Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 39 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KOSNINGARNAR í RÚSSLANDI URSLIT þingkosninganna sem fram fóru í Rússlandi á sunnu- dag eru áfall fyrir Borís Jeltsín forseta, umbótastefnuna og lýðræðissinna í landinu. Líklegt má telja, að aukin samstaða lýðræðisaflanna sé forsenda þess að takast megi að koma í veg fyrir frekari sigra afturhaldsaflanna, auk þess sem rússneskur almenningur þarf að sjá áþreifanleg merki þess, að stefna ríkis- stjórnar Jeltsíns skili árangri. Kannanir höfðu gefið til kynna að kommúnistar myndu bæta við sig fylgi en í gærkvöldi benti allt til þess, að þeir fengju um 22 prósent atkvæða á landsvísu borið saman við 12,4 prósent fyrir tveimur árum. Þá var ljóst, að þjóðernisflokkur Vladímírs Zhírinovskíjs hafði ekki orðið fyrir því fylgistapi sem honum var spáð og var í öðru sæti. Ef hins vegar heildaratkvæðamagn þessara tveggja flokka nú og í hinum fyrri þingkosningum er borið saman hafa þeir ekki aukið fylgi sitt að ráði en kommún- istar bætt hlut sinn í hlutfalli við tap Zhírinnovskíjs. Flokkur Viktors Tsjernomyrdíns forsætisráðherra var í þriðja sæti með um tíu prósent atkvæða. Mikið fylgi kommúnista og þjóðernissinna segir sína sögu um ástandið í Rússlandi nú um stundir. Kannski er ekki við öðru að búast. Þetta mikla ríki hefur gengið í gegnum gífurleg- ar breytingar á örfáum árum. Það skiptir hins vegar verulegu máli, að lýðræðið hefur verið fest í sessi með því einu út af fyrir sig að kosningarnar fóru fram. Þessar sögulegu kosningar í Rússlandi hafa leitt í ljós ýmsar staðreyndir sem oft vilja gleymast um stjórnmálaþróunina í Austur-Evrópu. Fylgi við umbætur og vestrænt lýðræði er nær einvörðungu bundið við stærri borgir. Ástandið í þeim segir i raun harla litla sögu um hag og afkomu þjóðarinnar. Sigur kommúnista í þingkosningunum í Rússlandi er ekki til marks um að þar í landi vilji almenningur upp til hópa að tekin verði upp á ný alræðisstjórn sovétkommúnismans. Hann sýnir hins vegar með óumdeilanlegum hætti að stefna sú sem ríkis- stjórnin fylgir nýtur takmarkaðs stuðnings í landinu og ráða- menn hafa sennilega litla tilfinningu fyrir hlutskipti almenn- ings. Þá hefur herförin til Tsjetsjníju sýnilega grafið mjög und- an Borís Jeltsín og staða hans er veik. Nú er svo komið að einungis aukin samstaða lýðræðisflokk- anna getur komið í veg fyrir aukin ítök öfgaafla í rússneskum stjórnmálum og er fyllsta ástæða til að horfa til forsetakosning- anna í júní í því viðfangi. TÍMAMÓTA- ÁKVARÐANIR í MADRÍD LEIÐTOGAFUNDUR Evrópusambandsins í Madríd tók tvær tímamótaákvarðanir, sem munu hafa mikil áhrif á þróun mála innan sambandsins og samskipti þess við umheiminn á næstu árum. í fyrsta lagi ákváðu leiðtogarnir að halda fast við markmið Maastricht-sáttmálans um efnahagslegan samruna og sameigin- legan gjaldmiðil Evrópuríkja. Efnahags- og myntbandalagið var eitt umdeildasta markmið Maastricht, enda er með slíku banda- lagi stigið eitthvert stærsta skrefið í sámrunaþróuninni í Evrópu frá upphafi. Þess vegna má segja að með ákvörðun sinni um að sameiginlegur gjaldmiðill, evró, gangi í gildi árið 1999 hafi leiðtogarnir sýnt að Evrópusambandið sé staðráðið í að halda áfram á áður markaðri braut, þrátt fyrir hrakspár og úrtöluradd- ir í sumum aðildarríkjum. Gangi efnahags- og myntbandalag í gildi 1999 verður ekki hjá því komizt fyrir okkur íslendinga að íhuga áhrif slíks á efnahags- og atvinnulíf okkar. Taki helztu viðskiptalönd íslands innan ESB upp Evrópumyntina er ekki ósennilegt að rök þeirra, sem telja að tengja eigi krónuna við stærra gjaldmiðilssvæði, fái aukið vægi í umræðum hér á landi. í öðru lagi liggur nú fyrir að Evrópusambandið hyggst ljúka ríkjaráðstefnu sinni á miðju ári 1997. Leiðtogarnir stefna að því að hefja viðræður við a.m.k. nokkur af Austur-Evrópuríkjun- um, sem sótzt hafa eftir aðild að sambandinu, nokkrum mánuð- um síðar, um leið og aðildarviðræður við Kýpur og Möltu hefj- ast. Fáir hefðu trúað því i upphafi ársins 1989, fyrir fall Ber- línarmúrsins, að kommúnistaríkin í austurhluta álfunnar ættu raunhæfan möguleika á aðildarviðræðum við Evrópusambandið innan áratugar. Sú er nú engu að síður raunin. Aðild Austur-Evrópuríkja verður eflaust ýmsum erfiðleikum bundin. Pólitískur vilji leiðtoga ESB-ríkjanna til að stækka bandalagið fer hins vegar ekki á milli mála. Um leið færist ESB nær því að vera raunveruleg heildarsamtök Evrópuríkja. Líklegt má telja að þegar gömlu kommúnistaríkin byrja að semja sig inn í Evrópusambandið færist nýr kraftur í umræður um aðildarum- sókn í þeim Evrópuríkjum, sem hafa enn sem komið er ákveðið að standa utan sambandsins. Víðtæk leit að þremur vopnuðum mönnum sem rændu útibú Búnaðarbankans í gærmorgun Hnífur mannanna fannst í flóttabílnum í gærkvöldi ÞRÍR vopnaðir menn rændu útibú Búnaðarbanka ís- lands að Vesturgötu 54 í gær. Mennirnir, sem voru vopnaðir haglabyssu og stórum hníf- um, beindu byssu að starfsfólkinu og skipuðu því að leggjast á gólfið. Síðan tæmdu þeir peninga úr kössum gjald- kera bankans og hurfu á brott en skildu eftir stolinn bíl sem þeir komu á að bankanum. Forsvarsmenn Bún- aðarbankans neita að upplýsa hve háa fjárhæð ræningjarnir komust yfir. Þrátt fyrir umfangsmikla leit lögreglu í gær hafa mennirnir ekki fundist. í gærkvöldi fannst hins vegar annar stolinn bíll, sem talið er að mennirnir hafi notað á flóttanum. í honum var hnífur. Mennirnir þrír komu að bankanum, sem stendur á horni Vesturgötu og Framnesvegar, laust fyrir klukkan hálfellefu í gærmorgun. Þeir voru á fólksbíl sem þeir höfðu stolið í Kópa- vogi. Bílinn skildu þeir eftir beint fyrir utan bankann. Eyjólfur Einars- son, íbúi á Framnesvegi 2, varð vitni að því þegar mennirnir komu að bank- anum. „Ég var að koma heiman að frá mér og ætlaði að fara niður í bæ þegar ég sé bíl renna upp að bankan- um. Mér varð af einhveijum orsökum starsýnt á hann. Út úr honum komu þrír menn í bláum vinnugöUum með lambúshettur á höfðinu. Ég áttaði mig ekki alveg strax á því hvað var að gerast, en fannst þetta hálfskrýt- ið. Þeir gengu að bankanum og skim- uðu í kringum sig. Þá tók ég eftir því að einn hélt á hagiabyssu. Þeir ruku síðan inn í bankann og ég heyrði einhvern hávaða innandyra. Ég sá að það voru alvarlegir hlutir að ger- ast og hljóp heim til mín og hringdi á lögregluna," sagði Eyjólfur. Hann sagði að þegar hann kom út aftur skömmu síðar hefði mennirn- ir verið á bak og burt. Ollum skipað að leggjast á gólfið Þrír viðskiptavinir voru inni í bankaútibúinu þegar mennirnir komu inn. Einn þeirra var Ólafur' G. Björns- son, íbúi að Framnesvegi 5. „Ég var búinn að ná mér í peninga og ætlaði að fara að huga að því að fara út. Áður en ég fór settist ég niður og fékk mér kaffisopa eins og ég er vanur og þá komu þrír menn með grímur inn í bankann. Ég hélt fyrst að þetta væri einhvers konar grin. Ég áttaði mig á því að þetta var alvara þegar þeir skipuðu fólkinu að horfa í jörð,“ sagði Ólafur. Ólafur er öryrki og styðst við hækj- ur. Hann sagði að mennirnir hefðu ekki skipt sér af sér þó að hann hefði ekki lagst í gólfið eins og þeir gáfu fólki í bankanum skipun um að gera. Hann sagðist ekki hafa séð vel hvað var að gerast. „Þetta gerðist allt mjög hratt og ég áttaði mig ekki almennijega á þessu fyrr en þetta var búið. Ég held að þetta hafi verið skipulagt frá upp- hafi til enda,“ sagði Olafur. Skelfilegur atburður Tíu starfsmenn vinna í útibúinu á Vesturgötu. Sjö þeirra voru við störf í afgreiðslusalnum þegar þremenn- ingarnir komu inn. Leifur Jósteinsson útibússtjóri sagði að mennirnir hefðu komið inn í bankann og hrópað: „Leggist á gólfið. Þetta er vopnað rán“. Þeir hefðu verið með eina byssu og einhvers konar sveðju. „Ég var inni á minni skrifstofu, en heyrði menn frammi hrópa „vopn- að rán“ og að öllpm var skipað að leggjast á gólfið. Ég gerði mér fljót- lega ljóst að þarna var alvara á ferð- inni. Mennirnir höfðu mjög snör hand- tök. Tveir menn stukku yfir af- greiðsluborðið, tóku peninga úr köss- um gjaldkeranna og stukku síðan sömu leið til baka,“ sagði Leifur. Leifur sagði að mennirnir hefðu Morgunblaðið/Júlíus ÞRÍR menn komu að útibúi Búnaðarbankans á þessari stolnu Toyotu-bifreið. Þeir skildu hana eftir þegar þeir höfðu náð peningunum og hlupu niður tröðina vinstra megin við bankann. Rannsóknarlög- reglumenn leituðu sönnunargagna í bílnum, sem ræningjarnir skildu eftir í gangi fyrir utan bankann. RÆNINGJARNIR rifu upp og skemmdu læsta gjald- keraskúffu. STOLINN bíll, sem talið er að ræningjarnir hafi notað á flóttanum fannst við Ásvallagötu í gærkvöldi. í bílnum var hnífur. EYJÓLFUR Einarsson varð vitni að aðdraganda ránsins og lét lögregluna vita. ekki ráðist inn á skrifstofu sina og hann hefði þess vegna haft tækifæri til að láta lögreglu vita. Það hefði hins vegar aðeins liðið innan við tvær mínútur frá því mennirnir komu inn í bankann þar til þeir voru farnir út. Lögreglan hefði þess vegna ekki haft neinn möguleika á að stöðva þá. „Því er ekki að neita að það er skelfilegt að svona skuli geta gerst. Maður vonar að svona nokkuð komi ekki fyrir. Sem betur fór kom ekkert fyrir starfsfólkið. Það er það sem mestu máli skiptir." Leifur sagðist ekki vita hvers vegna mennirnir hefðu skilið bíllinn eftir fyrir utan bankann. Hann sagði að þeir hefðu ekki verið truflaðir við athæfi sitt inni í bankanum og þess Morgunblaðið/Þorkell LEIFUR Jósteinsson útibússtjóri sýnir hvar ræningjarnir stukku yfir afgreiðsluborð bankans. vegna væri hugsanlegt að þeir hefðu ætlað sér að skilja bílinn eftir og hefðu haft annan bíl tilbúinn annars staðar, sem þeir hefðu forðað sér á. Björgvin Björgvinsson rannsóknar- lögreglumaður sagði ljóst að mennirn- ir hefðu þekkt allar aðstæður við og í bankanum. Hann sagði að starfsfólk hefði ekki gefið skýr svör um hvort það hefði orðið vart við grunsamlega menn í bankanum fyrir ránið. „Starfs- fólkið var tæplega í standi til að hug- leiða það því varð fyrir svo miklu sjokki. Því bregður eðlilega þegar vopni er beint að því.“ Ekki upplýst um ránsupphæð Forráðamenn Búnaðarbankans vildu ekki gefa upp hve miklu þre- menningarnir náðu að stela úr bank- anum. „Við vitum nákvæmlega hvað þeir náðu miklu. Við viljum ekki gefa upp hvað það er mikið, en ég hef trú á að þeir hafi orðið fyrir vonbrigð- um,“ sagði Hanna Pálsdóttir, aðalfé- hirðir Búnaðarbankans. Hanna sagði að reynt væri að gæta þess að gjaldkerar hefðu sem minnst af peningum hjá sér yfir dag- inn. Fjórir gjaldkerar starfa í bankan- um og tóku mennirnir peninga frá þeim öllum. Einn peningakassanna var læstur, en Hanna sagði að annar mannanna hefði brotið hann upp og hirt úr honum peninga. Samkvæmt lýsingu vitna voru mennirnir sem rændu bankann ungir, grannir og um 180 sentimetrar á hæð. Reuter GENNADÍJ Tsjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins, sigri hrósandi eftir sjónvarpsviðtal í Moskvu í gærmorgun. Andstæðingar Iíkja honum við rómverska guðinn Janus, verndara hliða og dyragátta, sem hafði tvö andlit og gat því bæði snúið fram og til baka samtímis. G ENNADÍJ Tsjúganov, leið- togi Kommúnistaflokks- ins, sigurvegara þing- kosninganna í Rússlandi, er maður sem erfitt er að átta sig á. Rússar eru ágætlega hallir undir hjáfræði af ýmsum toga og sjálfur hefur Tsjúganov vísað til stjörnu- spekinnar og sagt að persónuleiki sinn kunni að skýrast af því að hann fæddist fyrir tímann og er í krabba- merkinu en hefði með réttu átt að vera ljón. Andstæðingar hans líkja honum hins vegar frekar við róm- verska guðinn Janus, verndara hliða og dyragátta, sem hafði tvö andlit og gat því bæði snúið fram og til baka samtímis; aðeins Tsjúganov gæti sameinað endurhæfða komm- únista, stalínista af gamla skólanum og þjóðernissinna undir einum hætti og undir merki nútíma lýðræðis. Yfirlýsingar Tsjúganovs eru ekki til þess fallnar að útskýra hver grundvallarstefnumið hans í stjórn- málum eru. Hann lofar iðulega Vlad- ímír Lenín, stofnanda Sovétríkjanna en getur síðan tekið sig til og full- yrt að Jesú Kristur hafi verið fyrsti kommúnistinn. Kommúnistar vilja endurreisa Sovétríkin en leiðtoginn liefur hins vegar hafnað kommún- ísku alræði, líminu sem hélt heims- veldinu saman. Merki Kommúnista- flokks Rússlands er enn hamarinn og sigðin en Tsjúganov hefur hafnað guðleysi og kveðst hlynntur séreign- arréttinum og málfrelsinu. Flokks- menn telja nú Rússnesku rétttrúnað- arkirkjuna sinn traustasta banda- mann og skýrist það vafalaust af því hversu sterk ítök hún á í eldri Rússum, sem þolað hafa mátt mikla kjaraskerðingu á undanförnum árum. Strengjabrúða myrkraafla? Tsjúganov er 51 árs gamall, kraftalegur, fyrrum stærðfræðipró- fessor, sem hefur umtalsverða póli- tíska hæfileika. Nú þegar hann hef- ur leitt flokk sinn til sigurs vaknar sú spurning hvort hér fari maður sem gengið hefur í gegnum „pólitíska end- urhæfingu" eða hvort hann er aðeins strengja- brúða annarra og skugga- legri afla í rússneskum stjórnmálum. í samtölum sínum við erlenda sendimenn í Moskvu hefur Tsjúg- anov gert allt hvað hann getur til að sefa ótta þeirra um að aftur- hvarf til sovéskra stjórnarhátta sé á næsta leiti í Rússlandi. „Fjárfesting- ar ykkar hér verða öruggari undir stjóm kommúnista," sagði hann nýverið við bandaríska sendinefnd í Janus rússneskra stjórnmála Leiðtoga flokks rússneskra kommúnista, Gennadíj Tsjúganov, hefur verið líkt við úlf í sauðargæru. Asgeir Sverrisson segir frá misvísandi yfirlýsingum leiðtogans og þeirri breiðfylkingu sem hann fer fyrir. Hann lofar iðulega bylt- ingarleið- togann Lenín Moskvu. „Við munum lækka skatt- ana og uppræta mafíuna" bætti hann við. Hann var spurður hvers vegna hann teldi að kommúnistar væru nú hæfir til að fara með stjórn landsins þar sem ekki væri efast um að þeim hefði gjörsamlega mistekist á þeim 74 árum sem þeir voru ein- ráðir. „Kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna staðnaði gjörsamlega á sjötta áratugnum vegna skorts á pólitískri samkeppni. Við erum and- vígir alræði og höfnum því að unnt sé að gefa út einkaleyfi á sannleik- ann,“ hljóðaði svar hans. Sameignarformið lofað En úti á landsbyggðinni kveður við annan tón. Þar búa tryggustu stuðningsmenn kommúnista, hinir eldri og hinir fátækari íbúar Rúss- lands. Þar þykir Tsjúganov henta að vitna til orða Leníns og í kosningabar- áttunni hélt hann því oft- lega fram að Bandaríkja- menn væru ábyrgir fyrir — hruni Sovétríkjanna. Um- skiptastefnu Borís Jeltsíns hefur hann líkt við „svallveislu“ og „fjöldamorð“. í stefnuskrá flokks kommúnista er hvatt til þess að horfið verði frá einkavæðingu og áhersla lögð á „sameignarformið". Þá vilja kommúnistar taka upp nið- urgreiðslur og miðstýrt verðlag á helstu nauðsynjavörum, endurvekja hin fornu stjórnarskrárbundnu rétt- indi, sem kváðu á um ókeypis mennt- un og endurreisa Sovétríkin, þó ekki með valdi. Þótt kommúnistaflokkurinn verði sá stærsti í neðri deild þingsins, Dúmunni, fer því þó fjarri að þessir draumar stuðningsmanna Zjúga- nogvs séu við það að rætast. Hið raunverulega vald verður - enn um sinn, hið minsta - í höndum Jeltsíns forseta. Stjórnarskráin kveður á um ægivald forseta gagnvart þingi en umboð Jeltsíns rennur út í júní þeg- ar fram eiga að fara forsetakosning- ar. Tsjúganov mun hins vegar sem leiðtogi stærsta þingflokksins, geta ráðist að Jeltsín og grafið undan stöðu hans fram að kosningunum. Úrslit kosninganna á sunnudag munu því fyrst og fremst hafa áhrif á hið pólitíska andrúmsloft í Rúss- landi, sem aftur mun ein- kenna alla þjóðmálaum- ræðuna fram að forseta- kosningunum. Félagar í Kommúnísta- flokki Rússlands hafa ekki gengið í gegnum hreinsun- ... areld og lýst yfir stuðningi við evrópska jafnaðarstefnu líkt og flestir fyrrum félagar þeirra í Mið- og Austur-Evrópu. (Raunar eru margir jafnaðarmannaflokkar í Mið- og Austur-Evrópu langt „til hægri“ við þá flokka sem teljast mið- og hægriflokkar t.a.m. á Norðurlönd- um). Dyggustu stuðningsmenn Kommúnistaflokksins eru éftir- launaþegarnir, sem alls eru um 35 milljónir manna í Rússlandi og þrá stöðugleika og afkomuöryggi fyrri tíma. Hugmyndafræðingur Gennadíj Tsjúganov var næst æðsti embættismaður hugmyndafræði- deildar Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna. Þegar flokknum var heimilað að starfa að nýju árið 1991 fékk Tsjúganov hann skráðan undir nýju nafni. Tsjúganov hefur doktors- próf í stærðfræði og heimspeki en hann er einnig sögulega þenkjandi. Fyrr á þessu ári lýsti hann þeirri skoðun sinni í tímaritsgrein að í sögulegu tilliti væri „óbrúanleg mót- sögn milli kapítalisma og hinnar rússnesku þjóðarsálar.“ Flokksleiðtoginn kveðst hins veg- ar sjálfur vera hlynntur blönduðu hagkerfi og talar fjálglega um nauð- syn erlendra fjárfestinga í Rúss- landi. Þeir sem til hans þekkja telja almennt að hann hallist frekar að „evrópskri jafnaðarstefnu“ heldur en kommúnisma en stöðu sinnar vegna neyðist hann til að lýsa yfir fullri hollustu við flokk byltingarleið- togans Leníns. Tsjúganov og undir- sátar hans vilji breyta núverandi stjórnarstefnu en ekki segja skilið við hana. Þessu kunna kjósendur kommúnista að vera ósammála. Mjög margir þeirra vilja að Jeltsín verði dreginn fyrir rétt, sakaður um að hafa lagt Sovétríkin í rúst og flestir þeirra vilja að kapítalistarnir og fjárfestarnir verði sviptir eignum sínum og illa fengnum gróða. Um- bótastefnan svonefnda hefur enda í mörgum tilvikum haft glæpsamlega tilfærslu á þjóðarauðnum í för með sér. Þessi þróun ásamt þeirri glæpa- öldu sem riðið hefur yfír og þeirri gífurlegu misskiptingu sem einkenn- ir samfélag Rússa nú um stundir er helsta skýringin á sigri kommún- ista i þingkosningunum. Varað við þjóðernissósíalisma Andstæðingar Tsjúganovs eru _________ ekki í nokkrum vafa um að þar fari úlfur í sauðar- gæru. Jegor Gaidar, fyrr- um forsætisráðherra og einn helsti höfundur um- bótastefnunnar svo- nefndu, sagði á dögunum að varhugavert væri að Viö munum lækka skatt- ana og upp- ræta mafíuna bera rússneska kommúnista saman við jafnaðarmannaflokka þá sem myndaðir hefðu verið á rústum kommúnistaflokka í Mið- og Austur- Evrópu. „í Austur-Evrópu hefui þróunin verið í átt að fölbleiku þjóð- félagi jafnaðarstefnunnar en hjá okkur stefnir allt í hið dökkleita andrúm þjóðernissósíalismans."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.