Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LOKSINS Á ÍSLANDI! JÓLAGJÖF SEM IÆTUR ÞÉR OG ÞÍNUM LÍÐA BETUR. TEMPUR er: Hógceða dýna og koddi sem hefur byltingarkennd dhrif á sársauka. X Hindrar og lœknar legusár. X Dýpsta slökun, hvíld og svefn sem völ er á. X Seig og teygjanleg froða. X Lögð ofan á venjulega dýnu. X Þróað af NASA! RADIX HF. 11 A|\í\ / Pöntunarsímar: 896 6510 í Reykjavík LZ-L.---1 471 1435 á Egilsstöðum. Boðtæki gerð ST-350 Helstu eiginleikar: ■ Geymir 12 skilaboð. ■ 2 númer-kóði. ■ Allt að 99 tæki á sama númeri og hægt að skilja á milli. ■ Klukka sýnir hvenær skilaboð bárust. ■ Vekjari. Rafögn hf. Ármúla 32, Reykjavík, sími 588 5678. maxon talstöðvar og boðtæki. MYNPLIST L i s t h o r n Sævars Karls INNSETNING Þór Elís Pálsson. Opið á tíma verzl- unarinnar. Til 23. desember. Að- gangur ókeypis. MYNDLISTARMAÐURINN Þór Eiís Pálsson er öðru fremur þekktur fyrir áhuga sinn á myndbandalist og innsetningum og hér mun hann um sumt vera brautryðjandi. Hann hefur þó fjarri því verið virkur á sýningavettvangi, sem mun stafa af vinnu hans við sjónvarp, kvikmynda- gerð. Einkasýningar 'nans til þessa eru einungis tvær, í Galleríi Suður- götu 7 árið 1979 og Nýlistasafninu 1983. Hins vegar hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga og þar af oftar en ekki í útlöndum. Þór hefur þannig lengstum starfað við kvik- mynda- og sjónvarpsgerð og hafa helstu viðfangsefni hans verið heim- ildarmyndir og efni menningarlegs eðlis, en hefur nú yfirumsjón með mynd- og tölvuveri Myndlista- og handíðaskóla íslands. Innsetning hans í listhorni Sævars Karls nefnist „Straumar“ og við nafngiftina hnýtir listamaðurinn lít- illi hugleiðingu í spurningarformi: „Er staðreyndin sönn eða ósönn.“ Nafngiftin er í samræmi við upp- setninguna, en á miðju gólfi er sjón- varpsskermur og veit skjárinn upp, TONLIST llallgrímskirkja KÓRTÓNLEIKAR KVENNAKÓR Reykjavíkur flutti jólasöngva og kórnum til aðstoðai’ voru Bemharður Wilkinson, Hall- fríður Ólafsdóttir og Svana Víkings- dóttir. Einsöngvari með kómum var Elsa Waage en stjómandi Margrét J. Pálmadóttir Miðvikudagurinn 13. desember, 1995. TÓNLEIKARNIR hófust á tveim- ur umritunum af raddsetningum Róberts A. Ottóssonar á sálmunum Nú kemur heimsins hjálparráð og Kom þú, kom vor Immanúel, en sálm- ar þessir eru fomkaþólskir og hefur Sigurbjörn Einarsson biskup þýtt og endurort texta þeirra mjög fagur- lega. í seinni sálminum söng Ragn- heiður Fjelsted eitt vers og fagur söngur hennar fyllti kirkjuna undur- samlegri óman. Kvennakór Reykjavíkur er vel en á honum miðjum er staðsett vold- ugt hvítt kerti. Skjámyndin undir kertinu er hvítfyssandi straumiða, sem æðir áfram í taktföstum stíg- andi að því er virðist, en tekur svo á sig ýmsar breytilegar myndir. Ferl- inu til áherslu gengur brotin lína í taktföstum hrynjandi í jafnri hæð um alla veggi og má það vera til að undirstrika hina rafmögnuðu hlið flaumsins, ennfremur að orkan á sér upphaf í vatnsföllunum. Hins vegar vill vefjast fyrir manni að spá í hug- leiðingu listamannsins sem hefði að ósekju mátt vera ítarlegri, því um er að ræða listmiðil sem almenning- ur hefur enn ekki meðtekið. Hið sjón- ræna spil heildarmyndarinnar er vel virkt og kemur heilasellunum á hreyfingu, andstætt mörgu öðru sem sést hefur á staðnum. Einkum verð- ur það lifandi eftir að skoðandinn hefur rýnt lengi og vel á kertið og flauminn undir því. Hvort kertið á svo að tákna hátíð ljóssins og vetrarsólhvarfanna, og minna jafnframt á guðlega orkuna í birtugjafanum, ásamt framstreym- andi hringrás sköpunarverksins, verður hver og einn að gera upp við sig. En hið eina sanna er tíminn, rýmið og forgengileikinn. „Skíma“ Listhús Óícigs SJÖ MYNDLISTARMENN Sigurður Þórir, Magnús Tómasson, Þorbjörg Höskuldsdóttir, syngjandi kór og söng margt mjög vel. í stærri verkefnunum, verkum eins og Hodie Christus natus est, eftir Palestrína, tveimur kirkjulegum söngverkum eftir Brahms, Regina coeli og Ave María og pastorai þætt- inum fræga, Hjörð í sumarsælum dölum, eftir J.S. Bach, var söngur kórsins nokkuð órólegur, sérstaklega í söngverkunum eftir Brahms. Pastoralþátturinn eftir Bach er úr veraldlegri kantötu, Was mir behagt, nr. 208 en þar er textinn Schafe können sicher weiden og hafa marg- ir útfært þetta verk, m.a. Barbirolli og Walton, er báðir umskrifuðu það fyrir hljómsveit. Flautudúettinn í Raguheiður Jónsdóttir, Örn Þorsteinsson, Hringur Jóhannesson, Ófeigur Björnsson. Opið á verzlunartíma. Tii 6. janúar. Aðgangur ókeypis. STARFSEMI listhússins á efri hæð Listmunaverslunár Ófeigs að Skólavörðustíg 5 hefur að mestu legið niðri undanfarið og er það skaði vegna hins sérstæða andrúms á staðnum. En nú hefur þar verið sett upp sýning á verkum 7 mynd- listarmanna og eru verkin yfirleitt af smærri gerðinni, sem má bæði vera vegna takmarkaðs umfangs rýmisins og svo jólanna. Þetta eru flest notalegar myndir að segja má og myndu vafalítið einhvetjir kalla skiliríin „stofulist“, sem var vinsæl skilgreining núlista- manna áður fyrr, afgreiddu hana um leið léttvæga og úrelta. En hin- ir sígildu miðlar lifa þó góðu lífi enn þann dag í dag og eru frekar í sókn en hitt. pastoralverkinu léku þau Bernharður Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir ágætlega og sama má segja um þátt úr tríósónötu eftir Handel og tríói úr óratoríunni Æska Krists, eftir Berlioz. Auk þess léku þau með í öðrum lögum, t.d. í lokalagi tónleik- anna Jólaklukkur, frönsku lagi frá 17. öld, sem hér var flutt í afburða ósmekklegri og tilgerðarlegri útsetn- ingu eftir Öhrwall. Elsa Waage söng einsöng með kómum í fímm lögum og einnig Bereite dich, Zion, úr jólaóratoríunni eftir J. S .Bach og Sei stille dem Herrn úr óratóríunni Elijah, eftir Mendelssohn og gerði það mjög fall- Það er helst blíðan og nostursem- in sem einkennir verk Sigurðar Þóris, Þorbjargar, Arnar, Hrings og Ófeigs, því hin meiri háttar átök við efniviðinn eru vart merkjanleg, og þó eiga slík vinnubrögð rétt á sér þó ekki væri nema sem hvíld frá viðameiri flekum. Ragnheiður Jónsdóttir mætir hins vegar til leiks af fullum styrk, en það vill vefjast fýrir manni að verk hennar, sem sækja innblástur í Völuspá, séu akvatintur, því þær minna frekar á aðra tækni og þá í senn teikningar og túsk. Hins vegar eru þær afar áferðarfallegar þótt þær skorti þann hreyfíkraft sem einkennir iðu- lega vinnubrögð hennar. Magnús Tómasson er hins vegar í essinu sínu í verkum eins og „Kló“ (7) og „Þreyttir indíánar“ (8) þótt verkin séu ekki í yfirstærðum. í fyrrnefnda verkinu skynjar maður mikla ógn, en í hinu síðarnefnda eitthvað sem mætti nefna vængjaða kímni. Bragi Ásgeirsson ega. Svana Víkingsdóttir lék undir á orgel og var leikur hennar á köflum nokkuð órólegur. Seinni hluti tónleik- anna var að mestu helgaður algeng- um jólalögum, eins og Borgin helga, Ó, Jésúbarn blítt, Englakór frá himnahöll og Ó.helga nótt, sem öll voru vel flutt og var eftirtektarvert hversu söngur Elsu Waage og kórs- ins, í sumum þessara laga, var þrunginn af trúarlegri einlægni, sér- staklega í Borgin helga og Ö, helga nótt sem bæði voru sérlega fallega sungin. Kvennakórinn er vaxandi kór og var flutningur kórsins á lögunum eftir Brahms eftirtektarverður, með góðum hljómi og töluverðum styrk- leikatilþrifum, þrátt fyrir nokkurn óróleika. Brahms stjórnaði kvenna- kór og samdi og raddsetti mörg verk fyrir kvennaraddir. í því safni er trú- lega margt að finna, sem hinn dug- legi og góði stjórnandi kvennakórs- ins, Margrét Pálmdóttir, ætti að huga nánar að. Jón Ásgeirsson Trúarleg einlægni ## s___ ____ IDQQiPíMkM'ZMNL • NYTT GLER • íslensk myndlist • Nýtt úrval af plaggötum í mörgum stærðum, einnig í country-stíl • Karton, sýrufrítt, nýir litir. • Úrval ramma úr tré og áli auk rammalista. RAMMA MIÐSTODIN Glært * Matt Nú getur þú séð þína mynd í réttum lit • Getum annast innrömmum Sérverslun með innrömmunarvörur Sigtúni 10 (Sóltún), sími 511 -1616. fyrir jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.