Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Það á að gefa bömum brauð TONLIST Digrancskirkja JÓLATÓNLEIKAR Böm úr Kársnesskóla, undir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur, með aðstoð Moniku Abendroth hörpuleikara og Marteins H. Friðrikssonar dómorg- anista, fluttu A Ceremony of Carols eftir Britten og jólalög frá ýmsum löndum. Laugardagurinn 16. desem- ber, 1995. SKÓLAKÓR Kársness undir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur hóf tónleikana á söngverkinu A Cere- mony of Carols eftir Britten, en þetta fallega verk var hér flutt við textaþýðingu Heimis Pálssonar. Monica Abendroth lék undir á hörpu og var söngur og leikur í góðu jafnvægi. Þeir kaflar, sem komu afar vel út, vora inn- ,og útgöngulagið, þriðja lagið Alls eng- in rós, nr. 5, Sem apríldögg og 6, Svo fárra nátta. Millispil var ágæt- lega flutt af Monicu Abendroth og í heild var töluverð reisn yfir flutn- ingi verksins. Líklega hefur lítill hljómur hörpunnár ekki ávallt gef- ið bömunum nægan tónstuðning, eins og heyra mátti á stundum. Næsti sönghópur var Drengja- kór Kársnesskóla, sem líklega á sér stutta sögu sem sjálfstæður sönghópur og á því eftir að ná veralega góðu valdi á tónmyndun. Verður fróðlegt að fylgjast með Þóranni í því starfí að rækta upp góðan drengjakór. Besta lag drengjanna var Jólin hér, jólin þar eftir Ingibjörgu Þorbergs. Annar uppeldishópur nefnist Stúlknakór Kársnesskóla og eru stúlkumar lengra komnar í radd- beytingu en drengimir og var söngur þeirra ágætur í Komið þið hirðar og Klukkumar, dinga linga ling. Skólakór Kársness er aðalkór- inn í þeirri sönguppeldisstofnun sem Kársnesskóli er orðinn og hann flutti Skreytum hús, Hringi klukkurnar í kvöld og var söngur þeirra sérlega fallegur í laginu María í skóginum og því undur- þýða lagi Jól eftir Jóranni Viðar. Tónleikunum lauk með samsöng allra kóranna og voru minnisstæð- ust lögin Það á að gefa bömum brauð eftir Jóranni Viðar og Nótt- in var sú ágæt ein, eftir Sigvalda Kaldalóns. Lokalag tónleikanna var svo Heims um ból og risu tón- leikagestir úr sætum og suhgu með. Það er mikið og gott starf unnið í Kársnesskóla á sviði tónmenntar og hefur Þórann Björnsdóttir verið þar allt í öllu og auðsjáanlega not- ið fyllsta stuðnings skólayfirvalda. Það er eftirtektarvert, að söng- þjálfunin er ekki aðeins miðuð við úrvalshópa og hlýtur sú vinna, að þjálfa böm í öllum aldurshópum, að vera mjög krefjandi og tíma- frek. Að hlusta á bömin í Kársnes- skóla hlýtur að minna alla á, að vel skal vanda til uppeldis bam- anna og því má túlka gömlu jóla- vísuna „Það á að gefa bömum brauð“ á marga vegu. Jón Ásgeirsson Jól í Þjóðminjasafni OST OG HÖNNUN Þ j ó ð m i n j a s a f n í s 1 a n d s JÓL OG ÞJÓÐHÆTTIR Opið frá 12-17 alla daga nema mánudaga, þá er lokað. Til 6. jan- úar. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ er skemmtileg sýning, sem sett hefur verið upp í Bogasal Þjóð- minjasafnsins í tilefni jólanna. Er hún í senn tileinkuð jólasveinunum og jólahaldi á landinu frá upphafí. Sett hafa verið upp jólatré frá ýmsum tímum í afmarkaða bása, ásamt jólaljósum, týrum og luktum af mörgum gerðum, og eiginlega flestu því sem tengist jólahaldi. í einum básnum er meira að segja uppábúið jólaborð með dýrindis post- ulínsbollum og verður að teljast markverðasta framkvæmdin á sýn- ingunni. Era gripirnir í básnum víða að og hafa tilheyrt þjóðkunnu fólki. Var ekki laust við að maður kæmist I jólaskap upp á gamla mátann við skoðun þeirra. Við lá að kunnugleg- HUNPRUÐ ELDRI BOKA A ÓTRÚLEOU VERDI! að benda á nokkur dæmi^ Leyfðu okkur . <250 viðtöl og þK«'r.... Bjöm B)arn'“";• sihreppi ................ Búskaparsaga ■ Indriði G. Þorstcmsson. kfram vegm« ' baga" ., ............395 I Aldnir hafa orðið '™*®látasmiður........3^5 Erlingur Davíðsson. , sólgörðum.-2) 1 Ingibjörg Sigurðard. Sna’hjo g GuðmundurFrímann. .....395 .....395 Barnabækur: ...695 SS-**1............ \Madonna-ánáhyrgðar. I Ásgeir Guðmundsson.^^ , ..495 Afðrlögummannanna------^ Jón Bjornsst • clampar a gotu 'T’aKSSS'**"'"*...........:% ...... ......... Bók barnanna um dýnn....... ............695 ...........% S og Jói - margirtitlar-;;;-;:;;;;;:;; ...495_ Hjörtur Sson: Salómon svartl.....£^350 Sei, .......r»s Skessan (uíey-—-y-’' ................. Maðurinn sem atti að , Giýlub ........285 Pmttsk eevintyri ctr(flnisstelpan........ Heiðdis Norðfjörð Stnð GústafÓstórsson .Gesmfl TUGIR JOLABOKA A 'e o AFSLÆTTI BOKALAGERINN Ármúla 23 • Sími: 588-2400 • Fax: 588-8994 an ilm af rjúkandi súkkulaði, bakk- elsi og grenitrjám legði að vitum manns, og maður skynjaði hátíðleik- ann er sveif yfír vötnum í jólaboðum heldra fólksins á árum áður. Fylgja má þróun jólatijánna frá upphafí og ólíkt voru þau lífrænni hönnun hér áður fyrr, þótt þau séu öllu meiri um sig og stásslegri í dag. En skraut og yfírborð teljast ekki inntak jóla- hátíðarinnar þótt mikil opinberun geti verið fyrir augað. Sýningin er mjög í samræmi við það sem þjóðminja- og þjóðháttasöfn setja upp yfir hátíðirnar ytra og er afar vinsælt meðal yngri kynslóðar- innar, sem fjölmennir á staðinn. Minnist ég nokkurra slíkra frá Kaup- mannahöfn, en þar má jafnframt kaupa úrval af jólaskrauti frá fyrri áram, sem fæst hvergi annars stað- ar og er mikil ásókn í það, því það er upprunalegra, lífrænna og fágæt- ara. Vildi ég sérstaklega vekja athygli á sýningunni, því ég er þess fullviss að bömum muni þykja mikið varið í að gera samanburð á gömlu og nýju, jafnframt er um að ræða mik- ilsverðan fróðleik sem rennur fyrir- hafnarlaust í þau. Um leið mætti sýna þeim sjálft Þjóðminjasafnið, og þá einkum deild eldri bygginga, þar sem áhersla er lögð á norðlenskar og sunnlenskar bæjargerðir. Þar má m.a. sjá merkilegt módel af Valla- nesi á Fljótsdalshéraði frá því um aldamótin sem gert hefur Magnús Pálsson myndlistarmaður. Það var einmitt í þessum húsakynnum sem elstu jólatrén á sýningunni í Bogasal glöddu smáfólkið forðum. Norræn jól Norræna húsið anddyri/kaffistofa JÓL OG BARNATEIKNINGAR Opið á tíma Norræna hússins. Til 6. janúar. Aðgangur ókeypis. LAUGARDAGINN 11. desember átti ég leið í sýningarsali Norræna hússins og tók þá eftir því að mik- ið hafði verið um að vera í aðalbygg- ingunni, því fólk streymdi niður tröðina með börn sín. Eftir að hafa skoðað sýninguna í kjallarasölunum fór ég upp að venju, og þá var enn mikil umferð þar. Var rriér tjáð að 3-400 böm hefðu komið í húsið í tilefni fímmtugsafmælis Línu Lang- sokks! Á veggjunum var mikill fyöldi mynda af afmælisbaminu eftir böm og voru þær hverri annarri hug- myndaríkari og fegurri, auk þess mátti greina ljósmynd af höfundin- um Astrid Lindgren, en þar mátti marka önnur lögmál tímahvarfa en í sköpunarverk hennar. Það er alltaf gaman þegar mikið er um að vera í þessu fallega húsi, og hér þjónaði það vissulega menn- ingarhlutverki sínu með miklum ágætum. Ekki voru tök á því að skoða listaverkin af afmælisbarninu nánar, enda illmögulegt vegna ör- traðar smáfólks og geymdi ég mér það. En er ég svo kom aftur á dög- unum var búið að taka myndirnar niður, illu heilli. Hins vegar voru menn í óða önn að hengja upp nýj- ar myndir eftir yngstu kynslóðina og að sjálfsögðu í tilefni jólanna og hátíðar ljóssins. Voru sumar þeirra engu síðri myndunum af Línu Langsokk, og einkum varð mér starsýnt á einfalda mynd inni við inngang kaffístofunnar til hægri, sem er fjári vel byggð upp og lif- andi. Þeirri dagstund er vel varið sem fer í skoðun þessara tveggja sýn- inga, sem ekki verður gert upp á milli vegna ólíks eðlis þeirra þótt báðar tengist hátíð ljóssins, en þær bæta hvor aðra upp og þannig séð skal hvorag látin útundan, auk þess að stutt er á milli. Bragi Ásgeirsson Fögur bók BOKMENNTIR ____Myndasaga TÓTAOGTJÚTJÚ Höfundar: Brian Pilkington & Kate Harrison Þýðing: Nanna Rögnvalds- dóttir Iðunn 1995 - 28 síður Kr. 1.280 BRÁÐFALLEG og skemmtileg bók til að lesa með litlu barni á rúmstokk. ARID 1994 er komið út Pantanasími 431 4111 og fax 431 4666. Tóta er ásamt bekkjarfélögum sínum í fjöraferð. Margri gersemi og undri hefír aldan skolað, úr djúpi hafsins, að landi. Tóta ber þessi gull með sér heim, - þvær og þurrk- ar. Blár steinn þornar þó ekki, held- ur brestur, eins og eggskurn, og í ljós kemur furðuvera sem virðist ekki tjá sig með neinu nema hnerra. Tóta ákveður að eiga þetta furðu- dýr, geyma með öðram gullum sín- um. En dýrið vex, - tekur þátt í leikjum Tótu, og að síðustu verður það svo stórt, að áhöld eru um, hvort herbergið hennar Tótu rúmi það lengur. En þá taka undur að ske, - veran skiptir sér, og skiptir, svo að Tótu þykir nóg um. Nú stækka þær ekki, heldur minnka, og út um opinn glugga sogast þær sem agnir. Þýðing Nönnu er mjög vel gerð, málið fallegt, - ljúft. Hugmyndarík furðusaga, og myndir Brians bera snillingi vitni. Bók sem gleðja mun unga, bæði ólæsa og stautfæra. Bandið á bókinni, sem eg fékk í hendur, losaralegt. Þökk fyrir góða skemmtun. Sig. Haukur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.