Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 53 MINNIIMGAR GUÐMUNDA ÞORA STEFÁNSDÓTTIR + Guðmunda Þóra Stefáns- dóttir fæddist í Stardal í Stokkseyr- arhreppi 1. janúar 1901. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi hinn 5. desem- ber síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Selfoss- kirkju 15. desember ‘síðastliðinn. MIG langar til að minnast ömmu minnar, Guðmundu Þóru, nokkrum orðum. Amma flyst með foreldrum sín- um, þeim Stefáni Þorsteinssyni og Vigdísi Gestsdóttur, og eldri systur sinni, Guðlaugu, að Breiðumýrar- holti í sömu sveit árið 1905. Hún fer síðan í vinnumennsku að Stóra- Núpl i Gnúpveijahreppi árið 1918 þá sautján ára gömul. Þar er hún til ársins 1924 utan veturinn 1923- 1924 er hún dvelst í Reykjavík við nám í fatasaumi og matargerð. Árið 1924 giftist Guðmunda Kristj- áni Guðmundi Sveinssyni ráðs- manni á Stóra-Núpi. Kristján var fæddur í Syðra-Langholti í Hruna- mannahreppi árið 1891, en flyst með foreldrum sínum að Ásum í Gnúpveijahreppi árið 1907. Þau hófu búskap að Hæli í Gnúpveija- hreppi en flytjast síðan að Geira- koti í Sandvíkurhreppi vorið 1929 og búa þar uns Kristján lést árið 1990. Þá voru þau búin að vera gift í 66 ár, og mun það vera fá- títt, ekki síst þegar það er haft í huga, að Kristján var 32 ára þegar þau giftu sig. Þau eignuðust sex börn: 1) Sveinn, f. 1925, kennari, býr í Kópavogi, kvæntur Aðalheiði Edilonsdóttur, eiga þau fimm böm. 2) Katrín, f. 1926, býr á Selfossi, hennar maður er Gudmund Aage- stad, eiga þau þijú börn. 3) Stefán, f. 1927, húsasmíðameistari á Sel- fossi, d. 1970, var kvæntur Önnu Borg. 4) Sigrún, f. 1929, móðir undirritaðs, býr á Selfossi, hennar maður er Gunnar Kristmundsson og eiga þau fjögur börn, fyrir átti Sigrún einn son. 5) Steinþór, f. 1931, vö- rubílstjóri, býr á Sel- fossi. 6) Olafur, f. 1949, bóndi í Geira- koti, kvæntur Maríu Hauksdóttur og eiga þau þijú börn, fyrir átti Maria eina dóttur. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast á heimili afa og ömmu í Geirakoti, og alast þar upp að miklu leyti. Ég átti heima þar fyrstu fimm ár ævi minnar og var svo hjá þeim kaupamaður í fimm sumur á árunum 1963 til 1967. Þegar ég kynnist þeim fyrst, voru þau orðin nokkuð roskin, en héldu búskapnum samt ótrauð áfram. Það er svolítið sérstakt, að þau kaupa jörðina Geirakot eftir að hafa búið þar í rúm 30 ár. Þá er afi um sjötugt. Það er ómetanlegt fyrir börn að fá að kynnast vel afa sínum og ömmu, starfa með þeim og nema margt um gamla tíma. Oft er talað um það að við, nútíma- fólkið, lifum á miklum breytinga- tímum. Hvað má þá segja um það fólk sem fætt var fyrir og um sl. aldamót? Hvílíkar breytingar á öll- um lifnaðarháttum á þessum tíma. Afi og amma tóku þátt í þessum breytingum, eins og aðrir, þótt afi væri ekki mikið fyrir braytingar og vildi hafa flest í föstum skorð- um. Það er erfitt að minnast ömmu án þess að afi komi sífellt upp í hugann líka, enda ekkert skrýtið eftir öll þessi ár sem þau bjuggu saman. Það eru ótal myndir sem koma upp í hugann: Við barnabörnin gleymum því líklega seint þegar sjónvarp kom fyrst á þeirra heim- ili, en þau fengu sér mjög fljótlega sjónvarp eftir að íslenska sjónvarp- ið byijaði. Amma ljómaði öll, og það var fátt í sjónvarpinu sem fór fram hjá henni fyrstu misserin. „Dýrlingurinn" var hennar maður, en afi sýndi litla hrifningu. Gauðlaug systir ömmu kom stundum í Geirakot og dvaldi í nokkrar vikur í senn. Þá var oft glatt á hjalla, mikið pijónað og spjallað. Mikill kærleikur var með þeim systrum, enda kölluðu þær hvor aðra helst aldrei annað en „systir“, og höfðum við krakkarnir gaman af. Amma vann mikið um ævina eins og venja var til sveita á þessum árum. Hún fór ekki mikið af bæ, en fylgdist vel með og átti gott með að setja sig inn í aðstæður annarra. Hún var ósérhlífin og kvartaði aldrei. Hún var heilsugóð lengst af, en seinni árin tóku fæt- urnir að gefa sig og upp á síðkast- ið var hún alveg bundin hjólastól. Það sem hjálpaði henni mest, ekki síst seinni árin þegar kraftar tóku að dvína, var hversu lundgóð hún var og gat alltaf séð björtu og skop- legu hliðarnar á tilverunni. Eftir að afi dó, dvaldi hún hjá þremur börnum sínum til skiptis, þeim Katrínu, Sigrúnu og Sveini. Önnuð- ust börn hennar hana vel í ellinni og ber að þakka það. Seinustu árin dvaldi hún á Ljósheimum á Sel- fossi. Þar var vel hugsað um hana og þar leið henni vel. Afkomend- urnir voru duglegir að heimsækja hana, henni til skemmtunar og sér til uppörvunar. Hún fylgdist vel með fólkinu sínu og sagði þeim sem hana heimsóttu fréttir af því. Langri lífsgöngu er lokið. Guð blessi minningu Guðmundu Þóru. Stefán Sigurjónsson. Okkur langar að minnast langömmu okkar, Guðmundu Þóru Ste'fánsdóttur frá Geirakoti, í örfá- um orðum. Það var alltaf gaman að heimsækja hana, hvort sem það var hjá Rúnu ömmu eða á Ljósheim- um. Við þekktum hana að vísu ekki mjög vel, því við eigum heima í Vestmannaeyjum, en hún dvaldi á Selfossi og fórum við ekki það oft upp á land. Þegar við vorum á SeL fossi þá reyndum við alltaf að heim- sækja hana. Yfirleitt var hún að pijóna þegar við heimsóttum hana og þótti henni það mjög skemmti- legt. Henni þótti alltaf gaman að fá gesti til sín til að spjalla við. Hún prjónaði bæði vettlinga og sokka og gaf litlu barnabarnabörn- unum sínum. Hún var alltaf í góðu skapi og gat alltaf hlegið að öllu. Blessuð sé minning hennar. Dagbjört, Sigrún, Gísli og Kristín Stefánsbörn. Gefum öllum gleöilegjól meö því aö senda jólapóstinn tímatilega. Pósthús á höfuðborgarsvæðinu og víða um land verða opin til kl. 18:00 alla virka daga og til kl. 16:00 laugardaginn 23. desember. Póst- og símstöðin í Kringlunni verður opin til kl. 22:00 frá 18.-22. desember og á Þorláksmessu verður opið í Kringlunni til kl. 23:00. Á öllum póst- og símstöðvum er í gildi sérstakt jólapakkatUboð á bögglapóst- sendingum innanlands tU 23. desember. Vertu viss um að þínar jólasendingar komist hratt og örugglega til skila fyrir þessi jól. Frímerki fást á öllum póst- og símstöðvum, auk pess á um 120 sölustöðum, s.s. bensínstöðvum, bókaverslunum og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Frímerki eru einnig selcl á fjölmörgum sölustöðum utan höfuðborgarsvæðisins. I PÓSTUR OG SÍMI Jóladiskamottur Vatteraðar úr 100% bómull # *Stærð 32x48 Áður 150,- nú: , Jólabökunarsett •Falleg svunta með 2 vösum \pottaleppur og ofnhanski Éi *100 % bómull i V >‘ Áðvu'499,- nú: Jólakönnur •Úr hvítu postulíni.með mörgum skemmtilegum jólamyndum Áður 199,- nú: Fiéttaðar körfur Meö hanka, áöur: 499,- nú 249,- Án hanka, áður: 399,- nú 199,- Kertastjaki úr messing •Fæst í 3 stærðum Nú á hálfvirði Sprittkertastjaki úr messing Áður 599,- nú: \ A, RUMPATA LAGERINN Jólavörur á 1/2 virði Skeifunni 13 Norðurtanga3 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 108 Reykjavík 600 Akureyri 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 568 7499 462 6662 565 5560 104 Reykjavík 588 7499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.