Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 64

Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ NYTT AISLANDI GULL FLÉTTUHRIN G AR k Vinsælu fléttuhringamir komnir, bæði fyrir dömur og herra. Verð kr. 9.300 til 17.600 GARÐAR OLAFSSON, úrsmiður Lækjartorgi sími: 551 0081 Ný sending af ódýrum ítölskum leðurtöskum fflíáLvözðíathj /' IOI?Qzijl(jtziA, Simi 55! - 5814 Ábendingar á mjólkurumbúðum, nr. 53 af 60. Kveðskaparkapp! Að kveðast á er sá leikur nefndur þegar fólk fer með vísur til skiptis þar til kunnáttu þrýtur. Hér er dæmi um eina: Komdu nú að kveðast á, kappinn, ef þú getur. Láttu ganga ljóðaskrá ljóst í allan vetur. MJÓLKUBSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkúrsamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG Með morgunkaffinu TM Rog. U.S. Pat. Off. — alt rights roservod (c) 1995 Los Angel^ Times Syndicate Ast er.. v*p^ 6-1-1 að bera hag viðskiptavin- ar fyrír bijósti. EIGUM við ekki að skipta um sæti. Ég er að verða vitlaus á að líta til lands. LEIÐRÉTT Rangt eftirnafn EFTIRNAFN Gígju Thor- oddsen misritaðist undir grein hennar, „Geðdeild" í sem birtist í Velvakanda sl. sunnudag. Var hún sögð Thorarensen og eru hlutað- eigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Nöfn vantaði í myndatexta við frétt um samning hugbúnaðarfyrir- tækisins Skyggnis hf. við Granda hf. í blaðinu á laugardag vantaði nöfn Áma Haukssonar, fram- kvæmdastjóra Skyggnis hf. og Kristínar Guðmunds- dóttur, fjármáiastjóra Granda hf. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Lína féll niður í formála minningargreina um Guðmund Jónsson á blaðsíðu 34 í Morgunblað- inu sunnudaginn 17. desem- ber féil niður ein lína í upp- talningu barna og tengda- barna hins látna. Sigurður sonur hans er fæddur 30. nóvember 1967, kona hans er Sólrún Káradóttir og á hún eina dóttur. Hlutaðeigendur eru inni- lega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn í formála minningargreina um Jóhann Sverri Kristó- fersson var ranghermt, að faðir hans hefði verið Krist- jánsson. Hann hét Kristófer Kristófersson. í minningar- grein Baldurs Pálmasonar um Jóhann Sverri varð meinleg jirentvilla. Þar stendur: „Eg veit að frændi minn góður leyfði ekki af sér í lífsbaráttunni" — en átti að standa „.. leifði ekki af sér“. Hlutaðeigendur eru inni- lega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Röng undirskrift í minningargrein um Finnu Kristjánsdóttur, sem birtist laugardaginn 16. desember síðastliðinn, var rangt var farið með nafn höfundar. Höfundur greinarinnar er Áshildur. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mis- tökunum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Smátt letur í Morgimblaðinu MIG LANGAR að taka undir með Eggerti Ás- geirssyni þar sem hann gagnrýnir hve letrið í dagskrárkynningu sé smátt í Morgunblaðinu og óþarfa tónlist á bak- við talað orð í útvarpi. Þetta er mjög þörf athugasemd og áreiðan- lega eru þeir margir sem geta tekið undir með honum. Sigríður Jónsdóttir Tapað/fundið Yfirhafnir fundust TVÆR yfírhafnir í plastpoka fundust við miðbæ Hafnarfjarðar. Upplýsingar í síma 555-3153. Lykill fannst EINN lykill á hring með mjög fallegri áritun á koparplötu fannst við ruslagám í Fossvogs- kirkjugarði. Sá sem saknar hans vinsamlega hringi í síma 565-7336. Gæludýr Köttur GRÁBRÖNDÓTTA tíu mánaða barngóða læðu vantar gott heimili vegna breyttra að- stæðna. Er inniköttur. Upplýsingar í síma 552-5499 eftir kl. 17. SKÁK Umsjön Margeir Pétursson SVARTUR á leik. Staðan kom upp í keppni Pentium Fritz tölvu og Gary Kasparovs (2.777), PCA heimsmeistara, í Lond- on í síðustu viku. Kasparov hafði svart og átti leik í þess- ari stöðu. Tölvan lék síðast 17. Dd3-c3 17. - Re4! 18. Dxg7+!? (Hvítur verður peði undir í endatafli eftir 18. Bxd8 - Rxc3 19. Rxc3 - Hfxd8.) 18. - Kxg7 19. Bxd8 - Hfxd8 20. fxe4 - dxc4 21. bxc4 - Hxdl+ 22. Kxdl - Hxc4 og Kasparov hefur náð fram vinningsstöðu í enda- tafli. Tölvan gafst upp í 46. leik. Seinni skákinni lauk með jafntefli. Það var risa- fyrirtækið Intel sem stóð fyrir einvíginu sem var mikið auglýst upp ytra. Intel framleiðir örgjörva í tölvur og er stærsta fyr- irtæki heims á því sviði. Það kom upp óvenju- legt atvik í byijun þessar- ar skákar. Einn leikur Kasparovs var sleginn vitlaust inn í tölvuna og uppgötvaðist það ekki fyrr en fjórum leikjum síðar. Forsendur tölvunn- ar voru því rangar í fjóra leiki. í stað þess að fara til baka var skákinni einfald- lega haldið áfram, en þetta var Kasparov mjög til hags- bóta, tölvan eyddi leik í al- gjöran óþarfa vegna þessa misskilnings. Sjötta umferð Guð- mundar Arasonar mótsins fer fram í kvöld í Iþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnar- firði og hefst taflið klukkan 17. íslensku keppendunum gekk mjög vel um helgina eftir að hafa farið illa af stað. Víkveiji skrifar... EF MARKA má bóksölulistann, sem Félagsvísindastofnun Háskólans vinnur fyrir Morgun- blaðið, RÚV og Félag bókaútgef- enda, eru íslendingar ekki mikil bókmenntaþjóð. Alvörubækur, ef svo má að orði komast, virðast ekki í hávegum hafðar til jólagjafa. Kannski er skýringin á þessu sú, að í jólavertíðinni taki þessir listar á sig aðra mynd en á öðrum árstím- um. Listarnir eru teknir saman vikulega fram að jólum en frá ára- mótum og fram á næsta haust verða þeir birtir mánaðarlega. Þá er hirgs- anlegt, að betri mynd fáist af því, hvers konar bækur landsmenn kaupa. Það er auðvitað fuilkomið álita- mál, hvort barnabækur eigi heima á aðallistanum. Þá er ekki gert lítið úr barnabókum. Þær gegna þvert á móti afar mikilvægu hlutverki í uppeldi og menntun yngstu kyn- slóðarinnar. Engu að síður hljóta þær að hafa nokkra sérstöðu og þess vegna ekki úr vegi að menn hugleiði, hvort þær eigi heima á aðallistanum. Að mörgu leyti má segja það sama um plötulistann, sem Morgun- blaðið er byijað að birta og er einn- ig unninn af Félagsvísindastofnun. Það verður ekki séð, að sígild tón- list eigi upp á pallborðið hjá þjóð- inni en kannski er það líka jólaver- tíðin, sem skekkir þá mynd að ein- hverju leyti. XXX SAMKVÆMT því sem fram kemur í frétt hér f blaðinu um viðskipti einstæðrar móður, Jónu Möller, við Kerfið vegna mistaka við eftirlit með tannskemmdum hjá barni hennar, sýnist Kerfið ekki ætla að taka við sér. Hvað á þetta að ganga svona lengi? Við hvers konar þjónustu á fólk að þurfa að búa af hendi opinberra aðila? Hvemig stendur á því, að þessari konu er vísað fram og aftur á milli manna og enginn virðist telja sig bera nokkra ábyrgð? Er ekki kom- inn tími til, að einhver framtaks- samur alþingismaður taki málið upp á þingi og krefjist þess af heilbrigð- isráðherranum, að Jóna Möller fái a.m.k. afgreiðslu á athugasemdum sínum og kröfum? XXX ÆR upplýsingar, sem fram koma í svari íj ármálaráðherra til Sighvats Björgvinssonar um skuldbindingar íslenzka ríkisins vegna lífeyrismála starfsmanna verkalýðssamtaka og frá var skýrt hér í blaðinu í fyrradag, eru að vísu ófullnægjandi. Þar kemur fram, að lífeyrisskuldbindingar lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna starfs- manna ASÍ eru um 75 milijónir króna en að ASI hafi greitt til sjóðs- ins 6 milljónir króna. Þar sem greiðslur ÁSÍ eru gefnar upp á verðlagi hvers árs en lífeyrisskuld- bindingar á núvirði eru þessar tölur náttúrlega ekki samanburðarhæfar. Raunar má spyija hvers vegna ráðherra svari þingmanni á þennan hátt? Hvers vegna er ekki um sam- bærilegar tölur að ræða? Hins veg- ar benda tölurnar til að skattgreið- endur greiði töluverðar fjárhæðir með starfsmönnum ASÍ í þessum efnum. Hvernig í ósköpunum stend- ur á því að svona vitleysa hefur verið látin viðgangast áratugum saman?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.