Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Rannsóknir á náttúruvám
og réttlæting tómlætisins
Svar við grein
Guðjóns Petersens
HINN 5. desember síðastliðinn
birtist í Morgunblaðinu grein eftir
Guðjón Petersen forstöðumann al-
mannavama ríkisins þar sem hann
víkur að skrifum mínum í opnu
bréfi til ríkisstjórnarinnar um
rannsóknir á náttúruhamförum í
sama blaði hinn 2. nóvember síð-
astliðinn. Það er ekki ætlun mín
að standa í blaðadeilum við Guð-
jón, enda erum við að mestu leyti
sammála nema um hlutverk lands-
nefndarinnar, en þar sem hann
lætur að því liggja í grein sinni,
að það séu persónuleg vonbrigði
mín sem séu hvati minn til skrifta,
þykir mér rétt að svara honum á
þessum vettvangi.
Skoðanaágreiningur okkar á
milli um landsnefndina er greini-
legur, þar sem af orðum Guðjóns
má ráða að hann telji að allt sé í
góðu lagi með starfsemi lands-
nefndarinnar en það geri ég hins
vegar ekki. Ég tel skipun nefndar-
innar á sínum tíma jafnast á við
stórslys, og að það sannist af störf-
um hennar. Hún er slys vegna
þess að hún er eingöngu skipuð
embættismönnum með takmark-
aða þekkingu á náttúruhamförum
og þar með er sérþekkingunni hald-
ið utan við nefndina. Hér er til
mikil og margvísleg gagnleg sér-
þekking á náttúruvám og það veit
Guðjón og ræðir í sinni grein, en
sú þekking er enn of lítið notuð
og viðleitni manna til
þess að efla hana og
nýta betur hefur allt
of jítinn hljómgrunn.
Áður en lengra er
haldið er rétt að gefa
skýringu á lands-
nefndinni, svo öllum
sé ljóst um hvað málin
fjalla. Sameinuðu
þjóðirnar útnefndu
áratuginn 1990-2000
áratuginn til draga úr
áhrifum náttúruhamf-
ara, (International Decade for Nat-
ural Disaster Reduction). Tilgang-
urinn með áratugnum er einfaldur.
Það á að vinna að aukinni og bættri
viðleitni til þess að draga úr stór-
slysum af völdum náttúruhamfara
í heiminum. Ein aðalleið Samein-
uðu þjóðanna til að ná settu marki
var að fá aðildarþjóðirnar til þess
að skipa sérstaka landsnefnd
(National Committee) í hveiju
landi. Landsnefndimar eru sam-
skiptaaðili viðkomandi lands varð-
andi fjölþjóðlega hlutann af starf-
inu og hafa forystu um málin
heima fyrir. Hér á landi skipaði
dómsmálaráðherra almannavarn-
aráð ríkisins til þess að vera ís-
lensku landsnefndina. Almanna-
varnaráð er skipað embættismönn-
um er annars gegna forstöðu í
þeim opinberu stofnunum, sem
skipta lykilmáli í því að greiða
ýmsar leiðir í björgun-
armálum á hættu-
stund. .
Guðjón lætur að því
liggja að ég hafi skrif-
að grein mína vegna
þess að ekki hafi verið
farið að tillögum mín-
um varðandi skipulag
á rannsóknum á nátt-
úruhamförum. Þetta
eru með öllu ástæðu-
lausar getsakir, þar
sem ég hef ekki lagt
fram ákveðnar tillögur
um þessi mál, heldur
fyrst og fremst viðhaft
almenna hvatningu til
aukinna og bættra
rannsókna á náttúrufari landsins,
sem ég hef margoft gert. Þótt ég
hafí orðað sérstaka stofnun um
rannsóknir á náttúruhamförum hár
á landi í umræddri grein, er það
svo ný hugmynd og ómótuð að
vart er ástæða fyrir mig að vera
orðinn fullur vonbrigða, þótt hún
sé ekki komin á fót nú þegar, enda
skipta vonbrigði mín eða gleði ekki
neinu máli í þessari umræðu. Ég
veit ekki til þess að ég hafi nokkru
sinni látið persónulegan metnað
minn sitja í fyrirrúmi fyrir al-
mannaheill og því er hér ómaklega
að mér vegið. Þessi umræða á ekki
að snúast um persónur eða metnað
einstaklinga. Það gerir hana ómál-
efnalega og verri en gagnslausa.
Það skaðar málstaðinn og slíkur
málflutningur er ekki við hæfi.
Umræða um það hvort rann-
sóknamiðstöð náttúruhamfara á
Páll Imsland
BUNAÐARBANKINN
Æ KU
L* í -n • a-n
Æskulínunn
gjafaöskju meö
púsluspil, litabók - og meira til!
"Snæfinnur snjókarl, sniöugur meö krónurnar"
Á rannsóknastofa nátt-
úruhamfara að vera á
Veðurstofu eða annars
staðar? Páll Imsland
fjallar um málið.
að vera á Veðurstofunni eða ann-
ars staðar er ekki út í hött. Það
skiptir vissulega máli hvar ákveðin
starfsemi er hýst, en hafa ber í
huga að með slíkri umræðu er
hægt að drepa málinu á dreif. Þetta
er nefnilega umræðustig númer tvö
í málinu, umræðan um umbúðirn-
ar. Fyrsta stig er umræðan um
innihaldið. Á að koma hér á fót
einhverri nýrri starfsemi varðandi
rannsóknir á náttúrunni sem ógn
við landnýtingu? Sé ekki fyrirliggj-
andi ákvörðun um slíka aukna
starfsemi getur umræðan um fyrir-
komulag hennar orðið til þess að
skaða málstaðinn og koma í veg
fyrir starfsemina. Ef yfirvöld sjá
að menn eru ekki sammála um
fyrirkomulagið og stunda þrætu-
mál þar um, er ekki mikil ástspða
fyrir þau að fara af stað með starf-
semina.
Ég vil gjarnan sjá umræðu um
afstöðu þjóðarinnar til náttúru-
hamfara og til þekkingar. Þar er
pottur brotinn og hann er hægt
að bæta. Um þetta hljótum við
Guðjón að vera sammála og þess
vegna skil ég ekki hvað honum
kemur til að taka upp varnir fyrir
landsnefndina. Með slíkum vörnum
finnst mér hann bera fram réttlæt-
ingu þess að landsnefndin hefur
lítt starfað að innanlandsþætti
málsins og alls ekki sem skyldi,
en það finnst mér óréttlætanlegt.
Svo lítið hefur farið fyrir nefndinni
á þeim vettvangi og svo lítill árang-
ur er sjáanlegur af störfum hennar
að óviðunandi er að mínu mati.
Hér á landi veit varla nokkur mað-
ur af þessum sérstaka áratugi eða
tilgangi hans og engar hugmyndir
hafa heyrst um það hvert framhald
hans skuli verða hér á landi. Þess
vegna er Iandsnefndin gagnrýnd.
Þessi gagnrýni er tvíþætt. Hún
snýr í fyrsta lagi að upprunalegri
skipun nefndarinnar, þeirri hug-
mynd að skipa almannavarnaráð
ríkisins til þess að vera landsnefnd-
0
ÚRSMÍÐAMEISTARI
IAUCAVEGI15 — 101 REYkJAVÍK
SÍMI m 8W
Fagleg ráðgjöf og þjónusta.
é
in. í því er veikleiki nefndarinnar
fólginn og þess vegna skrifaði ég
fyrri grein mína sem bréf til ríkis-
stjórnarinnar. í öðru lagi snýst hún
um lítinn árangur af starfi nefnd-
arinnar, sem er að mínu mati bein
afleiðing af upprunalegri skipan
hennar og þeim skorti sem þar er
á sérþekkingu á náttúrunni. Hér
er því í raun ekki verið að gagn-
rýna nefndarmenn. Þeir hafa, ef
ég þekki þá rétt, allir tekið nefnd-
arstörfin af alvöru.
Af orðum Guðjóns er ljóst að
honum finnst ég vega ómaklega
að þessari landsnefnd og má það
vel vera rétt í því ljósi að ég er í
raun ekki að gagnrýna þá einstakl-
inga sem þar sitja. Sé þetta al-
mennt álit þá biðst ég afsökunar
á því. Nefndin er hinsvegar fyrir-
bæri sem erfitt er að komast fram-
hjá. Hún er til og því verður hún
óhjákvæmilega fyrir þessu aðkasti
mínu. Viðbrögð Guðjóns við grein
minni eru í raun þau einu sem ég
hef hingað til séð og er það kannski
dæmigert fyrir þann skort á alvar-
legri umræðu sem er um þessi mál
hér á landi. Þó ég telji innlegg
hans um málefni landsnefndarinn-
ar alls ekki gott þá ber þó að þakka
honum fyrir að ijúfa þögnina.
Ríkið þarf að velja og hafna af
mikilli hörku þegar Ijallað er um
not á fjármagni því sehi það hefur
til ráðstöfunar og það er nú einu
sinni staðreynd að rannsóknir á
náttúru landsins hafa aldrei haft
þar neinn sérstakan forgang fram
yfir önnur mál, miklu frekar hafa
þær lent undir skurðarhnífnum og
lotið í lægra haldi í samkeppninni
við aðra málaflokka. Hér á ég m.a.
við rannsóknir á náttúrunni í sam-
bandi við náttúruvár, en alls ekki
almannavarnakerfið í landinu. Af-
staðan til þess er allt önnur en til
rannsókna. Þetta bið ég fólk að
hafa sérstaklega í huga, því þó við
höfum almannavarnakerfi í land-
inu og það starfi vel og eðlilega,
þá er það alltaf þekkingin á náttúr-
unni og skilningurinn á því hvers
vegna náttúruhamfarir verða og
hvernig náttúruhamfarir haga sér,
sem verða lykillinn að því að við
getum séð hlutina fyrir og komið
í veg fyrir stórslys af völdum nátt-
úruhamfara. Björgunarsveitir og
stjórnstöðvar, svo dæmi séu tekin
af einingum innan þess kerfis sem
er virkt í samhengi við náttúru-
hamfarir, verða aldrei lykileiningar
í því að fyrirbyggja válega at-
burði, heldur fyrst og fremst í því
að bjarga því sem bjargað verður
þegar í óefni er komið. Það er hins
vegar þekkingin sem fyrst og
fremst skiptir máli varðandi fram-
sýnina og alla fyrirbyggingu og
hana þarf þess vegna að efla fyrr
en allt annað og umfram allt ann-
að. Þessum atriðum má ekki rugla
saman. Þekkingin í þessu sam-
bandi hefur aldrei orðið að áherslu-
atriði hér á landi. Um það m.a.
snýst þó tilgangur Sameinuðu
þjóðanna með landsnefndunum og
út á það gengur gagnrýni min. Ég
vildi þegar fram í sækir mjög
gjarnan geta séð einhver merki
þess að íslenska landsnefndin hafi
verið starfandi á innanlandsvett-
vangi og að það sitji eitthvað gagn-
Iegt eftir hér á landi þegar ára-
tugnum lýkur, landsnefndin leggur
niður störf og þeirri sérstöku tíma-
bundnu áherslu sem Sameinuðu
þjóðirnar leggja á þessa starfsemi
lýkur og hinn grái hversdagur tek-
ur aftur við í þessu samhengi.
Guðjón rekur nokkur dæmi um
störf sem hér hafa verið unnin á
þeim árum sem liðin eru af þessum
áratugi og hann segir óbeinum
orðum vera unnin af hvötum lands-
nefndarinnar. Þar greinir okkur á
um skilning og orsökin er sú að
landsnefndinni og almannavarna-
ráði ríkisins var ruglað saman í
eitt. Það verður því ekki greint á
milli starfa og áhrifa þessara
stjórnsýslueininga. Þau dæmi sem
Guðjón telur upp álít ég eðlileg og
sjálfsögð verkefni Almannavarna
ríkisins og almannavarnaráð á því
að sjálfsögðu eðlilegan híut að því
máli, en landsnefndin varla eða
alls ekki. Þessi verkefni hefðu öll