Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 49 AÐSENDAR GREINAR Um framtíð landbúnaðarins Á UNDANFÖRNUM misserum hafa farið fram nokkrar umræður um íslenskan landbún- að. Þær hafa að mestu snúist um aðstoð þá sem landbúnaðurinn nýtur, af opinberu fé, og kröfur um óheftan innflutning á landbún- aðarvörum. Við getum hér strax í upphafi gert okkur grein fyrir því, að ef íslenskur land- búnaður án aðstoðar á að keppa við marg- styrktan landbúnað annarra landa, þá ein- faldlega deyr hann út. Við skulum jafnframt minnast þess að nærri var búið að svelta Breta í hel í fyrri heimsstyijöldinni af því þeir vanræktu landbúnað sinn. Ný- fundnalandsmenn hættu að rækta sinn landbúnað og ætluðu að lifa á þorski. Nú er þorskurinn horfmn og komið 20% atvinnuleysi og þeir jafn- vel farnir að læra búskap af okkur. Ástæðumar fyrir því að við verðum ekki samkeppnisfærir án aðstoðar í einhverri mynd eru margar. Skulu nokkrar nefndar: 1. Lega landsins kallar á miklu dýrari byggingar en hjá öðrum þjóð- um. Sæmilega vandað fjós kostar líkt og íbúðarhús, en gefur af sér kannski 4-5 milljónir brúttó með öllum styrkj- um á ári, en í nágrannalöndunum eru íjósin bárujámsskýli, aðeins til skjóls fyrir rigningu og sauðfé geng- ur að mestu úti. 2. Þrátt fyrir þetta styrkja þjóðir Evrópu sinn landbún- að, t.d. er talið að um helmingur af útgjöldum ESB fari til landbúnaðar- ins. 3. Hjá okkur eru mun meiri kröf- ur gerðar til hreinlætis og umhverfis- mála en í nágrannalöndunum. Fyrir nokkmm ámm var gefin hér út reglugerð um að við öll fjós skyldi vera haughús. Til samanburðar er það ekki óalgengt í Evrópu að þorp- skráin sé öðm megin við götuna en fjóshaugurinn hinum megin. Sums staðar er svo varla líft fyrir skíta- lykt, þegar bændurnir em að bera á akrana í nánd við þéttbýli. En í umhverfis- og endurvinnslu- málum standa þessar Evrópuþjóðir (a.m.k. sumar) okkur feti framar. Islenskir bændur em ekki lengra komnir en það að þeir grafa sjálf- dauðar skepnur og bera hænsnaskít- inn á túnin. En bændur í nágranna- löndunum endurvinna þænsnaskítinn og gefa hann svo búðpeningi öðm sinni. , Svo mala þeir sjálfdauðar skepnur með sýklalyflum og sótt- kveikjum og fá þannig fínasta fóður- mjöl, svo það liggur væntanlega fyr- ir íslenskum neytendum að gæða sér á búvöru sem framleidd er að hluta úr endumnnum hænsnaskít og sjálf- dauðum skepnum. Þeir sem helst gagnrýna Þar skal fyrst nefna kratana, sem hafa verið á móti landbúnaði svo lengi sem elstu menn muna. Þeir virðast aldrei hafa lært baráttu og hvatningarljóð forfeðranna svo sem: Bóndi er bústópli, Blessuð sértu sveitin mín eða Ég vil elska mitt land. Þeir virðast heldur kjósa að gerast sporgöngumenn Gissurar jarls Þor- valdssonar. Þá má nefna ýmsa inn- flytjendur sem hugsa sér að maka krókinn þegar búið er að ganga frá íslenskum landbúnaði dauðum. Svo er það formaður neytenda- samtakana, sem af bamaskap heldur að hann sé að vinna þarft verk fyrir Ólafur Þorláksson. sína menn. Og ekki má gleyma garminum hon- um Jónasi. Það er sagt að Kató hinn gamli (fomrómverskur lýðskrumari) hafi jafn- an endað ræður sínar með þvf að leggja til að Kartagó . verði eytt (samkeppnisborg Róm- veija). Jónas skrifar varla svo forustugreinar í blað sitt að hann leggi ekki til beint eða óbeint að íslenskum landbún- aði verði eytt. Hann velur honum hin verstu skammaryrði og kallar landbúnaðinn freð- mýrabúskap. Bændur gæludýr al- þingismanna og alþingismenn þjófa. Maður fer satt að segja að efast um geðheilsu þessa manns. Kannski hann þjáist bara af þrálátri magap- ínu? Eða maður spyr sjálfan sig hvort eitthvert samband sé milli þessara skrifa Jónasar og jieilsíðuauglýsinga búvörukaupmanna í blaði hans. Það er a.m.k. rétt hjá Hannesi Hólm- steini að Jónas dýfi penna sínum oft í eitur. Kató sá draum sinn rætast. Kartago var eytt. Og Jónas virðist ætla að sjá sinn draum rætast, því fjölmiðlar yfirleitt eru að snúast á sveif með honum. Stöð 2 lýsti því nýlega, við gerð nýs búvörusamn- ings, hve mikið mætti gera við þá 11 milljarða sem renna eiga til sauðfjárbænda næstu 5 ár. Það hefði kannski mátt fylgja hve mörg sjúkrarúm á barnaspítala hefði mátt byggja fyrir milljarðinn sem fara á í puntsetrið á Bessastöðum, eða þá þessa 1,6 milljarða sem kost- ar að reka verkalýðsfélögin árlega. Fyrir þá peninga mætti bara reisa stórt álver að 10 árum liðnum. En svona er nú auðvelt að matreiða fréttirnar eða leika með tölur. Eða hvað kostar Stöð 2 eða DV þjóðina mikla fjármuni? Nokkrar spurningar Það væri kannski ástæða að spyija þessa aðila sem vilja landbúnaðinn feigan, nokkurra spuminga. 1. spuming: Hvar á að fá gjald- eyri fyrir innfluttri búvöm sem hægt er þó að framleiða á landinu? Skyldi viðskiptajöfnuðurinn lagast eða skuldirnar minnka? 2. spurning: Hvað á að gera við þau störf sem hverfa, ef hætt er við framleiðslu á búvömm? Það er talið að bak við hvem bónda myndist 3 störf beint eða óbeint, segjum að bændur séu 4.000, þá myndar land- búnaðurinn um 16.000 störf. Og ef búvömframleiðsla dregst saman um helming, þurfa 8.000 að fara á fram- færslu þjóðfélagsins. Það er talið að hver atvinnulaus maður kosti samfé- lagið 1,5 milljónir, þannig mundu þessi 8.000 atvinnuleysingjar kosta þjóðfélagið um 12 milljarða eða 16-18 milljarða með innfluttum bú- vömm, sem hægt væri að framleiða í landinu eða um 80 milljarða á 5 ámm. 3 spurning: Hvað með öryggið? T.d. ef kæmi til styijaldar eða harð- vítug verkfóll torvelduðu innflutning, eða þá slæmt kjamorkuslys eins og í Rússlandi? Svo eitthvað sé nefnt. 4 spuming: Hvernig á að vetjast sviknum vömm? Fyrir 14 ámm dóu 1.200 manns á Spáni með því að nota mengaða ólífuolíu og fyrir nokkmm árum gekk sú saga hér að flutt hafi verið inn til landsins græn- meti sem var svo megnað af skor- ScBtir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópa - slmi 564 1475 Opið v.d. 10-19 lau. 11-17, sun 13-17. Vitundarvígsla manns og sólar Dialfræöi fyrir þá sem leita. rBókin fæst í Bókahúsinu, Skeifunni 8 Erlendar bækur um heimspeki og skyld efni. r /.A Námskeið og leshringar. Á.hugamenn um þróunarheimspeki Box 4124, 124 Rvk., Fax 58V 97V7 Sími 557 9763 Hvar á að fá gjald- eyri fyrir innfluttri — búvöru? spyr Olafur Þorláksson. dýraeitri að það fékkst hvergi inn- flutt nema til Islands og einhvers ríkis í Afríku. 5 spuming: Hver verður framtíð sveitaþorpanna, Blönduóss, Búðar- dals, Borgamess, Selfoss, Hellu og Hvolsvalla, sem byggt hafa beínt og óbeint tilvem sína á landbúnaði og hvað um alla þá tugi eða hundmð milljarða sem bundnir em í bygging- um og framleiðslutækjum landbún- aðarins? Margra fleiri spurninga mætti spyija, t.d. em allar þessar fórnir ekki réttmætar fyrir von um bætt lífskjör þjóðarinnar? Því er til að svara, að talið er að neysla á búvör- um sé 7-8% af ráðstöfunarfé heimil- anna. Svo öll innflutt búvara myndi varla bæta lífskjör meira en 2-3%. En kannski hagfræðiprófessorum háskólans takist að reikná þessar tölur eitthvað hærri. Þeim verður varla meira fyrir því en Sölva heitn- um Uelgasyni sem tókst að reikna barn í konu. Til samanburðar mun heimilisbílinn kosta 500 þúsund kr. á ári og þykir engum mikið. Hræddur er ég um að alvöruþjóð- um þyki við furðufuglar fömm við inn á þessa braut. Fyrir nokkrum misserum rak austurrísk fjölmiðla- kona nefið inn hjá mér. Var hún _að afla efnis í þátt um landbúnað á ís- landi. Hún spurði margs, m.a. hver ástæðan væri fyrir því að Islendingar sæktu í búvöm erlendis frá. „Þið eig- ið líklega einhveija hreinustu búvöm sem framleidd er í heiminum og gæðin í allra fremstu röð.“ Manni verður svarafátt við svona spurningum. Að lokum. Ég tel að allir sem nenna að hugsa, telji það mikið vafa- mál, þótt ekki væri nema frá öryggis- sjónarmiði, að fórna mest allri mat- vælaframleiðslu í landinu, fyrir ekki meiri ávinning, því það tekur ekki ár, heldur áratugi að reisa landbún- aðinn við, verði hann lagður í rúst (t.d. með neikvæðri umfjöllun í fjöl- miðlum). Ef þjóðin vitkast á ný. Höfundur er bóndi á Hrauni í Ölfusi. GÆDI 0 G GOT T VEKÐ SKÓMA ■áS-: • I Jólasveinar í Kringlunni kl. 17.30 og 18.30. \0^G, 10-22 KRINGL4N jQkarioams ♦ rotté ozvelmr innishór « > allegir, léttir og þægilegir. rFóðraðir með svampi í botninn. Sólarnir rstamir og sveigjanlegir. Má þvo í þvottavél við 30°. Margar gerðir, fallegir litir og gott verð. Sölustaöir: Gullbrá Nóatúni • Jenny Eiöistorgi • Nettó Laugavegi • Parísarbúöin Austurstrœti • Saumalist Fákafeni Útilíf Glœsibœ, Álfheimum • Snyrtivöruverslunin Clara Kringlunni • Draumaland Keflavík • Kaupfólag Ámesinga Selfossi • Kaupfólag A-Skaftfellinga Höfn Homafiröi • Kaupfólag Hóraösbúa Egilsstööum Saumavélaþjónustan Akureyri • Kaupfélag Skagfiröinga Sauöárkróki • Kaupfólag Húnvetninga Blönduósi • Verslunin Laufiö Ðolungarvík • Kjallarinn Patreksfiröi • Stefán Sigurjónsson Skósmiöur Vestmannaeyjum. Fyrir síðustu jól hefur skótahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu átt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru grœn og falleg jól eftir jól. á % % % % % rTfi\ • Skátahúsið, Snorrabraut 60 Sýningarsalur Heklu, Laugavegi 174 10 ára ábyrgð 8 stœrðir, 90 - 305 cm Stálfótur fylgir Eidtraust íslenskar leiðbeiningar Jólatré með skrauti - 3 gerðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.