Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 31
LISTIR
Skýjahöllin
fær góða
dóma
í Variety
SKÝJAHÖLLIN, kvikmynd Þor-
steins Jónssonar, fær lofsamlega
dóma í nýlegu tölublaði hins út-
breidda kvikmyndarits Variety.
„Mynd íslenska leikstjórans Þor-
steins Jónssonar, Skýjahöllin, erfall-
eg og næm saga um dreng og hund-
inn hans sem greinir börnum frá
draumum og hugrekki en kemur
fullorðnu fólki jafnframt í opna
skjöldu með fáguðum og hárná-
kvæmum frásagnarstíl sínum,“ segir
meðal annars í umfjöllun gagnrýn-
anda Variety.
Þá segir hann að Skýjahöllin sýni
og sanni að þegar höfundar barna-
mynda treysti jafnvel greind yngstu
áhorfendanna þurfí fjölskyldu-
myndaformið alls ekki að vera
þrándur í götu góðrar myndar.
Síðan heldur hann áfram: „Með
góðri talsetningu í stað skjátexta
mun Skýjahöllin hitta víða í mark,
meðal annars á barnamyndahátíð-
um, hjá kapalstöðvum og að lokum
í barnasjónvarpi víða um heim.“
-----------» ♦ ♦-----
Nýjar hljómplötur
• ÚT ER kominn geisladiskurinn
POEM í flutningi Evu Mjallur Ing-
ólfsdóttur og Hisako Fukui. Flytja
þær nokkrar af perlum klassískrar
tónlistar fyrir fiðlu og píanó, verk
eftir Tartini, Massenet, Wieniawsky,
Debussy og Chausson.
Eva Mjöll Ingólfsdóttir hefur búið
erlendis undanfarin ár, kennt og
spilað bæði í Kenya og Japan og er
nú búsett í Boston. Hún stundaði
nám við Tónlistarskólann í Reykja-
vík og framhaldsnám í Brussel,
Frakklandi og Amsterdam. Hisako
Fukui er einleikari og píanókennari
í Kyoto í Japan og unnu þær saman
við tónleikahald í Japan á síðasta
ár og er geisladiskurinn Poem ávöxt-
ur þess samstarfs. Verkin voru tekin
upp í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
síðasta sumar.
Heimstónn gefur út og Skífan sér
um dreifingu. Diskurinn kostar
1.499 kr.
♦ ♦ ♦
■ TÆPAR 400 milljónir fengust
fyrir safn 300 rússneskra mál-
verka á uppboði hjá Sotheby’s á
fimmtudag og er það mun hærri
upphæð en búist hafði verið við.
Elstu verkin voru frá 13. öld en
þau yngstu frá tímum sovétraun-
sæisins. Hæst verð fékkst fyrir
verk Ivans Aivazovskíj frá síðustu
öld, „Tunglsljós" en það seldist á
17 milljónir kr. Annað verk
Aivazovskíjs, „Konstantínópel"
seldist fyrir um 15 milljónir, sem
er þrefalt meira en búist hafði
verið við. Talið var að hæst verð
myndi fást fyrir verk eftir annan
19. aldar málara, Ivan Shishkín,
en verk hans „Hliðið" seldist á
um 15 milljónir kr.
.^^að sem þú heyrir er ekki alltaf
þaö sem þú vilt heyra. Þess vegna
er nauösynlegt að geta valiö áhuga-
veröa og áreiðanlega umfjöllun
hvenær sem þér hentar.
Skriflegt samband við stærstu
fréttastofu landsins tryggir þér upp-
lýsingar um allt sem skiptir þig máli
- þegar þú vilt - þar sem þú vilt,
hvort sem þú færö Morgunblaöiö inn
um bréfalúguna eöa um Alnetiö.