Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hugleiðing um nagladekk JÆJA, þá er vetur genginn í garð og eins og venjulega þurfa ökumenn að skipta yfir á vetrar- dekk. Fyrir marga er þetta einfalt mál, þeir aka inn á næsta hjól- barðaverkstæði á sumartúttunum og síðan út aftur á stríðnegldum vetrardekkjunum og eru tilbúnir í slaginn. Fyrir mig og e.t.v. nokkra aðra þijóskupúka er þetta ekki alveg svona einfalt. Við þurfum að velja á milli þess að skrölta um á nöglunum eins og allir hinir sér- fræðingarnir, eða þijóskast við og skipta yfir á okkar venjulegu vetr- ardekk. Af hveiju í ósköpunum? Jú, vegna þess að eftir áralanga reynslu er ekki búið að sannfæra okkur um ágæti nagladekkjanna. Þvert á móti er það okkur hulin ráðgáta hversu margir höfuðborg- arbúar velja þann kost að aka um snjólausar götur borgarinnar hálft árið á negldum hjólbörðum ár eft- ir ár. Þegar þetta er ritað eru aðeins nokkrar vikur frá því leyfilegt var að setja nagladekk undir bifreiðar og virðist mér því miður sem mik- ill meirihluti borgarbúa hafi enn á ný valið nagladekk umfram venju- leg snjódekk. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Tjörudrullan er nú þegar yfir öllu og bifreiðaeig- endur hafa ekki undan að þvo tjör- una af bílum sínum. í þennan þvott fara nokkur hundruð þúsund lítrar af tjöruhreinsi' á hveijum einasta vetri og dugar það þó skammt þegar bíldruslan er orðin jafnskítug næsta dag. Skítnum er síðan skolað um holræsin og í sjó- inn. Þetta er algerlega óviðunandi ástand sem löngu er orðið tíma- bært að taka á. Sumir halda því fram að það sé saltið sem leysi upp tjöruna, en saltburður viðheldur raka og eykur þannig óbeint slit. Það sem af er vetri hefur lítið verið saltað en tjörurykið er þó strax komið og hverfur ekki fyrr en menn skipta ótrúlega seint yfir á sumar- dekkin. Óhóflegur saltmokstur er hins vegar hvimleiður og ætti að heyra sög- unni til. Ég held að hugmyndir um að hætta saltburði séu óraunhæfar, en vafa- laust mætti draga úr saltaustrinum og gera hann markvissari. Hér vaknar sú spurning að ef nagladekk eru svona nauðsynleg eins og margir vilja vera láta, því þarf þá að ausa saltinu jáfnmikið og raun ber vitni og auka þannig enn á Kristján mengunina? Gunnarsson Hingað til hefur umræðan þó mörgum lítið snúist um þessa hlið málsins sem ég.tel þó vera ekki síður alvar- lega en slitið á gatnakerfinu, en það er sér kapítuli út af fyrir síg. Eftir undanfarna vetur má segja að yfirborð gatna á höfuðborgar- svæðinu sé nánast ónýtt. Yfir sum- artímann éru göturnar plægðar og malbikaðar og þeirri vinnu lýk- ur síðan rétt áður en nagladekkin eru sett undir og sama ruglið byij- ar aftur. Þannig hefur þetta verið ár eftir ár þrátt fyrir hundruð milljóna króna árlegan kostnað og tilheyrandi mengun. Til hvers? Hefur umferðaróhöppum eitthvað fækkað með tilkomu nagladekkj- anna? Ég held ekki. Ljóst er að rökin með notkun nagladekkja hafa af einhveijum ástæðum náð yfirhendinni á undanförnum árum. Þetta er eink- ar athyglisvert í ljósi þess að þeir aðilar sem eiga mikilla hagsmuna að gæta hafa í raun hafnað helstu rökum með notkun nagladekkja með því að viðurkenna notkun venjulegra snjódekkja. Mér vitan- lega hafa tryggingafélögin ekki gert athugasemdir við notkun venjulegra snjódekkja, enda kem- ur það heim og saman við könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum um orsakir umferðaslysa. Ef mig minnir rétt átti „búnaður bifreiða" lítinn þátt í orsökum umferðaróhappa og hefur ekkert nýtt komið fram sem hefur breytt þeirri niður- stöðu. En hvers vegna í ósköpunum aka þá svo margir um á nagladekkjum sem raun ber vitni? Hvern- ig nenna menn að keyra um auðar götur borgarinnar á nöglun- um í 6 mánuði með öllum þeim hávaða sem þeim fylgir? Eflaust veitir það ,öryggi“ að aka um á nagladekkjum og víst er að nagla- dekk koma að notum við vissar aðstæður, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ein af ástæðunum fyrir vinsældum nagladekkja er án efa sú að málefnaleg rök gegn notkun þeirra hafa ekki verið upp á marga fiska og menn setja því nagladekk- in undir af gömlum vana og af því að „hinir“ gera það. Ef tekið er mið af undanförnum vetrum í Reykjavík hafa flestar umferðargötur oftast nær verið auðar mestan hluta vetrar og þá sjaldan sem snjór hefur sést og hálka myndast hefur henni verið eytt á augabragði vegna vasklegr- ar framgöngu borgarstarfsmanna í saltburði. Réttlæting notkunar nagladekkja nokkra hálkumorgna yfir vetrartímann er því meira en lítið vafasöm þegar þess er gætt að venjuleg snjódekk gera sama eða meira gagn við flestar aðrar aðstæður. Ljóst er að nagladekk gera mest gagn þegar þau eru ný, en þegar naglarnir slitna dregur ört úr notagildi þeirra. Nagladekk á blautu og þurru malbiki gera lítið annað en að slíta götunum margfalt hraðar en ella og í mik- illi ófærð eru nagladekk síst betri en venjuleg snjódekk. Engu að síður er ótrúlega mikið um það að ökumenn telji sig hæfa til vetra- Alltof margir kunna hreinlega ekki að aka í ófærð og hálku, segir Kristján Gunnarsson, nagladekk breyta þar engu um. raksturs fyrir það eitt að aka um á negldum hjólbörðum og jafnvel svo hæfa að þeir aka ósjálfrátt hraðar en færni og aðstæður leyfa. Þetta held ég að sé því miður allt of algengt. Hér hefur umfjöllunin einkum beinst að höfuðborgarsvæðinu, en hvað með vegi utan þéttbýlis? Fyrir þá tiltölulegu fáu sem þurfa að bregða sér út fyrir höfuð- borgarsvæðið yfir veturinn vil ég segja þetta. Ef mikil hálka er á vegum má þvo dekkin með tjöru- hreinsi og lækka aðeins loftþrýst- ing til að auka veggrip. Það getur gert gæfumuninn. Þegar upp er staðið verður það þó alltaf mat hvers og eins hvort lagt er af stað út úr bænum í fljúgandi hálku og hávaðaroki. Hafa menn slíka tröllatrú á notkun nagladekkja að þeir hætti lífi og limum við slíkar aðstæður? Ég held að oft á tíðum sé betur heima setið og förinni frestað og skiptir þá engu máli hvort bílar eru búnir nagladekkj- um eður ei. Þeir sem enn halda því fram að þeir komist ekki af án nagla- dekkja er hér vinsamlega bent á þá lausn að leggja bílum sínum og notfæra sér strætó eða lang- ferðabifreiðir í hálku og vetraró- færð. Alltof margir kunna hrein- lega ekki að haga sér í ófærð og hálku og breyta nagladekk þar nákvæmlega engu um. Reynslan sýnir að það skiptir ekki máli hversu vel útbúin bifreið er til vetraraksturs, það eitt og sér kem- ur ekki í veg fyrir umferðaróhöpp. Það er fyrst og fremst undir öku- manninum sjálfum komið að koma í veg fyrir slys og það er best gert með því að aka eftir aðstæð- um með beltin spennt. Hér á undan hefur notagildi negldra hjólbarða verið stórlega dregið í efa og að mínu mati er löngu orðið ljóst að nagladekk hafa miklu fleiri galla en kosti. Þess vegna er mér óskiljanlegt með öllu hvers vegna notkun þeirra er yfirleitt leyfð. Víða er- lendis er notkun nagladekkja bönnuð þótt þar séu svipaðar að- stæður og við búum við hér á landi. Þar hafa menn einfaldlega komið auga á alvarlegar afleiðingar nagl- anna sem yfirgnæfa rökin með notkun þeirra. I nokkrum löndum er þó leyfð notkun á léttari nöglum sem valda minna gatnasliti og skilst mér að í bígerð sé að taka þá í notkun hér á landi. Ég tel það þó skammgóða lausn þar sem nú þegar fást mjög góð naglalaus vetrardekk sem gera sama og oft- ast meira gagn án aukaverkana. Þar sem frekar ólíklegt er að notkun negldra hjólbarða verði alfarið bönnuð hér á landi í bráð fyndist mér eðlilegt að þeir sem af einhveijum ástæðum telja sig ekki geta komist af án þeirra borgi fyrir það. í dag er óverulegur munur á verði negldra og ónegldra hjólbarða, en með því að skatt- leggja nagla mætti lækka verð á ónegldum hjólbörðum frá því sem nú er. Mér skilst að það fari 2-300 m. kr. í að lagfæra götur borgar- innar á hveiju ári þannig að það er mikið í húfi fyrir borgaryfirvöld og önnur sveitarféíög. Með minni viðhaldskostnaði má setja meiri pening í úrbætur og nýfram- kvæmdir í vegakerfinu öllum til hagsbóta. Agæti lesandi. Ef þú hefur hingað til ekið um á negldum hjól- börðum ættir þú að prófa ónegld dekk næst þegar þú skiptir. Tök- um höndum saman og ökum fram- vegis um á ónegldum, umhverfis- vænum, hljóðlátum vetrardekkj- um. Aukum ekki á mengunina að óþörfu, hún er nóg fyrir. Hagið akstri eftir aðstæðum og sýnið aðgát. Það skiptir meginmáli. Höfundur er viðskiptafræðingur. Forstjórinn, ofbeldið og nauðgararnir Sjálftökuliðið í ríkis- og einkageira, segir Leifur Helgason, galar hæst um efnahags- vanda launamanna. FIMMTUDAGINN 14. desem- ber sl. ritar Jón Sigurðsson, for- stjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, gréin í Morgun- blaðið. Hann gerir þar að umtals- efni kjarabaráttu undanfarinna ára á íslandi. Eftir sögulegan formála um dýrmæti réttarríkis- ins falla nokkur gullkorn. Ástæða er til að gera nokkrar athuga- semdir. Jón segir. „Það er almenn vitn- eskja fólks, að á íslandi er hlut- fall launaútgjaida í þjóðarfram- leiðslunni hærra en víðast hvar í löndum. Það merkir á manna- máli, að hér hefur meiru verið deilt út til launþega en almennt gerist af því, sem er til skiptanna milli iaunþega og launagreiðenda. Afleiðingin er, að fyrirtæki eru almennt veikburða og opninber rekstur í sífelldum greiðsluvand- ræðum og skulda- söfnun.“ Enn einu sinni gamla tuggan um að peningarnir séu ekki til. Það væri synd að segja, að þetta væri yfirfullt af fijórri hugsun. Jón staðhæf- ir að einkageirinn og ríkisreksturinn riði til falls vegna of hárra launa. Það er kannski heimskulegt að spyija sem svo: Til hvers eru atvinnuvegir? Til hvers eru þeir ef þeir geta ekki borgað kaup? Auðvitað er þetta rangt hjá Jóni, því ef hann hefði rétt fyrir sér væri framtíðin ekki björt. Eitt helsta efnahags- vandamál á íslandi er of lág laun. Stjórnendur fyrir- tækja telja hins vegar auðveldara að koma í fjölmiðla með vissu millibili til að skýra frá tapinu, eins og þekkt er í sjávarút- vegi, frekar en að stjórna af viti og borga hærri laun. Vitlaus ríkirekstur stafar ekki af of háum launum fjöld- ans. Það ætti Jón að vita sem hagvanur maður á þeim slóðum. Þar eru stjórnendur hins vegar ráðnir eftir flokkskírteinum eða fjölskyldutengslum fremur en hæfni. Engin ábyrgð getur fylgt slíkum embættisveitingum enda sýna dæmin það. Slíkur rekstur getur ekki annað en bólgnað út, orðið að ófreskju sem enginn hef- ur yfirsýn yfir og laun stjórnenda margra ríkisfyrirtækja eru ekki í neinu samræmi við það sem eðli- legt getur talist. Það er efnahags- vandi. Þeir eru einfaldlega sjálf- tökulið flokksskírteina eða ætt- artengsla í gerspilltu kerfi og fá fálkaorðuna á miðjum starfsferli „fyrir embættisstörf“. Og sjálf- tökuliðið í ríkis- og einkageira galar hæst um efnahagsvanda launanna. Það er rétt að minna á það, að ríkisstjórnin ætlar að fjölga ríkisstarfsmönnum um nokkur hundruð á næsta ári og mér skilst að þar stjórni menn, sem stundum hafa talað um að minnka þyrfti báknið. Á öðrum stað í greininni segir Jón: „Flugstjórar tóku nýjar flug- vélar Flugleiða í gíslingu þar til þeir höfðu fengið kjarabót, lækn- ar, hjúkrunarfræðingar, sjúkra- liðar og fleira heilbrigðisiðnaðar- fólk hefur á mismunandi tímum tekið sjúkt fólk í gíslingu í sama skyni. Flugumferðarstjórar hafa um áratugi beitt sína launagreið- endur sams konar þvingunum í upphafi hverrar ferðamannavert- íðar og þannig mætti lengi telja. Ekki má gleyma kennurum, sem ítrekað hafa tekið námsframa nemenda sinna í gíslingu. Þessir hópar hafa í raun nauðgað þjóðfé- laginu." Það er sorglegt, að þessar skoð- anir skuli enn vera við líði. Og þær eru efnahagsvandi. Þær eru efnahagsvandi vegna þess, að þegar menn hugsa svona eru þeir fastir í þráhyggju sem er löngu liðin tíð. Það er löngu bújð að sanna það, að fyrirtæki sem ekki borgar laun lifir ekki. Enda óþarft Líf 03 fjölbreytileg listaverk myndir - keramik Opið kl. 12-18 virka daga. sími 567 3577, Stangarhyl 7 Leifur Helgason og getur ekki talist hluti af ein- hveiju sem við köllum atvinnuveg. Verður framleiðni í fyrirtæki sem ekki greiðir mannsæmandi laun? Hver er framleiðnin þegar tuttugu sjómenn koma í land með hundrað milljónir eftir fjörutíu daga túr á frystitogara? Fyrir slíka frammi- stöðu eiga menn að fá há laun. Myndum við fá einhvern um borð fyrir kennaralaun? Við lifum á umbrotatímum og tækninni fleygir fram. Við þurf- um hæfa stjórnendur, sem gæta fyllstu hagkvæmni, keppast um að greiða sem allra hæst laun en láta af þeim ósið að afsaka eigin vanmátt við stjórnvölinn með of háum launum starfsfólksins. Slík- ir stjórnendur eru efnahagsvandi. Við erum með allra ríkustu þjóð- um heims samkvæmt skýrslum OECD og þann auð hafa nauðgar- arnir búið til. Forstjórinn ætti að spyrja sjálfan sig að því hvað um þessa peninga verður. Þeir lenda ekki í vösum nauðgaranna. Jón Sigurðsson á að fara í fyrir- lestraferð um landið, hitta nauðgarana og útskýra fyrir þeim — sem ekki ná áttatíu þúsund kallinum á mánuði — að efna- hagsvandinn stafi af of háum launum þeirra. En þá verður hann líka að segja okkur frá því, hvað raforkuverðið á Grundartanga er langt undir framleiðslukostnaði. Þá getur hann glatt okkur nauðg- arana með því að segja okkur hvað mikið af áttatíu þúsund kallinum okkar fer í að niður- greiða þetta rafmagn. Höfundur er kennari við Víði- staðaskóla í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.