Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 19 Orðrómur hækkar bréf Apple San Francisco. Reuter. APPLE-tölvufyrirtækinu hefur ekki orðið að ósk sinni um mikla eftirspurn fyrir þessi jól, því að það hefur sagt fjárfestum að vera viðbúnir vonbrigðum og jafnvel tapi á síðasta fjórðungi ársins. En bollaleggingar um samruna koma í veg fyrir að hlutabréf í fyrirtæk- inu lækki meira í verði en þau hafa þegar gert að sögn sérfræð- inga. Bréfin lækkuðu um 3 dollara í 35,25 dollara, á föstudaginn, en lægst hefur verðið farið í 33,625 dollara í ár. Þá hafði Apple varað við því að sala og hagnaður kynni að verða minni en að hefði verið stefnt á þremur mánuðum til des- emberloka. Verðbréfasérfræðingar sögðu að verð hlutabréfanna hefði ef til vill lækkað í 20-30 dollara, ef ekki væri taliinn möguleiki á samruna. „Verðið ætti ekki að fara niður fyrir 30 dollara, ef engin ný áföll eiga sér stað ,“ sagði sérfræðingur Brown Brothers. Margir hafa áhuga Oft hefur verið um það rætt að keppinautar eins og Canon í Jap- an, IBM, Hewlett-Packard eða Oracle muni taka við rekstri App- les. Talið hefur verið að hugsan- legir kaupendur væru fúsir að kaupa Apple fyrir allt að 55-60% dollara á hlutabréf. Sérfræðingar, sem höfðu búizt við hagnaði frá október til desemb- erloka, búa sig undir að endur- skoða mat sitt á frammistöðu Apples á nýbytjuðu fjárhagsári fyrirtækisins. Apple hefur neyðzt til að lækka verð á Macintosh-tölvum vegna samkeppni við einmenningstölvur búnar Windows 95 stýrikerfi og Pentiumkubbum. VIÐSKIPTI Toyota reisir bílasmiðju Bréf íNokia lækka Helsinki. Reuter. HLUTABRÉF í farsímafyrirtækj- um hafa lækkað í verði vegna til- kynningar Nokia AB í Finnlandi um að fyrirtækið verði endur- skipulagt, þar sem gert sé ráð fyrir tapi. Nokia sagði að „greinilegt tap“ yrði á rekstrinum 1995. Nokia er annar mesti farsímaframleiðandi heims á eftir Motorola. Fjárfestar hafa haft áhyggjur af fréttum um minnkandi eftirspurn eftir farsím- um í Bandaríkjunum. Nokia sagði einnig að þrátt fyr- ir auknar tekjur í haust og vax- andi markaðshlutdeild yrði rekstrarhagnaður minni á síðasta þriðjungi ársins en á sama tíma í fyrra. Á síðustu fjórum mánuðum í fyrra jókst rekstrarhagnaður Nok- ia í 1.5 milljarða marka (346 millj- ónir dollara) og hagnaður á árinu í heild um rúmlega 140% í 3.60 milljarða marka (830 milljónir dollara). Tilkynningin var birt eftir lokun' kauphallarinnar í Helsinki á fimmtudag sl., en þó lækkuðu hlutabréf í Nokia um rúmlega 7% í 42 mörk. í New York lækkaði Nokia um 10,50 dollara, eða 23%, í 35,50 dollara. Hlutabréf í Motorola lækkuðu um 2,75 dollara í 57,125 dollara og í Ericsson um 8 af hundraði. Tökum notaöan skíöabúnaö upp í nýjan Princeton, Indiana. Reuter. TOYOTA-bifreiðafyrirtækið hefur tilkynnt að það muni reisa vöru- bílaverksmiðju fyrir 700 milljónir dollara í Indiana og framleiðsla muni hefjast haustið 1998. Starfsmenn verksmiðjunar verða 1300 og smíðaðir verða um 100.000 T100 pallbílar á ári. Þetta verður fjórða bílaverk- smiðja Toyota í Norður-Ameríku og mun rísa í Gibson County í suðvesturhluta Indiana. Með til- komu hennar eykst árleg fram- leiðslugeta Toyota í Norður-Amer- íku í um 1.2 milljónir fólksbíla og léttra vörubíla úr um 800,000 í ár. Bandarískum starfsmönnum Toyota ljölgar í rúmlega 20.000. Hiroshi Okuda forstjóri sagði að verksmiðjan mundi gera Toyota kleift að smíða samkeppnishæfari útgáfu af gerðinni T100, sem er dýr vegna 25% innflutningstolls og sterkrar stöðu jensins. Af þessum ásæðum var ákveðið að smíða vörubílana eingöngu í Bandaríkjunum. Hino Motors, sjáfstætt vörubílafyrirtæki í Japan sem smíðar T100 samkvæmt samningi við Toyota, neyðist til að segja upp ótilteknum fjölda starfsmanna þegar framleiðslunni í Japan, sagði Okuda. Um 35.000 T100 bílar verða smíðaðir í ár, aðeins rúmlegur helmingur þeirra 60.000 bíla sem Toyota spáði að smíðair yrðu á ári þegar T100 var kynntur 1993. á Andrési fást fötin SKIÐAPAKKAR Skíði - skór • Dindingar stafir - ásetning SKÍÐAGALLAR Sterkir - vandaðir fallegir Nýkomnar stakar buxur og jakkar. Jakkaföt i úrvali, verö 14.900-19.900 kr. Vandaðar vörur á vægu veröi Póstkröfuþjónusta Andres • Skólavörðustíg 22A • Sími 551 8250. V/ UMFERÐARMIÐSTÖÐINA, SÍMAR 551 9800 & 551 3072 ÍVIOKIA IT yfyji I ■ naisKfu Hafðu samband! Nokia 720 og 250 eru víðáttugóðir NMT farsímar og með bestu öryggistækjum sem völ er á til ferða innanlandsi lUokia 720 - Verd Nú frá 57.512 lUokia 250 - Nú frá Ármúla 26 • sími 588 5000. ra afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.