Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Borgarafundur á Siglufirði um snjóflóðavarnir og hættumat á Siglufirði Fjölmennasti fundur á staðnum í áraraðir Morgunblaðið/Sigríður Ingvadóttir MIKILL fjöldi Siglfirðinga fylgdist með fundinum um snjóflóðamál á laugardaginn og kom greini- Iega fram að margir hafa áhyggjur af vetrinum framundan. Læra að búa við hættuna? Siglufirði - Borgarafundur um snjó- flóðamál var haldinn á Siglufirði laugardaginn 16. desember og var þetta fjölmennasti fundur sem hald- inn hefur verið á Siglufirði í áraraðir. Framsöguerindi héldu Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri um- hverfísráðuneytisins, Magnús Jóns- son, veðurstofustjóri, Hafsteinn Haf- steinsson, foramður almannavarnar- áðs og Magnús Már Magnússon, snjóflóðasérfræðingur hjá Veð- urstofu Islands. Magnús Jónsson, veðurstofustjóri, útskýrði vel fyrir fundarmönnum breytingar á stjórnskipulagi snjó- flóðavarna og fór ítarlega yfir hvem- ig þessi mál yrðu unnin af Veður- stofu íslands. Hann sagði að þegar það ástand skapaðist að snjóflóða- hætta væri fyrir hendi yrði farið yfir stöðu mála af tveimur veðurfræðing- um, tveimur snjóflóðasérfræðingum og snjóaeftirlitsmanni í viðkomandi byggðarlagi. Þannig myndi fimm manna nefnd sérfræðinga fjalla um og meta ástandið. Magnús sagði ennfremur að ef sköpuðust afbrigðilegar veðurað- stæður yrðu líklega rýmd stærri svæði en áður, þ.e. þangað til betri þekking væri til staðar á þessum málum en hann taldi að eitt til tvö ár liðu þangað til menn væru komn- ir með haldbærari þekkingu á þess- um málum. Magnús gat þess sérstak- iega að spámar stæðust á meðan að veðurspár standast í um 70% tilfella. Veðurstofustjóri sagði ennfremur að afstaða manna tii snjóflóðahættu þyrfti að breytast og byggð þyrfti að miðast meira við snjóflóðahættu. Almennt séð var fundurinn já- kvæður og vom fundargestir ánægð- ir með þá kynningu sem þeir fengu um væntanlegar vinnuaðferðir veð- urstofu. Fjölmargir fundargestir tóku einnig til máls og tjáðu skoðanir sínar. Hættumat fyrir Siglufjörð er ekki tilbúið Ekki er tilbúið staðfest hættumat fyrir SigluQörð enda var öll vinna við hættumat stöðvuð eftir snjóflóðið á Flateyri. Bæjaryfirvöld létu gera vinnuplagg með lista yfír hús sem hugsanlega þarf að láta rýma við erfiðustu aðstæður en sem ekki voru á eldri drögum að hættumati. Sá listi var kynntur almannavömum ríkisins og er nú til skoðunar hjá Veðurstofu íslands. Að sögn Magnúsar Más Magnús- sonar, snjóflóðasérfræðings hjá veð- urstofunni gera breytingartillögur ráð fyrir að veðurstofan vinni hættu- mat en í þessu tilfelli muni hópur frá veðurstofunni fara til Siglufjarðar og vinna að endanlegri gerð hættu- matsins ásamt heimamönnum. Á borgarafundinum spunnust umræður um hversu langt ætti að ganga í að rýma hús þegar hætta væri talin á snjófljóði. Ef rýmt væri of oft ykist hættan á því að almenningur hætti að taka mark á viðvörnum en á móti var talað um að ekki mætti sofna á verðinum þegar raunveruleg hætta væri á ferðinni. Jón Dýr- fjörð, framkvæmdasljóri, lagði m.a. I máli sínu áherslu á að fólk í byggðarlögum, eins og Siglu- firði, yrði að læra að búa við skil- yrði sem þessi. Rósa Gunnarsdótt- ir, sjómannskona og þriggja barna móðir, sem á hús á hættusvæði fyrir neðan svokallað Jörundaskál sagðist hins vegar gjarnan vilja heyra í þeim sem gæti kennt sér og börnunum sínum að búa við þessa hættu. Hún væri aðflutt frá Akranesi og hefði ekki alist upp við slíkar aðstæður. Enginn fund- armanna gaf sig fram til að lið- sinna henni. Morgunblaðið/Þórey Guðmundsdóttir NÝJA húsið í Borgarfirði eystra en það stöðvaði Hér- aðsbúa í önnum á ferð sinni yfir Lagarfljótsbrú. Veikindi lömuðu skólastarf á Borgarfirði eystra Borgarfirði eystra - Mörgum þótti sem jólasnjórinn væri kominn sunnu- dagsmorgun er þeir risu úr rekkju. Þunn hvít slæða hafði breitt sig yfir allt umhverfið sem áður hafði verið autt og haustlitir varla horfnir. Ekki má þó mikið hlýna til að jólin verði hér rauð. Ekki má kenna tíðarfarinu það að veikindi mikil hafa herjað á fólk hér og svo rammt kvað að að skólastarf lamaðist að mestu. Um tíma gátu einungis tæp 20% nemenda mætt í skóla og einn til tveir kennarar. Af þessum sökum varð að fresta litlu jólum skólans en það hefði einnig orðið aðventuhátíð ársins á staðnum. Hús það sem mestum usla olli í umferðinni yfir Lagarfljótsbrú í byij- un desember er nú komið á sinn stað og er orðið fast á grunni sínum. Húsið er ætlað til handíðakennslu við grunnskólann og verður væntan- lega tilbúið til notkunar upp úr ára- mótum. Húsinu var valinn staður vestan félagsheimilisins Fjarðar- borgar. Helgihald um jól og áramót verður með þeim hætti að á aðfangadag kl. 11 fyrir hádegi verður helgistund í Bakkagerðiskirkju fyrir yngstu borg- arana. Á jóladag kl. 14 verður hátíð- armessa. Þar leiða börnin safnaðar- söng undir stjórn tónlistarskólastjór- ans, Margrétar Bragadóttur. Á gamlársdag kl. 18 verður aftansöng- ur og hefur Halldór Guðfinnsson sem var organisti í kirkjunni ijölda ára, tekið að sér að leika undir sálmasöng að þessu sinni. Mikil áramótagleði er jafnan í Borgarfirði og er slíks að vænta seinna um kvöldið nú sem endranær. Morgunblaðið/Silli KIRKJUKÓR Húsavíkur sá um aðventustundina í Húsavíkurkirkju. Aðventustund í Húsavíkurkirkju Þrjár félagslegar íbúðir afhentar eigendum í Garðinum „ Morgunblaðið/Arnór PRÁ afhendingu íbúðanna á sunnudag. Talið frá vinstri: Jón Hjálmarsson, formaður húsnæðisnefndar, Sigurður Jónsson, sveit- arstjóri, Mona Ægisdóttir en hún býr að Lindartúni 1 ásamt Bald- vin Vilhelmssyni, Ingvar Jón Gissurarson og og Margrét Hallgríms- dóttir Lindartúni 5, og Sævar, bróðir Monu, Lindartúni 7. ÞAÐ er orðinn fastur liður að Kirkjukór Húsavíkur sjái um að- ventustund í kirkjunni ájólaföstu. Hátiðarstundin hófst að þessu sinni með ávarpi sóknarprestsins sr. Sighvats Karlssonar og söng kirkjukórsins undir stjórn Nataliu Chow við undirleik Helga Péturs- sonar og slagverksleik Anton Fournier og Valmar Valjaots. Einsöng með kórnum sungu Baldur Baldvinsson, Matthildur Rós Haraldsdóttir, Sighvatur Karlsson og Natalía Chow. Einleik á fiðlu lék Lára Sóley Jóhanns- dóttir og nemendur í Tónlistar- skólanum léku á ýmis hljóðfæri og sungu. Milli atriða lásu ferm- ingarbörn ritningagreinar og hinni hátíðlegu stund lauk með því að allur söfnuðurinn söng Heims um ból. Ungt fólk flytur inn við Lindartún Garði - Sl. sunnudag fór fram form- leg afhending á þremur íbúðum í félagslega kerfinu. íbúðirnar standa við Lindartún og eru í tveim- ur eins parhúsum Hvort húsanna er með tveimur misstórum íbúðum. Annars vegar er fjögurra herbergja, 105 fm íbúð sem kostar tæpar 7,4 milljónir og hins vegar þriggja herbergja, 90 fermetera íbúð sem kostar liðlega 6,3 milljónir. Meðalverð á fermetr- ann er liðlega 70 þúsund krónur sem þykir mjög gott verð. Frágangur til fyrirmyndar Aðalverktaki húsanna er Bragi Guðmundsson húsasmlðameistari og var byggingatími húsanna eitt ár. Frágangur íbúða og lóða þykir til fyrirmyndar og má nefna að bíla- stæði og gangstéttir eru öll steypt og lóðir tyrfðar. Einni íbúðinni er enn óráðstafað og hafin bygging á þriðja parhús- inu sem áætlað er að verði tilbúið 1. maí á næsta ári en Gerðahrepp- ur mun kaupa aðra íbúðina í því húsi. Að sögn formanns húsnæðis- nefndar, Jóns Hjálmarssonar, verð- ur þá 21 íbúð í félagslega kerfinu í Garðinum og verða ekki fleiri íbúðir byggðar í bili. Kemur þar margt til en einkum þó erfiðar regl- ur Húsnæðismálastofnunar. Nýr húsráðandi samkomuhússins Hreppsnefndin ákvað fyrir nokkru að bjóða út rekstur sam- komuhússins. Nokkrir aðilar höfðu áhuga á rekstrinum en gengu úr skaftinu þegar á reyndi. Nú hefir verið gengið ti! samninga við heima- mann, Jóhann Þorsteinsson, og er fastlega gert ráð fyrir að hann taki við rekstrinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.