Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 35 V alddreifing er nú þegar í skólum ERLA Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýrarskóla undanfarin sjö ár, kveðst fagna því tækifæri að sitja námskeið með öðrum skóla- stjórum og geta skipst á reynslu og skoðunum. Safamýrarskóii er sérskóli fyrir greindarfötluð og fjölfötluð börn en Erla segir að skólastjórar sér- skóla eigi ýmis- legt sameiginlegt Erla með skólastjórum Gunnarsdóttir grunnskóla þó margt sé frábrugðið. Hún bendir á, að umræða hafi farið fram um hversu fjölþætt starfið sé orðið. „Það er óskaplega margt sem fellur undir starf skólastjóra, eins og starfsmanna- stjórn og stefnumótun hvers skóla fyrir sig. Samkvæmt lögum eiga skólastjórar einnig að hafa fag- ' Iega forystu og þeir sjá um fjár- málastjórn og ýmiss konar skrif- stofuvinnu. Mér sýnist að nám- skeiðið ætli að styrkja okkur í að takast á við þessi mörgu verk- efni.“ Hún segir að umræðan snúist í auknum mæli um sjálfstæði skóla, þ.e. að hver skóli fái frjálsari hendur um hvernig fjármunum sé varið og að dregin verði fram sérkenni hver skóla fyrir sig. „Einnig er alls staðar í stjórnunar- geiranum rætt meira um vald- dreifingu og fjallaði einn hluti nám- skeiðsins um hana,“ sagði Erla. Hún bætti við að niðurstaða umræðu- hóps, sem hún hefði tilheyrt, væri sú að valddreifing sé nú þegar tölu- verð í skólum. Jafnvel meiri en í mörgum fyrirtækjum. Starfssviðið hefur breyst JÓN FREYR Þórarinsson hefur verið skólastjóri Laugarnesskóla undanfarin 23 ár. Hann segir það ætíð jákvætt að sefjast niður með öðrum skóiastjórum til að vinna úr margvíslegum málefnum. Jón Freyr segir að sljórnunarnám fyrir skólastjóra hafi lengi vantað í kennaranámið. Úr því hafi að vísu verið bætt nú, en þeir annmarkar séu á, að það fari fram samhliða fullri vinnu. Því kveðst hann fagna námskeiði sem þessu. Hann segir að áherslur í starfi skólasljóra hafi breyst gegnum árin sem kalli á breytta liugsun. Starfsvettvangurinn sé sífellt að verða umfangsmeiri og komið hafi verið inn á það á námskeið- inu. „Með nýjum lögum frá í sum- ar er okkur skylt að vinna með foreldraráði. Það hafa verið sett upp nemendaverndarráð og kenn- araráð varð til fyrir nokkrum árum. Vinna vegna þessara mál- efna hefur bæst við starf okkar og því þurfum við að velja og hafna í hvað við ætlum að veija tíma okkar. í raun þurfum við að fara að hugsa meira eins og í fyrir- tækjarekstii." Hann segir að kennarasam- bandið hafi lagt mikla áherslu á valddreifingu, en telur að sumt af því hafi gengið of Iangt. „Það er kannski ekki ætíð heppilegt að allir séu með puttana í öllu. Eg hef verið mjög ánægður með kennararáð sem slikt, en tilhneig- ingin hefur verið sú að kennarar vilja gjarnan koma inn í það sem er þægilegt en kjósa að stjórnend- ur sinni því sem óþægilegra er. Mér finnst skipta máli að taki fólk á sig ábyrgð verði það að gera það að öllu leyti.“ MENNTUN Námskeið fyrir skólasljórnendur á vegum Fræðsluskrifstofu og KHÍ Fagleg þekking og færni efld Er tilgangurinn að efla faglega þekkingu og færni skólastjórn- enda og veita þeim aukna innsýn í ýmsa þætti stjómunar. „Undir- tektir hafa verið mjög jákvæðar og sóttu mun fleiri um en kom- ust að,“ sagði Hannes Svein- björnsson sem hefur undirbúið námskeiðið fyrir hönd Fræðslu- skrifstofunnar. Hann sagði að hin opinbera stefna væri að færa stjórnun í auknum mæli til skólanna sjálfra, sem þýddi aukið ijárhagslegt sjálfstæði og meiri valddreifingu. TÆPLEGA 40 skólastjórnendur á höfuðborgarsvæðinu eru um það bil hálfnaðir með námskeið sem Fræðsluskrifstofa Reykja- víkurumdæmis og Skólastjórafé- lag Reykjavíkur standa að í sam- vinnu við Kennaraháskóla ís- lands. Námskeiðið dreifist yfir veturinn þannig að á þriggja daga námskeiði á haustmisseri hefur meginviðfangsefnið verið starfsmannahald og stjórnun, en á vormisseri verður farið í skóla- þróun, skólanámskrárgerð og mat á skólastarfí. Morgunblaðið/Ásdís ÓLAFUR H. Jóhannsson (t.v.) og Hannes Guðmundsson. skólar/ námskeið ýmSslegt ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í janúar og febrúar nk. Innritun stendur yfir. Hannes Flosason, s. 554 0123. FALLEGUR FATNAÐUR JVIIKIÐ NÝ \ U RVAL NICOLE FARHI MA55IMO 05TI PRODUCTION Hönnun: Gíslí B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.