Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hreinræktað hneyksli HINN 8. desember sl. sendi Samband íslenskra tryggingafé- laga allsheijarnefnd Alþingis um- sögn sína um tillögur Gests Jóns- sonar hæstaréttarlögmanns og Gunnlaugs Claessens hæstaréttar- dómara um breytingar á skaða- bótalögunum. Meginefni umsagn- arinnar eru staðhæfingar um að iðgjöld í bílatryggingum muni þurfa að hækka um 30% verði til- lögurnar að lögum. Þessar stað- hæfingar eru byggðar á athugun, sem sambandið hafði látið gera og fylgdi umsögninni. Ég fæ ekki betur séð en að þessi athugun sé röng í veigamiklum atriðum, þar sem gert sé ráð fyrir háum tjónakostn- aði í þeim meirihluta allra skráðra slysa, sem ýmist muni aldrei leiða til nokkurs tjóna- kostnaðar hjá vá- tryggingafélögunum, eða aðeins smávægi- legs kostnaðar. Hér er alvarlegt mál á ferð- inni, þar sem það snýst Jón Steinar Gunnlaugsson um upplýsingar til Al- þingis. Verður ekki betur séð en að sam- bandið hafi gefið þess- ar upplýsingar í því skyni að koma í veg fyrir, að þingið sam- þykkti nauðsynlegar réttarbætur því fólki til handa sem missir starfsorku sína í skaðabótaskyldum slysum. Vil ég nú leit- ast við að skýra hvern- ig þessu er farið. inni fylgja sokkabuxur, OroblueðaSanPelleSrino er handbók sem Kolbrun Aðalsteinsdottir tök saman / fyrir þá sem hafa áhuga á ef bók sem skrifuö var meö þaö aö leiöaríjósí aö allt það ssm þÚLte>!mí_ og sannfæringu. Kotbrun MMiiehnOótUr • SkíJa ichr, Cassöíahcas £rU Magnirtrfóttir • Hiftfre.AsluraeíStafí Gústaf Guðrnundstion Uó&n-yridí Freyr WkOMnum Cllr ÍWi Hrönn Einksrfóttír • Fyiirseeta j 4sí|is María Frarklín • Fjrní«»S Agúst Haövardsson o« Magnús Schevtng Aerctvs Upo.’t HnHdóra Sleingnntsrfóttir • SnyrtifflBft raesUKl Bnar ErteixHfton • Staí'iC'ia f.tytvjosabv E!in Guðlaug Stetánsdóftir Fyrírvruð GuðbjörB Akla Por.oIdsttóUir - fyrusa.io Stgurtaug VifelúwlóUir og lónas Franklin • F-orctrftáí Pétur H. 8j*rrmoft • SFiIíii gjöf til þín frá íslensk austurlenska. Þetta þýðir einfaldlega, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, að í meira en 60% tilvikanna verður aldrei um neinar bótakröfur að ræða. „Skráð“ slys Þegar ísleasku vátryggingafé- lögin skrá hjá sér bótaskyld slys í úmferðinni leita þau víða fanga. Hluti slysanna er skráður eftir upplýsingum úr lögregluskýrslum, þar sem fram kunna að koma at- hugasemdir um að einhver hafi slasast. Slíkar upplýsingar kunna einnig að koma fram í áreksturs- skýrslum ökumannanna sjálfra eða öðrum gögnum sem félögunum verða kunnug. Og í árslok á hveiju ári áætla félögin svo í ofanálag fjölda „ótilkynntra“ slysa, þ.e.a.s. slysa þar sem bótaréttur er til stað- ar en félögin hafa ekki ennþá feng- ið neina vitneskju um. Með þessum hætti hefur íjöldi svokallaðra „skráðra“ eða „tilkynntra" bóta- skyldra umferðarslysa á ári orðið 2.400-2.600 undanfarin ár. Það er að sjálfsögðu deginum ljósara, að stór hluti þeirra slysa sem skráð eru með ofangreindum hætti leiðir aldrei til nokkurrar skaðabótakröfu á hendur vátrygg- ingafélagi. í öðrum tilvikum eru tjónin smávægileg, leiða e.t.v. að- eins til greiðslu á tekjutapi í stuttan tíma en engra bóta vegna varan- legra afleiðinga. Raunar er það svo að flestir launþegar, sem verða að- eins fyrir stuttum frátöfum frá vinnu vegna slyss, halda fullum launum og þurfa því engar bætur að sækja í hendur vátryggmgafé- lags. Samkvæmt upplýsingum sem virðast vera óumdeildar munu um eða innan við 40% allra skráðra siysa leiða til mats á varanlegri örorku eða miska. Þetta þýðir ein- faidlega að í meira en 60% tilvik- anna verður aldrei um neinar bóta- kröfur að ræða, eða þá svo smá- vægilegar kröfur að litlu máli skipt- ir fyrir tjónakostnaðinn í heild. Hár kostnaður áætlaður í málum, sem aldrei verða bótamál í fyrrgreindri athugun SÍT er skoðaður tjónakostnaður vátrygg- ingafélaga síðari hluta ársins 1993, þ.e.a.s. fyrsta hálfa árið sem nýju skaðabótalögin voru í gildi. Athug- unin nær til félaga sem vátryggja rúmlega 90% bifreiða. Tjónum þessa árshelmings er skipt í þrennt. Fyrst eru talin 119 tjón, sem búið er að gera upp. Meðaltjón í þeim flokki er talið vera um 1 milljón króna. Síðan eru talin 215 tjón, þar sem komið er fram nógu mikið af gögnum til að unnt sé að áætla tjónakostnaðinn. Þar er áætlað að meðaltjónið nemi 1,7 milljónum króna. í þriðja og síðasta flokkinn eru tekin 587 tjón „sem ekki eru Nýkomin: Skinnefni Vatteruð spariefni Rósótt flúnel Stór tölusending Ný fatamerki Dragtaefni Samkvæmisefni Fínt flauel o.fl., o.fl. .. MORKINNI3 VIRKA (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT) SÍMI 568 7477 svo langt komin í vinnslu að unnt hafi verið að skipta áætlun niður á bótaþætti". Er áætlað að meðaltjón- ið í þessum flokki sé jafnhátt og í þeim tilvikum, þar sem tjónin hafa þegar verið gerð upp eða 1 milljón króna. Samtals er þarna verið að fjalla um 921 tjón á síðari hluta árs 1993. í skjalinu er gert ráð fyrir að tjón á fyrri hluta árs séu að jafnaði yfir 20% fleiri en tjón á síðari hluta árs. Þegar þetta er reiknað saman kemur í ljós, að með athugun á þessu 921 tjóni er verið að fjalla um öll tjón, sem skráð hafa verið hjá félögunum, eftir þeim aðferðum sem fýrr var getið, á síð- ari hluta árs 1993. SÍT gerir athugun sína nú í nóv- ember 1995. Þá eru liðnir að jafn- aði 26 mánuðir frá slysunum á síð- ari árshelmingi 1993. Allir sem við þessi mál vinna vita að þá eru komnar fram verulega miklar upp- lýsingar í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála, þar sem slys hefur leitt til varanlegs skaða á heilsu manna. Það er því líklegt að í fyrri flokkun- um tveimur hafi langflest slík mál verið talin. Málafjöldinn þar er um 37% af heildinni, eða álíka hlutfall og í gegnum árin hefur leitt til mats á varanlegri örorku. Það blas- ir því við að málin 587 í þriðja flokknum (63% málanna) séu að langmestu leyti mál sem aldrei verða nein tjón sem máli skipta. Samt er tjónskostnaðurinn þar tal- inn vera 1 milljón króna á hvert mál að meðaltali, eða jafnhár og í þeim málum sem þegar hafa verið gerð upp. í skjali SIT er talið að kostnaðurinn í heild við líkamstjón- in nemi 2.600 milljónum króna allt árið. Samkvæmt framansögðu virð- ist mega lækka þá fjárhæð um a.m.k. helming, en hlutfall tjónanna 587 í heildarkostnaðinum nemur 55%. Þetta þýðir að tjónakostnaður á ári vegna líkamstjóna eftir gildis- töku skaðabótalaga gæti numið um 1.300 milljónum króna í stað 2.600 milljóna. Er þá ekki reiknuð inn eðlileg tortryggni gagnvart áætlun- um á tjónakostnaði í miðflokknum að ofan (215 málunum), sem þessi vinnubrögð SÍT gefa ástæðu til að viðhafa. Engra hækkana á iðgjöldum er þörf SÍT telur að tillögurnar um breyt- ingar á skaðabótalögunum leiði til tæplega 50% hækkunar á bóta- greiðslum. Vel má vera að það láti nærri. Menn sjá þá vel, hvernig farið hefur verið með það fólk sem hefur slasast og misst starfsorku undanfarin 2'h ár frá því skaða- bótalögin tóku gildi. Auðvitað er það svo að allar þessar hugleiðingar um fjárhæð vátryggingaiðgjalda koma lagareglum um skaðabætur fyrir fjártjón ekkert við. Við hljótum að miða löggjöfina einfaldlega við það meginmarkmið að fjártjón manna sé bætt að fullu. En vátrygg- irigafélögin hafa viljað reyna að gera iðgjöldin hér að aðalatriði, lík- lega í þeim tilgangi að fæla alþing- ismenn frá því að koma réttarbót- unum á vegna meintrar hræðslu þeirra við vísitöluhækkanir. Þegar þessi hræðsluáróður þeirra er skoð- aður efnislega kemur í ljós að þar stendur ekki steinn yfir steini. Tjónabætur í heild verða eftir fyrir- hugaðar breytingar að öllum líkind- um töluvert lægri heldur en vá- tryggingafélögin hafa áætlað í heildartjónabætur að óbreyttum lögum. Breytingarnar gefa þannig ekki tilefni til hækkunar iðgjalda. Mér er kunnugt um að þessum hræðsluáróðri hefur verið fylgt eft- ir við alþingismenn með persónuleg- um samtölum í stórum stíl. Hér eru á ferðinni menn mikilla áhrifa. Og þeir virðast hafa haft þann árang- ur, að endurbæturnar á skaðabóta- lögunum verði a.m.k. ekki afgreidd- ar fyrir jól til að taka gildi 1. jan- úar nk. eins og til stóð. Það mun þvi ennþá fjölga þeim tjónþolum sem verða að una skertum skaða- bótagreiðslum í þágu fjárhagsmuna þeirra merku samtíðarmanna sem stjórna tveimur stærstu vátrygg- ingafélögunum á íslandi. Að undanförnu hafa farið fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.