Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Yndisleg músík - í þágu tónlistarhúss TONLIST Hljömdiskar BEETHVOEN,SCHU- BERT, SCHOSTAKOVICH OG JÓN NORDAL Gunnar Kvaran (selló) og Gísli Magn- ússon (píanó) leika verk eftir Ludwig van Beethoven, Frans Schubert, Jón Nordal og Dmitri Schostakovich. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjama- son. Upptökumaöur: Georg Magnús- son. Útgefandi og dreifing: Japis. JAP9526-2. Gefíð út til styrktar byggingu tónlistarhúss. ÞAÐ er mikið djúp millí náðar- gáfunnar og ágætra hæfileika. Öll verkin á þessum hljómdiski bera þess vitni, fögur tónlist í háum gæðaflokki, hvernig sem á hana er litið. Svo er líka um flutningin: tveir frábærir einleikarar, sem vinna saman. Gunnar Kvaran leikur á sitt göf- uga hljóðfæri einsog sá sem valdið hefur, en allt stílhreint, agað og öfgalaust; tilfmningin fyrir sjálfri tónlistinni djúp og rík. Sjaldan heyr- ir maður fegurri tóna en hjá Gunn- ari Kvaran, og fínni „faseringar". Sama gildir um Gísla Magnússon, hann er ekki aðeins góður píanisti, heldur einleikari, sem glímir við mótherja sinn. Áslátturinn tær og ekta og tilfinningin fyrir samleik sönn og lifandi, með afdráttarlaus- um og hárréttum áherslum. Við skulum líka minnast þess að í „orðabók" meistaranna er ekki til aukahlutverk í samleik af þessu tagi. Þess vegna eru kröfurnar til flytjenda háar og ótvíræðar. Eg hef það á tilfinningunni að ég hafi vanmetið tónsmíð Jóns Nor- dal, Myndir á þili, þegar ég fjallaði um þær fyrir ári síðan eða svo, skrifaði ég þó vel um þær, en eitt- hvað fór síðasti þátturinn („sykur- inn og rjóminn") fyrir brjóstið á mér. Nú finnst mér hann bæði skemmtilegur og viðeigandi. Kannski er það tvímenningunum að þakka (og tónskáldinu, að sjálf- sögðu)? Hápunkturinn á diskinum eru sónöturnar tvær, einfaldlega af því þær hljóta að vera efnismestar og fjölbreyttastar (skyldi þó enginn vanmeta Beethoven, þegar hann snýr sér að tilbrigðaforminu!). „Arpeggione-sónata“ Schuberts er með yndislegri verkun fyrir selló (þó hún sé samin fyrir einhvern bast- arð, sem enginn þekkir í dag). Schu- bert gat nefnilega ekkert gert að því að hann gat ekki samið vonda músik, og ekki einusinni grunn, þó hann væri í „aðgengilegu stuði“. Sónata Schostakovich er meist- arastykki, í öllu tilliti. Frjálslegt, djúpt og fyndið, jafnvel ærslafeng- ið, innan hins stranga forms sónöt- unnar. Hinn áhrifaríki „Largo“- kafli er einstaklega fallega leikinn og sama er að segja um hinn hnittna og snilldarlega lokakafla („Allegr- etto“). Þessi hijómdiskur er gefinn út til styrktar byggingu tónlistarhúss, enda rennur allur ágóði af sölu hans óskiptur til þessa brýna og löngu tímabæra málefnis. Um leið er okkur boðið upp á frábæran tónlistarflutning, yndis- legan og viðgeigandi í alla staði. Leggjum okkar af mörkum til að raunverulegt tónlistarhús megi rísa. Við eigum það skilið. Oddur Björnsson Nýt, ifÝili ©SM Audiovox GSM - 650 263 g með rafhlöðunni sem fylgir símanum • Rafhlaða endist í 70 mín. samtal eða 18 klst. bið • Tekur stórt kort o 0 PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 Þjónustumiðstöð f Kírkjustræti, sími 550 6670 Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 Póst- og símstöðvum um land allt VEITING bókmenntaverðlauna er ávísun á mikla bóksölu. Þekktustu ítölsku bókmenntaverðlaunin, Strega, hlaut bók Maria Theresa Di Lascia, „Passaggio in ombra“. Verðlaunastríð * á Italíu Á ÍTALÍU hafa bókmennta- verðlaun mest áhrif á það hvaða bækur seljast vel. Bók- salan þar fer að langmestu leyti fram fyrir jólin og met- söluhöfundurinn þetta árið virðist ætla að verða Susana Tamaro. ítalskir gagnrýnend- ur eru hins vegar lítt hrifnir og líkja nýjustu bók hennar, „Lát hjartað ráða för“, við súpugutl, að þvi er segir í Aftenposten. Staða Susana Tamaro er einstök á Ítalíu, það er afar sjaldgæft að bækur seljist í yfir einni milljón eintaka þar í landi eins og bækur hennar. ítalskir lestrarhestar er ekki fjölmennur hópur. Tæplega 10% þjóðarinnar lesa tíu bækur á ári. Tæplega 5% lesa eina bók á mán- uði. En bók er vin- sæl jólagjöf og bók- salafyrir jól er gríðarleg. Þegar kaupendur velja bækur eru það fyrst og fremst bókmenntaverð- launin sem ráða valinu. Þekktustu verðlaunin, Strega (sem heita eftir þekkt- um líkjör), féllu þetta árið í skaut Maria Teresa Di Lascia en hún lést fyrir nokkrum árum. „Passaggio in ombra“ (Gengið í skugganum) er eina bókin sem hún skrifaði en hún var vel þekkt persóna í ítölsku stjórnmálalífi. Bókin fjallar umuppvaxtarár konu á Suð- ur-ítaliu, líklega hennar eigin. Önnur verðlaun sem nefna má eru Campiello, sem hafa náð fótfestu á Ítalíu. Verð- launaupphæðin er lág og táknræn þar sem heiðurinn og auglýsingagildið er ótví- rætt, þökk sé beinni útsend- ingu frá verðlaunakvöldinu í ítalska ríkissjónvarpinu. Verðlaunin í ár hlaut Maurizio Maggiani fyrir„Il coraggio del pettirosso“ (Hugrekki rauð- brystingsins) sem hlotið hefur afbragðsdóma gagnrýnenda. Þá hlaut Maggiani einnig Via- reggio-verðlaunin, þriðju stærstu verðlaunin. Þau tengdust fyrst og fremst vinstri mönnum í stjórnmálum en það er nú liðin tíð. Bagutta-verðlaunin eru ekki talin jafn merkileg og þau sem áður hafa verið nefnd en verðlaunaupphæðin er hins vegar mun hærri, rúmar tvær milljónir kr. Sigurvegari í ár var Daniele Del Giudice en miklar væntingar eru gerðar til hans. Del Giudice hefur óveiyulegan stíl sem hefur fallið vel í geð hjá gagnrýn- endum. Það var hinn þekkti rithöfundur Italo Calvino sem kom Del Giudic'e á framfæri en Calvino lést fyrir nokkrum árum. Banacarella-verðlaunin hlýtur höfundur söluhæstu bókarinnar og að þessu sinni hlaut Norðmaðurinn Jostein Gaarder þau fyrir „Veröld Soffíu“. Hinn þrítugi Andrea Barbero er enn ein vonar- stjarnan á Ítalíu. Hann hóf einnig feril sinn undir verndarvæng þekkts rithöfundar, Aldo Busi, sem sagði Barbero semja betri skáldsögur en Umberto Eco. Söguleg skáld- saga hans „Bella vita e guerre altrui di Mr. Pyle“ (Ljúft líf og stríð hr. Pyle á öðrum vett- vangi) er 600 síður og hefur útgáfurétturinn nú þegar ver- ið seldur til fjölmargra landa. Bækur Barberos þykja ein- stakar í ítalska bókmennta- heiminum þar sem flestar skáldsögurnar fjalla fyrst og fremst um líðan fólks, tengsl þess við aðra, samskiptaerfið- leika og sálarkreppu. Örfáir fjalla um Ítalíu nútímans eða þær breytingar sem orðið hafa í landinu síðustu aldir. Af þeim höfundum sem unnið hafa sér fastan sess og selja bækur sínar jafnt og þétt má nefna Umberto Eco og Luciano de Crescenzio. Gagnrýnendum þykir hins vegar sem ítölum takist um þessar mundir best upp við ritun ævisagna og bóka um málefni líðandi stundar. Bók Pietri Citatis um Marcel Pro- ust þykir góð, svo og bók Cesares Garbolis um rithöf- undinn Elsu Morante. Einn ævisagnahöfundanna, Serena Vitale, fékk svo Comisso-verð- launin í ár fyrir bók um Pús- hkíjn. ítalskir lestrarhest- ar eru ekki stór hópur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.