Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ýkt g’arnan TÓNLIST Háskólabíð FJÖLSKYLDU- TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjóra- andi Beraharður Wilkinson. Einleik- ari Ástríður A. Sigurðardóttir og Gradualekór Langholtskirkju, Kór Öldutúnsskóla, Skólakór Garðabæjar og Skólakór Kársnesskóla. Laugar- dagur 16. dese.nber. HÁTÍÐARFORLEIKUR Dmitri Shostakovich hljómaði hressilega fyrir þann sem sat á öðrum bekk í Háskólabíói. Vitanlega er ómögu- legt að dæma heildarsvip hljóm- sveitarinnar frá þeim stað, enda forseta vorum og ráðherrum gjam- an úthlutað sæti á fremstu bekkjum í salnum og svo ekki meir um það, nema að forseta okkar og ráðherra vegna er ennþá ástæða til að minn- ast á tónlistarhúsið. Fjöldi bama sótti fjölskyldutónleikana og áður en lengra er haldið verður að hlaða á þessa ungu tónleikagesti hrósi fyrir það hversu vel þau hlustuðu og hefur þá líklega þótt „ýkt gam- an“, eins og einn ungur áhorfandi orðaði það. Það var líka ýkt ánægju- legt að heyra Ástríði A. Sigurðar- dóttur leika þriðja þáttinn úr fyrsta Píanókonsertinum eftir Beethoven. Ástríður er aðeins 15 ára gömul, en lék þáttinn af miklu öryggi og sýndi um leið persónuleika í spilinu sem ekki er algengur hjá 15 ára nemendum. Spái ég að þetta nafn megum við setja á minnið og óska henni og kennaranum hennar, Önnu Þorgrímsdóttur, til hamingju með árangurinn. Kannske vinnur Sinfóníuhljóm- sveitin okkar sér fleiri atkvæði en forráðamenn hennar grunar, með framtaki sem þessu, að hleypa ung- um efnilegum einleikumm að sér, ekki bara við einleikarapróf, þegar nemandinn er orðinn gjaldgengur tónlistarmaður, heldur og á leiðinni að því marki. Sannleikurinn er sá, að til þess að Sinfóníuhljómsveitin nái þeim vinsældum sem hún verð- skuldar þarf að skipuleggja starf hennar allt öðru vísi. T.d. það, að tæplega 100 manna atvinnumanna- sinfóníuhljómsveit skuli þjóna litlu samfélagi með oftast hálfs mánað- arlegu tónleikahaldi yfir veturinn, nokkrum tónleikum utan Reykja- víkur og aukatónleikum nokkrum í líkingu við þá í kvöld, að hún svo skuli fá nær því heila æfingaviku fyrir hveija fímmtudagstónleika og að hún í viðbót skuli ekki vera bund- in leikskyldu við óperuflutning er sá lúxus sem ríkari þjóðir en við erum hafa ekki efni á að leyfa sér. Hér er ekki verið að tala um meiri vinnuskyldu á hvern einstakan hljómsveitarmeðlim, en skipulag á vinnutíma sveitarinnar og að hljóm- sveitin nýtist, einnig í þágu þeirra sem ekki hafa ánægju af hreinni sinfóníutónlist, en þeir greiða einnig sinn skatt til hljómsveitarinnar. Ef vitglóra á að vera í starfsskiptingu hljómsveitarinnar á vitanlega að binda starf hennar óperuflutningi og færa æfingatíma hennar fyrir venjulegt klassískt efnisval niður í eina eða tvær æfingar, meira á hún ekki að þurfa, og fleira þarf að gera. Hvað sagði ekki frægur hljómsveitarstjóri, sem mætti á æfingu um morguninn sem tónleik- arnir áttu að vera. Heilsaði hljóm- sveitinni og sagði, ég veit að þið kunnið ykkar hlut, ég kann minn, við hittumst á tónleikunum í kvöld. Ekki veit ég hversu vel bömin hafa náð Árstíðunum eftir Glazunov, án skýringa, en vel hlustuðu þau. Tónleikunum lauk með Hljóðu jólaklukkunum eftir Carol og Walt- er Neona í hljómsveitarútsetningu Páls P. Pálssonar. Nú fylltu sviðið allir kóramir, sem taldir voru upp í upphafí og fallega og táhreint fluttu þau þennan helgileik og sýndu að óþarfí er að láta börn syngja óhreint. Sögumaður flutti texta helgileiksins í þýðingu Guð- fínnu Dóru Ólafsdóttur og Rúnars Einarssonar. Það allra síðasta á tónleikunum vom svo nokkur jóla- lög með-Heims um ból í lokin þar sem vonandi allir tónleikagestir hafa sungið með. Bemharður Wilk- inson hélt þessu öllu til haga í ör- uggum höndum. Ragnar Björnsson Styrkir Snorra Sturluson- ar veittir ÚTHLUTUNARNEFND hefur lokið úthlutun styrkja Snorra Sturlusonar að þessu sinni. Til ráðstöfunar var ein milljón króna. Þau sem hljóta styrki 1996, til þriggja mánaða hvort, eru: Jasek Gode, leikari og þýðandi í Gdansk í Póllandi, til að vinna að þýðingum á íslenskum þjóðsögum á pólsku og Tatiana Shenyavskaya M.A., stundakennari við Moskvuháskóla, til að semja æfíngabók í íslensku fýrir rússneska stúdenta. í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar 23. september 1991 ákvað ríkisstjóm íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrk- ina sem gefnar voru út 1992 skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöf- undum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífí. Styrkimir skulu veittir í þtjá mánuði hið minnsta. Stofnun Sigurðar Nordals auglýs- ir styrkina og tekur á móti umsókn- um. Styrkir Snorra Sturlusonar fyr- ir 1996 voru auglýstir i júlí sl. með umsóknarfresti tii 1. nóvember. Fjörutíu og ein umsókn barst frá átján löndum. I úthlutunarnefnd styrkjanna eiga sæti Úlfar Bragason forstöðu- maður Stofnunar Sigurðar Nordals, Helga Kress prófessor og Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ævintýraóperan Sónata Söngveisla í Islensku óperunni TONLIST íslenska ópcran SÖNGTÓNLEIKAR Kór íslensku óperunnar, einsöngvar- arnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Páls- son og Þorgeir Andrésson, við undir- leik Davíðs Játvarðssonar pianóieik- ara og undir stjóm Garðars Cortes, fluttu einsöngs- og kóratriði úr óper- um og nokkur íslensk jólalög. Laug- ardagfurinn 16. desember, 1995. SÚ venja hjá óperuhúsum, að halda eins konar „Gala“ tónleika, þar sem farið er yfír ýmislegt úr þeim verkum sem flutt hafa verið, nýtur víða mikilla vinsælda og eru þá kallaðir til einsöngvarar, sem ýmist syngja einir eða með kór og þykja slíkir tónleikar hin besta skemmtan. Tónleikamir hófust á nokkrum frægum kórum og með kómum söng t.d. Bergþór Pálsson söng nautabanans úr Carmen af- burða vel. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þor- geir Andrésson sungu lokaatriðið úr fyrsta þætti óperunnar La Bo- héme, þar sem Rodolfo og Mimi kynna sig. Þessar aríur svo og „útgöngutónninn“ í dúettinum, er einn af hápunktum óperunnar og var þetta atriði sannarlega vel flutt, svo ekki séu notuð sterkari orð. Margir frasgir kórar voru fluttir, Steðjakórinn, Fangakórinn frægi úr Nabucco og með Sigrúnu og Ólöfu söng kórinn Bátssönginn. Bergþór söng með kórnum 01’ man River og iét kórstjórinn, Garðar Cortes, þess getið að Islenska óp- eran hefði hugleitt að setja upp bandaríska söngleiki. Allt þetta var flutt af þeírri reisn, sem Kór Is- lensku ópemnnar og listamenn óperannar hafa verið sérlega róm- aðir fyrir. Þar sem ekki fylgdi prentuð efnisskrá fyrir tónleikana, verður þessi upptalning að nægja, með þeirri viðbót, að undir lokin söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir einsöng í Ave Maríunni eftir Sig- valda Kaldalóns og gaf flutningur kórs og einsöngvara á þessu fal- lega lagi þá jólastemmningu, að undir lokin sungu allir viðstaddir Heims um ból. Þetta var sannköll- uð söngveisla. Sagt er að kór sé bergmál þess sem stjómandinn er og hefur Garð- ar Cortes að undanförnu sýnt, að á þeim vettvangi kann hann ýmis- legt fyrir sér, eins og t.d. í stjórn stærri söngverka af ýmsu tagi og óperaverka, sem flutt hafa verið í íslensku óperunni. Sú tækni, sem nefnist að stjóma tónlistarflutn- ingi, byggist á þekkingu, sem bæði snýr að flytjendum og við- fangsefninu en ekki síst þeim krafti og túlkunarvilja, sem stjóm- andinn krefur flytjendur um og nær þeim með þeirri kröfu til sam- virkra átaka í túlkun og allri út- færslu verksins. Á því sviði á Garð- ar Cortes mikið að gefa, auk þess sem hann býr yfír mikilli þekkingu á óperutónlist og hefur safnað sér míkilli reynslu í farsælu starfi sínu við íslensku óperuna. í raun er óþarfi að tíunda hvert atriði sem flutt var, því í heild var flutningur kórs og einsöngvara glæsilegur og með slíkan starfshóp er mikil framtfð í óperuflutningi hér á landi. íslenska óperan undir stjórn Ólafar Kolbrúnar Harðar- dóttur og Garðars Cortes hefur staðið fyrir glæsilegum flutningi á öllum helstu óperum tónbókmennt- anna, og mun það framlag, er tímar líða, þykja merkileg saga. Jón Ásgeirsson TÓNLIST Hljómdiskar SÓNATA ÆVINTÝRA- ÓPERA Hjálmar H. Ragnarsson, tónlist. Messíana Tómasdóttir, handrit. Marta G. Haildórsdóttir (sópran), Sverrir Guðjónsson (kontratenór, bariton), Kolbeinn Bjarnason (flauta, bassafiauta), Guðrún Óskarsdóttir (semball). Upptökustjóra, hljóðblönd- un og samsetning: Sverrir Guðjóns- son. JAP 9530-2. ÆVINTÝRAÓPERAN Sónata er samvinnuverkefni höfunda og flytj- anda. Eftir tveggja ára þróun og meðgöngu var verkið frumsýnt í ís- lensku óperunni á vegum Strengja- leikhússins í leikstjórn Messíönu Tómasdóttur í október 1994, en í þeirri sýningu dönsuðu nemendur úr Listdansskóla Islands frumsamda dansa Nönnu Ólafsdóttur undir hennar stjóm (upplýs. úr bæklingi). Því miður sá ég ekki þessa sýningu, enda hefði ég þá gjaman viljað hafa bam mér við hönd. Aftur á móti hefði ég gjaman viljað hafa mynd- _____TÖNLIST III jðindiska r ÁRNI EGILSSON: CHAM- BER MUSIC Contemplation, Why, Wliat if?, Get down-a „Jazzy", String Quartefc Endré Granafc 1. fíðla, Richard Alt- enbach, 2. fiðla. Janes Lakatos, víóla, Douglas Davis, selló. Árni Egilsson, kontrabassi. 1995 Arnaeus Music Ascap, P.O. Box 5376. (818)363-0495. ÞESSI hljómdiskur kom mér sann- arlega í opna skjöldu, og var mér þó kunnugt um að djassarinn og kontra- bandið í fóram mínum — og hugsa mér að gera eitthvað í því máli. Hljómdiskurinn stendur nú samt fyr- ir sínu og gefur líflega mynd af óper- unni, svo er tónlistinni (Hjálmar H. Ragnarsson) fyrir að þakka — og flytjendum (Sverrir Guðjó'nsson, Marta G. Halldórsdóttir, Kolbeinn Bjamason og Guðrún Óskarsdóttir). Sagan er um hann Tropett, sem óskar þess af öllu hjarta að dúkkan hans, hún Sónata, lifni við. Trompett verður vinur stóra Logadrekans og hann sigrast á hræðslu sinni við frekjuna hann Ansans Ára. Þannig bjargar hann líka prinsessunni Són- bassavirtúósinn Árni Egilsson væri ekki við eina fjölina felldur og til alls vís í músíkinni. Diskurinn er algjört æði! Tónlistin glimrandi vel skrifuð (ekki síst fyrir sjálf hljóðfærin) og „spilamennska“ eftir því, enda er hér um að ræða virtúósa og toppmúsík- anta, sem_ ég vissi reyndar ekki deili á, nema Áma. Þetta fer ekki á milli mála. Ekki ætla ég mér þá dul að heim- færa þessa tónlist undir einhvern „skóla“ eða „isma“, eða taia um „áhrif“, ég held hún hljóti bara að vera afurð þess sem lifír og hrærist I músík, og hefur náð slíku valdi á henni að hann getur leyft sér „að leika sér“ í hörku glímu við hið vanda- ötu og óskin hans rætist. Hann Trompett spilar á töfraflautu. Hann er ljúfur strákur og hann á Lífsfugl- inn að vini. Verkið kann að virðast. nokkuð fijálslegt og „lausbeislað" við fyrstu sýn (og heyrn) — svo sem einsog skemmtilegur draumur (sem því er kannski ætlað að vera, öðrum þræði), en auðvitað vantar sjónræna þáttinn (leikhúsið) í myndina — þótt hljóm- diskurinn ýti vel við ímyndunarafl- inu. En það er ekki allt sem sýnist — fremur en í öðram ævintýram. Hér er verið að fjalla um hugrekki og sakleysið, sem er auðvitað sígilt og gamalkunnugt. Tónlistin er falleg, fjölbreytt og skemmtileg — og stundum grípandi, þegar hún flýgur hátt og fijálslega, eins og Lífsfuglinn sjálfur. Flytjendur fara afar vel með sín hlutverk — en „hljómsveitin" er sem- ball og flauta, sem er fínlegt og fram- legt og ljær verkinu aukinn þokka. Nú er næsta vers að spila hljómdiskinn fyrir bamabömin (sem trúlega hafa séð óperana á sviði), eða — það sem er enn betra — gefa þeim myndbandið f jólagjöf. Oddur Björnsson sama og kröfuharða tónmál kammer- tónlistarinnar. Sem er, eins og allir vita, toppurinn á tónskáldaskap yfír- leitt. Eða, er það ekki annars? (Hvað um kvartett Beethovens og kvintetta Mozarts og Schuberts, þann fyrir sellóin tvö?). Þessari tónlist verður illa lýst með orðum, það verður að heyra hana. Hún er jafnvel stórfalleg á köflum. Og upptakan í hágæðaflokki. Svo ræður hver og einn hvort hann trúir sínum eigin eyrum. Hér er sumsé „öðruvísi" hljómdisk- ur á ferðinni. Látið hann ekki fram- hjá ykkur fara. Oddur Björnsson Mögnuð tónlist fyrir strengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.