hér skrifar um fræðslumál. að því sem hann var stofnaður til, þ.e. að mennta ungmenni á ákveðn- um aldri og búa þau undir störf og frekara nám. Oldungadeildir skól- anna veita því fólki menntun sem af einhveijum ástæðum missti af þessum möguleika á skólaaldri. En framhaldsskólinn verður ekki betri með því að stefna inntaki hans út um víðan völl. Helsti galli framhalds- skólans er einmitt sá að hlutverk hvers skóla um sig hefur ekki verið skilgreint nægilega vel. Skólakerfi framhaldsskólans er eðlilega bundið af námsskrám og námsáætlunum, tímatöflum og ein- ingakerfum. Þetta býður því ekki upp á miklar og hraðar breytingar, enda skólakerfi í eðli sínu íhalds- samt. Fullorðinsfræðsla utan skóla- kerfisins býr á hinn bóginn við sveigjanleika, þannig að hún getur t.d. brugðist hratt og vel við nýjum aðstæðum. Ágætt dæmi um sveigjanleika full- orðinsfræðslunnar eru námskeið og skólahald fyrir atvinnulausa. Það gerir enginn þá kröfu til skólakerfis að það bregðist við erfiðleikum í at- vinnumálum og byggi upp skólastarf á fáum vikum fýrir stóra hópa fólks í atvinnuleysi. Þetta hlutverk tel ég að fullorðinsfræðslan í landinu hafí leyst af hendi eins vel og kostur er. Staðreynd málsins er sú að skólar og stofnanir sem sinna menntun al- mennings utan skólakerfis þurfa mjög á stuðningi stjórnvalda að halda. Þetta er meginatriði málsins. Félaga okkar á Norðurlöndum rekur í rogastans þegar þeim er sagt að margir nemendur á námskeiðum fyrir almenning hér greiði námskeið- in fullu verði sjálfir. Á hinum Norð- urlöndunum er víða talið jafnsjálf- sagt að ríki og sveitarfélög styðji aðila í fullorðinsfræðslu eins og skólakerfið. Þeir aðilar sem hafa virkilega stutt við bakið á þeim sem reka fræðslu fyrir almenning utan skólakerfis hér landi eru sveitarfé- lögin og ýmis stéttarfélög sem styðja félagsmenn sína til menntunar. Menntamálaráðuneytið hefur lítið sinnt þessum málaflokki. Nú vil ég benda alþingismönnum á að kynna sér málið og taka afstöðu til 35. gr. framhaldsskólalaganna eftir það. Niðurstaða mín er sú að 35. gr. laganna um framhaldsskóla sé ekki til bóta. í besta falli getur hún ekki skaðað fullorðinsfræðsluna í landinu. Ef til vill geta „fullorðinsfræðslumið- stöðvar" komið einhvequ góðu til leiðar. Nýjar stofnanir leysa hins vegar ekki þann vanda sem fræðsla fyrir almenning utan skólakerfísins býr við. Að íjalla um þann vanda væri efni í aðra grein. Meginatriðið er að stjórnvöld ættu að hlú að þvi starfi sem fyrir er með hagsmuni þeirra þúsunda nemenda í huga sem stunda nám utan skólakerfis að mestu eða alveg á sinn eigin kostn- að. Það er hlutverk stjómvalda að skiígreina þátt sinn í þessum stuðn- ingi svo nemendur sem kjósa þetta form á námi sínu sitji við sama borð og þeir sem kjósa að iðka menntun sína innan skólakerfísins. Höfundur er skólastjóri Tóm- stundaskólans. Þráinn Hallgrímsson Mikið úrval af vönduðum spariskóm PETER KAISER Teg. nr. 61485. Litur: Svart rúskinn. Stærö: 371/2. Verð: 8.490. Teg. nr. 44445. Litir: Svart rúskinn. Stæröir: 38-41. Verð: 8.490. Teg. nr. 41941. Litur: Brúnn. Stæröir: 371/2-41. Verö: 7.490. SALAMANDER® ara G*M^L Teg. nr. 40226. Litur: Svart/grátt. Stæröir: 371/2-411/2. Verö: 6.490.- G*m^4 BOOTS Kuldaskór Teg. nr. 15463. Litur: Brúnn - Nubuk. Stærðir: 401/2-461/2. Verö: 9.990.- Teg.: nr. 11837. Litir: Svart - Nubuk. Stærðir: 40 1/2-44. Verö: 11.590,- Opiö ídag kl. 10-18. Gísíi Ferdinandssonfif SKÓVERSLUN Lœl'jorgöru 6q »101 Reykjavík sími 551 4711.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.