Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ r BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Leikskólivið Hæðargarð besti kosturinn Frá Ingibergi Elíassyni: OFT VILL það verða svo þegar kemur að einhverri framkvæmd að fara þarf heilan hring með málið áður en endanleg ákvörðun er tek- in. Þessi kenning fær staðfestingu í málsmeðferð um nýjan leikskóla í Smáíbúðahverfínu. í þessu hverfi, sem nú fer að teljast með eldri hverfum borgar- innar, eru að koma nýjar kynslóðir ungra foreldra og virðist þörf fyrir 140 til 150 leikskólapláss fyrir börn þessa fólks. Þörfínni lofaði R-listinn að mæta og hefur trúlega fengið stuðning margra vegna þess. Þegar kemur að því að standa við kosn- ingaloforð gerir bæði sárt og klæja og er þetta mál engin undantekn- ing. Ákjósanlegasti staðurinn á gamla Víkingssvæðinu Við athugun glöggra manna kom strax í ljós að vænlegasti staðurinn fyrir leikskóla var á gamla Víkings- svæðinu, við Hæðargarð, þar sem við sem ólumst upp á þessum slóð- um áttum mörg gleði- og gæfu- spor. Ekki var það verra að hafa Breiðagerðisskólann og heimili eldri borgara á sömu torfunni. Þama virtist verða ágætlega rúmt um alla bæði þá sem fyrir voru og nýja leik- skólann. Af þeim stöðum sem til greina komu hafði þessi ýmsa kosti, þarna væri enn gott rými þó ný mannvirki bættust við og ekki sýni- legt að nálægum íbúum ykjust óþægindi vegna leikja barna (víst eru þeir til sem amast við börn- um). Stórt vandamál sem mætti leysa með tilkomu nýja leikskólans er óviðunandi og jafnvel háskaleg aðkoma að leikskólanum við Mos- gerði, þrönga íbúðagötu inni í miðju hverfínu. Hringferðin hefst Skemmst er frá að segja að nú hófst hringferðin sem nefnd er í upphafi þessa pistils. Allt var ómögulegt við hugmyndina að leik- skóla við Hæðargarð. Farið var í lúsaleit um hverfið og þrátt fyrir góðan vilja virtust aðrir staðir sem komu til álita vera óhæfir til bygg- ingar leikskóla. Þetta var raunar eins og við er að búast í gömlu borgarhverfi sem kreist hefur verið og troðið í hveija smugu, ef svo má að orði komast um fullnægju byggingarþarfarinnar. Að vísu voru einhveijir svo djarf- ir að nefna Grundargerðisgarðinn, grænan reit í miðju hverfinu. Um þennan garð er það að segja að hann er mörgum hjartfólgið útivist- arsvæði en ekki einhverskonar „sparisjóðsbók" sem sjálfsagt er að sækja í þegar byggingaland er upp- urið eða mönnum kemur ekki sam- an um að byggja á besta staðnum. Er ekki mál að hringferðinni ljúki, umræðan hefur verið lær- dómsrík fyrir okkur íbúa hverfísins. Ég er sannfærður um flestir ef ekki allir verða sáttir við upphaf- legu hugmyndina að reisa myndar- legan leikskóla á gamla Víkingsvell- inum við Hæðargarð. INGIBERGUR ELÍASSON, framhaldsskólakennari og íbúi í Smáíbúðahverfinu. Ríkisbáknið - fjarskiptaeftirlitið Frá Hjálmtý Guðmundssyni: ÞAÐ ER ekki á ofurvald ríkis- báknsins logið. Fjarskiptaeftirlit ríkisins er gott dæmi um það. Fyrst ber nú að nefna að þessi stofnun var sett á laggirnar algjör- lega að ástæðulausu og gerir ekk- ert annað en auka á kostnað, al- gjörlega óþörf stofnun. Fyrir daga hennar sá Póstur og sími um þetta fyrir sáralítið gjald en eftir að þetta bákn var búið til fjórfaldað- ist gjaldið og í sumum tilfellum miklu meira. _En þar er ekki öll sagan sögð. Ég er með talstöð í ferðabílnum, öryggistæki sem er lítið notað sem betur fer. Meðan Póstur og sími sá um málið kost- aði þetta'mig innan við 500 krón- ur ári. Fyrir sl. ár greiddi ég Bákn- inu 2.160 kr. fyrir ekki neitt og núna í ár er ég krafinn um 3.240 kr. Hækkun milli ára er 50%, fimmtíu prósent. Greiðendur standa gjörsamlega varnarlausir gagnvart þessari einokunarstofn- un. Kannski Morgunblaðið, sem berst hvað mest gegn Pósti og síma, vilji skoða málið og fá upp- lýst til hvers í ósköpunum þessi stofnun er og af hveiju þessar endalausu hækkanir hellast yfir þolendur. Hver kom þessari vit- leysu í kring? Vantaði embætti handa einhveijum? Það væri rétt að einkavæða þetta því ekkert einkafyrirtæki myndi leyfa sér að haga sér svona. HJÁLMTÝR GUÐMUNDSSON, Kríunesi 8, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.