Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skortur á viðlegurými fyrir stór skip á Akureyri Skoðað hvort tekin verði lán til að flýta framkvæmdum Morgunblaðið/Kristján TVÖ SKIP Samherja, Hjalteyrin og Oddeyrin, við Austurbakka Fiskihafnarinnar, en þess er vænst að innan þriggja ára verði búið að gera Vesturbakkann þar sem framtíðaraðstaða Sam- herja verður. SKORTUR á viðlegurými fyrir stór skip er tilfinnanlegur á Ákureyri og segir Einar Sveinn Ólafsson, formaður hafnarstjórnar, að mikil þörf væri á að bæta þar úr. Fyrir- hugaðan niðurskurð á hafnaáætlun segir hann því mikil vonbrigði, en staðan yrði metin eftir áramót og þá skoðað hvort ástæða sé til að taka lán til að flýta nauðsynlegum framkvæmdum. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir helgi að bryggjupláss í bænum væri allt- of lítið og það hefði ekki'Verið efst á forgangslistanum að bæta þar úr. Framkvæmdir vegna farþega- og flutningaskipa hefðu verið ofar á þeim lista. Formaður hafnarstjórnar segir að mikil vinna hafi verið lögð í að markaðssetja Akureyrarhöfn sem viðkomustað fyrir skemmtiferða- skip og árangur af því starfi væri góður, sífellt fleiri slík skip leggja leið sína til Akureyrar. „En það má kannski segja að við höfum vanmetið útgerðarfyrirtækin okk- ar, flotinn hér hefur farið ört stækk- andi en bryggjupláss ekki aukist að sama skapi. Við gerum okkur ljósa grein fyrir því að bæta þarf úr þessu,“ sagði Einar Sveinn. Samkvæmt fjögurra ára áætlun um framkvæmdir á vegum Akur- eyrarhafnar var m.a. gert ráð fyrir að lengja Oddeyrarbryggju og Tangabryggju og hefjast handa við vesturbakka Fiskihafnarinnar. Einar Sveinn sagði að vegna niður- skurðar á framlögum hefði þegar verið fallið frá því að lengja Tanga- bryggjuna og einungis verður hægt að vinna við dýpkun í Fiskihöfn- inni. Framkvæmdum við Fiskihöfn lokið innan þriggja ára „Það er orðið aðkallandi að ljúka framkvæmdum við Fiskihöfnina, við munum skoða gaumgæfilega eftir áramót hvort ástæða sé til að taka lán til að flýta þeim fram- kvæmdum,“ sagði Einar Sveinn. Við fiutning Flutningamiðstöðvar Norðurlands á vöruhafnarsvæðið yrði rýmra um bryggjupláss fyrir fiskiskip og þá yrði á næsta ári hægt að nota bryggjuna við Krossa- nes. Þar verður lokið við gerð stál- þils síðar í þessum mánuði og verk við þekju og kanta verður boðið út seinna í vetur. Næsta vor ætti pláss fyrir fiskiskip að aukast nokkuð. „Ég vil leyfa mér að vera bjart- sýnn og vona að innan þriggja ára verði framkvæmdum við Fiskihöfn- ina lokið,“ sagði Einar Sveinn. Lögreglan gefur böm- unumjóla- sveina- barmmerki ÞEIR Sæmundur Sigfússon og Grétar Viðarsson, lögregluinenn á Akureyri heimsóttu börn i 1. bekk í grunnskólunum á Akureyri í gær og afhentu þeim jólasveinamerki að gjöf. Börnin tóku gestunum fagnandi og vönduðu sig óskap- lega við að velja barmmerkið, leit- in að uppáhaldsjólasveininum tók góðan tíma. Þeir félagar sögðu að tvö tryggingafélög, Sjóvá- Almennar og Vátryggingafélag Islands stæðu að þessu framtaki með lögreglunni á Akureyri og væri markmiðið að eflajákvæð tengsl við hina ungu borgara. Myndin var tekin í Glerárskóla í gærdag, en þá afhentu Sæmundur og Grétar þeim Hlyni Sverrissyni, Hinrik Ottó Siguijónssyni, Freyju Rúnarsdóttur og Elvu Marý Bald- ursdóttur barmmerki að gjöf. Þeir notuðu tækifærið og brýndu fyrir þessu ungu vegfarendum að nota endurskinsmerki, en á leiðinni út úr skólanum rákust lögreglu- mennirnir á pilt sem var þeim að skapi, með ótal endurskinsmerki bæði á gallanum sínum og vettl- ingunum. Þetta var hann Björn Natan Bjarnason sem fengið hafði vettlingana í skóinn nýlega. Atvinnumálanefnd Akureyrar Fyrirtæki ársins verðlaunað ATVINNUMALANEFND Akur- eyrar samþykkti á fundi sínum ný- lega að veita árlega viðurkenningu fyrirtæki sem skarað hefur fram úr á sviði atvinnurekstrar. Viður- kenningin verður veitt í byijun næsta árs, fyrir árið 1995 en í fram- tíðinni er gert ráð fyrir að viður- kenningin verði veitt við hátíðlega athöfn í desember ár hvert. Við veitingu viðurkenningarinnar skal einkum taka tillit til; framlags til aukningar á atvinnu- og nýsköp- unar í atvinnurekstri á Akureyri og sérstaks árangurs eða framtaks á sviði vöruþróunar og markaðssetn- ingar. Markmið með veitingu viður- kenningarinnar er að vekja.athygli á árangri akureyskra fyrirtækja og Akureyri sem athafnabæ. Það fyrirtæki sem viðurkenning- una fær skal hljóta vandaðan verð- launagrip og sæmdarheitið „Fyrir- tæki Akureyrar árið...“. Ennfremur skal atvinnumálanefnd vekja athygli á viðkomandi fyrirtæki með auglýs- ingu í helstu dagblöðum. Þá öðlast fyrirtækið rétt til að nota sérstakt merki viðurkenningarinnar á bréfs- efni sínu og öðru kynningarefni. Við veitingu viðurkenningarinnar mun atvinnumálanefnd leita eftir samstarfi við almenning, Háskólann á Akureyri, Verkmenntaskólann á Akureyri, Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar hf., Skrifstofu atvinnulífsins, verkalýðsfélög og aðra aðila atr vinnulífsins. Kvöldstund við kertaljós „KVÖLDSTUND við kertaljós" verður í Laufáskirkju í kvöld, þriðjudags- kvöldið 19. deseber kl. 21.00. Kór Svalbarðs- og Laufáskirkju flytur aðventu- og jólalög. Söngnem- endur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar syngja undir stjórr. kennara síns Þuríðar Baldursdóttur. Börn koma fram og lesa og syngja, en sérstakur gestur þessa kvölds er Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Ól- afsfirði sem ræðir um jólin og inni- liald þeirra. í lokin koma fram nokk- ur eidri börn og flytja ljósahelgileik. Bragi Ásgeirsson í DEIGLUNNI! Síðastliðið sumar var Bragi gestur Gilfélagsins ifiénijstöliiþoiliéllþilsp einkasýningu í Deiglunni i boði Listasumars áAkureyri. Bragi greinir frá dvöl sinni í ítarlegri grein í Mbl.þann 16.12. Smárit Listasafns íslands, LÍF í GRAFÍK, sem fjaliar um list Braga,fæst í Díótímu. Verð aðeins kr. 1.250. DÍÓTÍMA - í DEIGLUNNI þar sem mcetast straumar, stefnur og stálin stinn. Sími 461 2609 listagil@ismennt.is. „Hin björtu kveld“ NÓTNAHEFTIÐ „Hin björtu kveld“ sem inniheldur 20 sönglög eftir Birgi Helgason kom út fyrir nokkru. Lögin eru fyrir einsöng, tvísöng og blandaðan kór. Teikning á forsíðu er eftir Aðalstein Vestmann, um nótnaskrift sá Daníel Guðjónsson, en lagahöfundur er útgefandi. Áður útkomin nótnahefti með lög- um eftir Birgi Helgason eru „Vorið kom“ útgefandi Bókaforlag Odds Björnssonar 1973, „Það ert þú“ út- gefandi Birgir Helgason, 1982 og loks „Og dagur leið“, sem Bókaút- gáfan Skjaldborg gaf út 1985. Heft- in eru fáanleg hjá Birgi Helgasyni. Morgunblaðið/Krisiján Tillaga um rekstur grunnskólanna hjá sveitarfélögum Skólaþjónusta Eyþings í stað fræðsluskrifstofu STARFSHÓPUR sem skipaður var á vegum Eyþings, sambands sveit- arfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyj- arsýslum leggur til að stofnuð verði þjónustumiðstöð fyrir leikskóla og grunnskóla í landshlutanum, Skóla- þjónusta Eyþings. Gert er ráð fyrir að starfsemin verði staðsett á Akur- eyri með útstöð á Húsavík. Starfs- hópurinn hefur nýlega skiiað tillög- um sínum til stjórnar Eyþings um hvernig staðið skuli að rekstri grunnskólanna eftir 1. ágúst á næsta ári en þá mun ríkið leggja niður fræðsluskrifstofur sínar sem starfa í öllum landshlutum. 1 tillögum starfshópsins er gert ráð fyrir að stofnað verði fimm manna Skólaráð Eyþings sem fari með málefni þjónustuskrifstofunn- ar. Helstu verkefni hennar verða almenn kennsluráðgjöf og náms- ráðgjöf fyrir grunnskóla, sálfræði- og sérkennsluráðgjöf fyrir grunn- skóla og leikskóla. Einnig er gert ráð fyrir að þjónustuskrifstofan sjái um eða veiti aðstoð við þróunar- og nýbrevtnistarf, skýrslugerð, upplýsingaþjónustu og fleira. Samningur um þessa skipan mála yrði til tveggja ára en á aðal- fundi 1998 yrði hann tekinn til endurskoðunar, m.a. hvað varðar fjölda útstöðva og þjónustuþætti. Tillögurnar kynntar Tillögurnar, þar á meðal tillaga að stofnsamningi, verða sendar sveitarfélögum innan Eyþings og leitað eftir afstöðu þeirra til þess hvort þau muni taka þátt í skóla- þjónustunni. Verði afstaða sveitar- félaganna jákvæð mun stjórn Ey- þings skipa skólaráð til bráðabirgða fram til næsta aðalfundar þess. Fyrirhugað er að halda almenna kynningarfundi um tillögur starfs- hópsins, 28. desember næstkom- andi á Raufarhöfn og Húsavík og 29. desember á Dalvík og Akur- eyri. Fulltrúar starfshópsins kynna tillögurnar auk þess sem fulltrúar Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra, sérskóla og félaga leikskóla- kennara, grunnskólakennara og skólastjóra sitja einnig fyrir svör- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.