Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Brynhildur Skúladóttir fæddist á Blönduósi 19. janúar 1915. Hún andaðist í Reykjavík aðfara- nótt 10. þ.m. For- eldrar hennar voru Skúli Jónsson kaup- félagsstjóri á Blönduósi, áður verslunarstjóri á Borðeyri, f. 23. nóv. 1870 á Auðólfsstöð- um í Langadal, d. á Blönduósi 25. sept. 1915, og kona hans, 8. apríl 1905, Elín Theódórsdótt- ir, f. 24. ágúst 1886 á Borðeyri, d. í Reykjavík 7. nóv. 1935, en Brynhildur var skirð við kistu föður síns. Systkini Brynhildar voru þessi: 1) Þorvaldur, listmál- ari, f. 30. apríl 1906, d. 30. ág. 1984. Hann kvæntist Astrid Fugman. Þau eignuðust eitt barn. 2) Theódór Jón, læknir, síðar aðst. yfirlæknir og dósent, f. 28. febr. 1908, d. 27. júli 1970. Hann kvæntist Guðlínu Ingiríði Jónsdóttur. Þau eignuðust flmm börn, skildu. Síðari kona Theó- dórs var Rósa Margrét Stein- grímsdóttir. Þau eignuðust eitt barn. 3) Arndís, f. 25. jan. 1911, d. 5. júní 1987. Hún giftist Hans A. N. Guðmundssyni, eftirlits- manni, f. 24. nóv. 1914, d. 27. maí 1967. Þau eignuðust fjögur börn. 4) Guðrún Skúladóttir, f. 8. okt. 1912. Hún giftist Paul Groes-Petersen, apótekara í Danmörku. Þau eiga tvö böm. Brynhildur giftist 19. okt. 1936 eftirlifandi eiginmanni sínum, Ingólfi Möller, stýri- manni, síðar skipsfjóra og loks deildarstjóra hjá Eimskipafé- lagi íslands til starfsloka. Börn þeirra eru: 1) Skúli Möller, f. 20. apríl 1939, siglingafræði- kennari við Stýrimannaskól- ann, síðar stórkaupmaður í Reykjavík. K.l. 7. nóv. 1964, skildu, Asta Högnadóttir. Þau eignuðust tvö böm: 1. Huldu Brynhildi, f. 4. nóv. 1965 og Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma, og ljúfa engla geyma, öll bömin þín, svo biundi rótt. (M. Joch.) í dag er til moldar borin tengda- móðir mín og vinkona Brynhildur Möller. Þegar ég nú sest niður til að minnast hennar nokkrum orðum þá koma upp í hugann hugljúfar minningar um ástríka og milda dugnaðarkonu. Hún var glæsilegur fulltrúi íslenskra húsmæðra sem oft þurftu að hafa mikið fyrir lífinu. Og hún fór ekki varhluta af því, þar sem uppeldi bamanna og allur heimilisrekstur Rvíldi nær eingöngu á hennar herðum því að eiginmað- urinn dvaldi lengstum á sjó við sín störf. Öll sín störf vann hún af æðruleysi og kvartaði ekki þó vinnudagurinn væri oft langur, og heilsan ekki alltaf eins og best varð á kosið. Elskuleg tengdamóðir. Mig lang- ar með þessum fátæklegu orðum til að þakka þér samfylgdina og vináttuna. Ég mun ávallt minnast þess með þökk hvemig þú tókst á Pétur Högna f. 23. okt. 1967, d. 14. maí 1995. K.2. 22. des. 1972, Kristín Sjöfn Helgadóttir, f. 9. nóv. 1943. Þau Kristín Sjöfn og Skúli eiga einn son: Ingólf Þórð, f. 13. apríl 1976. 2. Jakob Ragnar Möller, hæstaréttarlögmað- ur, áður starf- mannastjórí ISAL í Reykjavík. 3. Þóra Möller, f. 7. júní, 1942, d. 14. ág. 1969. Hún giftist 16. jan. 1965 Jóni Sigurði Þórhallssyni, rak- arameistara og verslunarmanni í Reylyavík, f. 11. febr. 1933 á Sandfelli í Oræfum. Þóra og Jón eignuðust einn son: Ingólf, f. 19. sept. 1966, hann er prent- ari og bílasali í Keflavík. Eigin- kona hans er Kristjana Hafdís Hreiðarsdóttir, f. 23. des. 1956. Barn þeirra: Þóra, f. 12. okt. 1993. 4. Elín Möller, f. 16. sept. 1946, húsmóðir og ritari. Hún giftist 23. okt. 1966 Jóni Gunn- ari Baldvinssyni, stórkaup- manni. Börn Elínar og Jóns eru: 1: Hildur Magnea, f. 17. júlí 1967, stúdent og meðferð- arfulltrúi. Maki: Pétur Jóhann Sigvaldason, f. 23. mars 1964, skildu. Börn þeirra: Elín Björg, f. 9. maí 1988, Viggó Pétur, f. 29. sept. 1991. 2. Baldvin, f. 9. des. 1970. 3. Þóra, f. 2. júní 1974. 4. Brynhildur, f. 8. apríl 1976. 5. Anna Ragnheiður Möll- er, f. 18. ág. 1952, húsmóðir og skrifstofustúlka. Maki 25. nóv. 1972, Stefán Hjaltested, f. 22. des. 1948, fyrrverandi banka- starfsmaður. Börn Önnu og Stefáns: 1. Þóra Margrét, f. 9. nóv 1973, laganemi, sambýlis- maður: Eiríkur Aðalsteinsson, viðskiptafræðinemi, f. 27. nóv. 1971. 2. Friða, f. 5. sept., 1979. 3. Anna Sif, f. 29. nóv. 1984. Útför Brynhildar fer fram frá Neskirlý’u í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. móti mér, strákpjakknum, fyrir 33 árum þegar við Elín byijuðum að draga okkur saman. Það var ekki og varð aldrei neitt tilefni til að búa til neina „tengdamömmubrandara" í því sambandi. Ég þakka þér hjartahlýju þína og jákvætt viðmót sem ég og fjölskylda mín fengum svo ríkulega af notið. Um leið þakka ég þér þinn ómetanlega þátt í upp- eldi bama minna, sem nú sakna ömmu sárt. Megi vegir þínir í nýjum heim- kynnum verða bjartir og blómum prýddir. Guð blessi minningu þína. Þinn vinur, Jón G. Baldvinsson. Hræddist eg fákur, bleika brá er beizlislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði eg hófspr þín: Hvenær skyldi hann vitja mín? Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig fákur minn. Stíg eg á bak og brott eg held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Elskuleg móðursystir okkar, Brynhildur Möller, hefur kvatt okkar heim og eftir stöndum við vinir og ættingjar og drúpum höfðum í sorg og eftirsjá. Við getum huggað okkur við, að tekið verður á móti henni af þeim sem hún saknaði mest og fóru á undan henni þessa ferð. Dúlla var síðasti tengiliðurinn við okkar móðurfólk af hennar kynslóð, og er hennar sárt saknað. Það var margt líkt í fari systr- anna Dúllu og Dæju, móður okkar, svo sem hugrekki ásamt prúð- mennsku. Eftir fráfall móður okkar kom Dúlla oft í hennar stað hjá okkur systrunum. Sorgin var Dúllu ekki ókunn og hafa hennar byrðar verið þungar, en hún hefur staðið undir þeim eins og sönn hetja. Elsku vinur okkar Ingólfur á um sárast að binda og biðjum við hon- um, börnum hans og þeirra fjöl- skyldum Guðs blessunar um leið og við sendum þeim okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elín, Lára og Hrafnhildur Hansdætur. Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði, heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum. (Davíðssálm. 1;1—3) Elsku amma okkar, á þennan hátt munum við minnast þín. Við erum þér ævinlega þakklát fyrir alla þá hlýju og ástúð er þú barst í hjarta þínu og fyrir að leyfa okk- ur að njóta góðs af þínum ótæm- andi kærleik.. Við geymum minning- una um þig, styrk þinn og óeigin- gjarnan stuðning í hjörtum okkar. Hafðu ekki áhyggjur, elsku amma, af okkur hinum, við styðjum hvert annað og vitum það, að þú vakir yfir okkur. „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafí eilíft líf. (Jóh. 3;16) Þín barnabörn. Mágkona mín, Skúlína Brynhild- ur Möller, lést að heimili sínu og Ingólfs bróður míns aðfaranótt sunnudagsins 10. þ.m. að Dalbraut 21 en þar höfðu þau fengið íbúð og búið um nokkra hríð við frábært atlæti á þeirri góðu stofnun sem er bjargvættur margra aldraðra og sjúkra, sem mikillar aðhlynningar njóta þar, en geta haldið sjálfstæði sínu og góðri reisn. Vegna erfiðra veikinda bróður míns, sem fylgdu mjög miklir uppskurðir, sem hann hafði þraukað í gegnum, þurfti hann á þeim tíma svo mikla að- hlynningu, að þrátt fyrir járnvilja hennar var það langt umfram henn- ar getu, svo að ekkert vit var í til lengdar að hún annaðist hann ein, en á Dalbrautinni áttu þau góðan tíma saman og hans heilsa var miklu bærilegii við þessar bættu aðstæður. En þegar fyrst hann og síðan hún fengu mjög slæmt kvef, með hita, sem trúlega hefir verið slæm inflúensa, elnaði henni skyndilega sóttin en hún vildi ekki kalla til lækni, þótt hún engan veg- inn hefði gengið heil til skógar um langa hríð og kallið kom fyrirvara- laust í svefni. Þau giftust fyrir rúmum 59 árum en hann var þá stýrimaður á „gömlu“ Heklu, í langsiglingum með sjávarafurðir og á ströndinni til farmtöku. Stuttu fyrir stríð fékk hann starf við hafnsögu, þannig að hann var í landi þegar börnin fóru að fæð- ast. Síðan er hitaveitan var lögð, fékk hann starf sem verkstjóri hjá Höjgárd & Sehulz, en 1947 kallaði sjórinn aftur á hann. Hann fékk skipstjóm á „Foldinni" og síðar á skipum Jökla í mörg ár, svo að Brynhildur var aftur orðin sjó- mannskona, og nú um miklu fleiri ár. En þegar skipstjóraárin voru orðin nógu mörg að honum fannst, hætti hann því og gerðist deildar- stjóri hjá Eimskipafélagi íslands við skipulag farmflutninga og gegndi því starfi til venjulegra starfstíma- loka og var þá liðinn ærinn tími frá því Ingólfur fór á sjóinn, um 16 ára aldur. Þau Brynhildur og Ingólfur áttu nú nokkur góð ár uns heilsa hans fór að gefa sig og nutu nú saman góðra barna og barnabarna og Brynhildur hélt sinni reisn, sem allt- af hafði prýtt hana og naut elsku og virðingar þeirra allra og reyndar allrar fjölskyldu þeirra. Brynhildur var hlédræg að eðlis- fari og hneigðist lítt til félags- starfa. Hún gerðist þó meðlimur í , félagi „stýrimannakvenna" fyrir mikla hvatningu og undi því félags- starfi vel og lengi. Einnig starfaði hún um hríð á Landspítalanum á vegum Rauða krossins ásamt fleiri konum í sjálfboðastarfi við sölu varnings og dreifingu bóka til sjúkl- inga. Hún hverfur nú brott, en hún heldur áfram að vera hjá okkur öllum - í huga okkar og hjörtum. Baldur Möller. Elsku langamma, ég þakka þér fyrir yndislegan en allt of stuttan tíma með þér. Ég veit að þú verður alltaf með mér og vakir yfir mér. Pabbi og mamma hjálpa mér að muna þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku langafi, Guð gefi þér styrk og stuðning í sorginni. Guð blessi elsku langömmu. Þín, Þóra Ingólfsdóttir. Elsku amma mín, þú varst eina móðirin sem ég þekkti og þér á ég allt að þakka. Hví skyldi ég yrkja’ um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? - Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður. Þá lærði ég allt, sem enn ég kann, um upphaf og enda, um Guð og mann og iífsins og dauðans djúpin. Mitt andans skrúð var skorið af þér, sú skyrtan best hefir dugað mér við stormana, helið og hjúpinn. (M. Joch.) Blessuð sé minning þín, elsku amma. Ingólfur Jónsson. „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka...“ Það voru hátíðlegar stundir þeg- ar öll stórfjölskyldan söng þennan fallega sálm á heimili Dúllu og föð- urbróður míns, Ingólfs, á áramót- um, ár eftir ár. Frá þvi að ég man fyrst eftir mér var það föst regla að allir kæmu saman hjá bræðrun- um til skiptis, hjá foreldrum mínum, Gunnari og Distu, á aðfangadags- kvöld, hjá Þórði heitnum og Diddu konunni hans á jóladag, hjá Ingólfi og Dúllu um áramótin og hjá Baldri og Sigrúnu á þrettándanum með tilheyrandi söng og spili. Þetta var fastur punktur í tilverunni og gott að eiga svona stóra, góða fjöl- skyldu. En það varð óhjákvæmilegt undanfarin ár að þessi siður legðist af og fjölskyldan færi að leysast upp í minni einingar, enda börnin frá æskudögunum löngu orðin for- eldrar sjálf og sum meira að segja ömmur og afar. Þó sér hetjan hún Didda hans Þórðar um að við hitt- umst ennþá öll á jólunum. Ægisíða 90 var sannkallað fjöl- skylduhús, á fyrstu hæð og kjallara bjuggum við systkinin fjögur með foreldrum okkar, Ingólfur og Dúlla með börnin sín fimm á næstu hæð fyrir ofan og Doddi og Didda uppi í risi, þar til hann gerðist yfirlækn- ir á Kleppi ogþau fluttu í læknisbú- staðinn þar. Öll fjölskyldan eins og hún lagði sig fór þá á Klepp á jóla- dag, eins og við höfðum gaman af að gantast með við kunningjana. Vegna þessarar nærveru var Brynhildur Möller, Dúlla, einn þess- ara föstu punkta í lífinu, hvort sem g það fólst í hljóðinu frá buffhamrin- um hennar ofan af loftinu rétt fyr- - ir hádegi á sunnudögum, fótataki { hennar þegar hún gekk niður stig- ann bakdyramegin á leið í geymsl- una eða þvottahúsið, eða þegar við Anna lögðum undir okkur hjónaher- bergi hennar og Ingólfs við tíða mömmuleiki. Fyrsta minning mín tengist ein- mitt þeim mæðgum. Ég var tæpra tveggja ára þegar Anna fæddist og mamma leiddi mig upp á loft til að skoða þessa nýju frænku mína. Dúlla ól börnin sín upp að miklu ( leyti ein. Ingólfur var skipstjóri og sigldi um heimsins höf og var sveip- aður tilheyrandi ævintýraljóma í huga okkar krakkanna. Dúlla hafði hins vegar töglin og hagldimar á heimilinu. Hún þurfti því að halda uppi aga og gerði það, þótt stutt væri í hlýjuna. Það var til dæmis oft mjög erfitt að sætta sig við | hvað Anna þurfti að fara snemma að sofa, kannski mitt í einhveijum skemmtilegum leiknum. En orð ( Dúllu voru lög og börnin hennar hlýddu henni. Ég man þó vel eftir einu skipti þegar Anna, aldrei þessu vant, tregaðist við að fara út í búð fyrir mömmu sína enda dúkkulísu- leikurinn á hástigi. Þá sagði Dúlla: „Anna Ragnheiður, ef þú ferð ekki út í búð, þá geri ég það.“ Það þurfti ekki fleiri orð og hlé varð gert á l leiknum meðan Anna skoppaði auð- sveip upp í Hagabúð. Það var öllu betra þegar Ingólfur kom heim úr siglingum með mesta dýrindis góðgæti í öllum heiminum: Baby Ruth. Þá var ekki ónýtt að vera heimagangur á loftinu. Það gerði ekki alltaf lukku hjá frændfólkinu uppi hversu hænd ég var að köttum og laðaði þá víst full marga að húsinu með ýmsu móti. Frægur varð slagur fresskatta í þvottahúsinu þegar þeir sóttust báðir eftir yfirráðum á þessum sælustað og ekki var aðkoman beys- in. Mér var hins vegar fyrirgefið að stuðla að slíkum uppákomum og þegar ég heimsótti Dúllu á átt- ræðisafmæli hennar stakk hún að mér postulínsstyttu af lítilli stúlku með kött sem hún hafði átt frá því ég var krakki og ég hafði löngum dáðst að. „Ég hef alltaf hugsað mér að þú eignaðist hana,“ sagði hún brosandi. Styttan er á heiðurs- stað og mun alltaf minna mig á Dúllu. Allt er breytingum háð. Það sem var raunveruleiki gærdagsins er í dag minningin ein. En minningarn- ar eru dýrmætar perlur sem verða manni sífellt meira virði eftir því sem tíminn líður. Enn riðlast þessi heimur sem var. Dúlla er gengin og bætist í hóp fjölskyldumeðlima sem áður voru farnir, Þóru dóttur sinnar, Gunnu Magg, Þórðar frænda, Thors hennar Helgu, pabba, Ágústu Helgu og sonarsonar síns Péturs Högna. Nú eru jólin að koma. Það verður erfitt fyrir Ingólf, börn hans, barna- börn og barnabarnabörn að finna jólagleðina. Víst er þó að minningin um svo ótal mörg gleðileg jól og áramót mun ylja, svo og vissan um fagnaðarfundina hjá mæðgum á himni sem halda á ný jól eftir svo langan aðskilnað. Og þegar árið 1995 líður í aldanna skaut og fjöl- skyldan syngur, þótt hver í sínu húsi sé, munum við öll hugsa til Dúllu og þakka í huganum fyrir samvistirnar öll þessi ár. Kannski munum við í huganum standa sam- an við stofugluggann á efri hæðinni á Ægissíðu 90 og horfa á áramóta- brennuna og raketturnar sem breiddu úr sér í hvarfi frá þak- skegginu. Guð blessi minningu góðrar konu, Brynhildar Möller. Helga Möller. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móöursystur minnar, SIGURLEIFAR HALLGRÍMSDÓTTUR sjúkraþjálfara, Eskihliö 6. Fyrir hönd vandamanna, Andrea Oddsteinsdóttir. BRYNHILDUR MÖLLER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.